Þjóðviljinn - 10.09.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.09.1977, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA XI Arne Huuse, lögregluforingi: Töffari aö amerlskri fyrirmynd. Björn Unneberg: Sagði álit sitt á norsku lögreglunni og ofsóknum gegn sósialistum og var kæröur fyrir meiöyröi. Ingólfur Margeirsson skrifar frá Noregi ritstjórn Ny Tid og öll gögn gerö upptæk, sem blaðiö haföi undir höndum um hina leynilegu þjón- ustustarfsemi. En lögreglan var greinilega ekki nógu ánægö meö afraksturinn. Haldnar voru maraþonyfirheyrslur yfir einum blaöamanna Ny Tid, honum neit- aö um lögfræöilega aöstoö og hót- aö meö ákæru fyrir landráö, ef hann ieysti ekki frá skjóöunni, og segöi umsvifalaust, hvar nafna- listana og afrit þeirra væri aö finna. Aö lokum sprakk blaða- maöurinn og upplýsti, aö Trond nokkur Jensen, einn af framkvæmdastjórum skemmti- staðarins Club 7, heföi nafna- listana undir höndum. Sama kvöld braust lögreglan inn I ibiiö hans og fann þar sófann fullan af þýöingarmiklum gögnum. Trond var einnig i ibúðinni, illa til reika eftir athafnasamt kvöld á veit- ingahúsum borgarinnar. Nokkr- um dögum siðar þefuöu veröir laganna uppi hjólhýsi Tronds og hirtu þaöan allstóran bunka af leynilegum upplýsingum. Trond var umsvifalaust stungiö i svart- holiö og setur i nokkurra vikna heimsóknar- og bréfabanni. (Hann hlaut siöar sex mánaöa fangelsisdóm og áfrýjaöi til Hæstaréttar). Siöan tók lögreglan að blaöa i pappirshrúgunni, sem Ivar Johansen hafði safnaö um starfsemi norsku leyniþjónust- unnar. Ivar hafði ekki aðeins safnaö nafnalistum. I bunkanum var aö finna yfirlit yfir elektróniskar hlustunarstöövar i Noregi, sem skrá hljóömerki og hernaöarlegar upplýsingar frá Sovét, pólitiskar skrár yfir norska borgara og gögn, sem sanna samvinnu norsku eftirlits- lögreglunnar og bandariska sendiráösins I Osló, ef trúa má skrifum Ny Tid um innihald hinna leynilegu gagna. Ivar var tafar- laust kærður á grundvelli laga nr. 90, serp er hin svonefnda „njósna- lagagrein”, m.ö.o. grunaður um landráö. Siöan var hann settur bak við lás og slá I fjögurra vikna bréf- og heimsóknarbann. SV einangrast Sósialistiski Vinstriflokkurinn, sem áður hafði öll tromp á hendi i njósnamálinu, haföi nú misst stjórn á málunum. SV haföi reyndar aldrei ætlað sér aö þenja málið lengra en til uppljóstrana Loran C og njósnanna i Sovét. Sólóleikur Ivars Johansens varö hins vegar bagalegur fyrir flokk- inn, Ny Tid og SV fengu nú á sig landráðastimpilinn. Þegar ljóst var oröiö, aö Ivar Johansen haföi i fórum sinum hernaöarleyndar- mál og virtist vera I ágætum tengslum viö ýmsa yfirmenn leyniþjónustunnar, runnu tvær grimur á sósialista. Flokksfor- maðurinn Berge Furre, og þing- leiötoginn Reidar Larsen geröu sem minnst úr tengslum Ivars og SV og létu þaö i veöri vaka, aö honum haföi veriö „plantaö” meöal sósialista til aö gera usla I herbúöum þeirra. En þaö var of seint aö byrgja brunninn. Borgaralegu blöðin, sem frá byrj- un höfðu fordæmt skrif Ny Tid, veltu sér nú upp úr þessari óvæntu þróun I málinu, og sósial- istar voru gerðir sem