Þjóðviljinn - 06.07.1977, Page 13

Þjóðviljinn - 06.07.1977, Page 13
Miðvikudagur 6. júH 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 frásögu, sem hann skráði eftir Andrési Björnssyni bónda I Snotrunesi. b. „Ég hef ei auðinn elskað”. Gils Guðmundsson og Sigriður Eyþórsdóttir lesa úr kvið - lingum Káins.c. A reiðhjóli um Rangárþing.Séra Garö- ar Svavarsson flytur annan hluta ferðasögu sinnar. d. Kórsöngur: Karlakórinn „Þrymur” á Húsavik syng- ur. Söngstjóri: Ladislav Vojta. Lúðrasveit Húsavík- ur leikur með. 21.30 Ctvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö. Siðara bindi. Þýðandinn, Einar Bragi, les (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sagan um San Michele” eftir Axel Munthe. Þórarinn Guönason les (6). 22.40 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Þannig orti vestur-Islenska alþýðuskáldiö Káinn. Á sumar- vökunni I kvöld er m.a. lestur úr kviðlingum Káins. Gils Guð- mundsson og Sigriður Eyþórs- dóttir lesa. 1 formála að Visnabók Káins segir Tómas Guðmundsson skáld m.a.: Kristján Niels Jónsson hét hann aö upprunalegu nafni og var fæddur á Akureyri 7. april 1860. Hann fluttist til Ameriku 18 ára gamall og átti ekki aftur- kvæmt til íslands. Eldri bróðir hans, Jón Július, var kominn á undan honum vestur og hafði tekið sér slðara skirnarnafn sitt að ættarnafni. Festist það einn- ig við Kristján Níels og þau systkin önnur og skrifaöi hann sig aö jafnaði eftir það K.N. Július. Varð af þeirri skamm- stöfun nafniö Káinn og undir þvi heiti hefur hann oröið kunnastur beggja megin hafsins. Fyrstu ár sln vestra dvaldist hann I Winnipeg, en lengst átti hann heima I Pembinahéraði i Norður-Dakota. Stundaði hann alla algenga sveitavinnu, sóttist hvorki eftir auði né mann- virðingum og dó ókvæntur og barnlaus 25. október 1936. Er hann grafinn I Eyfordkirkju I grennd við Mountain og hafa landar hans reist honum mikinn og veglegan minnisvarða. K.N. fór snauður að heiman, og er það ekki umtalsvert. En hann tók allt að einu með sér góð fararefni, þau hin sömu og best höfðu dugað þjóö hans um aldir, en það voru góðar gáfur, rtk bókhneigð og ræktarfull ást á átthögum og feöratungu. í báðar ættir átti hann til skálda að telja og þó aö sjálfum muni honum hafa þótt hjákátlegt að ræða um köllun I sambandi við skáldhneigð hans, var hún Alþýðuskáldið og aöalsmaöurinn Káinn er lengst til vinstri á þessari mynd, en með honum á myndinni eru þekktir Vestur-tslendingar, Stephan G. Stephansson t.h. og Jónas Hall fyrir miðju. örugglega sá ættararfur, sem mestu réð um þá stefnu, sem lif hans tók. Skáldlistin gerðist rauði þráöurinn I ævi hans, hún bætti honum upp þann veraldarframa, sem hún tók frá honum, og varð honum sjálfum veganesti, sifelldlega tiltækt, en samferðamönnunum þrotlaus gleöigjafi. Oft hafði hann að góðlátlegu skopi þau mál, sem voru efst á baugi meöal landa hans, en kvæði hans og kviðling- ar bera augljóslega meö sér, hversu Káinn átti rlkan og þakksamlegan hlut i daglegu lifi þeirra. Aö sögn kunnugra var K.N. strax I bernsku gamansamur og glaðlyndur, en einnig „orðhepp- inn og skrltinn I orðatiltækj- um”. Þeir eiginleikar fylgdu honum alla tiö og einkenndu <*o -a ■ fct t x k ‘i iM g\ ^ «/< & * Leidrétting Prentvillupúkinn var hér á f erð í gær og móðg- aði heimspekinginn Nietzsche með því að sleppa s-inu úr nafni hans, bæði í fyrirsögn og allri greininni. Leiðréttist þetta hér með, en á myndinni sést sökudólg- urinn. skáldskap hans öðru fremur. Ekki er það svo að skilja, að hann hafi látið ógert að yrkja „alvarleg kvæði”, en það voru samt einkum skopvísur hans og klmnikvæði, sem lögðust mönn- um sjálfkrafa á varir. 