Þjóðviljinn - 06.07.1977, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 06.07.1977, Qupperneq 7
Miðvikudagur 6. júli 1977ÞJÓDVILJINN — SIÐA — 7 Rétturinn til vinnu er ein tegund mannréttinda. Og það eru líka mannréttindi að fá að lifa án ótta Njöröur Njarðvik. Rödd rithöfundar er rödd fólksins — ekki valdhafa Ávarp flutt á alþjóðlegum fundi rithöfunda i Sofiu, Búlgariu 7.-9. júni 1977, helg- uðum friði og anda Helsinkisátt- málans. Þegar ég tek til máls á ráð- stefnu sem helguð er friöi og rödd rithöfundarins i þágu friðarins, þá finnst mér ég geta sagt meö nokkru stolti að ég til- heyri þjóð sem á sér engan her. Ég kem frá landi þar sem þess er ekki krafist af ungu fólki aö það læri manndráp undir yfir- skini herþjónustu, sem Halldór Laxness kallaöi einhvers staöar siðustu leifar þrælahalds. A Islandi lagðist vopnaburður af á 17du öld og siöasta aftakan átti sér stað árið 1830. Á íslandi ganga lögreglumenn óvopnaðir og fyrir framan forsetasetriö er enginn vörður. Með þessu er ég ekki aö halda þvi fram aö ég lifi i fullkomnu þjóðfélagi. Þvi fer viðs fjarri. Og það getur ekki heldur talist réttlátt þjóðfélag. Ég geri ráð fyrir þvi að flestir hér inni geri sér ljóst að auð- valdsþjóðfélag er ekki fullkomið þjóöfélag. Með þessu er ég ekki heldur að segja að ég sé stoltur af eða stuöningsmaöur þeirrar rikisstjórnar sem fer með völd i landi minu. En ég er stoltur af þvi að geta sagt að islendingar eru friösöm þjóð. tsland á sér langa sögu. Þar var stofnað riki árið 930 en sjálf- stæði þess rikis glataöist 1262 er tsland komst undir norsk og siðar dönsk yfirráð. Og frelsið endurheimtum við ekki á ný fyrr en 1918. I þessu felst að við háðum langt frelsisstriö. Það var ekki háð með sverðum eða spjótum. Ekki heldur með byssum. Það var háð með orðum. Orð eru hin venjulegu viðurkenndu vopn islendinga. Og ég get fullvissaö ykkur um aö þau geta orðiö mjög hættuleg. Þó kemur ekki oft fyrir að þau drepi fólk. En þau geta frelsað heila þjóð. Og þau búa einnig yfir miklum áhrifa- mætti eins og öllum rit- höfundum ætti að vera ljóst. A Islandi hefur jafnan verið talið óskynsamlegt að reita skáld til reiði, þar sem orö þeirra eru álitin búa yfir miklum kynngi- krafti. Ég get nefnt ykkur dæmi um þetta. Við eigum ágæta skáldkonu sem er upprunnin frá norðvesturhluta landsins, eyöi- legum og hrikalegum lands- hluta sem nefndur er Horn- strandir. Hún var flutt þaöan þegar hún frétti að til stæði aö halda miklar flotaæfingar á vegum Atlantshafsbanda- lagsins undan ströndum æsku- stööva hénnar. Hún orti kvæöi þar sem hún særði öfl náttúrunnar gegn þessu fyrir- hugaða hernaðarbrölti. Það var prentað, og þegar natóflotinn birtist skali á ofsaveöur svo að æfingarnar fóru með öllu út um þúfur. Slikur getur máttur orðsins orðið. Ég sagöi áöan að frelsisstrið okkar hefði veriö háð með orðum. Af þvi leiddi aö lýst var yfir ævarandi hlutleysi að fengnu fullveldi 1918. 