Þjóðviljinn - 28.06.1977, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 28.06.1977, Qupperneq 16
UOBVIUINN Þriöjudagur 28. júní 1977 Aöalsimi Þjóöviijans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstji- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima erhægtaö ná i blaöamenn og aöra starfs-1 menn blaösins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Málm og skipasmíðír semja Brcnnivinsflöskurnar i veisi- unni i sögualdarbænum voru með sérhönnuöum og sér- prentuðum miöum. Uér hefur ein verið dregin undir húsvegg. (Ljósm.: GFr) Sérhannað brennivin i sögualdar- bœnum Þegar sögualdarbærinn var afhentur fyrir helgi fór fram mikii veisla i honum þar sem rammislenskur matur var á boðstólum svo sem hákarl, fiatbrauö, harö- fiskur meö sméri og hangi- kjöt. Þessu skoluöu menn svo niður meö gömlu, islensku brennivini. Það vakti athygli gesta að á brennivinsflöskunum var sérprentaður miði með rúna- letri og fornri mynd. Var miðinn gerður sérstaklega i .tilefni af þessum atburði og mun Landsvirkjun hafa staðið þar að baki. Blaða- menn föluðust eftir tómum flöskum af þessari gerð en ekki voru þær útbærar og settur sérstakur til- kvæmdarmaður til að gæta þeirra og er ætlun manna að þær muni hugaðar auð- kýfingum og mikilmennum. —GFr Sjómenn og rikis- verksmiðju- starfsmenn hejja viðræður Lúörasveit Verkaiýösins heldur til Noregs á morgun á mót alþýöu tónlistarsambanda á Norðurlöndum. 1. mai lék sveitin I útvarps dagskrá, sem flutt var samtfmis um öll noröurlöndin, þar á meöal „1. mai” eftir Sigursvein D. Kristinsson. Myndin er tekin á tónleikunum I Austurbæjarbfói á laugardaginn. Tónleikar: Lúðrasveit Verkalýðs- ins heldur tíl Noregs á mót alþýðutónlistarsambanda á Norðurlöndum Málmiðnaðarmenn, sem neituöu að undirrita rammasamninginn á Loft- leiöum i síðustu viku vegna sérkrafna/ einkum óþrifa- álags/ komust að samkomulagi við atvinnu- rekendur um helgina. Niðurstöður þeirra viðræðna urðu, að málmiðnaöarmenn fengu 10% hækkun á álags- grunninum, en i rammasamn- ingnum var ætlunin að álagiö yrði óbreytt i krónutölu. Var þvi þarna um vissa hreyfingu að ræða málm- og skipasmiðum i hag. Samningarnir voru lagðir fyrir i félögum málm- og skipasmiða á Reykjavikursvæðinu á sunnu- dagskvöldiö og samþykktir þar með naumum meirihluta. A Akureyri voru samningarnir lagðir fram og kynntir á sunnu- dagskvöld, en afgreiðslu þeirra frestað. Átti að taka þá fyrir að nýju i gærkvöld. Af þessum sökum mættu málmiðnaðarmenn frá Akureyri ekki til vinnu við Kröflu i gær. Sjómenn Otreikningar Þjóðhags- stofnunar um hve mikið mánaðarlegt uppgjör kostar út- gerðina voru lagöir fyrir samningamenn sjómanna og útgerðarmanna i gær. Niður- stöður þessar, sem lagðar eru fram sem vinnuplagg, hafa ekki verið gerðar opinberar, og að sögn Þjóðhagsstofnunar þarf að vinna enn frekar úr þeim til að endanleg niðurstaöa fáist. Að núverandi niðurstöðum fengnum ættu samningaviðræður þó að geta hafist að nýju. Framhald á bls. 14. A laugardaginn efndi Lúöra- sveit Verkalýðsins til tónleika i Austurbæjarbiói, i tilefni af ferö sveitarinnar á mót alþýöu- tónlistarsambanda á noröur- löndum, en mótiö fer fram í Osló og leggur lúörasveitin af staö á morgun, ásamt Samkór tré- smiöa. A efnisskrá Lúðrasveitar Verkalýðsins á þessum