Þjóðviljinn - 18.09.1977, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. september 1977.
RAGNAR ARNALDS:
m^^^mmmmmmm^^^mmm^^mm^mm^^mmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmKmmmmm^mmmi^mmmmm
Enn fjölgar skattlausum
fyrirtækjum í Reykjavík
493 fyrirtæki eru skattlaus
og 36 borga lítinn tekjuskatt
Undanfarin ár höfum við Alþýðubandalagsmenn
tekið saman skrá yfir rekstrarfélög i Reykjavik,
sem sloppið hafa við greiðslu tekjuskatts. Skrá þessi
verður birt á Alþingi i haust, þegar þing kemur
saman, eins og venja hefur verið, ásamt skattatil-
lögum Alþýðubandalagsins. En niðurstaðan er
þessi:
Skattlausum fyrirtækjum fjölgar ár frá ári,og eru
þau nú 493 i Reykjavik,en voru 483 i fyrra. Stórfyrir-
tækjum í þessum hópi hefur þó fjölgað meira en
heildartalan segir til um, þvi að samanlögð velta
þessara 493 fyrirtækja virðist vera um 69 þúsund
miljónir á þessu ári, en i fyrra var veltan talin um
39 þúsund milj. kr.
I þetta sinn var kannaö, hve
mörg fyrirtæki eru nærri skatt-
leysismörkum, þ.e. greiöa minna
en 100.000 i tekjuskatt.og reyndust
þau vera 236 með samanlagða
veltu um 10.400 milj. kr.
A það skal minnt, að þessar töl-
ur ná aðeins yfir fyrirtæki i
Reykjavik og aðeins þau, sem
rekin eru i félagsformi. Fyrir-
tæki, sem rekin eru i nafni ein-
staklinga.eru sist færri. Auk þess
eru aðeins tekin með þau fyrir-
tæki, sem greiða yfir 20.000 kr. i
aðstöðugjald, þ.e. hafa a.m.k. 2
miljón kr. ársveltu. Þessi lág-
marksviðmiðun hefur verið
hækkuð um þriðjung frá þvi i
fyrra til að vega upp á móti verð-
rýrnun krónunnar, svo að tölurn-
ar séu sambærilegar frá ári til
árs.
Þróunin á seinustu 4 árum sést
best af meöfylgjandi töflu:
harðorð mótmæli viða að. En
stjórnvöld beittu gamalkunnri
aðferð til að friða fólk; nýju
skattafrumvarpi var kastað fram
á Alþingi og fólki talin trú um að
eitthvað ætti að gerast. I 3 ár er
rikisstjórnin búin að beita þeirri
aðferð til að friða kjósendur að
lofa bót og betrun. Hún skipar
nýjar og nýjaraefndir og semur ný
og ný frumvörp. En að vori þegar
skattalagaumræðan hefur lekið
niður i ekki neitt, er fólk orðið svo
þreytt og leitt á öllu saman, að
það lætur sér nægja að yppa öxl-
um. Nú er rikisstjórnin búin að
koma þvi svo fyrir, að álagning
skatta samkvæmt nýjum tekju-
skattslögum mun i öllu falli ekki
sjá dagsins ljós, fyrr en eftir
næstu þingkosningar. Og senni-
legast verða ekki i vetur gerðar
neinar breytingar á skattalögum
sem máli skipta.
Fjöldi Samanlögð
skattlausra ársvelta
félaga I i þús.
Reykjavlk milj. kr.
Rekstrarárið 1973 240 10
Rekstrarárið 1974 432 20
Rekstrarárið 1975 • •••••••••• 483 39
Rekstrarárið 1976 493 69
Að sjálfsögöu ber að viður-
kenna að á þessari skrá eru ýmis
fyrirtæki, sem eru tekjulaus af
eðlilegum ástæðum. Sumum er
ekki ætlað aðhafa tekjur og önnur
eru hreinlega rekin með tapi. Hitt
geturengum dulist, sem hefur op-
in augu, að mikill meirihluti þess-
ara fyrirtækja er skattlaus, þrátt
fyrir verulegan dulinn hagnað,
sem ekki kemur til skatts vegna
ákvæða skattalaga.
Ekki er ólíklegt að samanlögð
velta þeirra fyrirtækja og ein-
staklinga, sem reka fyrirtæki i
eigin nafni, á öllu landinu og
sleppa með að borga lítinn eða
engan tekjuskatt, sé einhvers
staðar á milli 150 og 200 þúsund
miljónirkróna. Hvert er þá tekju-
tap rikisins vegna hinna fárán-
legu skattaákvæða, sem hleypa
veltu þessa fjármagns undan
tekjuskattsálagningu? Slikt verð-
ur ekki reiknað með neinni ná-
kvæmni, en þar er vafaiaust um
allmarga miijarða króna að
ræða.
