Þjóðviljinn - 18.09.1977, Síða 5
Sunnudagur 18. september 1977. ÞJÓÐVILJINN — S1ÐA5
af er/endum vetivangi
Raudsokkahreyfing:
sigrar og vonbrigdi
P sfkKonan tr s\ro
{<dfy , móíurfe^, -fxusíe^ , prnfiu-s , fcónustíujþcÁ
Úr þýsku jafnréttisblaði — mikiö hefur áunnist i aft breyta viöhorfum, en...
Þaö hefur vonandi ekki fariö
fram hjá mönnum að hin nýja
jafnréttishreyfing, sem einatt er
kennd við rauða sokka, hefur ver-
ið eitt merkilegasta og jákvæð-
asta áhrifaafl siðari ára. Um
þessar mundir er hreyfingin enn
að vinna ný lönd og fara þá mest-
ar sögur af eflingu hennar i hin-
um kaþölsku, rómönsku löndum
Evrópu sunnanverðrar, þar sem
kúgun kvenna hefur verið með af-
brigðum hatrömm. A sama tima
gera margvisleg vandamál vart
við sig i y msum þeim löndum þar
sem jafnréttishreyfingin á sér
lengri sögu og hafði þegar náð
verulegum árangri. Hér er til að
mynda átt við Bandarikin og
Norðurlönd.
Þvi þaö er^viða svo að rauð-
sokkarhafai senn sigrað og beðið
ósigur. Þær hafa hrundið af stað
róttæku endurmati á flestum
sviðum lifs kvenna og hiutverka-
skiptingar milli kynja.
En hlutverk kvennahreyf-
ingar nú um stundir er og
mjög langt frá þeirri óskamynd
sem frumkvöðlarnir gáfu sér. Og
þvi er mikið rætt um vonbrigði i
hreyfingunni, dofa, ágreining um
markmið og leiðir — og þarf
reyndar engan að undra sem
minnist vona og vonbrigöa sem
risið hafa með verklýðshreyf-
ingu, samvinnuhreyfingu, sósial-
iskum flokkum.
Nefnum til dæmis Bandarikin.
Menn horfa þar ekki lengi á sjón-
varp án þess að heyra að hugtök
jafnréttishreyfingarinnar hafa
náð föstum sessi i allri umræð-
unni. Vertfö leikhúsanna hefur
ráðist af verkum um kvenna-
vandamál. Hundruð af „kvenna-
plötum” hafa runnið út. Enginn
hrekkur lengur við af þvi að sjá
konur i „karlaverkum”. Lögregla
og heilbrigðisþjónusta státa af
nýrri og betri meöferð nauðgun-
armála.
En á sama tima sleppur Carter
forseti frá kosningaloforðum sin-
um um „fjórum-fimm sinnum
fleiri konur i æðstu stöður” með
þvi að setja konur i aöeins 13% af
300 helstu embættum stjórnar
sinnar. Upp hafa risið öflugar
hreyfingar gegn fóstureyðingum
og gegn breytingartillögu við
stjórnarskrána sem átti að
tryggja jafnrétti kynja.
Sjálfsgagnrýni.
Og um sömu mundir má lesa i
timaritum allmikinn flaum
greina I timaritum sem innihalda
sterka sjálfgagnrýni rauðsokka
af ýmsum litbrigðum. Sylvia
Raginer kvartar yfir þvi, að eftir
að jafnréttishreyfingin var viður-
kennd „i húsum hæf” hafi verið
búin til og haldið á lofti Imynd
kapitaliskrar athafnakonu sem
sinnir efnahagslegri velgengni
sinni einni. Suzanne Gordon hefur
áhyggjur af þvi að I kvennahreyf-
ingunni hefur orðið vart tilhneig-
ingar til að afneita kynlifi og enn
aðrir höfundar hafa af þvi
áhyggjur i hve miklum mæli ein-
mitt hin bandariska hreifing
(miklu frekar en annarsstaðar)
hefur lokað sig inni i lesbisma,
hugsjón kvennaiéta. Enn aðrir
höfundar (t.d. Naomi Weisstein
og Heather Boot), hafa af þvi
mestar áhyggjur aö endurteknar
klofningssprengingar i kvenna-
samtökunum hafi svipt þau földa-
þáttöku. Þessu er að sönnu mót-
mælt með tilvisun til aö allmikill
fjöldi stofnana hefur komist á
laggirnar — kvennabankar,
fórtureyöingamiðstöðvar, stöðv-
ar fyrir konur sem nauðgað hefur
verið, barnaheimili, listahópar,
bókaverslanir kaffihús og fleira
tengt hreyfingunni. En þar með
fylgja sjálfgagnrýnar athuga-
sendir um að þessar stofnanir séu
samt eins og vinjar i eyöimörk
sem hafi raunverulega þýðingu
fyrir aljtof fáar konur.