tortryggi- legastir I augum almennings. Hvers var aö vænta af mönnum, sem rufu þingeið, opinberuöu leyndarmál rikisins og ógnuöu öryggi þjóöarinnar i hvivetna? Réttast væri, eins og einn þing- manna Hægriflokksins Paul Thynesshaföi bent á, aö gefa bæri SV eins konar B-status á þinginu. Þ.e.a.s. aö þingmenn sósialista yrðu ekki valdir I nefndir, sem fjölluöu um leynileg málefni. SV gat ekki búist við neinum stuön- ingi frá Verkamannaflokknum. Verkalýösfélögin voru þögul sem gröfin, og Alþýðusambandið undir handarjaöri krata, sagöi ekki aukatekiö orö um máliö. Og almenningsálitiö sigldi I kjölfar hinna borgaralegu fjölmiöla. Þannig haföi frumhlaup Ivars Johansens, öflug borgaraleg pressa og lagaimis )beiting norskra ákæruvalda gert sósial- ista aö landráöamönnum og hinar þýöingarmiklu uppljóstranir aö smámunalegum aukamálum. Á meöan hin pólitiska einangrun SV jókst, hófu einstakir embættis- menn einkahernaö gegn flokkn- um og einstaklingum, sem viö- riönir voru máliö. Sá, sem mesta frægö sér gat i þessu sambandi, var sjálfur saksóknari norska rikisins, Lauritz Jensen Doren- feldt. Dorenfeldt fer á stúfana L.J. Dorenfeldt haföi ekki átt náöuga daga siöustu vikur. Hann haföi ætiö barist gegn alls kyns „upplausnaröflum” i þjóöfélag- inu. Brynjaöur lagagreinum haföi hann fariö krossferöir gegn póli- tiskum öfgum .þverrandi ábyrgðartilfinningu almennings og hnignandi siögæöisvitund. Hann var nú kominn hátt. á sjöt- ugsaldur og haföi margra merkra atburöa aö minnast á litrikum Dorenfeldt saksóknari: Vöröur hins norska réttarfars og púritanskrar siðgæðisvitundar. ferli: Hann haföi til dæmis átt hlut I máli, þegar rithöfundurinn Agnar Mykle var ákæröur fyrir ósiölegt oröalag i bókinni „Rauði roöasteinninn” (Sangen om den rb'de rubin). Hann hafði stöövað útgáfu (klám) bókarinnar „Spjörunum fleygt” (Uten en trad) eftir Jens Björneboe, kært eitt stærsta siödegisblaö Noregs, Dagblaöiö, fyrir klúr- yrði, og staöiö á bak viö skyndi- rannsóknir og rassiur á blaðavali söluturna og blaöaverslana. Dor- enfeldt var vöröur hins norska réttarfars og púritönsku siö- gæöisvitundar, og haföi oft þurft aö þola persónuárásir og ófyrir- leitna gagnrýni fyrir störf sin i þágu réttar og velsæmis. Ekki sist var umræddur Björneboe honum þyrnir I augum, þvi hann elti hann eins og skuggi og skopaöist aö honum opinberlega jafnóöum og saksóknari dró siö- gæðissverö sitt úr sliörum. Nú var Björneboe dauöur og Doren- feldt gat aftur farið aö rétta úr kryppunni. Og þaö var sannar- lega ekki fagurt um aö litast i réttarþjóöfélaginu Noregi, Tveir fyrrverandi majórar búnir aö rjúfa þagnareiö sinn og hlaupa i blööin meö leynilegar upplýsing- ar um störf leyniþjónustunnar, þingmenn hótuöu aö rjúfa þagnareið þingsins og einkaper- sónur farnar aö safna gögnum um hernaöarleyndarmál rikisins. Þaö sem olli Dorenfeldt þó hve mestum áhyggjum i augnablikinu var, aö þingmaöur Miöflokksins og formaöur laganefndar Stór- þingsins, Björn Unneberg, haföi fariö miður fögrum oröum um norsku lögregluna og kallaö lög- regluforingjann Arne Huuse „töffara” (kjekkas). Unneberg