Þjóðviljinn - 18.09.1977, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 18. september 1977.
NÆRINGARGILOI:
Skyr Jarðarberjaskyr
Efnisinnihald pr. 100g Efnisinnihald pr. 100g
Prótín 13,0 G Prótín 11.0 G
Mjólkursykur 2,5 G Mjólkursykur 2,12 G
Sykur 0.0 G Sykur 8,0 G
Mjólkurfita 0,4 G Mjólkurfita 0,35 G
Kalcium 85,0 MG Kalcium 72,0 MG
Fosfór 180.0 MG Fosfór 153,0 MG
Járn 0,3 MG Járn 0,25 MG
Vítamin A 13,0 ALÞJ.EIN. Vítamín A 11,0 ALÞJ
Vitamin D 0.3 ALÞJ.EIN. Vítamín D 0,25 ALÞJ
Tiamin 0,03 MG Tíamín 0,025 MG
Ríboflavin Vitamín B 0,35 MG Ríboflavin Vítamín B 0,3 MG
Níacín 0.1 MG Níacín 0,085 MG
Askorbinsýra Vítamin C ■ 1.0 MG Askorbinsýra Vitamin C Ó,85 MG
Hitaeiningar 74,0 Hitaeiningar 84,0
Haustmót Tafliélags
Reykjavíkur 1977
hefst sunnudaginn 25. september kl. 14:00.
Meistara-, fyrsta og öðrum flokki verður
væntanlega skipt i þrjá til fjóra riðla eftir
ELO-skákstigum. Tefldar 11 umferðir i
hverjum riðli. Skráning i þessa riðla fer
fram i sima Taflfélagsins á kvöldin. Loka-
skráning laugardaginn 24. september kl.
14:00-18:00.
Keppni i flokki 14 ára og yngri hefst
laugardaginn lsta október kl. 14:00. Teflt
á laugardögum Niu umferðir eftir
MONRAD-kerfi. Þrjár umferðir á dag.
Keppni i kvennaflokki hefst sunnudaginn
25. október kl. 20:00. Teflt á sunnudögum
og miðvikudögum.
Taflfélag Reykjavikur,
Grensásvegi 46. Sími 83540
List frá Lettlandi
Sýning i Bogasal Þjóðminjasafnsins á
bókaskreytingum (grafik), auglýsinga-
spjöldum og skartmunum frá Sovét-Lett-
landi. Opin daglega til sunnudagskvölds
kl. 14 — 22.
MÍR
Rannsóknamaður
Staða rannsóknamanns á Hafrannsókna-
stofnun er laus. Skriflegar umsóknir send-
ist Hafrannsóknastofnuninni, Skúlagötu 4,
fyrir 1. október.
fff hnífs og skeidar
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
VETRARLEIKIR
geta verið
hættulegir
Þegar fyrsti snjórinn
fellur, hefst nýtttímabil í
leikjum barnanna, sem
oft er ekki hættulaust.
Því miður hafa orðið
nokkur slys hér á landi,
þar sem börn hafa verið á
snjóþotum, sleðum eða
skíðum, en oft er hægt að
koma í veg fyrir þessi
slys. Við ætlum nú að
nefna nokkur dæmi um
vetrarvörur, sem geta or-
sakað slys á börnum, ef
þær eru ekki rétt gerðar
eða notaðar.
Langir treflar eru lika hættuleg-
ir, einkum fyrir börn sem ferð-
ast i strætisvögnum, en þeir
geta festst i hurðunum og einnig
t.d. i rúllustigum, hurðum
o.s.frv.
Barnaskíði
Sömu reglur gilda um skiði
fyrir börn og fullorðna. Gætið
vel að bindingum, mörg bein-
brot hafa hlotist af þvi að bind-
ingarnar eru bilaðar eða ófull-
komnaR Bindingar eiga ekki að
vera svo fastar á fætinum, að
þær gefi ekki eftir, ef skiðið fest-
ist. Einnig er sérstaklega varað
við litlum plastskiðum fyrir
börn, með ólum, sem festa þau á
fótinn. Jafnvel þótt flest nýrri
skiði séu vel útbúin hvað þetta
snertir, eru viða enn i notkun
skiði með gömlum ófullkomnum
bindingum, sem geta verið
hættulegar.
