Þjóðviljinn - 18.09.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.09.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. september 1977. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. (Jtgefandi: (Jtgáfufélag ÞjóOviljans. Framkvæmdastjóri: EiOur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi." Arni Berg- mann Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6. Simi 81333. Prentun: Blaöaprent hf. Af hverju verðbólga? Megineinkenni islenska hagkerfisins er mikil verðbólga, meiri verðbólga en i svipuðum hagkerfum annarra rikja. Verðbólgan er i senn gróða- og varnartæki afætustéttanna. Annars vegar er henni beitt til þess að öðlast meiri gróða og aftur gróða með hverskonar milliliða- braski og spákaupmennsku, hins vegar beitir afætustéttin verðbólgunni til þess að verjast sókn verkalýðsstéttarinnar eftir bættum kjörum; ávinningi kjarasamn- inga er sem kunnugt er oftast velt út i verðlagið, verðlagshækkanir eru notaðar sem rökstuðningur gengislækkunar og þannig koll af kolli. Verðbólgan er með öðrum og skýrari orðum afurð stéttaþjóð- félagsins. Það verða að minnsta kosti allir sósialistar að gera sér ljóst. Innan þessa verðbólgukerfis er að visu unnt að gera ýmsar þjóðfélagslegar um- bætur án þess að vega að rótum meinsins; en þær umbætur leysa ekki vandann varanlega. Áður en langur timi liður hafa umbæturnar fuðrað upp i nýju verðbólgu- báli. Þess vegna verður árangursrik bar- átta gegn verðbólgunni þvi aðeins háð að vegið sé að rótum meinsins, þvi efnahags- kerfi sem rikjandi er i landinu. Þannig fer saman barátta fyrir félagslegu forræði at- vinnutækjanna, og barátta gegn verðbólg- unni. í stefnuskrá Alþýðubandalagsins er greint frá verðbólguvandanum með þess- um orðum: ,,Almennt má segja að verðbólgan þjóni þeim sterku i efnahagslifinu og stuðli að aukinni misskiptingu þjóðartekna borgarastéttinni i hag. Tvimælalaust refs- ar verðbólgan þeim aðilum er hyggðust koma ár sinni fyrir borð með tilstyrk hinna fornu dyggða frumkapitalismans, sparnaði, nýtni og ráðdeild. Verðbólgan veikir þær atvinnugreinar, sem eiga gengi sitt undir verðlagi á erlendum mörkuðum, og er það sjávarút- veginum sérstaklega háskalegt. Hins veg- ar hyglar hún kaupsýslu- og þjónustu- greinum. Af völdum hennar vex tilhneig- ing til fjárfestingar, en siður i fram- leiðslugreinunum, og sist við útflutnings- framleiðslu, heldur fremur i varanlegum neysluf jármunum þar sem slit og úrelting er minnst,en endursala auðveld með full- um verðlagsbótum. Þannig fer fjárfest- ingin ekki svo mjög eftir þörfum þjóðar- búskaparins og hagkvæmnissjónarmiðum framleiðslu, heldur miðast hún við það að verðmætaeignin haldist i höndum þess sem að fjárfestingunni stendur. Verðbólgan leiðir til stöðugs skorts á rekstrarfé hjá framleiðslufyrirtækjum og rekstrartruflana af þeim sökum. Hún skekkir áætlanir fyrirtækja um fram- leiðsluhagnað og raskar yfirleitt öðrum rekstrarviðmiðunum þeirra. Á svipaðan hátt leikur hún einstaka opihbera aðila. Verðbógan er þannig versti óvihur allrar uppbyggingar og framleiðslu. Peningamagninu er ekki beint inn á þær brautir sem skila mestum arði i þjóðarbú- ið til lengdar.