1 fólst að enginn islendingur skyldi nokkru sinni hefja vopn gegn nokkurri annarri þjóð. Þvi miður hefur þessari fögru yfir- lýsingu ekki veriö framfylgt til fulls. lsland var meðal stofn- enda Atlantshafsbandalagsins 1949 og bandariskar herstöðvar hafa verið á Islandi siðan 1951. Þetta harma ég mjög. Ég hef verið þeirrar skoðunar að við hefðum átt aö virða aö fullu friðarhefö islensku þjóöarinnar. Að viö gætum þannig sýnt heim- inum dæmi þjóöar sem trúir ekki vopnum. Vegna þess að sú er sannfæring min, að friður riki ekki fyrr en menn hafa lagt vopnin frá sér. tslendingar bera ekki vopn. En þvi miður er Island nú orðiö hluti hernaðar- bandalags. Þvi verðum við sjálfir aö breyta. Vopnin sem við berum eru vopn orðsins. Og okkur er það öllum ljóst að þau vopn geta átt sér hvassa egg. Þess vegna eru rithöfundar ekki alltaf eftirlæti valdhafa. Rödd rithöfundarins er i eðli sinu rödd fólksins ekki rödd valdhafanna. Kunnur rit- höfundur sagöi einhverju sinni aö mikið skáld væri eins og önnur rikisstjórn i landinu. Og hann bætti þvi við, að af þessari ástæðu kynnu rikisstjórnir oftar að meta litil skáid en mikil skáld Og þar sem við erum öll rithöfundar hlýtur persónulegt tjáningarfrelsi að vera okkur afar hugleikið, og i anda helsinkisáttmálans hljótum við að leggja þunga áherslu á þennan rétt. Þess vegna getum viö ekki horft þegjandi á þegar rithöfundum er bannað aö birta verk sin eða varpað i fangelsi fyrir þá sök eina aö þeir tjá skoðanir sem valdhöfum fellur ekki i geð. Og viö vitum mæta- vel að þetta gerist enn þann dag i dag i mörgum löndum heims. Og viö megum ekki gleyma þessum ógæfusömu starfs- bræðrum okkar þegar viö komum saman á ráðstefnu sem er helguð friði. Vegna þess að friður getur ekki rikt nema menn hafi rétt til að tjá hugsan- ir sinar og skoðanir óttalaust. Raunar er friður óhugsandi nema ótti mannsins hverfi. Ótti, hverju nafni sem hann nefnist, er andstæða friðar. Ef þú óttast að þú getir ekki unnið og fram- fleytt sjálfum þér og fjölskyldu þinni, þá rikir ekki friöur i hjarta þlnu. Rétturinn til vinnu er ein tegund mannréttinda. Og það eru lika mannréttindi að fá að lifa án ótta. Og grundvöllur þess er að sjálfsögðu friður. Þess vegna skulum viö öll skuldbinda okkur til að vinna i þágu friðarins, til að nota vopn okkar, orð okkar, i baráttunni fyrir grundvelli allra mannrétt- inda, fyrir friöi. Bilaleigan Geysir margfaldar sam- böndin viö umheim- ínn: Inter-Rent með 40 þúsund A fundi Alþýðubandalagsins á Fáskrúösfirði. ólafur Gunnarsson fram kvæmdastjóri i Neskaupstað tekur til máls. og Þvottárskriður fyrir 45 milj- ónir. Þriðja stærsta fram- kvæmdin er ný brú á Kolgrimu I Suðursveit meö fjárveitingu upp á 38 milj. A Fáskrúðfirði er eitt traust- asta vigi Alþýöubandalagsins á Austurlandi. Þar var haldinn ágætur fundur sem nær 50 manns sóttu. Á Egilsstöðum var skoðuð Prjónastofan Dyngja sem er stórt fyrirtæki i iönaði á austfirskan mælikvarða. Þar er unnið á vöktum og margar vandaðar flikur fara þar I