sagðist litt hrifinn af slikri per- sónuþróun innan norsku lögregl- unnar. Ummælin voru sannar- lega ekki æskileg, þar sem Huuse stjórnaöi rannsókninni i máli majóranna. Verst af öllu var þó, aö Unneberg tók upp hanskann fyrir málgagn sósialista, Ny Tid, og sagöi aö grillti i hina pólitisku „brúnglætu”, þ.e.a.s. fasiskar til- hneigingar bak við ofsóknirnar gegn blaðinu. Ummæli þessi var aöeins hægt að túlka sem van- traust á lögregluna og vinnuaö- feröir hennar. Dorenfeldt haföi samband viö Huuse, sem var miöur sin vegna umyrða for- manns laganefndar. Dorenfeldt ákvaö þvi aö stefna Unneberg fyrir meiöyröi, ef hann bæöi ekki formlega afsökunar á oröum sin- um. Unneberg svaraöi um hæl, og sagöist harma formiö á um- mælum sinum, en innihaldiö stæöi hann fast viö. Máliö haföi þá vakiö mikla athygli og kátinu fólks, svo saksóknari áleit heppi- legast aö láta málshöföun niður falla. Þegar Trond Jensen var , tekinn i ibúð sinni með hibýli og hjólhýsi stappfull af leyni- legum upplýsingum og hernaðarley ndarmál- um, var þvi mælirinn fullur hjá Dorenfeldt. 1 sjónvarps- , viötali i sambandi við fang- elsun Tronds, sprakk blaöran og saksóknari missti stjórn á skapi sinu. f bræöikastinu upplýsti hann m.a. aö Trond Jensen heföi haft samband viö sendiráösstarfs- 1 menn frá Austur-Evrópu. Lögfrædingar klofna Yfirlýsing Dorenfeldts vakti gifurlega athygli, þvi hún fól I sér þá aðdróttun, aö Trond Jensen væri njósnari fyrir austur- evrópskt riki. Blööin skrifuðu ákaft um máliö. Aö lokum kom I ljós, aö umyröi saksóknara höföu ekki viö nein rök aö styöjast. Trondhaföi veriö meölimur i Vin- áttu- og Menningarsambandi Noregs og Ráöstjórnarrikjanna, haft samband viö listamenn frá austantjaldsrikjum, sem skemmtu á Club 7, (þar vann Trond) og lyft stöku sinnum glös- um meö diplómötum I sambandi við heimsóknir skemmtikraft- anna. Hann haföi aldrei haft skipulagöa fundi meö sendiráös- mönnum frá Austur-Evrópu, og ekkert benti til þess aö gögn þau, sem hann haföi undir höndum, heföu lent i fórum diplómata, eöa spæjara. Dorenfeldt varö aö draga ummæli sin til baka og haföi þvi ekkert uppúr krafsinu, nema aö eyöileggja mannorö Trond Jensens um ókomna ævi. Nokkrum þekktum lögfræðingum leist ekki meira en svo á háttalag saksóknara, þeir kölluðu saman tæpa 30 lögfræðinga til aö ræöa hugsanlegt vantraust á Doren- feldt. Vantraustið grundvallaöist á lausbeislaöri framkomu sak- sóknara á sjónvarpsskjánum og meiðyröamálshöföum hans á hendur Unneberg. En þaö reynd- ust margir dorenfeldtar i rööum norskra lögfræöinga. Eitt hundr- aö lögfræöingar þinguöu sama dag, og lýstu yfir skýlausu trausti á saksóknara og geröir hans. Undirskriftalistar voru sendir út, og á nokkrum dögum höföu 1100 lögfræöingar skrifaö undir og lýst stuöningi og trausti á Dorenfeldt. Þeirri huggun veitti honum sannarlega ekki af, eftir hrakfar- ir undanfarinna vikna, og nú gat hann einbeitt sér aö njósnamál- inu, sem falliö haföi i skuggann við vopnaglamur lögfræöinganna og annarra útidúra. Og litlu siöar var enn einum manni kastaö I dý- flyssur lögreglunnar og var hann