Þjóðviljinn - 23.06.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.06.1977, Blaðsíða 9
8 SIÐA — J>JÖÐVILJINN Fimmtudagur 23. júni 1977 Fimmtudagur 23. júni 1977 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9 VIÐTÖL VIÐ UNDIRRITUN KIARASAMNINGA ASÍ Fréttamenn Þjóðviljans fóru á vettvang í gærmorg- un um það leyti sem gengið var frá undirritun aðal- kjarasamninganna á Hótel Loftleiðum og ræddu við nokkra forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. Þau viðtöl birtast hér á siðunum. Launajöfnunarstefna í framkvæmd Björn Jónsson, forseti Alþýöu- sambandsins, sagöi er Þjóövilj- inn ræddi viö hann: — Viö höfum snúiö vörn i sókn eins og ASÍ-þingið samþykkti aö reyna yröi. Viö náum þvi fram i þessum samningum, aö laun hinna lægstlaunuöu hækka mest, svo að þaö næst sem tapaöist frá 1974 á þau laun, en hækkunin er ekki aö sama skapi á hærri laun- in, þar sem hækkunin er I krónu- tölu og visitalan kemur einnig i krónutölum á fyrri hluta tlma- bilsins, en hlutfallslega frá 1. mars. Meö vlsitöluákvæöum þessara samninga á að takast betur en áð- ur aö tryggja kaupmátt yfir samningstimann. 1 lok samnings- timans veröur veröbótakerfiö betra en þaö hefur veriö um ára- tugi. Veröbæturnar verða veru- lega skertar framanaf timanum hjá þeim sem hafa hærri launin eöa til 1. mars 1978. Þessu fórna þeir hærralaunuöu til þess aö knýja fram meiri hækkanir til þeirra sem lægst hafa launin. Viö erum eftir atvikum ánægöir meö þennan árangur I heild sem Björn náðst hefur. Launajöfnunarstefna Alþýðusambandsþingsins hefur verið framkvæmd hér i þessum viöamiklu og flóknu samningum með ótrúlega litlum frávikum. — Hverju þakkaröu aö þessi árangur hefur náöst enda þótt ekki hafi verið beitt alslherjar- verkföllum? — Þessi kjaradeila er frá- brugöin flestum öörum kjaradeil- um aö þvi leyti aö aöferöirnar hafa verið aörar til þess aö þrýsta á atvinnurekendur og rikisstjórn. Þessar nýju aðferöir hafa reynst árangursrikar, enda þótt þaö hafi vissulega tekiö langan tima aö ná þessum árangri. En meö þessum aöferöum hefur veriö komiö i veg fyrir fjárhagslegt tjón launa- manna og þjóðarbúsins má segja. Þá tel ég að yfirvinnubanniö muni hafa mjög djúptæk áhrif fram- vegis, ekki aöeins aö þvi er snert- ir þessa einu deilu. Þá hefur þaö hjálpaö verulega til viö lausn deilunnar og öll vinnubrögö aö kröfurnar voru ljósar mjög snemma. Mörgum þóttu þær óþarflega nákvæmar i upphafi, en þessi kröfugeröaraö- ferö hefur reynst vel vegna þess hve almenningsálitið hefur ein- dregiö tekiö undir þær og snúist á sveif meö okkur. — Hvaö um áhrif samning- anna? — Sú aöferö aö bæta kaupmátt meö kauphækkunum fyrst og fremst getur haft veröbólguáhrif, en þó er endanleg niöurstaöa aö öllu leyti komin undir stjórnar- völdum. Við heföum kosiö aö fremur heföi verið efnt til viötæk- ari, pólitiskra aögeröa til þess aö bæta kaupmáttinn, en þvi miður hafa stjórnvöld tekiö of litiö mark á okkar pólitisku kröfum, enda þótt á þvi sviöi hafi einnig náöst árangur sem viö viljum sist van- meta. — Aö lokum? — Persónulega er ég þakklátur meönefndarmönnum minum fyr- ir hvað þeir hafa unnið vel. 1 samninganefndinni hefur veriö hin ágætasta samstaða i hvivetna og bakstuðningur ailrar verka- lýöshreyfingarinnar hefur að sjálfsögöu ráöiö úrslitum. Kauphækkun og vísi- tala eins og frekast var hægt aö vænta Koibeinn