Þjóðviljinn - 10.09.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.09.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. september 1977 Þó óneitanlega sé mikil freisting að beygja sig fyrir jafn haldgóðum rökum og hér eru fram sett um líf og dauða og jafnvel fallast á réttmæti þeirra, get ég upplýst þá, sem þessar línur lesa^um það, að líkamleg heill hins stutta og feita er í óumræðilega góðu standi miðað við sálarheill hans. Ég á satt að segja erfitt með að lýsa því hve oft það hefur valdið mér ómælanlegu hugarangri að vera ekki hár og grannur, en sú staðreynd hef ur oft staðið mér mjög fyrir þrifum,sérstaklega t dansi á opin- berum veitingastöðum. Þetta veit ég að á líka við um Óla og Kidda. AF VONLAUSUM TANGO Til þess er að sjálfsögðu ætlast af sjón- varpinu, að það f jalli um þau höf uðvandamál, sem steðja að mannkyninu hverju sinni, og væri óréttlátt að halda því f ram að stofnunin hafi brugðist þessari skyldu sinni. Gerðir hafa verið margir og greinargóðir þættir um skaðsemi reykinga, hassið, brenni- vínsháskann, getnaðarvarnir og fleira það, sem líklegt er talið að orðið geti til að tortíma mannkyninu. Nú er ,,hlaupinn af stokkunum" nýr þáttur um vágest sem svo sannarlega virðist vera til þess fallinn að ógna mannlíf inu á jörðinni, en það er of f ita og ofát. Til eru að sjálfsögðu þeir menn, sem segja að þessi hörmung herji ekki á nema vissa heimshluta, en það breytir að sjálfsögðu engu um þá vá sem er fyrir dyrum og þess vegna ber að fagna þessu framtaki sjónvarpsins. Mér skilst að þættirnir eigi að vera vikulega til að byrja með,en síðan á víst, ef ég man rétt, að láta líða lengra á milli, víst þegar mörsugur er genginn í garð. Þegar þetta er ritað er fyrsti þátturinn liðinn hjá, og mátti af honum ráða að allar af leiðingar ofáts væru líkamlegs eðlis, en þar sem ég hef lengi verið á öndverðum meiði, f inn ég mig knúinn til að setja hér f ram kenn- ingar mínar. Mig langar þá fyrst til að lýsa sjónvarpsþættinum eins og hann kom mér fyrir sjónir, og vona að þar séekki hallað réttu máli svo alvarlega að teljandi slagsíða sé á. I þættinum komu fram bæði lærðir og leikir og voru þar færð rök fyrir því, að líkur gætu verið á, að ofát væri hugsanleg orsök offitu, þó það að vísu væri staðreynd, að horaðir menn stunduðu ekki síðurofát en fitubelgir. Bráðfalleg stúlka, sem er að verða doktor í of- átúsetti meðal annars fram þá hugmynd að ekki þýddi að halda áfram að dæla bensíni á bíl eftir að geymirinn væri orðinn fullur og sama væri að segja um mataræði (og þá væntanlega drykkjusiði). Þá kom á skjáinn annar sérfræðingur í of- fitu, og sagði sá eitthvað á þá leið að þyngd manna færi oft eftir stærð þeirra, þannig að stórir menn væru þyngri en smáir, en stundum væri þessu öf ugt farið. Hefðu raunar amerísk tryggingarfélög sannað það með rannsóknum á fjórum miljónum manna, að feitir menn enduðu fremur í gröfinni en horaðir. Á þessum forsendum er það byggt að ekkert tryggingarfélag vill líftryggja undirritaðan,en aðsögnsárafá óla Jóog Kidda Finnboga. Eins og um tvo framangreinda samfélaga mina er það um mig að segja,að ég er fremur stuttur og feitur, sumir mundu kannske segja riðvaxinn,svo að við verðum líklega allir þrír að beygja okkur fyrir þeirri amerísku, sér- f ræðilegu staðreynd, að það eigi fremur fyrir okkur að liggja að geispa einhvern tímann golunni, en þeim sem krángalegri eru,eins og til dæmis Jónas Haralz. Það er nefnilega óbærileg tilhugsun fyrir dansherra að stíga tangó (hvort sem það er nú í París eða annars staðar) við dömu(nema ná henni rækilega í mitti, einkum þegar haft er í huga hvar slikur maður verður að halda utanum slíka konu, þegar allir hinir herrarnir halda utanum mittið. Það er ekkert launungarmál, að mig hefur lengi langað til að stíga dans við eina mjög góða en hörku vinstrisinnaða vinkonu mína,og ég hef ríka ástæðu