Þjóðviljinn - 27.08.1977, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. ágúst 1977
SUÐURNES
1 Hraöfrystihúsi Keflavikur h.f. voru starfsmenn Ikaffi. Þar er nú veriö aö mála meöan
togarinn er I slipp.
Heimsókn í
Þær kviöa ekki atvinnuleysinu. Nóg aö gera til kl. 12einn daginn I vikunni.
frystihús
Nú hefur þremur frystihúsum á Suðurnesjum verið
lokað og þær raddir heyrast að til standi að fleiri
húsum verði lokað á næstunni. Við lögðum þvi leið
okkar i fjögur frystihús þar suðurfrá á fimmtudag-
inn var,til að heyra hvernig fólkinu litist á ástand
mála. Fara viðtölin hér á eftir.
Sandgeröi
Og ekki var bjartsýni starfs-
fólks Miöness h.f. I Sandgeröi
siöri en þeirra I Garöinum.
Nokkrir hressir strákar voru I óöa
önn aö hreinsa fiskkassa fyrir ut-
an húsiö, þegar okkur bar aö
garöi.
— Viö höfum enga trú á aö hér
veröi lokaö I bráö. Hér heyrist
enginn barlómur og nóg aö gera,
sögöu þeir. Þaö er ekkert aö
marka hvaö þessir eigendur
frystihúsanna eru aö segja, þeir
tima bara ekki aö borga almenni-
legt kaup.
Er kaupið of hátt?
Blaöam: Þiö haldiö þá ekki aö
erfiöleikar frystihúsanna stafi
ma. af of háu kaupi.
Þegar hér var komiö flykktust
aö bráöhressar stelpur, sem
vinna á vélunum í húsinu. — Nei,
kaupiö er sko ekki of hátt, þvert á
móti , sögöu þær. Þaö er alltof
lágt, bætti einn strákurinn viö —
Karlmaöur getur ekki lifað af
þessu kaupi.
—— ■" : m
1H
Þessi glaölegi hópur sem vinnur hjá Miönesi h.f. hefur ákveönar skoöanir á málunum og þeim finnst
kaupiö alltof lágt.
Sveinbjörn Bjarnason, verk-
stjóri Miöness h.f.
Hér er nóg að gera
en kaupiö of lágt9
segir starfsfólk
Miðness h.f í
Sandgerði
Blaöam: En getur kona þaö?
Ef hún hefur fyrirvinnu, gullu
margir við.
Þessir atvinnurekendur veröa
aö skilja þaö aö þaö þýöir ekkert
aö borga einhver sultarlaun fólki i
fiskiðnaöinum, þá er hann ekki
samkeppnisfær viö aörar at-
vinnugreinar og situr bara uppi
meö lélegt starfsfólk eöa alls ekk-
ert, sagöi ungur maöur I hópnum.
Nú vildu margir vita hvenær
þetta efni kæmi I blaöinu og sögö-
ust þá ætla aö kaupa Þjóöviljann.
óttalegt Ihald hér
Blaöam: Er Þjóöviljinn ekki
útbreiddur hér á Suðurnesjunum.
Hann er keyptur heima, sagði
ein stúlkan.
Stefanta Agústsdóttir, fær
ekkert aö gera ef húsiö lokar.
Stella Guöjónsdóttir, ætlar aö
fá vinnu I Reykjavlk.
— Þetta er óttalegt Ihald hér,
sagöi sá sami og talaöi áöan. Þaö
er ekki nema von meö Kanann
hérna við bæjardyrnar. Og upp-
eldið á krökkunum er ekki upp á
marga fiska. Þeir hanga fyrir
framan kanasjónvarpið lon og
don. Þú getur rétt ímyndaö þér
afleiöingarnar. Svo rjúka allir
upp til handa og fóta og dásama
kanann ef þeir bjarga manni af
bátsskel einhversstaöar en hvaö
segöuö þiö ef olían úr geymunum
þeirra flæddi hér um allt. Ætli þá
yröi ekki sagt eitthvaö ófagurt.
— Kaninn er ágætur og sjón-
varpiö þeirra er vlst skemmti-
legt, vogaöi ungur piltur á ferm-
ingaraldri sér aö skjóta innl reiöi-
lesturinn. Og nokkrar stelpnanna
bættu viö: Blessaöur láttekki
svona, þetta er alltl lagi.
A sjó?
Blaðam: Hvaö mynduö þiö fara
að gera ef frystihúsinu yröi samt
sem áöur lokaö?
Fara á sjó, sagöi ein stúlkan.
Eöa I öskuna, bætti önnur viö.
Þaö veröur ekkert lokaö, sagöi sú
þriöja.
Miðnes H.F.
Verkstjórinn I Miönesi h.f. er
Sveinbjörn Bjarnason. Hann
sagöist hafa veriö viö verkstjórn I
húsinu frá þvl I sumar, en heföi
áöur veriö úti á landi. Sveinbjörn
sagöi aö til tals heföi komiö aö
loka og senda fólkiö heim. Enginn
hjá þeim væri fastráöinn. Ennþá
væri þó allt I fullum gangi. Hann
sagöi aö óneitanlega væru erfiö-
leikar frystihúsanna meiri nú en
oftast áöur. Þegar búiö væri aö
borga fólkinu kaupiö og greiöa
fyrir hráefniö væri ekkert eftir.
Auövitaö gengi það ekki til lengd-
ar, eitthvert fjármagn yrði aö
vera fyrir hendi til að endurnýja
vélar o.fl.
Atvinnulausar
Inni I húsinu voru milli 20 og 30
konur aö flaka og snyrta fisk.
Stefania Agústsdóttir og Stella
Guöjónsdóttir voru saman viö
borö og hvorug þeirra > óttaðist
atvinnuleysi. — Viö höfum ekkert
heyrt talaö um aö hér eigi að loka
sögöu þær. Og alla daga er hér
full vinna. Viö treystum lika á
sildina og loönuna.
Stella sagöist myndu fá sér
vinnu I Reykjavlk ef vinna legðist
niöur 1 frystihúsinu, en hún á
heima I Garöabæ. Stefanía horfir
hins vegar fram á atvinnuleysi,
veröi húsinu lokaö. Hún hefur
ekki möguleika á aö fá aöra vinnu
I Sandgeröi. —hs.