Þjóðviljinn - 28.06.1977, Síða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. júní 1977
Spjallað við
Björn
Þorsteins-
son prófessor
um Reykjanesið
SUMARFERÐIN
ÁSUNNUDAG
Heykjanesskaginn varö vaxtarbroddur nýsköpunar Islenskra atvinnu hátta á siöari öldum. Hvarvetna má sjá minjar um útgerö. Þetta gamla
spil má sjá I Leirunni (Ljósm.: GFr)
ELDSUMBROT
Um allt Reykjanes má sjá hinar fornu vermannagötur. t gegnum grátt ögmundarhraun hlykkjast
grænn stigur eins og ormur. Sagan segir aö ögmundur nokkur hafi rutt hann og tekiö siöan toll af veg-
farendum en veriö veginn um slöir og heygöur austan viö hrauniö. (Ljósm: GFr)
Sumarferð Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík
verður farin á sunnudag-
inn kemur. Meðal þjóð-
kunnra leiðsögumanna
verður Björn Þorsteinsson
prófessor en hann hefur
verið undirbúningsnef nd-
inni til ráðuneytis ásamt
þeim Birni Th. Björnssyni
listfræðingi og Þór Vigfús-
syni conrektor. Þjóðviljinn
náði tali af Birni prófessor
og bað hann að fræða les-
endur dálítið á leiðinni sem
farin verður og varð hann
góðfúslega við þeirri bón.
— Fyrsti áningarstaðurinn er
Strandarkirkja, Björn, hvernig
stendur á hinni miklu helgi þeirr-
ar kirkju og áheitum á hana?
— Kirkjan stendur upp úr á
langri strönd þar sem skipum
hætti viö aö stranda. Dönsk
stjórnvöld töldu óþarfa aö koma
upp hafnarmerkjum og vitum áö-
ur fyrr þar sem aöeins væri siglt á
sumrin og þá væri bjart en þaö
var auövitaö mesta vitleysa. Þess
vegna kom kirkjan i staö hafnar-
merkis og menn fóru aö heita á
hana til að ná landi. í Kaldaðar-
nesi i Flóa var Krossinn helgi,
sem var mikill áheitakross, og
þegar hann var af lagður eftir
siðaskiptin hefur helgi hans etv.
flust yfir á Strandarkirkju.
Verndarkirkjur og verndar-
krossar voru algengir áður en
brýr og hafnir komu til sögunnar
en Kaldaðarnes eða Kallaðarnes
eins og það hét áður var einn
mesti ferjustaöur hérlendis.
— Siöan veröur ekiö um Sel-
vog. Þar voru áöur rikir bændur?
— Já, hann hefur veriö gras-
gefnari heldur en nú er oröiö.
Ekki er vitaö hvenær landeyöing
hófst þar en hún var komin vel á
veg á siðustu öld. Fyrir utan er
Selvogsbanki og sagt var aö þar
hafi fiskgengd veriö svo mikil aö
menn hafi rétt róiö út fyrir land-
steina og fyllt bátinn og siöan hafi
verið róiö aftur á bak inn í vörina
aftur.
Aöur fyrr voru þekktir bændur i
Selvogi. A 15. og 16. öld voru stór-
höfðingjar hér á landi sem kölluö-
ust Erlendungar og eitt af höfuö-
bólum þeirra var Strönd I Selvogi.
Þar bjó Erlendur sterki og þar
var lögmannssetur.
— Eldsumbrot hafa breytt
mjög útliti Reykjanesskagans á
sögulegum tima.
— Já, þessi skagi er yngsti
hluti íslands, og hefur oröið til aö
mestu leyti eftir isöld. t Sandvik
sem ekiö veröur fram hjá hlykkj-
ast Atlanitshafshryggurinn á
land eins og Miðgarðsormur og
má sjá þar gjár og sprungur er
halda óslitiö áfram inn 1 landiö og
eru t.d. gjárnar á Þingvöllum i
beinu framhaldi þar af. Skv.
kenningum jaröfræöinga var
Amerika i fyrndinni áföst Evrópu
en Drottinn leit það óhýru auga og
sleit Ameriku frá og rak hana i
vestur en fékk bakþanka og skaut
upp landi hér, en þaö er hins veg-
ar að reyna aö klofna i tvennt og
eftir þvi sem það gliðnar fyllist
miöjan af gosefnum jafnóöum.
Og i Sandvik gengur eldvirknin á
land.
Þegar land byggist veröa gos
noröarlega á svæöinu. A Hellis-
heiöi eru t.d. gos frá sögulegum
tima en svo flytjast gosstaðirnir
sunnar og sunnar og um siöa-
skipti eru eldgosin komin út i
hafsauga og veröa þar allt fram á
siöustu áratugi 19. aldar. Um 1830
sukku Geirfuglasker út af
Reykjanesi og eftir þaö er geir-
fuglinn dauöadæmdur, hann
komst ekki upp i Eldey.
— Nú veröur stoppaö I ög-
mundarhrauni. Eru ekki merki-
legar minjar I þvi?
— Jú, þar sem ögmundar-
hraun er núna hefur getaö veriö
blómleg byggö áöur og i miöju
hrauninu má sjá rústir af miklum
bæjum. Þetta er kurteist hraun
þvi aö þaö fer inn um dyrnar á
bænum og rennur yfir stofugólfiö
en flýtur ekki yfir veggi. Þaö fer
jafnvel utan um stoöirnar svo aö
maöur getur stungiö niöur stafi
þar.
— Viö veröum aö fara fljótt yfir
sögu, og ekki má gleyma Krýsu-
vik.
— Nei, þar var höfuöból og
sýslumannssetur og mikil auö-
sæld eins og reyndar á öllum
skaganum þvi aö á Reykjanesi
var góöviörasamt og snjólétt. Fé
gekk sjálfala allt áriö og Herdis-
arvikur-Surtla, sem 'féll fyrir
hundum og mönnum áriö 1951, sú
siöasta af fiárkyni Ingólfs Arn-
arssonar, eins og ég segi stund-
um i gamni, en hún haföi veriö I 3
ár I útlegö og eftirlýst vegna niö-
urskuröarins 1948. 1 Krýsuvik var
eitt mesta fjárbú landsins.
— Hvaö viltu segja um Grinda-
vik?
— Hún á sér mikla sögu. Þar
voru höfuöstöövar englendinga á
15. og fyrri hluta 16. aldar.
Grindavík var þeirra Keflavikur-
flugvöllur. Þeir höföu þar virki og
þar var farið aö þeim. Diörik frá
Mynden fór og drap þá 1533 og is-
lendingar, m.a. Erlendur sterki á
Strönd, fóru aö þeim á ný 1539 eft-
ir aö hafa drepið Diörik.
1 Grindavík eru 3 hverfi, Járn-
geröarstaöarhverfi, Þórkötlu-
staöarhverfi og Staöarhverfi. A
siöustu öld lagöi Einar i Garöhús-
um grundvöllinn aö þorpinu i nýj-
um siö. Hann haföi útgerö og
beitti sér fyrir hafnargerö. Faöir
hans var sauöfjárbóndi og lét
gera garöa út i skerin til aö fé
flæddi ekki. Einar lét svo veröa
sitt fyrsta verk aö nota þessa
garöa i hafnargeröina.
— Svo aö enn sé fariö fljótt yfir
sögu, þá verður einnig ekiö um
annan frægan útgeröarstaö,Hafn-
ir. Hvaö viltu segja mér um þær?
— 1 Höfnum eru þessar marg-
frægu útverstöðvar og eitthvert
auöugasta svæöi landsins á sinum
tima og lika einn allsherjar-
strandstaöur. Eitt frægasta
strandiö var fyrir u.þ.b. einni öld.
Þá strandaöi þar þrimöstrungur-
inn Jamestown sem haföi veriö aö
flytja timbur frá Boston til Bret-
lands og á aö hafa veriö meö silf-
urgrjót sem kjölfestu. Skipiö lenti
i ofviöri I Noröursjónum og lask-
aöistog yfirgaf áhöfnin þaö. Skip-
iö týndist en sigldi noröur og lagö-
ist i ösabotna i Höfnum. Þar
hömuðust menn viö aö skipa upp
úr þessu ágæta strandgóssi en um
haustiö gerði ofsaveöur og þá
brotnaöi skipiö. Þá voru menn
rétt búnir að taka ofan af efstu
lestinni svo aö þeir komust aldrei
niöur I silfriö. Þetta strand er
alltaf kallaö Jamesarstrandiö og
hófst þá mikil timburhúsamenn-
ing suöur meö sjó og inn til
Reykjavikur vegna timbursins úr
skipinu. Elstu timburhús á þessu
svæöi eru smiöuö úr þvi.
— Hvert er haldið úr Höfnum?
— Viö förum yfir skagann til
Keflavikur og sréan út meö aö
Hvalsnesi sem er einkum frægt
fyrir Hallgrim Pétursson og dvöl
hans þar. En þjóösögurnar um
auma vist Hallgrims þar eru
helgisögur og litið aö marka þær.
Hallgrimur var heföarklerkur á
sinni tiö undir handarjaöri á-
hrifamikilla biskupa. A Hvalsnesi
er núna einhver fallegasta kirkja
landsins, hlaðin úr steini.
— Hér hefur veriö stiklaö á á-
kaflega stóru og á fátt eitt minnst
en I Alþýðubandalgsferöinni á
sunnudag gefst tækifæri á aö sjá
þessa staöi meö eigin augum og
fræöast frekar.
— GFr
Þriöjudagur 28. júni 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Sögualdarbærinn í Þjórsárdal. Fjær sést I byggingar Búrfellsvirkjunar. Aöalhús bæjarins er skáli en
stofa kemur I framhaldi af honum. Afhýsin sem ganga þvert á skála eru kamar til vinstri og búr til
hægri. (Myndir tók GFr)
Sögualdarbærinn
er vönduð smíð
Otveggir skálans eru bogadregnir eins og tiökaöist á söguöld.