1 þeirri grein varð hann I raun slikur meistari, að hann gat Iíka neytt skopsins til að dylja hæfilega þá viðkvæmni, sem honum lét ekki að flíka. Og hvort mundi ekki þetta vera sá eiginleiki, sem flestu fremur sker úr um lifs- gildi alls kimnikveöskapar? Svo er K.. lýst, að hann hafi verið friður sýnum og hinn glæsilegasti ásýndum, mikill á velli, sviphreinn, djarfmannleg- ur og gáfulegur. Hann var hvers manns hugljúfi og hrókur alls fagnaðar, jafnt I heimahúsum sem á mannamótum, fyndinn, . frjálslyndur og vlðsýnn. Hvar sem hann fór og hverju sem hann klæddist, bar hann yfir sér meðfædda reisn og höföings- brag. Og höfðingi var hann einnig að þvi leyti, aö hann sóaði gjöfum listar sinnar rausnar- lega, þó aö aldrei yrði hann tal- inn meðal höfuðskálda eða þjóð- skálda, sem svo eru nefnd. En kannske er staöa hans fyrir það engu siður tvimælalaus og sér- stæð, þvi að hann var I besta skilningi, og hvort tveggja I senn, alþýðuskáld og aöalsmað- ur, og má hann vissulega teljast vel sæmdur af þvi hlutskipti. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Arni Blandon heldur áfram að lesa söguna „Staðfastan strák” eftir Kormák Sigurðsson (9). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist 14.30 Miðdegissagan: „Elenóra drottning” eftir Noru Lofts. Kolbrún Friö- þjófsdóttir les þýðingu slna (15). 15.00 Miödegistónleikar. Aldo Parisot og hljómsveit Rlkis- óperunnar I Vin leika Selló- konsert nr. 2 eftir Villa- Lobos; Gustav Meier stj. i Stokk- hólmi leikur Serenööu I F- dúr fyrir stóra hljómsveit op. 31 eftir Wilhelm Sten- hammar; Rafael Kubelik stj. 17.30 Litli barnatiminn.Finn- borg Scheving sér um tim- ann. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viðsjá. Umsjónarmenn: Olafur Jónsson og Silja Að- alsteinsdóttir. 20.00 islensk einsöngsiög: Guðmundur Jónsson syngur. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó, 20.20 Sumarvaka. a. Njarð- vikurskriður. Armann Hall- dórsson safnvörður á Egils- stöðum flytur fyrsta hluta Mér liður ekki illa og ekki heldur vel, þvl ævin er á þrotum og ekki gull i skel. Ég hef ei auöinn elskað og aldrei til þess fann; ég er I ætt viö soninn, en ekki hinn rika mann. Ég hef ei - auðinn elskað útvarp Auglýsing til búfjáreigenda á Suðurnesjum Landgræðslugirðing hefur nú verið gerð frá Vogum að Grindavik og er hún austan Grindavikurvegar. Allt svæðið vestan girðingarinnar er hér með yfirlýst land- græðslusvæði. öll lausaganga búfjár á þessu svæði er bönnuð. Heimilt er að hafa búfé á afgirtum svæð- um. Komist búfénaður út fyrir afgirt svæði, verður honum smalað á kostnað eigenda. Bann þetta gildir allt árið. Gunnarsholti, 1. júli 1977 Landgræðsla rikisins 1 Hafnarf j arðarbær óskar að ráða menn til starfa á vélaverk- stæði, verkefni eru blönduð, viðhald bif- reiða og vinnuvéla, einnig smiðar. Upplýsingar gefur verkstjóri i áhaldahús- inu við Flatahraun simi 53444. Laus staða Staða hjúkrunarfræðings eða ljósmóður við heilsugæslustöðina i Hólmavik með aðsetri i Árneshreppi er laus til umsóknar. Hlutastarf kemur til greina. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 5. júll 1977 BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Laufásveg Kópavog-vesturbæ (Þjóðv.-Timinn). TIL AFLEYSINGA: Freyjugötu Blönduhlíð Drápuhlíð Kópavogur-austurbæ (Þjóðv.-Timinn). ÞJÓÐVILJINN Vinsamlegast haf.ið samband við afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.