tónleikum var lúðrasveitartónlist af ýmsu tagi, bæði erlend og inn- lend og skal hér getiö um Mariu- vers, eftir Karl O. Runólfsson, og Rimnasvitu, eftir "stjórnandann, Olaf L. Kristjánsson, en þessi verk tókust mjög vel i flutningi og báru glöggan vott um að sveitin er i góðri þjálfun og ekki ástæða til að efast um ágæta frammi- stöðu hennar ytra, en fyrrgreind verk gera mikla kröfu til vandaðs leiks. Sama mátti yfirleitt segja um annað efni á tónleikunum. Lúörasveitin er samstillt og jafn- vægi milli hinna ýmsu radda gott, enda margra rómur að þessir tónleikar hafi verið bestir tón- leika sveitarinnar, en þessir eru þeir fjórðu, sem hún heldur. 1 Lúðrasveit Verkalýösins eru nú 26 hljóðfæraleikarar, yngri sem eldri og meðal þeirra ýmsir afburðasnjallir, sem sannaðist i einleik Björgvins Kjartanssonar á barytonhorn, sem Björgvin leysti af hendi með miklum „braveur”. Lúðrasveit Verkalýðsins er nú búin að starfa i 25 ár og er stjórn- andi hennar, ölafur L. Kristj- ánsson, einn stofnenda, og á þessum tónleikum, sem öðrum tónleikum sveitarinnar, var Jón Múli Arnason kynnir, en hann er einnig úr stofnendaflokknum og kornetleikari i sveitinni um margra ára skeið. Formaður sveitarinnar er Torfi Karl Antonsson. Allir vinir góðs hornaleiks og menningarframtaks á vegum verkalýöshreyfingarinnar senda iúðrasveitinni þökk fyrir tónleik- ana og ósk um heillarika för á útlenda grund. —a Sumarferð Alþýðubandalagsins Sækið miða sem fyrst Nauðsynlegt er aö fóik sæki miða i sumarferö Alþýðubanda- lagsins á skrifstofuna Grettisgötu 3 (simi 17500) hið allra fyrsta til að forðast ös sföustu dagana. Miöinn kostar 1900 kr. fyrir full- orðna, 1100 kr. fyrir börn en aldraöir og öryrkjar scm aöeins hafa bætur almannatrygginga til aö lifa á fá miöa á 1300 kr. Fólk á aö mæta viö Umferöamiðstöð kl. 8.30 á sunnudagsmorgun en lagt verður af staö stundvislega kl. 9. Eins og fram hefur komið verður farið um Reykjanesið undir leiðsögn færustu manna. Þess skal getið að gosdrykkir — s]á opnu verða seldir á leiðinni en að öðru leyti þarf fólk aö nesta sig sjálft. Þessar ferðir hafa yfirleitt verið mjög fjölmennar og vel heppn- aðar og eru tilvaldar sem fjöl- skylduferðir. Aðalumræöumaður i Méltunnuklifi i ögmundar- hrauni á sunnudaginn verður Gils Guðmundsson alþingismaður sem talar um vermenn og ver- mannaleiðir og ýmislegt fornt og nýtt af Reykjanesi. Þá verður happdrætti i ferðinni og að vanda verður farið i leiki á áningar- stöðum auk þess að skoða náttúr- una og kynnast sögu þessa land- svæðis. Komið og hittið félaga og fræðist um land, þjóö og sögu um leið! —GFr Aö sögn Þóröar Ólafssonar, for- manns Verkalýösfélagsins i Hveragerði, voru samningar ASÍ samþykktir á félagsfundi I fyrra- dag meö þeim fyrirvara aö verk- falli, sem sett var viö höfnina i Þorlákshöfn fyrir helgi, skyldi ckki aflétt fyrr en samiö hefur verið um mál hafnarverkamanna þar. Þess skal getið aö samnings- svæði Verkalýösfélagsins i Hvcrageröi nær til Þorláks- hafnar. Ennfremur var sá fyrirvari á að samningar yröu aö nást viö dvalarheim iliö Ás/Asbyrgi og Heilsuhæli NLFt en þeir aöilar hafa aldrei fengist til aö skrifa undir samninga viö verkalýös- félagiö á staðnum. —GFr Hafnar- verkfall í Þorláks- höfn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.