ákærður samkvæmt hinni frægu „njósnalagagrein”, sem felur I sér allt aö 15 ára fangelsisdóm. Sá, sem grunaöur var um landráö i þetta sinn, var ritstjóri „Stétta- baráttunnar”, Finn Sjueaö nafni. Leyniskeyti á villigötum Mál Finns var af öðrum toga spunniö. Skömmu eftir áramót haföi málgagn Kommúnista- flokks Verkamanna (AKP, eöa marx-leninistar), „Stéttabarátt- an” birt fréttir um mikla NATO- heræfingu i Noröur-Noregi. Her- æfingin, sem var leynileg, bar nafniö „Teamwork” og var gerð meö tilljti til kjarnorkustyrjaldar i Noregi. Fréttir „Stéttabarátt- unnar” voru byggöar á leyni- skeytum innan norska hersins, sem lent höfðu á ritstjórn blaösins eftir óþekktum leiðum. Og leyniskeytin héldu áfram aö streyma á skrifstofu „Stéttabar- áttunnar”. Þann 26. júli birti blaðið afrit af leynilegu telex- skeyti frá norska sendiráöinu i Moskvu til utanrikisráöuneytisins i Osló. Skeytiö fjallaöi um sam- ræður þeirra Petter Grevers norska sendiherrans.i Moskvu og deildarstjóra sovéska veiöimála- ráöuneytisins, Novotsjadov aö nafni, 27. júni i Moskvu. Af um- ræðum þeirra mátti marka aö so- vétstjórnin haföi viðurkennt samningatilboö Evensen um skiptingu Barenthafsins meö til- liti til fiskveiða og vildi, aö af- greiðslu málsins yrði hraðað i Osló, en eins og menn rekur minni til, hefur norska stjórnin enn ekki tekið ákvöröun um málið. Afrit af telex-skeyti þessu var sent i veiöi- málaráðuneytiö norska, og er tal- ið, að innihald skeytisins hafi spurst þaöan. Utanrikisþjónustan hefur látib rannsaka lekann, en ekki birt neinar niðurstööur enn- þá. Birting þessa skeytis og „Teamwork”—skeytanna i mál- gagni marx-leninista varð til þess, aö ákæruyfirvöld töldu rétt- mættað fangelsa ritstjórann Finn Sjue og saka hann um landráö. Örstuttur eftirmáli Þetta eru helst mál, með af- leggjurum og útúrdúrum, sem þyrmt hafa yfir norskan almenn- ing i sumar og haust, og gert þingkosningar og kosningabar- áttu aö algjöru aukaatriöi. Hin raunverulegu ágreiningsmál flokkanna sem oliupólitik, skatta- stefna og framtiðarskipulag norsks efnahagslifs hafa algjör- lega fallið i skuggann. I siöari grein minni um norsku þingkosn- ingarnar veröur leitast við aö reifa litillega þau mál og varpa ljósi á samvinnu borgaralegu flokkanna þriggja og hina óstýri- látu sambúö Verkamannaflokks- ins og SV. Skátar — námskeið GRUNNNÁMSKEIÐ verður haldið að Úlfljótsvatni dagana 23.-25. sept. n.k. Umsóknarfrestur er til 13. sept. n.k. UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ fyrir Léskátaforingja, verður haldið að Úlf- ljótsvatni dagana 30. sept. — 2. okt. n.k. Umsóknarfrestur er til 16. sept. n.k. NÁMSKEIÐ fyrir leiðbeinendur á flokks- for.námskeiðum verður haldið i Reykja- vik 25.-29. sept. n.k. Námskeiðið er kvöld- námskeið. Umsóknarfrestur er til 13. sept. n.k. Umsóknir berist til skrifstofu S.S.R. Blönduhlið 35. Skátasamband Reykjavikur Kennara vantar Kennara vantar strax að Barnaskóla ísafjarðar. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Björgvin Sighvatsson, i sima 94-3146. Skólanefnd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.