Þjóðviljinn - 18.09.1977, Page 23
Sunnudagur 18. september 1977. ÞJóÐVILJINN — 23 SIÐA
kompan
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
Heimsku lögregluþjónarnir
Einu sinni var lítil
stelpa sem beið við gang-
braut. Hún var á leiðinni
yfir, en þá kom bíll ak-
andi. Hún hélt að hann
mundi stoppa, en svo var
ekki. Lögregluþjónn var
þar rétt hjá og stöðvaði
manninn: ,,Veistuekki að
það á að stoppa við gang-
braut?"
Maðurinn sagði: „Ég
hef aldrei séð lögguna
stoppa við gangbrautir."
„Hvaða vitleysa, hún
stoppar alltaf. Þú átt að
borga sekt fyrir þetta."
Og hann þurf ti að borga
sekt.
Seinna er þessi sama
stúlka á leið yfir gang-
brauþþá kemur lögreglu-
bíll þjótandi.
Mamma stelpunnar
hafði sagt að löggur
stoppuðu alltaf fyrir fólki
og stúlkan treysti því, að
löggan mundi stoppa, svo
hún gekk yfir, en löggan
bjóst ekki við þessu og
keyrði á stelpuna.
Fjöldi fólks f lykktist að
og meðal þess var maður-
inn sem borgaði sektina.
Hann ruddist fram og
sagði: „Hver stoppaði
ekki núna við gangbraut-
ina?" Og síðan gekk hann
burt.
Þegar stelpan var búin
að jafna sig var hún send
fyrir rétt. Hún sagði að
mamma sín hefði sagt að
löggurnar stoppuðu fyrir
fólki og hún hefði treyst
þessum orðum.
„ Ég man líka eftir því,
þegar einn maður þurfti
að borga sekt og nú
heimta ég sekt fyrir
þetta."
Hún sagði líka:
„Treystið aldrei lögg-
unni, að hún stoppi fyrir
fólki."
Eitt er víst, að í alvör-
unni stoppa þeir aldrei
fyrir manni, að minnsta
kosti ekki fyrir mér.
Guðrún Jóhanna Jónsdóttir,
11 ára.
Flókagötu 56, Reykjavlk.
Maður
með stiga
Myndina teiknaði Sune Kehlet
handa Kompunni þegar hann»
var hérna á alheimsþingi
Esperantista i sumar. Þó Sune
væri ekki nema 5 ára talaði
hann reiprennandi þrjú
tungumál og esperantó var hans
fyrsta mál. Myndin hans á að
minna okkur á það, að myndin
er tjáningartæki og það er hægt
að teikna það sem maður vill
segja. „Myndmálið” er alþjóð-
legt.
KROSSGATAN
J5b5
V/NNSLl
VÉL
Krossgáta Kompunnar
er létt. Annað hvort er
orð eða myndskýring.
Þar sem mynd er, á að
finna nafnorð sem á við
myndina og það er alltaf í
nef nifalli. Þar sem orð er
ritað í skýringarreitinn á
að finna annað orð sömu
merkingar. Annars stað-
ar á síðunni er lausnin
prentuð á hvolfi. BANN-
AÐ AÐ KIKJA STRAX!
e|Á oi 'I-16 S J?d F '!LUJ9
C '?t Z 'MPfS i :U9JQ9i
•jne £i '|o
Zl 'f!9| LL 'uÁtu 6 'P 8 J?
L 'J?t 9 'ed|Oþs l :u?J?T
n|p6ssoj>| p usnei
HVADA NAFN
<=ö
LESTU ÚRMWDUNUM
9
Leikrit
GAGALIA
læsir sig úti
Leikendur: Gagalía, Ommi og Mamma.
Svið: íbúð í blokk.
Gagalia: Ommi, eigum
við að rífa peningana
hennar mömmu, þá getur
hún ekki farið í bíó? (Þau
fara að rífa peingana).
Ommi: Vá! Mamma á
sko mikið af peningum.
Við skulum skilja svolitið
eftir svo við fáum mat.
(Mamma kemur inn.)
Mamma: Krakkar
mínir, farið þið nú að
sofa. (Lítur niður) Hvað
eruð þið búin að gera við
peningana?
Gaglía: Rífa þá svo þú
getir ekki farið í bíó.
(Mamma þrífur pening-
ana af þeim)
Mamma: í bælið með
ykkur og það strax!
(Seinna um kvöldið)
Mamma: Gagalía,
farðu að sofa.
Gagalia: Og byggja
kofa. Hvernig á að
byggja kofa?
Mamma: Þú átt að fara
að lúllu bía.
Gagalía: Ég kann ekki
að lúllu bía . Kenndu mér
það.
Mamma: Það er sama
og að sofa. Farðu nú að
sofa og þá máttu byggja
kofa á morgun.
Gagalia: Nei, þá verð
ég búin að gleyma þessu.
Mamma: Nei, ég skal
muna það með þér
(Mamma fer að sofa.)
Gaglía: (Kallar nokkuð
hátt) Ommi, komdu
niður.
Mamma: (Rumskar)
Nei, Ommi kemur ekki
niður. Hann verður kjurr
uppi.
Gaglía: Ommi komdu.
Mamma: Nei, Ommi
verður kjurr uppi.
Gaglía: Niður.
Ma m ma :
Þetta gengurekki lengur.
Ommi kemur ekki niður.
Gagalía: (hvislar).
Ommi, bíðum þangað til
mamma sofnar.
Ommi: O.K. (Mamma
sofnar)
Gagalia: Ommi, komdu
niður (Mamma vaknar)
Mamma: Fær maður
engan svefnfrið (Tekur
inn svefnpillur)
Ommi: Núgetég komið
niður.
Gagalia: Flýttu þér
(Ommi stígur á hausinn á
Gagaliu og klöngrast nið
ur úr efri kojunni)
Gagalía: Ái, þú þarf
ekki að stíga á hausinn á
rhér.
Ommi: Nú er ég kom-
inn niður.
Gagalía: Gefðu
mömmu fleiri svefntöfl-
ur. (Ommi hellir upp í
mömmu sína úr töflu-
glasinu , um leið f ær
Gagalia sér eina pillu).
Ommi: Gagalia, vakn-
aðu. (Gagalia vaknar.)
Gagalia: Flýtum okkur
út og mundu að taka úr
lás (Ommi tekur úr lás.
Gagalía fer að pissa)
Gagalia: Náðu í klósett-
pappír. (Ommi fer inn og
nær í klósettpappir en
skellir í lás þegar hann
kemur út)
Gagalia: Þú skelltir í
lás. Nú verðum við að
hringja bjöllunni. (Þau
hamast á bjöllunni.
Mamma kemur til dyra
og er svefndrukkin)
Mamma: Hvaðeruðþið
að gera úti svona seint?
Ommi: Við fórum á
klósettið og gleymdum að
taka úr lás.
Mamma: Upp í rúm
með ykkur og skammist
ykkar. (Þegar Gagalía er
komin í rúmið kallar hún í
Omma)
Gagalía: Ég get ekki
sofnað,' Komdu niður.
Ommi: Nei, ég er svo
þreyttur.
Mamma: Farðu að
sofa Gagalía, og ekkert
vesen. Ommi kemur ekki
niður. