Þjóðviljinn - 28.06.1977, Side 11

Þjóðviljinn - 28.06.1977, Side 11
Þriöjudagur 28. júni 1977 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 1 X Ingunn Einarsdóttir. Hetja tsiands 'I keppninni I Kaupmannahöfn. Golfarar fá heimsókn: Skoskir atvinnu- / Islands Harry Bannerman frá Cruden Bay Golf Club Jim Hamilton frá East Herts Golf Club Ian Collins frá Dubarton Golf Club Ronni Shede frá Ellersey House Hotel Willir J. Milne frá Crieff Golf Club Aðstandendur keppninnar hafa að auki boðið tveimur atvinnu- mönnum til keppninnar, þe. Þor-' valdi Asgeirssyni golfkennara og John Nolan, sem dvelur hér við kennslu á vegum GSl nú i sumar. Af framantöldum köppum eru þeir Willie J. Milne, Harry Bannerman og Ronnie Shade þeirra þekktastir. Milne t.d. sigraði i Northern Open sem er geysilega sterkt golfmót, árin 1974 og ’75. Harry Bannerman hefur unnið þá keppni 4 sinnum. Það er skoska atvinnusambandið sem velur þessa leikara til farar- innar en i hópnum eru 8 bestu leikarar i Skotlandi en að auki þeir Bob Jamieson og Alistair Thomson en þeir eru báöir i allra fremstu röð. Það eru þeir Óttar Yngvason og Einar Guðnason sem eiga að mestu leyti heiðurinn af komu skosku atvinnumann- anna til landsins. Varðandi fyrri keppnina er öllum islenskum golfleikurum heimil þátttaka meö 20 i forgjöf eða minna. Þátttöku- gjald er 7500 krónur. Verðlaun i báðum keppnunum nema samtals u .þ.b. 1,5 milj. isl. krónum. tslensku keppendurnir keppa aðeins um golfáhöld þar sem Golfsambandið er aðili að tSt og peningaverðlaun i mótum sam- rimast ekki áhugamannareglum sambandsins. Ætlunin er að selja inná keppnirnar. Miðaverö er 600 kr. annan daginn en 1000 kr. báöa dagana. Er skorað á áhugafólk um golfiþróttina að fylgjast með keppninni og um leið að styðja við bakið á Golfsambandinu þvi ljóst þykir að mikill halli verði á heimsókninni ef áhorfendur vantar. menn til Þann 16. júli koma hingað til lands 10 bestu at- vinnu - golf leikarar Skot- lands og keppa hér við heimamenn. Það er orðinn langur tími síðan ís- lendingar fengu áhuga á að koma slíkri keppni á, og undirbúningur hefur staðið lengi. Skotarnir leika hér i tveimur keppnum. Þann 17. júlí leika skotarnir við islendinga á Grafarholts- velli/ þannig að á hverri holu telur sá sem farið hefurá fæstum höggumog hver riðill keppir sem eitt lið. 18. júli keppa skotarnir svo aftur, innbyrðis við islenska landsliðsmenn. Leiknar verða 18 holur fyrir hádegi og 18 holur siðari hluta dags. Góð verðlaun verða veitt og eru þar bæði peningaverðlaun og golfáhöld. Hinir skosku atvinnumenn sem koma hingað til lands eru: Bob Jamieson frá Dublane New Golf Club Alistair Thomson frá Glensore Golf Club David Huish frá North Berwick Golf Club Gordon Kinnoch frá Blairgowrie Golf Club Undankeppni EM í frjálsum í'Höfn: / Islensku stúlkum ar komust áfram — en karlalandsliöið varð að gera sér f jórða sætið að góðu þrátt fyrir mörg góð afrek Þrátt fyrir ágætan ár- angur i mörgum greinum varð íslenska karlalands- liðið i frjáisum íþróttum að gera sér að góðu fjórða sætið í undankeppni EM í frjálsum iþróttum i Kaup- mannahöfn um helgina. Þrjú efstu löndin komust áfram í undanúrslitin sem fram fara í Aþenu siðar á árinu. Portúgalir sigruðu í keppninni/ nokkuð á óvart/ því fyrirfram var búist við sigri dana; þeir hlutu 74 stig. Irland varð i öðru sæti með 65 stig/ danir þriðju með 64 stig/ islendingar fjórðu með 54 stig, og neðstir urðu svo luxem- borgarar með 43 stig. En öllum á óvart og þá ekki sist islensku þátttakendunum tókst islensku kvennasveitinni að tryggja sér þriöja sætið i kvenna- keppninni og um leið rétt til að taka þátt i undanúrslitunum sem fram fara i Dublin, trlandi, i júli- mánuði. Þar var Ingunn Einars- dóttir i lykilhlutverki fyrir is- lenska liðið. Hún sigraöi tvivegis i keppninni, varð tvisvar i öðru sæti og hljóp fyrir island i bæði 4x100 metra og 4x400 metra boð- hlaupi. Mikilsverður liðsmaður og óhætt að fullyrða að án hennar hefði islenska sveitin ekki náð sæti i undanúrslitunum. Ingunn hóf keppnina með þvi að ná ööru sætinu i 100 metra hlaupi, hljóp á 11,8 sek^frábær árangur. 400 metrarnir voru næstir á dag- skrá hjá Ingunni, og þar gerði hún sér litið fyrir og sigraði, hljóp á 55,3 sek. sem er nýtt tslandsmet. Eldra metið 55,9. 1 4x100 metra boðhlaupinu var Ingunn svo i is- lensku sveitinni, sem setti nýtt Is- landsmet, hljóp á 47.0 sek. Siðari dag keppninnar var Ingunn einn- ig i banastuði. Hún sigraði i 100 metra grindahlaupi á timanum 14,38 sek.og stuttu siðar var hún þátttakandi i 200 metra hlaupi og lenti i öðru sæti á timanum 25,22 sek. Undir lok keppninnar var hún svo i sveitinni sem hljóp 4x400 metrana. Þriðja sætið þar tryggði islensku kvennasveitinni svo þátttökurétt i undanúrslitunum. En þær voru fleiri sem fögnuðu glæsilegum árangri. Þórdis Gisladóttir sýndi og sannaði að hún er i stöðugri framför i há- stökkinu. Hún setti glæsilegt ts- landsmet, stökk 1,76 metra, en gamla metið er 1,73. Þessi árang- ur nægði i þriðja sætið. Lilja Guðmundsdóttir sigraði i 800 metra hlaupinu á timanum 2,06,2 sek.sem er nýtt tslandsmet. Hún hafnaði i öðru sæti i 1500 metra hlaupi þar sem hún náði timanum 4,31,0 sek. sem er all- nokkuð frá tslandsmetinu sem hún sjálf á. Aðrir keppendur tslands i kvennakeppninni náðu margir sinum besta árangri i viðkomandi grein þó fjórða sætið hafi orðiö hlutskipti þeirra flestra. Stigin skiptust þannig: 1. Noregur 49 stig, 2. Portúgal 34 stig.3, tsland 33 stig, 4. 'Grikk land 31 stig. Karlakeppnin: Hér galt tsland þess að vera með ójafna sveit, nokkra frábæra einstaklinga sem náöu góðum ár- angri, en inn á milli eru miklar gloppur. Þetta stendur þó allt til bóta þvi framfarirnar eru greini- legar. Hreinn Halldórsson var hinn öruggi sigurvegari i kúluvarpinu, kastaði 20,50 metra, en Islands- met hans er 20,70 metrar. Um sig- ur i kúluvarpinu var aldrei efast, þar voru yfirburðir Hreins svo gifurlegir, sem sést á þvi, að næsti maður var u.þ.b. 4 metra á eftir Hreini! I kastgreinunum blómstruðu is- lendingarnir sem endranær. Er- lendur sigraði glæsilega i kringlu- kasti^kastaði 57,34 metra. Hann varð hinsvegar að gera sér að góöu þriðja sætið i sleggjukasti. Öskar Jakobsson sigraði i spjótkasti, kastaði 74,74 sem er hans besti árangur i ár. Vilmundur Vilhjálmsson stóð sig frábærlega vel i stuttu hlaup- unum, varð i öðru sæti i 100 metr- unum á 10,33 sek. t 200 metrunum varð Vilmundur svo einnig annar á timanum 21,33 sek.og i 400 metr- unum náði hann timanum 47,1 sek., og enn varð hann i öðru sæti. Friðrik Þór óskarsson stökk 7,37 metra og varð annar. Aörir keppendur stóðu aö flestu leyti fyrir sinu, en með jafnara liði ætti tsland fljótlega að geta verulega látiö á sér kræla i þess- ari keppni. Þórdís Gisladóttir setti glæsilegt tslandsmet 1 hástökki og er greinilega i stöðugri framför. Velheppnuð fimleikaför / Islensku stúlkurnar unnu til sex verðlauna Dagana 18.-21. júni tóku 20 stúlkur þátt i fimieikamóti i Haugasundi i Noregi. Þetta er i fyrsta sinn sem hópur frá tslandi tekur þátt I keppni á erlendri grund i fimleikum. Auk þess sýndi hópur frá félögunum Gerplu og KR á mótinu. Þetta mót var tviskipt, annars vegar var keppt i fimleikastiganum, sem er kerfi sem Fimleikasam- band tslands vinnur eftir, og hins- vegar voru á mótinu hópsýn- ingar. I fimleikastiganum var keppt i tveimur flokkum, 12-14 ára og 14-16 ára. tslensku stúlk- urnar stóðu sig vonum framar i keppninni og unnu samtals til sex verðlauna. t 12-14 ára flokknum hlaut Jódis Pétursdóttir verð- laun, en það voru einu verðlaunin sem tsland vannT þeim flokki. I eldri flokknum, þ.e. 14-16 ára varð Berglind Pétursdóttir hlut- skörpust i keppni á olympíuslá. Þess má geta, að i keppni á olympiuslánni sem og i keppni i öðrum greinum fór fyrst fram undankeppni. 25 stúlkur hófu keppni og sex þær efstu komust siðan beint i úrslitin þar sem allar hlutu viðurkenningu að henni lok- inni. Þannig hlaut Karólina 5 verðlaun i keppni á olympiu- slánni. Karólina var svo aftur i sviösljósinu i gólfæfingum en þar varð hún i 5 sæti. Berglind átti góða möguleika i þessari grein en var óheppin og komst ekki i úr- slitin. Berglind hlaut hins vegar önnur verðlaun i stökkkeppninni, þ.e. stökki yfir hest. Þuriður Val- týsdóttir varð fimmta i þeirri grein. Allar ofangreindar stúlkur eru félagar i fimleikadeild Gerplu nema hvað Karólina keppir fyrir Björk sem er fimleikafélag i Hafnarfirði. Var frammistaða islensku stúlknanna rómuð sem og öll framkoma. Þjálfarar og fararstjórar i ferö- inni voru þau Snæþór Aðalsteins- son og Margrét Jónsdóttir , en Ingunn Edda Haraldsdóttir var þjálfari sýningarhóps KR. —hól

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.