til að ætla að hún beri sömu þrá í brjósti, en hæðarmunurinn á okkur er slíkur að óhugsandi er að við fáum nokkurn tíman*að njótast (í dansi) á opinberum veit- ingastað. Vangadansi verður að sjálfsögðu ekki við komið, nema með aðferðum, sem hingað til haf a ekki verið viðhafðar nema í heimahúsum, og slikur dans mundi enda á barmi glötunar. Það þarf enginn að segja mér að Óla og Kidda haf i aldrei langað í svona dans við eina ,,hörku vinstrisinnaða", en því haf i ekki verið við komiðaf f ramangreindum ástæðum, nema þá á stultum, eða þá að daman stígi dansinn meira en lítið hokin í hnjánum. Hvað sagði raunar ekki yfirlæknirinn á Kólestról-þinginu í vor: „istran veldur kröm og kvöl, kvillum — mundi ég segja. Hún er okkar æviböl, af henni munum við deyja". FLOSI L. ALCOPLEY að Kjarvalsstöðum L. Alcopley I dag verður opnuð að Kjarvalsstöðum yfirlits- sýning á verkum banda- ríska lista- og vfsinda- mannsins Alcopleys, og eru á sýningunni yfir 300 verk frá 33 ára tímabili. Alcopley er mörgum islending- um aö góöu kunnur, þvi aö hann var kvæntur Ninu Tryggvadóttur listmálara, og hefur mjög oft komiö hingaö til lands áöur, þótt þetta sé fyrsta sýning hans hér. Þegar blaöamaöur Þjóöviljans leit inn á Kjarvalsstööum var listamaöurinn önnum kafinn niöri i kjallara aö mála 25 metra langt málverk, sem siöan átti aö setja upp á noröurhliö safnhússins; var þetta aö þvi er forráöamenn safnsins töldu, lengsta málverk sem málaö haföi veriö á Islandi. En þótt Alcopley ætti annrikt gaf hann sér samt góöan tima til aö rabba viö fréttamenn, og tók hann sérstaklega fram aö þessi sýning væri sér mjög mikilvæg, vegna allra þeirra tengsla sem hann heföi viö Island. í fylgd meö honum voru dóttir hans, sem fædd er hér á landi, og tengdason- ur, en þau eru bæöi listamenn. Alcopley sagöi aö hann væri i rauninni tveir ólikir menn. A einu tilverustiginu er hann frægur vis- indamaöur, sérfræöingur i blóö- rannsóknum og kennari viö Poly technic Institute of New York, en á hinu tilverustiginu er hann listamaöur, sem tekiö hefur þátt i flestum þeim straumum, sem ' máli skipta i listþróun tuttugustu aldar. Hann tók þó fram, aö sam- búð þessara tveggja óliku manna væri ekki erfið. Hann fæddist i Þýskalandi árið 1910 og kynntist á unga aldri þvi helsta sem þar var aö gerast á sviöi lista. En eftir valdatöku nasista varö hann aö flýja land, og dvaldist I Sviss 1935- 1937, en flutti siöan til Bandarikj- anna og varö bandariskur rikis- borgari 1943. Hann geröist málari áriö 1939 og varö brátt einn af frumherjum nútimalistar i Bandarikjunum. Þannig var hann einn af tólf stofnendum „klúbbs- ins” svonefnda á 8. stræti i New York, en aörir i þeim hópi voru Jackson Pollock og Franz Kline. Alcopley kvæntist Ninu Tryggva- dóttur áriö 1949, og bjuggu þau nokkur ár i Paris, þar sem jiau stofnuöu samtökin „Le Club” ásamt málaranum og rithöfund- inum Michel Seuphor. Eftir 1960 bjuggu þau i New York. Nina lést áriö 1968. Alcopley hefur haldiö upp undir fjörutiu einkasýningar viöa um > Málaskólinn Mímir Lifandi tungumáiakennsla. Mikiö um nýjungar. Kvöid- námskeið fyrir fuiloröna. Samtalsflokkar hjá Englending- um. Léttari þýska. Noröuriandamáiin. Suöurlandamálin. Hinn vinsæli Enskuskóli Barnanna. Unglingum hjálpaö fyrirpróf. Einkaritaraskólinn, simi 10004 og 11109 (kl. 1-7 e.h.) V IM ————J Eitt af þeim rúmlega 300 verkum Alcopleys sem eru á sýningunni. heim, þ.á m. iNew York, London, Paris, Jerúsalem og Tókió, og tekið þátt i ótal mörgum samsýn- ingum. Sýningin aö Kjarvalsstöö- um stendur yfir dagana 10. til 25. september. empa INNROMMUN Hamraborg 12 Simi 43330 Alhliða innrömmunarþjónusta STff TlLBONAR%/ f Á 3 MÍN.! WSSAMTNDI Ljosmyndastofa AMATÓR LAUGAVEGI 55 S 2 27 18 41 Blikkiðjan t •Ásgarði 7/ Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur tiverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.