Þjóðviljinn - 18.09.1977, Page 21
Sunnudagur 18. september 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA21
Sköpun
“tit Evu
hvort ööru sprettur mismunurinn fram.
- Nú stendur yfir fjórveldafundur.
- Já mér finnst eins og hún sé hluti af sjáifum
mér.
Adolf J. Petersen:
VÍSNAMÁL
Vín í Kana þegar þraut
Það má lesa á forsiðu Þjóð-
viljans laugardaginn 10. sept.
s.l. að sýningin Heimilið 77
hefur haft veruleg áhrif á
fjölgun áskrifenda ■ blaðsins.
Eflaust stafar sú fjölgun af
sömu eða svipaðri ástæðu og ðli
Ben. kveður um í eftirfarandi
visu:
Ég blöðin les og brátt það
finn
hvar ber er skást að tína:
Þar er bestur Þjóðviljinn,
með þjóðræknina sina.
Með morgunpóstinum kom
bréf frá Kjartani Guðjónssyni
með visum eftir Sigriði Arna-
dóttur á Svanavatni i
Hegranesi. Hún kveður þar um
hið fyrsta vinbrugg sem
kunnast er:
Vin i Kana þegar þraut
þyrstum lýð til nauða,
drottinn best það bæta hlaut
og bruggaði svartadauða.
A bannárunum var sagt að
ýmsir fetuðu i fótspor frelsar-
ans og breyttu vatni í vin.
Kannski hefur það gerst i
Skagafirði, að minnsta kosti var
það Lúðvik Kemp á Sauðárkrók
sem kvað:
Þessi landi er þrisoðinn
af þeim sem verkið kunni
og sýnist vera samboðinn
sveitamenningunni.
Verið getur að landabruggið
hafi eitthvað drýgt tekjur þeirra
sem þá iðju hafa stundað t.d. i
sveitunum, sem vist hefur ekki
verið vanþörf á, svo tekjulágir
sem bændur segjast ætið verið
hafa og séu enn. Sigriði Arna-
dóttur á Svanavatni finnst það
svolitið skritið og kveður um
tekjur láglauna bænda:
Að hirða aura, en kasta
krónum,
kunna bændur, skritnir þeir.
Lélegt bú hjá litlum flónum,
lifið strit og ekkert meir.
Geldar kýr, graslitil býli,
glaðir bændur, skritnir þeir,
Lömbin smá fá lélegt skýli,
launin frelsi, og ekkert meir.
Grundin titrar, vélar
vagga.
vaskir bændur, skritnir þeir,
hirða grænan bagga og bagga
uns búin þrjóta, og ekkert
meir.
Sigríður hefur nokkuð við aðra
framleiðsluþætti að athuga:
Ef þorskar hverfa af þorska
miðum,
þjóðin hefur smáu að eyða.
Þorskar hrópa: Þorskinn
friðum,
svo þorsk við fáum aftur veiða!
Sigriður hyggur, að hamingjan
komi ekki með auðnum, og
kveður:
Ekki sést að auðurinn
auki mesta gleði.
Eflaust verst er ágirndin,
er þá flest I veði.
Af visum Sigriðar að dæma er
ekki trúlegt það sem stendur i
þessari visu hennar:
Ég er að verða elliær,
ógn er þung sú byrði.
Það sem ég sagði og gerði i
gær
er gleymt og einskis virði.
Að minnsta kosti er ljóðsálin
hennar Sigriðar ung, svo að
hægt er að segja:
Ei þig hrelli elli þung,
enn er mikils virði,
að sungið getur sálin ung
söngva úr Skagafirði.
AJP.
Það var Skagfirðingurinn
Stephan G. Stephansson sem
kvað:
Láttu hug þinn aldrei eldast
eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.
Sólarlandaferðir eru nú mjög
i tisku, það er að segja hjá þeim
sem hafa efni á slikum reisum,
en allmargir eru þeir sem ekki
hafa neina löngun til þeirra
ferða, þeirra á meðal er Stein-
grimur Daviðsson frá Blöndu-
ósi. Hann segir:
Suðurlöndin sumir dá,
svið með gylltum rósum.
Ekki þangað er min þrá
frá is og norðurljósum.
Þó skammdegið komi, er
Steingrimur i sátt við sitt um-
hverfi og segir:
Veik er trúin, vonin björt,
vöxtur tærra linda.
Nótt þó komi svöl og svört,
senn mun roða á tinda.
Silfrinu á gólfið grýtti. Já
sumir meta það ekki mikils, t.d.
Kolbeinn Högnason, Kollafirði.
Hann sagði:
Sárast raun þá sist ég met,
silfur mitt að þrjóti.
Þegar best mér lifið lét
lék ég mér að grjóti.
Nú i byrjun september mán-
aðar snjóaði i fjöll, en það hefur
gerst fyrr. Það eru tvö eða þrjú
ár siðan Ingþór Sigurbjörnsson
kom út að morgni þriðja
september og sá þá nýfallinn
snjó i Esjunni, og hafði um það
að segja þetta:
Árla risinn út ég lit,
ekki eru sjónir friðar,
nú er Esjan orðin hvít
ofan í miðjar hliðar.
Brúnir hvessa Ægir er
andar þungt i vörum.
Svona er þriðji september,
sumarið er á förum.
Það hefur áður fennt i fjöll,
farið hregg um grundir.
Þó höfum við eignast öll
ótal gleðistundir.
Þó að hylji fannir fjöll,
fjúk i lofti og geði,
við skulum halda áfram ö 11
okkar vonargleði.
Ingþór fór svo til vinnu sinn-
ar. Þar var hann spurður hvern-
ig honum liði. Hann svaraði:
Löngum ég við Ilfið siæst,
litt þó safnist auður.
Ef að ég við ekkert fæst,
er ég verri en dauður.
Kliðar lækur við stein. Bald-
vin Jónsson skáldi kvað:
Straumur reynir sterkan mátt,
stiflum einatt ryður.
Lækur hreini kvakar kátt
kaldan steininn viður.
Skin á gull þó skarn við liggi.
Þetta er gamalt máltæki og á
viða við, lika i daglegu máli, eða
eins og Una Jónsdóttir i Sól-
brekku segir:
Þó að finnist fánýtt hjal
fróðum úr að vinna,
er þó sagt að orða val
i þvi megi finna.
Á sömu lund hefur
Bólu-Hjálmar hugsað:
Viða til þess vott ég fann,
þó venjist tiðar hinu,
að Guð á margan gimstein
þann,
er glóir I mannsorpinu.
1 siðustu Visnamálum, þ.e.
þann 1. september, var óskað
eftir botni við visuhelminginn:
Frystihúsin falla snauð
fátt er þeim til ....
Þeim sem botna vildu var gef-
ið tækifæri til að ráða siðasta
orðinu i þessum fyrrihluta, þ.e.
frjálst val um rimorðið.
Það er Magnús á Barði sem
hefur skilað sinum hluta og vill
hafa visuna þannig:
Frystihúsin falla snauð,
fátt er þeim til vina.
Einkaframtak á I nauð
útvið náströndina.
Eða er þetta sem koma skal?
Einkaframtaks koma kvöld,
knúð er það til bana.
Út við náströnd nepja köld
næðir um forstjórana.
AJP.
• u Blikkiðjan Ax Ásgaröi 7, Garðabæ
l 1 W önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur i hverskonar blikksmíði. [ Gerum föst verötilboö
A | SÍMI 53468
timi J|
Þjóðviljans >C 1 <_< <
er U ■ ^