Friöbjarnarson, for- maöur Verkalýösfélagsins Vöku, Siglufiröi, sagöi: Ég tel að kauphækkunin og visi- töluákvæöin séu eins góö og frek- ast var hægt aö búast við. Ég er misjafnlega ánægöur meö önnur smærri atriöi, eins og gengur. Um aöferðina, þessistóru samflot, vil ég segja, aö ég tel timann sem fer i þetta, 3-4 mánuöi á ári, of lang- an, og ég tel aö meö þessari aö- ferö veröi nær ekkert svigrúm eftirlátiö fyrir hin einstöku félög 'aö vinna að sinum sérmálum. Samfara þessum samflotum veröur óheyrilegur kostnaöur. Kolbeinn Beöiö eftir undirritun um tiuleytiö i gærmorgun. Þeir lægst launuðu fá mest — Ég tel, aö ekki hafi veriö geröir betri kjarasamningar um langt skeiö, — sagöi Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir er við spuröum hana frétta. — Þeim lægstu var lyft mest og visitalan var tryggð. Að visu var slæmt að fá ekki kjarabæturnar frá 1. mai, en hins vegar fengum viö heldur meiri kauphækkun núna til aö jafna þaö, að hækkanirnar fengust ekki frá 1. mai. Astæöan fyrir þvi, hve vel tókst til núna, er fyrst og fremst hve vel var staðið að stefnumótun á ASÍ þinginu og kjaramálaráöstefn- unni, og þess utan má koma fram, aö okkar oddvitar I samningun- um, með Björn Jónsson i broddi fylkingar, hafa haldið vel á mál- unum. — Ég ætla aö reyna aö hafa fund i kvöld ef ég fæ þá hús hér i Reykjavik, — sagöi Aöalheiöur og þaut af staö aö skrifa nafniö sitt. Aöalheiöur Fastanefnd vinni milli samninga Sigfinnur Karlsson, forseti Al- þýöusambands Austurlands, sagöi: Ég er búinn aö vera hér stans- laust frá 12. april i samningunum, fór að heiman i vetrarriki en kem heim i sumargrös. Mér finnst þetta taka alltof langan tima og fyrirkomulag samninganna vera forkastanlegt. Það þarf aö vinna betur milli aðalsamninga að ýms- um málum, til dæmis með þvi að hafa sérstaka fastanefnd i samn- ingavinnu allan ársins hring. Sú aðferð við afgreiðslu sérkrafna, sem hér hefur verið viöhöfö, er ekki heppileg, hún skapar tog- streitu milli hópa, eða getur amk. gert það. Ég tel samninganefnd- irnar allt of fjölmennar hjá báð- um aöilum. En þótt maður sé óánægður meö þetta kerfi er vandi aö breyta þvi vegna þess hvað hér eiga margir aöilar hlut að máli. Nú, með samningana er ég ekki óánægður eftir aðstæðum, þó aö ég hefði kosiö fremur að hafa þá betri fyrir lægstlaunaöa fólkið. Ég tel visitölukerfið gott, það Sigfinnur besta i 20 ár, og ég tel að þaö sé stærsti kosturinn viö þessa kjara- samninga. Miklar breytingar hjá byggingamönnum Þaö hafa orðiö geysilega mikl- ar tilfærsiur á töxtum bygginga- manna — sagöi Benedikt Daviös- son — ,en sá áfangi hcfur náöst hér aö nú getum viö i fyrsta sinn gefið út einn kjarasamning fyrir alla byggingamenn. Töxtunum hefur verið fækkaö mikiö og þaö hefur veriö lögö mjög mikil vinna i þetta. Samn- inganefnd byggingamanna hefur verið i þessu verki i u.þ.b. 2 mán- uði. En árangurinn er sá að nú verða kjör byggingamanna sam- bærileg alls staðar á landinu og i öllum greinum byggingariðnað- ar, og það er mjög mikilvægt.