þótt seinfærar kunni að vera, heldur inn á brautir þar sem peningarnir ávaxtast á skjótastan hátt án nokkurs til- lits til arðsemi þeirra fyrir þjóðarbúið i heild. Undirrót verðbólgunnar, eins og svo margra annarra fyrirbæra efnahagslifs- ins, er fólgin i mótsögninni milli auð- magns og vinnu, þeas. spennunni milli hinna tveggja skauta þjóðfélagsins, verkalýðs- og borgarastéttar, og öðrum á- tökum i hagkerfinu sem af henni leiðir.” Við þessa skilgreiningu stefnuskrár- innar — sem hér er aðeins birt að hluta — mætti mörgu bæta, þó það verði ekki gert hér. En aðeins lögð áhersla á það að lok- um að andstæðurnar milli launavinnu og auðmagns eru ekki sættanlegar með ein- hverjum tæknibrellum; einungis baráttan1 fyrir breytingum á grundvallargerð þjóð félagsins getur leitt til árangurs i glim- unni við verðbólgudrauginn. í þeirri bar- áttu þarf sósialiskur flokkur alþýðunnar að fylkja saman þeim öflum sem eiga sömu hagsmuna að gæta, þannig að það skapist sem viðtækust félagsleg og pólitisk samstaða. Reynslan sýnir að að- eins samstaða og samheldni þeirra sem saman eiga getur knúið fram breytingar sem um munar til frambúðar. Auðstéttin stendur saman eins og varðhundar um hagsmuni sina; það er kominn timi til þess fyrir löngu að alþýðan beiti samstöð- unni gegn sameiginlegum óvinum. —s. Kaupfélag og mannlíf Vart mun þaö Ieika á tveim tungum aö engin félagsmála- hreyfing hefur reynst islensku dreifbýlisfólki og þá ekki sist til sveita, heilladrýgri en samvinnu- hreyfingin. Til hennar má i raun og rekja allar þær framfarir, sem orðiö hafa f sveitum landsins undanfarna áratugi og eru svo stórfelldar, aö miklu fremur má likja viö byltingu en þróun. Þeim Grettistökum, sem bændur hafa lyft I ræktun, byggingum og margháttuðum öörum fram- förum heföi ekki veriö unnt aö bifa án almennrar þátttöku þeirra i samvinnustarfinu. Sama máli gegnir um mörg sjóþorpin, ekki hvaö sist þau minni. Án starfsemi kaupfélaganna hefðu þau, sum hver a.m.k. hreinlega lagst ieyöi. Þessar staöreyndir er auðvelt aö rökstyðja en á hinn bóginn þarflaust þvi þær þekkja allir. Það þykir hlýöa að skrá sögu ýmissa stofnana og félagasam- taka þegar þau hafa náð ein- hverjum tilteknum aldursáfanga. Elsta kaupfélagið á tslandi er nú orðið rúmra90ára. Nokkur önnur fylgja þar fast á eftir. Saga sumra þeirra hefur verið skráð, önnur biða sins tima. Nú er komin út bókin „Kaupfélag Norður-Þingeyinga 1894-1974 — samvinnan í Norður- sýslu — mannlif við ysta haf”. Höfundurinn er Björn Haralds- son, bóndi i Austurgörðum i Kelduhverfi. Hefur þar gdð bók bæst I safn þeirra merku rita, sem samin hafa verið um Sambandið og einstök kaupfélög á undanförnum árum. Bók Björns Haraldssonar skiptist í 16 megin kafla: Yfirsýn, skriður til skarar, Sigurgangan, Upphaf Kaupfélags Norður- Þingeyinga, Söguþráður, Lög og lögsaga, Deildir og deildar- stjórar, Félagsskapur og menning, Fjarmögnun og fjár- geymsla, Raufarhafnarþáttur, Samgöngumál i 80 ár, Slátrun og sláturafurðir, Kaflar, Kópaskers- þáttur, Annáll bygginga og búsetu