Þjóðviljinn - 10.09.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. september 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 FISKVERÐIÐ ÍSLAND — FÆREYJAR: 30 — 44% af togara- fiski í millistæröina Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna lætur einkamálgagn sitt, Morgunblaðið, birta i gær samanburð á verðlagi ýmissa sjávarafurða hér og i Færeyj- um. Kemst tainameistari sölu- miðstöðvarinnar að þvi að fisk- verðið hér á landi sé hærra en i Færeyjum, þegar lögð hafa ver- ið ýmis gjöld ofan á fiskverðið sjálft hér. Heldur fulltrúi Sölu- miðstöðvarinnar þvi fram að engin slik gjöld séu til i Færeyj- um. Það kann að vera rétt — en reiknimeistarinn gerir heldur ekki ráð fyrir öðrum sköttum. Þjóðviljinn aflaði sér upplýs- inga frá Klakksvik i Færeyjum i gær, um fiskverðið þar. Verða þær upplýsingar raktar hér i stuttu máli með samanburði við verðið hérlendis: Þorskur. Stórþorskur, yfir 70 sm., I. flokkur er á 114,50 kilóið i Fær- SH gerir verðsamanburð, en sleppir veigamiklum staðreyndum eyjum, úmreiknað i isl. krónur á gengi gærdagsins. Fiskverðið hér er 98,- kr. kg. en með öllum gjöldum ofaná er verðið héf 119,70 hvert kiló eða nokkru hærra en i Færeyjum. Þess er ekki getið i samanburði SH, að allur stórþorskurinn fer i einn flokk i Færeyjum, en hér er II. flokkur af stórþorski og til dæm- is fóru nærri 28% af netafiski i Reykjavik i 2. flokk i fyrra. Það segir þvi ekki alla söguna, að bera saman verðið á stórþorski i 1. flokki. Þá sleppir samanburðar- meistari SH að greina frá þvi mikla magni sem hér fer i milli- flokk og sleppir þar af leiðandi einnig að greina frá verðinu fyrir þann flokk. t Færeyjum eru greiddar 99,66 kr. fyrir kiló- ið af millistærö, þe. 44-70 senti- metrar, en 78 kr. kilóið hérlend- is fyrir I. flokk millistærðar og 63 kr. fyrir kilóið i II. fl. milli- stærðar. Millistærðin hér er að lágmarki 10 sentimetrum lengri en i Færeyjum eða frá 54-70 sentimetrar. Allur fiskur undir 54 sentimetrum hér á landi nefnist smáfiskur og greiðast hér 34 krónur fyrir hvert kiló smáfiskjar. Ýsa Fyrir kiló af ýsu yfir 40 senti- metrum greiðast i Færeyjum nærri 108 kr. islenskar, en hér eru greiddar ísl. kr. 86 fyrir kilóið i I. flokki stórýsu, en 71 kr. fyrir II. flokk. Það er augljóst að saman- burður á einstökum verð- og stærðarflokkum fiskjar milli landa getur verið mjög villandi ef forsendna og annars er ekki getið. Samsetning aflans Sérstaklega er mikilvægt i þessu sambandi að geta þess i svona samanburði hvernig samsetning aflans er. 1 tölum SH voru aðeins dæmi um verð stórþorsks, en ekki millistærð- arinnar. Þjóðviljinn kannaði hlutfall millistærðarinnar af heildarveiði togaranna á seinni 7 mánuðum siðasta árs. Útkom- an varð þessi: Hafnarfjörður 34,3% Reykjavik 30,6% ísafjörður 43,5% Akureyri 33,3% Neskaupstaður 36,1% Akranes 37,7% Þannig sést að mjög stór hluti aflans er greiddur með 78 krón- um en ekki 98 krónum hvert kfló. Þá fer einnig talsverður hluti fiskjarins jafnan f II. verðflokk , eða upp i 11% af