Kerfið er slóttugt
Sendimaður Information ræddi
þessi efni nýlega m.a. við rit-
stjóra vinstrisinnaðs jafnréttis-
bíaðs, Beverly Fisher og Alexa
Freeman. Þar var m.a. að þvi
vikið, að,,kerfið” hefur einatt
tekið furðu ljúfmannlega við
kröfum jafnréttishreyfingarinnar
— en um leið gætt þess að breyt-
ingarnaryröu mest a yfirborðinu.
Hér fara á eftir nokkur tilsvör úr
þessu samtali:
Spurt er hvort konur I valda-
stöðum muni haga sér rétt eins og
karlar. Svarið er já — þær geta
það og munu gera það nema að
róttækar rauðsokkur efli aðra
meðvitund um vandamálin sen-
við getum mótað þróunina met
þvi að ganga inn i umbótahreyf-
ingarnar.
Konur geta breytt samfélaginu
á grundvelli þeirra eiginleika
sem við höfum i krafti þess að
vera konur. Arþúsundum saman
höfum við, vegna þess að við vor-
um mæður, risið undir þeim verð-
mætum sem nákomnust eru.
Konur skila til næstu kynslóða
siðferðilegum verðmætum, hefö-
um samhjálpar. Og þetta eru
verðmæti sem við eigum að hafa
með i f ör til hverrar þeirrar stöðu
sem við tökum okkur. Það eru
stofnanirnar sem verða að breyt-
ast, þvi þærgeta ekkilagað sig að
slikum verðmætum — þær eru
byggðar á gildum sem karlar
hafa mótað og eru allt önnur.
Þegar konur fallast á gildismat
stofnanna verða einnig þær and-
stæðingar okkar.
Verðmæti og vald.
Vandamálið sem viö höfum
ekki leyst er þetta: hvernig má
frelsa konur undan hefðbundnu
hlutverki i fjölskyldu og hjóna-
bandi án þess að hin jákvæðu
verðmæti sem konan geymir fari
forgörðum. Ef við breytum stofn-
unum þá breytist og þetta hlut-
verk. En gildismat okkar á ekki
aö breytast, heldur ber aö koma
þessum verðmætum áleiðis með
þeim hætti, að þau móti bæði
karla og konur. Þau skulu verða
þau verömæti sem mestu ráða —
án þess að sópa burt þvi sem karl-
ar hafa til framlags. Hér er átt
við gildi eins og sjálfstraust og
þrótt sem konum hefur veriö neit-
að um,en þæreiga að ná tökum á.
Viðverðum aðskilgreina upp á
nýtt hugtakið vald. Vald á að
merkja hæfileikann til aö gera
hlutina, framkvæma.en ekki vald
yfir einhverjum.
Meirihluti kvennahreyfingar-
innar lætur sér nægja að setja sér
þau markmið að kenna körlum að
kúga ekki konur og að koma eins
mörgum konum og unnt er til
valda. Við teljum það sé eðli
valdsins sem á að breyta. Við
viljum fá konur til að skilja, að
þvi fer fjarri að konur séu ónæm-
ar fyrir áhrifum valdastofn-
ananna.
Pólitikin.
Menn hafa mikið þrætt um það
hver sé i raun eðlislægur munur
kynja. Má vera að kvennahreyf-
ing sé alls ekki svarið? Má vera
við eigum aö kveðja hana og snúa
aftur til hinnar sósialisku hreyf-
ingar, þvi aö þrátt fyrir allt sé
stétt merkilegri vettvangur en
kynferði? En ef við h'tum til
þeirra landa, þar sem sósialiskar
byltingar hafa gerst þá verður
ljóst, að við viljum djúpstæðari
breytingar en þar verða. Einnig
þar er kynferði og f jölskyldu beitt
i þágu pólitisks eftirlits.
Það ermargur vandi sem steðj-
ar að kvennahreyfingunni. Sá
skilningur sem yfirvöld og fyrir-
tæki hafa — að þvi er sýnist —
sýnt kröfum kvennahreyfingar-
innar, hefur orðið til þess aö sum-
irróttækir hópar hennarhafa ein-
angrastenn meir. Verulegur hluti
yngri kynslóðarinnar hefur sætt
sig við ástandið eins og það er —
konur geta i reynd náð starfs-
frama og veriö efnahagslega
óháðar. Hér er enn sett á dagskrá
spurninginum stétt. Kannski get-
ur miðstéttarkona lifað tiltölu-
lega farsælu lifi i dag. Það eru
hinar fátækari og ver launaðri
konur i verklýðsstétt sem ekki
hafa bætt stöðu sina svo neinu
nemur. Hagskýrslur sýna, að
margar konur eru i reynd ver
settar i dag en þær voru fyrir 10-
20 árum. Og hvað sem liður skyn-
samlegri meðferð nauðgunar-
mála, þá hefur ekki dregiö Ur þvi
ofgeldi sem konur sæta. Það er
litill plástur á sárin að láta sér
nægja að benda á nokkra ákveðna
syndaseli meðal karla....
