Þjóðviljinn - 18.09.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 18.09.1977, Side 7
Sunnudagur 18. september 1977. ÞJÖDVILJINN — SIÐA 7 Unnt að nota úrgangsefni tíl framleiðslu kjarnavopna LOS ANGELES 14/9 Reutcr — Bandarikjastjórn hefur fram- kvæmt kjarnorkutilraun, sem ieiöir það i ljós svo ekki verður um villst, að unnt er að nota „óhreint” plútónium, sem kem- ur sem úrgangsef ni dr venjuleg- um kjarnorkuverum, til að framieiða kjarnorkuvopn. Þessi tilraun var gerð i Nev- ada-eyðimörk, en ekki er vitað hvenær hún fór fram né hvern- ig, og var henni haldið leyndri. 29. júli voru niðurstöður hennar teknar af lista yfir hernaðar- leyndarmál, en ekkert var þó birt um þær að þvi sinni og var það ekki fyrr en i dag að blaöið „The Los Angeles Times” birti frétt um þetta mál. Sagði blaðið að í þessari tilraun hefði verið sprengd einhvers konar sprengja, sem gerð hefði veriö úr veiku plútónlum, og heföi orðið kjarnorkusprenging. Ýmsir talsmenn kjarnorku- vera, þarsem rafmagn er fram- leitt, höfðu haldið þvi fram að ekki væriunntað nota það veika plútönium, sem kemur sem úr- gangsefni úr verunum, til að framleiða kjarnorkusprengjur, þvi að það væri ekki nógu hreint og I þvi væri isótóp, plútónlum- 240, sem gerði það óhæft til slikra nota. Þessi tilraun Bandarikjastjórnar hefur nú af- sannað allar fullyrðingar af þessu tagi og sýnt að þótt það efni sem kemur frá kjarnorku- verum sé öðru visi en þaö plútónium sem venjulega er notað til vopnasmfða megi vel nota það I sprengjur. Það er þvi ljóst að kjarnorkuver, sem not- uð eru til rafmagnsframleiðslu, skapa hættu á útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Bandarikjamenn hafa miklar áhyggjur af þvi og stöðvuðu þeir sölu á kjarnorku- veri til Suður-Kóreu i fyrra, en frakkar og vestur-þjóöverjar hafa lýst þvi yfir að þeir muni standa við samninga um að selja kjarnorkuver tilPakistans og Brasiliu þrátt fyrir mótmæli bandarikjamanna. Dagur dýranna I dag 18. sept. er DAGUR DÝRANNA. Stjórn S.D.I. notar daginnað þessu sinni til aö minna á villtu dýrin á islandi. Það eiga fleiri rétt til landssetu hér en hinir tvifættu herrar sköp- unarverksins er kalla sig íslend- inga og þau dýr er þessir sömu herrar hafa sér til llfsviðurværis. Um allt land og I sjónum um- hverfislandiðlifir urmulldýra — stórra og smárra. Dýr sem eru háþróuð og önnur sem eru lágþró- uð. Okkurmönnunum hættir til að vanmeta það gildi sem þessi dýr háfa og þann rétt sem þau óum- Flugum- ferðar- stjórar á Spáni fara sér hægt MADRID 16/9 Reuter — Spænskir flugumferðarstjórar byrjuðu i dag að „fara sér hægt” og fylgja reglum út i æsar, og hugðust þeir fækka flugferðum um helming. Þeirhótuðu að leggja alveg niöur vinnu ef herlögum yrði beitt gegn 25flugumferðarstjórum I Madrid. Framhald á bls. 22 deilanlega hafa til landsins. Við troðum meira og minna á þessum rétti, án umhugsunar. Og þegar hagsmunir mannanna og dýr- anna I landinu rekast á, — hver hefur þá sitt fram??? Við setjum friðunarlög. Stund- um að þvier virðist dálitiö handa- hófskennd. Við fáum