stórþorskinum i Hafnarfirði, 6,3% i Reykjavlk, 28,6% af netafiski lenti i 2. verð- flokki i Reykjavik o.s.frv. Þá má geta þess að millifiskur i afla handfærabátanna i Reykja- vik var 42,5% i fyrra á umrædd- um tima. Töluvert um aflasamsetningu eru úr fréttabréfi Framleislu- eftirlits sjávarafurða. Þær svna svo ekki verður um villst aö frá leitt er að bera saman án skýr- inga verðlag á einstökum stærð- arflokkum — nema það þjóni best málstað SH að veita vill- andi upplýsingar? J Síðara bindið af Kortasögu Islands Þjóðviljinn hafði samband við Kristján Benediktsson formann menntamálaráðs og spurðist fyr-. ir um hvaða bækur væru væntan- legar hjá Menningasjóði á næst- unni. Stærsta verkið sem Menningar- sjóður sendir frá sér á næstunni er Kortasaga tslands2. bindi eftir Harald Sigurðsson fyrrv. bóka- vörðog er hún geysilega mikil og dýrbók.Fyrrabindiðer að mestu uppselt, aöeins til eitthvað af örkum ennþá. Þá koma út tvær bækur i Starfsfólk vantar í SÍS verk- smiðjur Samkvæmt upplýsingum Hjartar Eirikssonar, fram- kvæmdastjóra Iðnaðardeildar StS er nú mikill skortur á starfs- fólki i Sambandsverksmiðjunum á Akureyri. Er þetta einna mest áberandi i sútunarverksmiðjuni, en þó vantar fólk einnig til starfa i öllum hinum verksmiðjunum. Að sjálfsögðu leiðir þessi vinnu- aflsskortur til minnkandi fram- leiðslu verksmiðjanna. Þó mun naumast hætta á að ekki takist að framleiða upp i þá samninga, sem þegar hafa verið gerðir en ljóst er, að i ýmsum vöruflokkum veröur ekki um meiri framleiöslu að ræða en sem þvi svarar. (Heimild: Sambandsfréttir) —mhg alfræðisafni Menningarsjóðs. önnur er tslandssaga 2. bindi eftir Einar Laxness en hin er Tón- menntir 1. bindieftirdr. Hallgrim Helgason. Ný bók i bókaflokknum Lönd og lýðirkemurútað þessu sinni. Það er Ungverjaland og Rúmenia eftir Þórunni Magnúsdóttur. Konur og kosningar heitir for- vitnileg bók sem Gisli Jónsson menntaskólakennari á Akureyri sendirfrá sér, ekki mjög stór bók en sérstæð og merkileg að sögn Kristjáns. Ýmsar nýjar bækur eru væntanlegar frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri nú i haust. Þjóðviljinn hafði samband við Geir Björnsson og fékk eftir- farandi upplýsingar: 1 tilefni af 80 ára afmæli bóka- forlagsins gefur það út bókina Þjóðtrú og þjóðsagnir sem áður kom út 1908 og Oddur Björnsson safnaði efni i. Aö þessu sinni verður hún mjög aukin eftir handritum frá Oddi. Þaö er Stein- dór Steindórsson sem sér um út- gáfuna. Þá kemur út bökin islenskar dulsagnir eftir Guðmund Þop- steinsson frá Lundi, ýmsar frásagnir þ.á.m. talsvert um Margréti frá öxnafelli. Kaupfélagsstjóratal kemur út með æviskrám allra kaupfélags- stjóra frá upphafi og myndum af flestum þeirra. Andrés Kristjáns- son er höfundur. Nýlega samþykkti Háskóli Islands ritsmið eftir George J. Houser sem gilda til doktorsvarn- ar. Heitir hún Saga hestalækn- inga á tslandi, mikið verk sem nú er verið aö prenta hjá forlaginu. De nöjsomme eftir Poul Vad kemur i þýðingu Úlfs Hjörvar. Menningarsjóður gefur út núna fyrirjólin úrvalúr