Þjóðviljinn - 10.09.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. september 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýdshreyfingar
og þjóöfrelsis.
ÍJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Ilaraldsson.
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Árni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Clfar Þormóösson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Siöumúla 6. Simi 81333.
Prentun: Blaöaprent hf.
Þá benda talsmenn BSRB á að samkvæmt
þeim samningum sem rikið gerði fyrr á
þessu ári varð 26-29% hækkun á launum
starfsmanna rikisverksmiðjanna.
Frammi fyrir þessum staðreyndum
standa samningamenn rikisstjórnarinnar
og i ljósi þeirra verður tilboðið um 7,5%
launahækkun handa opinberum starfs-
mönnum blátt áfram fáranlegt.
Áróðursmenn rikisins halda þvi fram að
hvert prósentustig i launahækkun handa
BSRB kosti 250 milj. kr..Þetta er ekki rétt
þegar þess er gætt að inni i þessari tölu
munu vera opinberir starfsmenn sem
þegar hafa fengið launahækkanir skv.
öðrum samningum eða starfsmenn sem
eru ekki innan BSRB. En látum það vera
og athugum hvað þessi tala,250 milj. kr.
fyrir hvert prósentustig,þýðir fyrir rikis-
sjóð. Þá má gera ráð fyrir að af þeirri
upphæð greiðist amk 75 milj. kr. i tekju-
skatt og siðan ber að draga þarna frá
óbeinu skattana sem rikið fær aftur inn af
þessum tekjum. Þannig þýðir 250 milj. kr.
launahækkun handa opinberum starfs-
mönnum ekki 250 miljónir króna i bein út-
gjöld heldur um 140 miljónir króna.
Þessar tölur sýna að i áróðri sinum er
rikið og taismenn þess að reyna að villa
um fyrir almenningi, þeir eru að reyna að
draga baráttukjark og þrek úr launa-
mönnum, þeir eru að reyna að eyðileggja
möguleika Bandalags starfsm. rikis og
bæja á þvi að heyja árangursrika kjara-
baráttu. ósannindin sem beitt hefur verið
i talnaáróðrinum af hálfu samninga-
nefndar rikisins, fjármálaráðherra og
Sjálfstæðisflokksins sýna hvað málstaður
þeirra er slæmur.
Það er rikisstjórnin sem ber höfuð-
ábyrgðina á þeim þvergirðingshætti sem
komið hefur fram andspænis opinberum
starfsmönnum. Sama rikisstjórn ákvað
fyrir nokkrum dögum að leggja 660
miljónir króna i kaup á húsi af einum
máttarstólpa Sjálfstæðisflokksins án þess
að fyrir liggi samþykktir á fjárlögum yfir-
standandi árs fyrir þessum kaupum.
Tilboð það sem rikisstjórnin hefur til
þessa gert rikisstarfsmönnum jafngildir
kaupverði um það bii tveggja húsa af
máttarstólpum Sjálfstæðisflokksins; en
þar eru hagsmunirnir að sjálfsögðu aðrir:
Annars vegar einstaklingur með hundruð
miljóna i eignir á bak við sig og myndar-
leg framlög í kosningasjóði Sjálfstæðis-
flokksins, hins vegar eru 10.000 opinberir
starfsmenn með lág laun, fólk sem vinnur
nauðsynleg störf i nútimaþjóðfélagi,
alþýðufólk sem allt til þessa hefur verið
neitað um þann sjálfsagða rétt að berjast
fyrir kjörum sinum og kjarabótum. Þetta
fólk beitir ekki hundruðum miljóna og
framlögum i kosningasjóð Sjálfstæðis-
flokksins fyrir sig, það beitir samtaka-
mættinum einum. Reynslan ætti að hafa
kennt núverandi ríkisstjórn að það er
skynsamlegt að láta undan áður en hún
stefnir öllu í óefni. Meirihluti þjóðarinnar
er áreiðanlega þeirrar skoðunar að
fremur beri að hlita viðhorfum 10 þúsund
opinberra starfsmanna en eins máttar-
stólpa úr Sjálfstæðisflokknum.
—s
Eins og tveir
máttarstólpar
heimspeki þegar þau fara aö
koma i ljós. Enda ber á þvi i
Time-greininni sem klipparinn
og Jónas hafa báöir lesiö, aö
menn óttast nokkuö allan þenn-
an stofnanafjandskap. Ef hægt
væri aö fá þá frönsku til þess aö
draga aöeins Ur honum væri
„nýja heimspekin” dágott vopn
gegn þeim sigrum sósialiskra
samtaka, sem viröast blasa við
viöa i Vestur-Evrópu.
Það er lika vert að benda á
það að þeim sem ætla að nota
þennan losaralega franska
heimspekisamsetning til þess
aö berja á vixl á pilsfalda-
kapitalistum og kommum á
Islandi er vænlegast aö missa
ekki fótanna og hafna i þvi sem
verra er,
—e.k.h.
Kjarabarátta Bandalags starfsmanna
rikis og bæja er nú i fullum gangi; verkföll
hafa verið boðuð og málin hafa verið
kynnt fyrir alþjóð. I kröfugerð sinni
leggur BSRB höfuðáherslu á hækkun
lægstu launanna og hækkanir um miðbik
launastigans, en þar eru fjölmennustu
hópar innan BSRB.
Talsmenn Bandalags starfsmanna rikis
og bæja styðja kröfur sinar með skýrum
tölum og dæmum um ástandið á svo-
kölluðum „almennum vinnumarkaði”.
Þær tölur eru ekki unnar af BSRB heldur
af hlutlausri stofnun, sem nýtur almennr-
ar virðingar og trausts, Hagstofu Islands.