— 1 þessum samningum felst lika ákveöin breyting á launakerfum byggingamanna. Þaö er að veröa fráhvarf frá hinni hreinu akk- orsövinnu og yfir i „premiulaun” þ.e. blöndu af tímavinnu og á- kvæðisvinnu. Þaö hefur kostaö mikla baráttu aö fá þetta fram, þvi atvinnurek- endur i byggingariönaöi vilja ólmir halda I hreina akkoröið. Benedikt Ætla má aö kaup- máttur launa haldist Viö höfum haldið um sporöinn en þaö er kannski litið hald i hon- um þegar hann er einn eftir, sagöi óskar Vigfússon, formaöur Sjó- mannasambansins, á Hótei Loft- leiöum i gærmorgun, en sjómenn eiga enn eftir aö semja um sin mál. Þeir samningar sem nú hafa verið undirritaöir munu þó hafa þau áhrif, aö lágmarkstrygging veröur hækkuö til samræmis viö hækkun á kaupi landverkafólks i fiskiönaöi, eins og kveöur á um i núgildandi sjómannasamningum, sagöi Óskar. Annars tel ég þetta sé meö betri árangri sem Islensk verkalýðs- hreyfing hefur náð, kannski mörg ár aftur i timann. Þó að samning- arnir 1974 hafi verið tiltölulega góöir, má ætla aö kaupmáttur laúna muni haldast núna vegna visitöluákvæöanna. Ég get lltið sagt um framhaldið f samningamálum sjómanna. Viö látum hverjum degi nægja sina þjáningu en samningar eru lausir og aflaö hefur verið heim- ilda til verkfalla hjá aöildarfélög- um Sjómannasambandsins. Eins og staöan er núna eru þó ekki likur á verkföllum I bráö. Nú eru tvö mál i gangi. Þjóöhags- stofnun er aö kanna styttingu kauptryggingartimabilsins og mun liklega senda frá sér álit i dag eða á morgun. Hins vegar er- um viö aö semja viö LIO um aö Óskar breyting veröi gerö á verölags- grundvellinum, aö úrtak frysti- húsa veröi á annan hátt en hingaö til -1 tengslum viö fiskverösá- kvöröun. Eins og allir vita er fisk- verö uppistaöan i kaupi sjómanna og þess vegna finnst mér skrýtin fullyröing, sem ég sá I einhverju blaði, aö ég blési á fiskverðið. Betra en maður bjóst við Þetta eru að minu mati mjög góöir samningar — sagöi sú gamla kempa Björn Bjarnason er hann reis á fætur að lokinni undir- ritun. — Mér sýnist að mjög vel hafi tekist að viðhalda þeirri stefnu sem mótuð var á siðasta Alþýðusambandsþingi. Ja, satt aö segja eru þetta betri samning- ar en maður hafði búist við. Samningstiminn skiptir aö minu mati ekki svo miklu, nú orö- ið eru allir mánuöir nánast jafnir svo að það er sama hvenær kjara- baráttan fer fram. Þórunn, Gunnar og Herdis (Myndir tók GEL) Sumarfrí í samninga Við borð I kaffiteriu sátu þau Herdis ólafsdóttir af Akranesi, Gunnar Már Kristófersson af Hellissandi og Þórunn Valdi- marsdóttir úr Reykjavfk. — Þetta eru bara góðir samn- ingar, sögöu þau, — verst aö þaö skuli hafa dregist svona aö fá þetta fram. Atvinnurekendur sjá sér hag i að halda þessu svona lengi til að sleppa sem lengst viö aö borga hærra kaup, og sökum samflotsins komast þeir upp meö þetta. — Samningstiminn er of langur og 1. des. er alltaf slæmur til kjarabaráttu — var þeirra mat, en samningarnir renna út 1. des. 1978. Tónn Timans — Þaö má gjarna koma fram, að viö, þessi utanbæjar, erum óhress yfir skrifum Timans aö undanförnu um þaö, aö viö sem erum i þessum samningum, séum á kóngalaunum og lifum i vellyst- ingum. Okkur finnst þetta heldur óviðeigandi tónn. Við sem hér erum berum stóran hluta af kostnaðinum sjálf, enda gætu minni félögin úti á landi varla staöiö i svona samningum, ef greiða ætti fólki fullt kaup fyr- ir. Sumir eru svo heppnir aö geta notaö sumarfriið sitt i þessa skemmtun hérna, sagöi Gunnar Már aö lokum — ég er til dæmis búinn meö mitt sumarfri þegar ég fer héöan af Loftleiöum. Y arnaraðgerðum var snúið í sókn Ég er feginn að þessu skuli vera lokið, sagði Jón Karlsson, for- maður Aiþýðusambands Aust- fjarða. Þessir samningar hafa ýmsa þá kosti sem samningar undanfarinna ára hafa ekki haft. Það er rétt sem haldið hefur verið fram að varnaraðgerðum verka- lýðshreyfingarinnar hefur nú verið snúið i sókn, eins og stefnt var að á sinum tima. Það sem stendur upp úr er hin mikla verð- trygging og sérstaklega að hægt er a.