Hættur einangrunar
Frá Bandarikjunum skulum við
sem snöggvast bregða okkur yfir
til Danmerkur. 1 nýlegu viðtali
kvartar Suzanne Giese, atkvæða-
mikil i Rauðsokkahreyfingu og
höfundur útbreiddrar bókar,
„Derfor Kvindekamp”einnig yfir
þvi, að þrátt fyrir ýmsa ágæta
hluti sem gerðir eru, sé deyfðyfir
pólitisku frumkvæði kvennahreyf-
ingarinnar. Til dæmis sýnist hún
ekki búa yfir kraftí til að skipu-
leggja öfluga herferð gegn þvi
atvinnuleysi sem mest bitnar á
konum.
Sjálfgagnrýnar athugasemdir
Súzanne Giese um starfshópa
Rauðsokkahreyfingar eru um
margt athyglisverðar. Hún segir
á þá leið, að margt af þvi sem
fram fer i starfshópum, frum-
einingum hreyfingarinnar, sé
einskonar lækning. Menn ræða
saman, finna hliðstæður i reynslu
sinni af kúgun kvenna til þess að
komast að sameiginlegum skiln-
ingi og leita að leiðum til persónu-
legrar frelsunar undan þessari
kúgun. En Suzanne Giese óttast
að um leið gerist það, að þetta
starf, þessi samvera verði um
leið að „lækna” konur af reiöi
þeirra, stuðla að aðlögun þeirra
við það sem er. Hreyfingin er,
segir hún, i of rikum mæli klúbb-
ur sem leggur firnalega áherslu á
samveru „systra” i sjálfu sér.
Hún segir ennfremur, að kvenna-
hreyfingin hafi reynt að skapa
nýja vitund kvenna og að mörgu
leyti náð langt. En, bætir hún við,
þar eru efnahagslegar aðstæður
sem hafa skapað hlutverk kynj-
anna og þá kúgun sem berjast
skal gegn. Það tekst ekki með vit-
und, skilningi á þessum aðstæð-
um einum saman. Astandið
breytist aðeins með baráttu við
hinar efnalegu forsendur sjálfar.
Hvað um vinstriflokka?
Þar með sýnist hin danska
rauðsokka að beina umræðunni
að samtvinnun kvennahreyfingar
og pólitiskra flokka á vinstri
armi. En að sjálfsögðu hlýtur
hún þá að minna á misjafna
Suzanne Giese: Þaö gengur ekki
of vel að berja upp hjá þeim rót-
tækustu.
Alexa Freeman: Þaö er eöli
valdsins sem þarf aö breyta.
BEVERLY Fisher: Margir ein-
blina á þaö aö koma konum 1
valdastöður
reynslu af sliku samstarfi. Hún
tekur það fram, að konur hafi
reynt að fylgja eftir málum jafn-
réttishreyfingarinnar i öllum
þeim þrem vinstriflokkum sem
teljast standa til vinstri við
sósialdemókrata (DKP.VS og
SF) — en þær hafa mætt mikilli
andstöðu, gott ef ekki beinum
fjandskap á stundum.
Þau dæmi eru reyndar ekki
bundin við Danmörku eina,
langt þvi frá. Hin baráttuglaða
jafnréttishreyfing á Italiu hefur
margar sögur að segja af von-
brigðum þeirra kvenna sem hafa
reynt að láta að sér kveöa i verk-
lýðshreyfingunni eða hinum öfl-
uga kommúnistaflokki PCI. Samt
er það svo að t.d. italskar konur
hafa i auknum mæli gengið i PCI
einmitt á undanförnum mánuð-
um. Um hliðstæða þróun væri
erfitt að tala i Bandarikjunum,
sem áðan var að vikið, vegna þess
hve aumir pólitiskir vinstriflokk-
ar eru þar. En margt er það i f rá-
sögnum af sjálfgagnrýni hinna
úmsu hópa jafnréttishreyfingar
sem bendir til þess, aö þrátt fyrir
mörg ljón i vegi muni framtið
hennar i vaxandi mæli tengt hin-
um róttækari armi verklúðs-
hreyfingar i hverju landi.
AB tók saman.