Snjóþoturnar eiga að
vera með sæti og fót-
skemil
Litið hefur verið varað við
snjóþotum hér á landi, en viða
erlendis hefur verið mikið um
þær fjallað og er fólk þá m.a.
varað við að kaupa þotur með
engu sæti. Það sem mestu máli
skiptir þó er, að einhver fót-
skemill sé á þotunum, þvi börn
eiga ekkiað sitja með beina fæt-
ur á þotunum, heldur bogna.
Langir treflar og stórar
hettur
Við höfum áður varað við
stóru hettunum, sem byrgja allt
útsýni. Umferðarráð hefur
einnig varað við þeim og bent á
að hér hafa orðið slys sem rekja
má til þess, að börn sjá mjög illa
frá sér með þessar stóru hettur.
Rúmönsk
fiskisúpa
Fiskisúpan frá Rúmeniu, sem
þarlendir kalla Ciorba (frb.
Tjorba) er sannkallað lostæti og
þar að auki inniheldur hún fáar
hitaeiningar og mikið af nær-
ingarefnum. Reyndar er þessi
dtgáfa af henni, sem hér fer á
eftir, svolitið löguð tii eftir að-
stæðum, en gefur upprunaiegu
súpunni lítið eftir. Þetta er stór
uppskrift sem ætti að duga
fyrir amk. 6 manns.
1 kg af nýjum beiniausum,
fiski, helst amk
3 tegundir, t.d. silungur, ýsa og
lúða
2 litrar af kjúklingasoði (t.d. úr
teningum)
2 stórar paprikur (helst gul og
rauð)
2 stórar púrrur
2 stórir gulir laukar
ólifuolia, salt, pipar, papriku-
duft og ef vill hvitlaukur, edik,
steinseija og graslaukur.
Gerið fyrst soðið. Steikið
laukinn f oliunni og hellið
paprikuduftinu yfir. Setjið sam-
an við soðið ásamt papriku og
púrru, sem skorið hefur verið i
litla bita. Kryddið og látið
krauma í 15-20 mínútur. Setjið
fiskbitana Ut i þegar suðutiminn
erhálfnaður. Gætið þessað fisk-
bitarnar sjóði ekki of lengi. Um
leið og fiskurinn er settur Ut i er
ediki hellt út i eftir smekk.
RUmenarnota mikið af ediki, en
rétt er að byrja með fáeinar
matskeiðar og bæta síðan við
eins og hver vill. A*ð lokum er
steinselja og graslaukur klippt
yfir sUpuna og hún er borinn
fram strax með heitu brauði,
sem dýft er út i súpuna.
Fiskisúpa með
grænmeti
Hér er önnur fiskisúpa, sem
einnig er mjög ljúffeng.
1 þorsk- eða ýsuflak
3/4 1 fiskisoö (meö teningi)
4 soönar, flysjaöar kartöflur
1 dós af niöursoönum tómötum
meö safanum
1 búnt af steinselju,
1 búnt af graslauk.
Hitið soðið. Látið fiskinn út i
oglátið sjóða i nokkrar minútur.
Setjið afganginn út i, grænmetið
finklippt. Berið framm vel heitt
með brauði.
Frosið
grænmeti
Nú er rétti timinn til aö frysta
grænmeti. Þeir sem ekki voru
svo forsjálir að koma einhverju
i jörö i vor, ættu að nota tæki-
færiö að kaupa grænmeti núna
til að eiga til vetrarins. Flest
grænmeti er meö ódýrasta móti
núna og ýmsar tegundir veröa
ekki á markaðinum seinna i vet-
ur.
Uppskeran I ár úr görðum er
nokkuð misjöfn, en flest
grænmeti þarf að taka upp strax
og byrjar að frjósa á nóttunni.
Núna er tilvalið að kaupa búnt
af steinselju, graslauk.sólselju
og grænkáli, (ef það sprettur
ekki úti i garði) og frysta i litl-
um plastpokum. Siðan er græn-
metið muliðbeint úr frystinum
út á brauð, i sósur, súpur, salöt
o.fl. Kjötmeira grænmeti, t.d.
blómkál, er best að sjóða ör-
stutta stund og frysta siðan.
Sveppi er hins vegar tilvalið að
frysta hráa og óþvegna. Þeir
eru svo þvegnir frosnir og
skornir i sneiðar áður en frostið
er alveg farið úr þeim.