Athugun Hagstofu á kjörum skrifstofu-
fólks leiðir i ljós að skrifstofufólk i BSRB
— svo dæmi sé nefnt — þarf að hækka um
18% til að ná þeim launum sem greidd eru
fyrir sambærileg störf á „almenna vinnu-
markaðnum”. Ber þó að hafa i huga að
samanburður Hagstofunnar var gerður i
janúarmánuði siðastliðnum og miklar
breytingar hafa orðið á almennum vinnu-
markaði siðan. Skal þess getið að kjara-
rannsóknarnefnd metur tekjuhækkunar-
áhrif siðustu kjarasamninga upp á 25-26%,
ef gert er ráð fyrir að yfirborganir haldist.
Fálldin og Páli á tali i Eyjum.
Frekar eldfjall
en kjarnorkuver
Sænska blaðið Dagens Nyhet-
er segir aö Thorbjörn Falldin
hafi heyjaö sér nýja röksemd i
andstöðu sina viö áframhald-
andi kjarnorkuverabyggingar I
Sviþjóö. Blaðamaöurinn Áke
Ekdahl segir m.a. frá samræð-
um Fálldins við Pál Zóphonias-
son, bæjarstjóra i Vestmanna-
eyjum, þar sem þeir stöðu
miðju hrauni umluktir reykjar-
mekki. Sænski forsætisráöherr-
ann spuröi bæjarstjórann, hvort
honum væri ekki um og ó að búa
á miðju eldfjalli.
„Ja.frekar vil ég hafa eldfjaii
undir fótunum, heldur en að búa
viö hliðina á kjarnorkuveri”,
svaraði Páll að bragöi.
Segir sænski blaöamað-
urinn að Falldin eigi
örugglega eftir aö nota þessi
ummæli bæjarstjórans I um-
ræðum um kjarnorkumálin i
Sviþjóö.
legan mun aö ræöa. Ljóst er aö
hinir nýju frönsku hugsuðir eru
vonsviknir menn, sem hafa
trúaö á altækar heimsskoöanir
af mismunandi tagi. Þeir hafa
gengiö í gegnum það aö festast i
kreddum hugmyndafræðikerfa,
þeir hafa trúað á framtiðar-
landiö, eöa á það aö fyrirheitna-
landið væri þegar i sköpun i ein-
hverju sósialistarikjanna. Nú
brjóta þeir brýr að baki sér og
segja skilið viö það sem þeir
nefna draumóra og snúast önd-
verðir gegn öllum stofnunum,
ogþá sérilagi rikisvaldinu, sem
þeir segja aö sé hinn versti
fjöldamoröingi. Kenningar
þeirra bera mjög svip af
pólitiskum existensialisma og
allskyns hugmyndum stjórn-
leysingja, sem ætið hafa átt
nokkrum vinsældum að fagna,
og lifa nú nýja endurreisnar-
tima i Vestur-Evrópu.
Gagnlaus alhæfing
Flestir munu geta fundiö
nokkuð viö sitt hæfi i kenningum
þessara manna. Margir þeirra
sem vonsviknir eru eöa hafa
orðiö undir i þjóðfélagsbarátt-
unni munu kunna vel við stjórn-
leysingjaþáttinn i kenningun-
um. Ahersla þeirra á „hið
sm'áa” i pólitikinni og einkalif-
inu, i staö „hinna miklu
megindrátta” á sér einnig
hljómgrunn meöal margra.
Nú er þaö svo aö vestanhafs
og viða annarsstaöar hefur
frönsk heimspeki ekki verið i
hávegum höfð. Þegar undan-
renna ýmissa hugmyndakerfa
er á borð borin bregöur hinsveg-
ar svo við aö Ihaldsfjölmiölar
um allan heim hefja upp
mæröarsöng. Þar kemur til
gagnrýni nýju heimspeking-
anna á sósialismann. Niöur-
staöa þeirra er semsagt sú aö
kapitalisminn sé illskárri en
sósialisminn, vegna þess aö
hinn siðarnefnda skorti sjálfs-
gagnrýni.
Þar er komin alhæfing, sem
er um það bil eins vitlaus og
allar aðrar af sliku tagi.
Lífseig skepna
Og hvernig sem hamast er á
þvi aö öll hugmyndafræöi sé
dauð verður sú skepna sjálfsagt
seint drepin. Menn þurfa einatt
aö gera sér hugmyndir um
hvernig breyta á heiminum i
sæluriki á jörö.
Og það er heldur ekki vist að
ihaldsöflunum liki að kyngja
öllum áhrifum hinnar nýju
A trúnaöargoðin
dauö og Jónasi
líöur vel
Jónas Kristjánsson, ritstjóri
Dagblaðsins, hefur lesið um
hina nýju frönsku heimspekinga
i bandariska vikublaðinu Time,
5. sept., og fengiö innblástur i
leiðara gærdagsins. Augljóst er
af viöbrögöum hans að hann
fagnar þessum nýja heimspeki-
vindi af alhug. Enda passar
hann vel inn I hugmyndafræöi
hans, það er aö segja eins og
ihaldsamir fjölmiölar vilja
túlka þessar nýju hræringar i
Frakklandi. ,,Guð er dauður,
Marx er dauöur, og mér liöur
bara vel,”er túlkun Jónasarog
hans lika. Hinsvegar er einn af
hinum nýju frönsku heimspek-
ingum, Michel Le Bris, aö berja
saman bók er nefnist: „Guö er
dauður, Marx er dauöur og mér
liður ekki rétt vel.”
Þarna er greinilega um veru-