Þeir kunna
ad þreyta laxinn
Undanfarin ár hefur mikil reiöi
rikt meöal fólks út af skattamál-
um, og siðast liðið sumar bárust
Óánægja fólks með skattalögin
stafar ekki af þvi, að menn séu á
móti þvi að greiða skatta. Yfir-
gnæfandi meiri hluti manna er
félagslega sinnaöur og veit að
þjónusta hins opinbera hlýtur aö
kosta mikla fjármuni. Fólk vill fá
þessa þjónustu. En mönnum
gremst meira en litið, að þúsund-
irfyrirtækja og einstaklinga, sem
mest hafa umleikis, skuli sleppa
að mestu við aö greiða sinn hlut.
Skattsvikin eru ekki þaö sem
ergir menn mest. Menn vita sem
er, aö lög verða alltaf brotin. Inn-
flutningur áfengis er bannaður
öllum öðrum en ATVR, og þó er
alltaf talsvert áfengi sem sleppur
ólöglega inn i landiö. Við fáum
aldrei skattalög, sem koma full-
komlega i veg fyrir skattsvik.
Hitt þykir mönnum miklu verra,
að I skattalögum sé urmull af
ivilnunarreglum, sem geri mönn-
um kleift að skjóta miklum tekj-
um undan skatti með löglegum
hætti.
Frádráttafrum-
skógurinn
Þetta er kjarni málsins: Það
þarf að höggva niður frádrátta-
frumskóginn og afnema þær
mörgu ivilnunarreglur, sem helst
gera menn skattlausa.
dqddqo
□DOOQO
dodooo
D OO Doo
ODD DQo
OOO 000
OOOOOQ
OQOOQO
ddqoqo
□qqoqd
□ QDDqo
Doaooo
—
jn —
-
FfrellPP
Heimild til frádráttar vegna
fyrningar er I sjálfu sér alls ekki
óeðlileg. Atvinnutæki rýrna við
notkun og verða úrelt með aldrin-
um, en tapið sem I rýrnuninni
felst er ekki fært til gjalda i
rekstrinum, nema með þvi að
slumpa á rýrnun atvinnutækisins
samkvæmt einhverri fastri reglu.
Aður en skattur er lagður á hagn-
að, er eðlilegt aö lagt sé til hliðar
vegna fyrninga, og liggur þá
beinast við, að árleg fyrning mið-
ist við endingartima viökomandi
atvinnutækis.
En hér á landi hafa atvinnurek-
endur fengið þvi framgengt, aö
eignir i rekstri eru fyrndar marg-
falt hraðar en nemur eðlilegum
endingartima. Almenn fyrning er
allt að 15% á ári, en tii viðbótar
bætist 6% flýtifyrning og óbein
fyrning i hlutfalli við hækkun
hyggingarkostnaöar milli ára,
sem numið hefur 4-7% á undan-
förnum árum. Afskriftir hafa þvi
orðið hæstar 25-28% á einu ári og
gildir þaðfyrningarhlutfall um öll
flutningatæki, skip og bifreiðar,
vinnuvélar og önnur tæki til
mannvirkjagerðar, en hámark
fyrninga á öðrum vélum hefur
verið 2,5% lægra. Með þessum
miklu fyrningarheimildum hafa
fyrirtæki getað sloppið við að
greiða skattat tekjum, sem nema
80-90% af andvirði viðkomandi
eigna á fyrstu 4 árunum, jafnvel
þótt þessum eignum sé ætlað að
endast i 15-20 ár.
í öðru lagi eru þess háttar
ákvæði i skattalögum, sem bjóöa
upp á ótrúlegan skollaleik: Ekk-
ert er þvi til fyrirstöðu, að sama
eignin sé fyrnd aftur og aftur af
nýjum og nýjum eiganda. Með
stöðugri fjárfestingu og meö þvi
að skipta sem oftast um eignir
geta fyrirtækin komist hjá þvi að
greiða tekjuskatt um mjög langt
skeið. Fyrningaákvæöin veröa
einnig til þess að örva þjóöhags-
lega óarðbæra fjárfestingu.