ð segja samningum upp ef löggjafarvaldið grfpur inn I kaup- trygginguna. Ég neita þvi ekki, sagöi Jón, aö þessir samningar kunni aö hafa veröbólguáhrif, en vil bæta þvi viö, aö veröbólgan viröist hafa leikiö lausum hala fyrr þó aö ekki væri um kauptryggingu aö ræöa. Þaö sem mestu máli skiptir er veruleg hækkun kaupmáttar þó að verðbólgan verði einhver. Jón Tímamótasamningur Björn Bjarnason. Þetta eru tvímælalaust tirna- mótasamningar, sagði Einar ög- mundsson, formaður Landssam- bands vörubilstjóra, er hann stóð upp frá þvf að undirrita kjara- samninga i gærmorgun. Verkalýöshreyfingin hefur aö verulegu leyti staöiö viö þau heit aö mæta kjaraskeröingarstefn- unni meö sókn til bættra kjara. Við verðum aö treysta því aö stjórnvöld standi viö sin orö og aö samningarnir veröi til heilla fyrir iandslýö. Varðandi vörubilstjóra á eftir að semja um rekstrargrundvöll bilsins. Varð samkomulag um að fresta þvi þangað til eftir gerö aö- alkjarasamnings. Einar ísland er áfram lág- launaland þrátt fyrir launajö&iunarsamninga Þó að okkur hafi ekki tekist að ná í einum áfanga þvi sem við hétum okkur um allt land i fyrra- haust, er engu að siður höfuðein- kenni þessara samninga, að þeir eru mestu launajöfnunarsamn- ingarsem gerðirhafa verið, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bandsins,i gærmorgun. Hér á ég við þaö.aö sama upp- hæöin i krónutölum nær til allra og visitölubindinguna. Visitöluá- kvæöið er tryggara og öruggara en þekkst hefur um árabil og samningar eru uppsegjanlegir ef stjórnvöld afnema það. En þó aö verkföllum og samningum sé lok- ið er það fólksins i landinu aö gæta kaupmáttarins. Nú, ýmsar félagslegar ráöstaf- anir eins og eftirlaun til aldraöra gegnum lifeyrissjóði og rikið og ýmis önnur félagsleg ákvæði eru meira I anda hugsjóna verkalýös- hreyfingarinnar en oft áöur. Þaö sem á skortir er aö kaup- hækkunin er of litil eöa samhliöa eru ekki gerðar öflugar ráöstaf- anir til aö auka hana á annan hátt. Þetta eru að visu hinir mestu og stærstu samningar sem gerðir hafa verið en þeir bjóöa ekki upp á að menn halli sér út af, þvi aö alit verður gert til að rifta kaupmætti þeirra. Allir veröa aö vera vel á veröi og gera ráöstaf- anir i tima, og umfram allt, þegar menn eru að tala um sigur og halda þvi fram að kaupmáttur is- lensks verkafólks sé oröinn viö- unandi, verður aö hafa i huga að Island er enn láglaunaland. Vörn hefur verið snúið i sókn en Guðmundur J. peningaafliö i landinu hyggur lika á sókn að loknum samningum. Ég held aö þessar baráttuað- ferðir, sem gagnrýndar hafa ver- ið, sagði Guömundur, hafi veriö mjög athyglisverðar, og aö verk- föll i framtiöinni verði meira i þessa átt, ekki kannski I formi yf- irvinnubanns heldur skæruverk- falla og hreyfanlegra aðgeröa. Að lokum sagði Guðmundúr, að þrátt fyrir aö tekist hafi að fá fram ýmis réttindi i þessum samningum væri geysimikiö óréttlæti enn rikjandi. —s/eng/GFr. Sainningafólk Verkaniannasambands ritar undir samningana meö fyrirvara um samþykkt félaga sinna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.