gegn. Nú á SIS orðiö meirihluta I Dyngju en fyrirtækið átti eðlilega við byrj- unarörðugleika að striða sem nú eru aö mestu yfirstignir að sögn framkvæmdastjórans Armanns Benediktssonar. Dyngja er i stórri byggingu rétt við Fagra- dalsbraut á Egilsstöðum þar sem Byggingarfélagið Brúnás og Egilsstaðahreppur eru til húsa einnig. Greinilegt er að gifurleg þrengsli kreppa að starfseminni, einkum þegar mikið af vöru er á lager. HFS/GFr bifreiöar í 34 löndum Bilaleigan Geysir, sem nú hefur flutt starfsemi sina i ný og glæsi- leg húsakynni I Borgartúni 24, býður nú viðskiptavinum sinum sambönd við bflaleigur i þrjátiu og fjórum löndum heims. Hafa náðst samningar milli alþjóða- hringsins Inter-Rent og Geysis, og er Islenska bilaleigan fuil- trúi 34. landsins, sem bætist i Inter-Rent keðjuna. Benedikt Lövdahl, fram- kvæmdastjóri bilaleigunnar Geysis, sagöi i samtaii viö Þjv. aö á vegum Inter-Rent væru nú leigðar út 40 þúsund bifreiðar, en upphaflega var fyrirtækiö stofnað i Þýskalandi áriö 1927, og byggir það þvi á gömlum merg og rót- grónum. 1 kringum árið 1960 voru kviarnar loks færðar út fyrir Þýskaland, og hafa umsvifin sið- an margfaldast. Er Inter-Rent nú langstærsta bflaleiga i Evrópu. Þjónustan, sem nú er boöin is- lendingum, felst m.a. I þvi, að i gegnum bilaleiguna Geysi geta þeir leigt sér bifreiö i hvaöa Inter- Rent landi sem er, og fengið hana til sin út á flugvöll á þeim tima sem óskað er eftir. Bifreiðinni má siðan aka úr einu landi til annars og skilja hana siðan eftir á flug- velli i hvaða borg sem vera skal, svo framarlega sem Inter-Rent hefur þar bækistöðvar. Luxembourg og Portugal eru á Benedikt Lövdahl framkvæmdastjóri bilaleigunnar Geysis ásamt Hjördisi Hjörleifsd., en á milli sin haida þau á plakati með nöfnum helstu Inter-Rent borganna. Myndina tók — eik ihinum nýju húsakynn- um. meðal ódýrari landa i verðlagn- ingu á bilaleiguþjónustu. Dag- gjald (fyrir utan km. fjölda og bensinkostnað) er kr. 1.400 isl. en einnig er hægt aö greiöa viku- gjaldið, ca. 23 þúsund krónur, og er þá ekkert greitt fyrir ekinn kilómetrafjölda Með þvi má spara drjúgan skilding, þ.e.a.s. ef menn hafa nennu til þess aö aka daglega langar vegalengdir. A bilaieigu Geysis, sem einnig annast alla almenna innanlands- þjónustu, starfa fimm manns. Bflaflotinn hefur verið endur- nýjaöur og eru engar bifreiðar eldri neidur en árgerð 1976, og flestar eru raunar árgerð 1977. Skoda-merkið er I hávegum haft hjá Geysi, og þá ekki sist nýjasta gerðin, Skoda Amigo, árgerö 1977. Prentvélar til sölu Tilboð óskast i vélar og tæki Prentsmiðju Þjóðviljans h/f, einstakar vélar eða allar saman. Vélarnar eru til sýnis að Skóla- vörðustig 19 eftir samkomulagi. Upplýs- ingar i sima 17500. Tilboðum skal skila til formanns stjórnar Prentsmiðju Þjóðviljans h/f, Inga R. Helgasonar, Laugavegi 31 fyrir klukkan 17.00 miðvikudaginn 6. júli 1977. Sími Q1 QOQ Þjóöviljans er Q

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.