gifurlega verndartilfinningu gagnvart einni dýrategund fram yfir aöra og verndum hana, þá meö oddi og egg, en reynum að eyða og helst útrýma annarri, og erum þá ekki ætið vönd að meðulunum. Stundum alfriðum við ýmsar fuglategundir, eins og t.d. æðar- fuglinn og þá lokum við augunum fyrir þvi að æðarkollur drukkna hundruðum saman i grásleppu- netum sem lögð eru á grunnsævi. Við fóðrum svartbakinn gegndar- laust á sorpi og fiskúrgangi með annarri hendinni en viljum svo eitra fyrir hann meö hinni. Og svona má lengi telja. Stjóm S.D.I. skorar á yfirvöld að taka upp nýja stefnu I þurrk- unaraðgerðum á mýrum og öðru votlendi, þannig að aldrei verði þurrkað upp landsvæði án þess að nákvæmar athuganir sérf ræðinga á lifrikinu verði látnar ráða. EinnigskorarstjórnS.D.l.á yf- irvöld að sorpi og fiskúrgangi verði eytt á annan hátt en nú er, þannig að fuglar komist alls ekki að honum. Þá mun náttúran sjálf sjá til þess að fjölgun þeirra helst I skef jum. Stjórn S.D.l. beinir þvi til landsmanna að virða rétt villtu dýranna i landinu og gera þeim ekki landiö óbyggilegt. Stjórn Sambands dýraverndunarfélaga tslands. Klaufskur gíraffi WINCHESTER 16/9 Reuter — Giraffinn Dicky i dýragarðinum i Winchester I Englandi var heldur óheppinn i ástamáium sinum I gær. Þegar hann bjó sig undir að gagna grannri, sex metra hárri gi'raffameri, kiknaði hann i hnjá- iiðunum og rann i splitt. Til að auka á ógæfuna tókst honum ekki aö komastá fætur aftur, heidur lá hann kylliflatur við hlið merar- innar. Starfsmenn i dýragarðin- um urðu að blása út belgi undir giraffanum til að koma honum á fætur aftur, og dýralæknir gaf honum hjartastyrkjandi sprautu. John Knowles, dýragarðsstjóri, sagði að giraffar væru ákaflega viðkvæmar skepnur og þyrfti að fara mjög varlega með þá. Þrátt fyrir þennan klaufaskap hefur giraffinn Dicky, sem er fimmtán ára, ekki alltaf verið svo óhepp- inn, og á hann marga kálfa með þeim þremur giraffamerum, sem eru með honum i búri. Miklar deilur hafa verið innan vinstri bandalagsins IFrakklandi að undanförnu, og hafa kommúnistar krafist alimikilla breytinga á „sameiginlegri stefnuskrá” bandalagsins sem fulltrúar flokkanna hafa verið að endurskoða, en fjögur ár eru nú liðin siðan hún var samin. Aformað haföi verið að deilu- mál flokkanna yrðu útkljáði leiðtogafundi, sem fram færi 14. september, en þá náðist ekki samkomu- lag, og lyktaði fundinum með þvi að Robert Fabre, ieiðtogi vinstri radikaia,gekk út til að mótmæla kröf- um kommúnista. 1 gær höfðu viðræður ekki verið teknar upp að nýju. A þessari mynd eru Francois Mitt- errand, leiðtogi sósialista, og Georges Marchais, leiðtogi kommúnista. Hallarmúla 2 sími 8b- Allt ti! aö auka Ustina í hinni nýju teiknivörudeild Pennans Hallarmúla 2 höfum viö á boðstólum m.a.: olíuliti, acrylliti, vatnsliti, pastelliti, Pappír í flestum geröum, ramma striga, blindramma, pensla allskon- fyrir grafíkmyndir, dúkskuröarsett, ar, olíur, þurrkefni, pallettur og dúk og liti. trönur. Sendum í póstkröfu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.