á Kópaskeri og Lokaorð. Fyrstu kaflarnir fjalla um forsögu íslenskra verslunarsam- taka, þann jarðveg, er þau spruttu úr, þá nauðsyn, sem knúði áum stofnun þeirra Siðan er sagt frá stofnun Kaupfélags Norður- Þingeyinga og saga þess rakin mjög ýtarlega. Þá eru sérstakir kaflar i' bókinni um Kópasker og Raufarhöfn og þróun stofnana og mannlífs þar og raunar er að verulegu leyti rakin saga héraðs- ins i heild á þvi timabili, sem bókin nær yfir. Af þessu má marka, að bók Björns Haraldssonar er mjög yfirgrips- og efnismikil og þrungin fróðleik um menn og málefni spjaldanna á milli. Er ljóst, að höfundurinn hefur verið ólatur að leita fanga hvar sem þau hefur verið að finna. Mun og hver sá, sem bókina les, og ekki er áður nákunnugur sögusviðinu verða eftir en áður miklum mun fróðari um héraðið i heild, þá lífs- baráttu, sem þar hefur verið háð og fjölmarga þá einstaklinga, sem ýmist hafa verið í farar- broddi fyrir félagsmála- og samvinnubaráttunni eða ötulir og ótrauðirliðsmenn i sókn og vörn. Engin tök eru á þvi i stuttu máli, að rekja efni bókarinnar, enda yrði slikt ágrip aðeins svipur hjá sjón. Frá efni góðra bóka og efnismeðferð höfundanna verður naumast nokkurntima sagt svo, að verulegt gagn sé að, þær þurfa að lesast. Bókin er prýdd f jölda mynda og öll vel úr garði gerð af hendi prentsmiöjunnar Eddu. Björn Haraldsson segir sjálfur svo i niðurlagsorðum um tilgang sinn með þessari sagnaritun: „Bókinni er ætlað að verða hvorttveggja i senn, þakkargjörð til þessa fólks og viöleitni til að kynna og vekja áhuga nútiðar fyrir staðreyndum löngu liðinna tima, efla skilning núti"ðar á þvi, að meiður samvinnunnar verður okkar gæfumeiður svo lengi sem við skiljumogmetumeðlihans og uppruna og gætum þess jöfnum höndum að hlú að honum og lesa ávöxt hans”. Ég hygg að þessum tilgangi hafi Björn náð með bók sinni og má hann þá vel við una. Bók Björns Haraldssonar fj'áll- ar fyrst og fremst um Kaupfélag Norður-Þingeyinga, samvinnuna SÆNSKA til prófs i stað dönsku. Væntanlegir nem- endur mæti mánudaginn 19. sept. i stofu 18 i Hliðaskóla sem hér segir: 4.5. og 6. bekk- ur klukkan 17. 7.8. og 9. bekkur klukkan 18.30. Nemendur hafi með sér stundatöflu sina. Sænska á framhaldsskólastigi verður kennd i Laugalækjarskóla og hefst mið- vikudaginn5. október kl. 19.30. Nemendur hafi samband við skólastjóra Námsfl. Rvik. Norska til prófs verður auglýst síðar: Innritun i almenna flokka verður 26. og 27. sept. Námsflokkar Reykjavíkur. Björn Haraldsson I norðursýslu, mannlifið við ysta haf. En hún er um leið veiga- mikill kapituli f merkri sögu sam- vinnuhreyfingarinnar á tslandi. HUn er rituð af nærfærni og glöggum skilningi þess manns, sem sjálfur hefur um áratugi staðið I lifsbaráttu byggðarinnar „við ysta haf” og verið þar allur. Hún er án alls efa raunsönn frá- sögn af samvinnustarfi Norður- Þingeyinga en um leið yljuð heitri trú höfundarins á mannbóta- hugsjón samvinnustefnunnar og mátt hennar til liðsemdar hverjum þeim einstaklingi og byggðarlagi, sem höllum fæti stendur. —mhg Plpulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.