Vegna stöðugrar verörýrnunar
krónunnar getur komið til greina
aö taka upp árlegt endurmat
eigna, enda sé þá fyrningarpró-
sentan i réttu hlutfalli við
endingartima eigna. Hins vegar
er hæpið að leyfa eiganda at-
vinnutækis að fyrna þann hluta af
verðmæti eigna, sem samsvarar
fengnum lánum úr opinberum
sjóðum. Eðlilegast væri að fyrna
aðeins þann hluta eignarinnar,
sem eigið fé stendur á bak viö, og
einkum er sú regla sjálfsögö, ef
fyrningastofninn yrði árlega
hækkaður upp i hlutfalli viö verö-
bólguna.
„Bókhaldslegt tap”
Annað aðalgatið i skattalögun-
um er heimild framteljanda til að
draga frá tekjum sínum bók-
haldslegt tap fyrirtækis I þeirra
eigu, áöur en skattur er á þá lagð-
ur. Mjög auðvelt er að stofna
smáfyrirtæki hér á landi og reka
þau án teljandi eftiriits skattyfir-
valda. Fyrir utan skollaleikinn
með fyrningarákvæðin hafa
menn ótal úrræði til að láta fyrir-
tæki i þeirra eigu koma út með
tapi á pappfrnum. Þeir þurfa ekki
annað en að lauma persónulegum
útgjöldum heimilisins inn i rekst-
ur fyrirtækisins, t.d. bifreiða-
kostnaði, kostnaði við feröalög til
útlanda, vaxtakostnaði, sem
raunverulega stafar af útgjöldum
heimilisins (e.t.v. vegna ibúðar-
kaupa) o .s .frv. og þá eru þeir ekki
aðeins búnir að flytja gróðann
óskattlagðan yfir til sin, heldur
tekst þeim einnig að sleppa við
skatt á háar tekjur, sem hugsan-
lega koma úr annarri átt eða fyrir
*launað starf.
Margar aðrar Ivilnunarreglur
mætti nefna, t.d. ótakmarkaðan
vaxtafrádrátt og heimildir til að
leggja fjórðung tekna félaga i
varasjóð. Þessar ivilnunarreglur
styðjast að visu oft við frambæri-
leg rök,en mergurinn málsins er,
að þær eru óhóflegar.
Flatir skattar og
stighækkandi
Ein brýnasta breytingin á
skattalögum er sú, að skattur sé
miðaður við tekjur yfirstandandL
árs, þ.e. staðgreiðslukerfi skatta.
Núgildandi kerfi er mjög óeðlilegt
og veldur fólki margvlslegum
erfiðleikum. Ein helsta ástæða
þess, að menn taka hóflausum
hækkunum óbeinna skatta með
furðu miklu jafnaðargeöi er ein-
mitt sú, að þeir verða svo litið
varir við það þegar þeir greiða
óbeina skatta. Tekjur eru hins
vegar skattlagðar ári eftir, að
fólk er búið að eyöa þeim,og er þvi
oft undir hælinn lagt, hvort menn
eru aflögufærir um að gjalda
skatt af verulegri tekjuhækkun.
Að öðru leyti er skiptingin i
beina og óbeina skatta á ýmsan
hátt villandi. Nær jagi væri að
skipta sköttum í fláta skatta og
stighækkandi skatta .Flatir skatt-
ar eru t.d. 10-11% útsvar og 20%
söluskattur; skattar sem leggjast
á tekjur og útgjöld með sömu
prósentutölu fyrir alla. Tekju-
skatturinn er hins vegar stig-
hækkandi skattur, sem sleppir
lágtekjum framhjá sér en leggst
með hækkandi hlutfallstölu á
hærri tekjur; þrepin eru þrjú:
20%, 30% og 40%. Mismunandi
tollar á neysluvörur eftir þvi
hvort um er aö ræða nauðþurftir'
eða vörur sem ekki teljast til
þeirra, er hins vegar annað dæmi
um stighækkandi skatt. Nauö-
þurftir ættu að vera skattfrjálsar
að mestu, bæði sem tekjur og
gjöld, og skattabyrðin þarf að
hvila á þvi, sem umfram er.
En tilhneigingin I þróun skatta-
mála hér á landi hefur verið I
gagnstæða átt: Flatir skattar
hafa stóraukist, en stighækkandi
skattar hafa rýrnað stórlega aö
sama skapi. Þessari öfugþróun
þarf aö snúa við. En það verður
ekki gert, án þess að vinstri menn
hafi þar um forystu. Reynslan
ætti þegar aö hafa kennt mönn-
um, að frá núverandi ríkisstjórn
er engra breytinga að vænta, sem
máli skipta.