ljóðum Daviðs Stefánssonar i samvinnu við norrænudeild Háskóla Islands^og hefur ólafur Briem menntaskóla- kennari á Laugarvatni séð um út- gáfuna en áður hafa komið út i þessum bókaflokki, sem einkum er ætiaður til kennslu, úrval úr ljóðum Bjarna Thorarensen og Jóns á Bægisá. Almanak Þjóðvinafélagsins og Andvari koma út að venju og enn- Tvær ljóðabækur koma út. Þær heita Málaðá glereftir Guömund L. Friðfinnsson og Þankagætur eftir Katrinu Jósepsdóttur. Þýddar sögur koma út eftir Haraldur Sigurðsson fremur er á döfinni aukin og endurbætt Orðabók menningar- sjóðs. —GFr Slaughter og Sidney Sheldon og barnabækur eftir Armann Kr. Einarsson, Hreiðar Stefánsson og Ragnar Þorsteinsson. —GFr V erkakvennaf élagið Snót Vestmeyjum Mótmælir ummælum forstjóra Fisk- iðjunnar Þjóðviljanum hefur borist eftir- farandi ályktun Verkakvennafé- lagsins Snótar vegna rangfærslna um sildarsöltunarsamninga 1 Vestmannaeyjum: „Vegna missagna Guðmundar Karlssonar I Vísi þriðjudaginn 6. sept. sl. þar sem hann segir enga sildarsöltun i Vestmannaeyjum vegna þess að samningaviðræöur við verkalýðsfélögin hafi strand- að, sér stjórn Verkakvennafé; lagsins Snótar sig knúna til að senda eftirfarandi leiðréttingu: Siðan samninganefnd verka- lýðsfélaganna sat fund með vinnuveitendum, þar sem hún kynnti launakröfur þeirra, hafa engar samningaviðræður átt sér stað, atvinnurekendur engin gagntilboð lagt fram og þar af leiðandi ekkert á það reynt hvort samkomulag næðist um launa- kjör við sildarsöltun eða ekki.” Kólerufarald- ur á Sýrlandi DAMASKUS 8/9 Reuter — Kólerufaraldur gengur nú I Sýr- landi, og hafa meira en 40 ný sjúkdómstilvik komið I ljós á slð- ustu 24 klukkustundum. Þegar hefur 61 maður látist úr kóleru á Sýrlandi i sumar. Heilbrigðisyfirvöld landsins sögðu að 32 af nýju sjúkdómstil- vikunum hefðu komið upp i borg- unum Damaskus og Aleppo. Heildartala þeirra, sem sýkst hafa af sjúkdómnum siðan hans varð fyrst vart i Sýrlandi i júni, er nú komin upp i 1937. Einnig hefur orðið vart við kóleru i Jórdaniu og Libanon, en þar hafa ekki orðiö nein dauðsföll. Vitað er um 60 kólerusjúklingga i Jórdaniu og fjóra i Libanon. Sýrlensk heil- brigðisyfirvöld, og fulltrúar al- þjóöa heilbrigðisstofnunarinnar hafa gert áætlun um baráttu gegn þessum sjúkdómi i Sýrlandi. Sambandið selur hey til Fœreyja Sambandið, (Búvöru- dcild), hefur nú selt nokkuð af heyi til Færeyja. Er það afgreitt með Smyrli, beint frá Seyðisfiröi. Fyrr á árinu voruafgreidd þangað 15 tonn og nú, hinn 10. sept., fara 17 tonn til viöbótar, auk þess, sem búast má við meiri afgreiðslu síðar. I fyrra seldi Búvörudeildin einnig hey til Færeyja, sam- tals um 50 tonn. Búvöru- deildin er eini aðilinn hér á landi, sem selt hefur hey úr landi, en verðið er ein króna færeysk fob fyrir hvert kíló, eða um 33,- kr. islenskar á núgildandi gengi. (Heimild: Sambandsfréttir) —mhg Nýjar bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar: Kaupfélagsstjóratal og Saga hestalækninga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.