Þjóðviljinn - 18.09.1977, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 18.09.1977, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. september 1977. Ylva Edlund leikur Kristin Olsoni leik- Birnu hússtjóri Peter Blomberg Martin Kurtén leik- leikur Kormák vita- ur stone major vörð MischaHietanenleik- Anneli Makela leik- ur bæði þýska ur Katrinu Stanton njósnarann og leutenant ameriskan hermann Harry öhman gerði Göran Sjöholm leik- ágæta leikmynd ur korpóralinn Skjaldhamrar Jónasar Arnasonar eru nú sýndir og gefnir út víða um heim. I haust hefst 3ja leikár þeirra hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en þeir hafa þar verið sýndir um 150 sinnum við miklar vin- sældir. I fyrra var verkið sýnt í leikhúsum bæði í Texas i Bandaríkjunum og i Dublin á Irlandi, og nú 3. sept. sl. voru Skjalc'hamr- ar frumsýndir í vasaleik- húsinu i Finnlandi við mjög góðar undirtektir. I vetur verður leikritið svo sýnt í borginni Athlone á Irlandi og á næsta ári í Nordbotten í Svíþjóð. Þjóðviljanum hafa borist blaðaúrklippur og leikskrá frá Finnlandi og verður hér sagt frá þeim. Islenskur leikstjóri og vönduð leikskrá Eyvindur Erlendsson var feng- inn frá Islandi til að leikstýra Skjaldhömrum.en þess skal getið. að leikhússtjórinn, Kristin Olsoni, er Islendingum að góðu kunnui; hefur verið hér á landi, og fyrir 2 árum var Jörundur Jónasar sýndur I Vasaleikhúsinu. Leikskrá Skjaldhamra í Vasa er mjög vönduð. Auk kynningar á höfundi og leikstjóra skrifar Sveinn Einarsson Þjóðleikhús- stjóri grein um islenskt leikhús, Eyvindur Erlendsson skrifar hugleiðingu um efni leikritsins og auk þess eru birt þýdd ljóð eftir þá Stein Steinarr og Einar Braga. Þess skal getið' að Inger Pálson þýddi Skjaldhamra á sænsku. Eitt þekktasta leikskáld Finna skrifar um Jónas Auk leikdóma hafa Þjóðviljan- um borist viðtöl við Eyvind Er- lendsson i finnskum blöðum og sama dag, og frumsýningin fór fram birtist löng ferðasaga frá Is- landi i Vasablaðinu eftir eitt þekktasta ljóðskáld Finna, Lars Huldén, en hann var gestur Nor- ræna hússins i desember 1974 og kynntist þá Jónasi Arnasyni og fór ma. i boði hans upp i Reyk- Eyvindur Erlendsson fær ein- róma lof fyrir uppfærslu sina á Skjaldhömrum i Finnlandi holtsdal. Grein Lars Huldén nefn- ist Ferð með J ónasi og er krydduð með ljóðum. 1 Eftir blaðadómum að dæma virðast Skjaldhamrar hafa slegið i gegn meðal áhorfenda.og það er sérstaklega tekið fram hversu mikiö hafi verið hlegið og klappað meðan á frumsýningunni stóð. Alvara þarf ekki að vera þurr og ofstækisfull Henry G. Gröndahl skrifaði leiklistargagnrýni i stærsta blað Finna, Hufvudstadsbladet, 6. september og lofar þar verkið og sýninguna. Hann segir ma.: „Jónas Arnason aðhyllist ekki afturhvarf til frumstæðrar nátt- úru, en telur imyndunarafl, til- finningar og snertingu við náttúr- una nauðsynlegar. Hann lætur trú og kærleika mynda andstæöur við það sem Eyvindur Erlendsson kallar „harðneskjulegt tillitsleysi hernaðarstefnu og tæknivæðing- ar”. Skjaldhamrar rista ekki djúpt en gamansemi þeirra er sannfær- andi og sett fram á skemmtilegan hátt undir stjórn Eyvindar Er- lendssonar. Hún hittir betur i mark en bitur hörð árás. Skjald- hamrar skemmta góðlátlega, en ekki án brodds. Þeir sýna að al- Alla daga vikunnar Alla daga vikunnar kemur Flugfrakt að austan og vestan. Að morgni næsta vinnudags Jjfca* eru pappírarnir tilbúnir. íMprakt Sem sagt: Með Flugfrakt alla daga vikunnar. FLUGFÉLAG /SLA/VDS LOnWBIR vara þarf ekki nauðsynlega að vera þurr eða ofstækisfull. Blanda hugmyndaflugs gamanserni og skopstæl- ingar Hjátrú er oft aðeins annað nafn fyrir hefð. Islensk trú á dularfull- ar vættir, á álfa, er sérkennilega aðlaðandi. I Skjaldhömrum á hún sinn stað,og Eyvindur Erlendsson hefur náð að setja hana sannfær- andi fram. Hin ósýnilega huldu- kona Ingunn verður álika raun- veruleg og aðrar persónur verks- ins. Enginn efast um hlutverk og tilveru álfa i Skjaldhömrum. Þeir verða hluti hversdagsins og eru td. uppspretta gamansamra at- burða. Ferskleiki Skjaldhamra sprettur úr þessari blöndu hug- myndaflugs, gamansemi og skop- stælingar. Afstaða Jónasar Árnasonar til enska hernámsliðsins er mildari en afstaða hans til ameriskra hermanna sem hleypa fyrsta skotinu siðan 1877 á friðlýst fugla- bjargið. Hann fjallar um ný- lendusjónarmið Englendinga til hinna „innfæddu” en skopstæling hans verður aldrei miskunnar- laus. Mistök Englendinga gera þá mannlega.” Hláturinn var ekki óverö- skuldaður Henry G. Gröndahl fjallar siðan um frammistöðu einstakra leik- ara, en segir að lokum: „Ahorfendur hlógu innilega og lengi þegar ég sá Skjaldhamra. og hláturinn var ekki óverðskuldað- ur. Leikrit Jónasar Arnasonar kemur áhorfendum i gott skap þó að samtimis fái það þeim léttan sting i hjartað”. Gunnilla Lindroos skrifar leik- dóm i Vasabladet og efast frekar um gildi Skjaldhamra en Henry Gröndahl, en tekur jafnframt fram að þeir hafi slegið i gegn á frumsýningu og áhorfendur hafi skemmt sér konunglega og oft gripið fram i sýninguna með klappi. Skjaldhamrar í Svíþjóð Eins og áður sagði munu Skjaldhamrar verða sýndir eftir ár i Nordbáttensteden Regions- teater i Rumeá i Sviþjóð,en það er framsækið leikhús. Þegar er búið að fá Svein Einarsson Þjóðleik- hússtjóra til að leikstýra verkinu og Steinþór Sigurðsson til aö gera leiktjöld. Æfingar hefjast næsta sumar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.