Þjóðviljinn - 27.08.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. ágúst 1977 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 5
ALFREÐ FLOKI
í BOGASALNUM
Alfreö Flóki opnar i dag sína
niundu myndlistarsýningu i
Bogasal Þjóöm in jasaf nsins.
Síöast sýndi Fióki á sama staö
fyrir tveimur árum.
Myndirnar eru milli 30 og 40
talsins, jöfnum höndum túss-
teikningar og kritarmyndir. Nú
ber þó nokkuð meira á kritar-
myndunum heldur en á fyrri
'sýningum Flóka.
Þegar Flóki opnaði siðast sýn-
ingu árið 1975 gerðist hið ótrú-
lega, — allar myndirnar seldust á
fyrsta degi og var slegist um þær.
Við spurðum Flóka, þar sem hann
tók glaður og reifur á móti blaða-
mönnum og ljósmyndurum i
fyrradag, hvernig prisarnir væru
hjá honum i þetta sinn.
Það gat listamaðurinn ekki
upplýst nema með hjálp að-
stoðarmanns sins, sem sagði aö
allar myndirnar væru til sölu og
kostuðu milli 180 og 250 þúsund
krónur.
Já, — alveg rétt, sagði Flóki,
þetta eru mildir og góðir prisar.
Maður verður nú að viðhalda
mýtunni um listamanninn, sem
hefur hvorki vit né áhuga á pen-
ingum!
Kvenlikaminn og konuandlit
eru að venju megintemu i mynd-
um Flóka, en þar bregður einnig
fyrir hinum ótrúlegustu furðu-
skepnum, eins og sjá má á með-
fylgjandi myndum
Sýning Flóka verður opin frá
klukkan 14 til 22 á hverjum degi
fram til 4. september.
A.I.
> ■
Bónorö galdramannsins, sept. okt. 1976.
ðm w iua
Cr undirdjúpunum, 1976.
Þótt myndir minar væru sýndar i myrkri, myndu þær lýsa.
er aö þá fara þær llka á stjá og brjóta postulin og stóla, —
— en verst
Myndkynning 77 ad Kjarvalsstöðum
MYNDKYNNING 77,
myndlistarsýning, sem
samnefndur félagsskapur
gengst fyrir að Kjarvals-
stöðum,verður opnuð i dag
og stendur sýningin fram
til 5 september.
Það sem mesta athygli
vekur á sýningunni eru 20
grafíkmyndir eftir Erró,
þar af eru þrjár nýjar
myndir, sem Erró gerði
fyrir þessa sýningu og
verða þær seldar,50 númer
af hverri mynd/á meðan
sýningin stendur.
Myndkynning sýndi á fyrstu
sýningu sinni i fyrra nokkuð af
myndum Errós, en annars hefur
nær ekkert tækifæri verið til þess
að kynnast myndlist þessa heims-
fræga listamanns hér á landi.
Erró hefur verið boðið að sýna á
Listahátiö 1978, og undirbýr hann
nú þá sýningu.
Auk grafikmynda Errós eru nær
40 grafikverk kunnra þýskra,
franskra og italskra myndlistar-
manna á sýningunni.
Einna frumlegust verka þar
eru skákraðir Italans Ugo Dossis,
þar sem hann dregur upp ferií
hvers taflmanns i 10 frægum
skákum. Má þar meðal annars
sjá skák milli Spasskis og
Fishers, sem tefld var i Reykja-
vik 1972 og-skák Napóleons og
Mme. de Rémusat, sem tefld var
á St. Helenu á sinum tima.
Gestur Myndkynningar 77 er
færeyski listamaðurinn Eyvindur
Mohr. Eyvindur hóf listsköpun
fyrir 10 árum, þá sjálflærður, en
hefur siðan numið við Rómaraka-
demiuna og sýnt verk sin viöa um
lönd,m.a. i Norræna húsinu hér i
Reykjavik. mestu til færeysks landsiags, og
Myndefni sækir Eyvindur aö bera myndir hans merki þeirrar
Þrjár nýjustu myndir Errós, sem geröar voru fyrir sýninguna aö Kjarvalsstööum. Af hverri mynd
veröa seld 50 eintök, og veröiö er 25.000 krónur. Myndirnar heita Austronauts de Rubens 3, The Lovers,
og Les chiens sur fond rouge.
togstreitu lands og hafs, sem viö
Islendingar þekkjum svo vel.
Tvær listsýningar opnaðar um helgina