Sögualdarbærinn i
Þjórsárdal/ sem afhentur
var forsætisráðherra á
föstudag, er mikið mann-
virki og dýrt. En hvað
sem segja má um mann-
virkið frá fjárhagslegu
og sögulegu sjónarmiði
þá ber það vott um ákaf-
lega vandað handbragð.
Hleðsla og smíði bæjarins
tóku3 ár og hafa þar
snjallir menn farið
höndum um. Þess vegna
er ánægjulegt að koma
inn i þennan bæ sem valið
hefur verið fagurt bæjar-
stæði á hól i krika
nokkrum og skammt frá
fellur foss af brún. Og þá
er ekki um annað að ræða
en loka augum fyrir því
hversu lítið er að gerast í
fornleifarannsóknum og
eins hinu að uppistöðu-
veggir bæjarins eru úr
járnbentri steinsteypu,
sem að sjálfsögðu er
vandlega falin.
Sá islendingur núlifandi sem
mest veit um byggingalist,
forna og nýja, teiknaöi sögu-
aldarbæinn, gerði likan af
honum og var ráðunautur um
alla gerö hans. Það er Höröur
Agústsson.
Þrir frábærir garðlagsmenn,
þeir Stefán Friðriksson, Stefán
Stefánsson og Gunnar Tómas-
son, önnuðust vegg- og torf-
hleöslu en feögarnir og tré-
smiðirnir Bjarni Ólafsson og
Gunnar Bjarnason sáu um tré-
verk. Sá siðarnefndi fór til
Noregs til að kynna sér forna
húsasmið. Jóhann Már
Mariusson verkfræöingur og
Lúövik Leósson tæknifræöingur
sáu um útreikninga.
Við afhendingu bæjarins fyrir
Hvað sem
segja má
um bælnn
frá
fjárhagslegu
eða
sögulegu
sjónarmiði
helgi lýsti Hörður Agústsson
húsakynnum og þeirri vitneskju
sem liggur að baki smiði hans.
Við grunnmynd sögualdar-
bæjarins er farið nákvæmlega
eftir bæjarrústunum i Stöng
sem eru þarna skammt frá.
Eins og kunnugt er fóru fram
miklar samnorrænar fornleifa-
rannsóknir i Þjórsárdal fyrir
strið og voru þá grafnir upp
margir bæir þar sem allir fóru i
eyði i Heklugosi 1104 en það er
mesta gos úr þvi eldfjalli sem
sögur fara af. Þarna hefur áður
verið blómleg byggð með um 20
bæjum og sóknarkirkju á
Skeljastöðum .
Bærinn á Stöng er af svo-
nefndri þjóðveldisgerð en eldri
er landnámsgerðin sem ein-
göngu er einn eldaskáli.
Fyrst er gengið inn i anddyri
eða önd. Beint inn af öndinni er
kamar i afhúsi með rennum til
veggja. tlr önd er gengið I elda-
skála eða setaskála og er honum
deilt i tvennt, karlaskála og
kvennaskála. A gólfi er eldstæði
og setin til beggja handa. Þar
sat fólk við vinnu sina og svaf i
rúmstæðum upp af. Hörður lýsti
þvi yfir að hann hefði ekki treyst
sér til að teikna þau vegna
skorts á heimildum.
Úr skála er gengið inn i stofu.
Þar eru bekkir á báða bóga,
borö fyrir framan og kvenna-
pallur fyrir innan. Úr skálanum
er einnig gengið i stórt búr meö
feiknstórum keröldum eða
sáum. t bænum á Stöng mótaöi
greinilega fyrir þessum sáum
og fundust mas. leyfar af skyri i
botni þeirra.
t Stangarbænum er hægt aö fá
nákvæma vitneskju um alla
þessa grunnmynd, um innstafi
og útstafi, hæð og breidd
bekkja, palla og seta. Meiri
óvissa er hins vegar um efri
hluta bæjarins og sagði Hörður
að hann hefði tekið tillit til
ýmissa atriða i fornri
byggingarlist sem bæði væri
enn til i byggingum og skrif-
legar heimildir um.
Þiljurnar eru t.d. settar
saman sem nokkrar fornar
skagfirskar þiljur en þær eru
raktar til norræns stafverks og
eru hreinræktaðar miðalda-
þiljur.
Digrir stafir eru læstir saman
með aursyllum, hærri syllum og
þverbitum. Þvertré ganga um
þver hús en ásar eru með
veggjum. Það eru hliðásar eða
brúnááar og mæniás sem
dvergur heldur uppi.
Þessi uppbygging er enn til i
fornum hlöðum i Skaftafelli.
1 stofu eru engir innstafir og
þakið er sjálfberandi og i kamri
og búri er einása þak.
Þá er ótalinn klefi i anddyri
og lokrekkja milli karla- og
kvennaskála.
Hörður Agústsson las nokkra
kafla úr Njálu, Grettissögu,
Laxdælu og Eglu og vitnaði i
fleiri sögur til stuðnings máli
sinu og sáu menn þá atburði i
gleggra ljósi en áður.
Bærinn allur er geysimikill en
þó munu hafa verið til mun
stærri bæir til forna.
—GFr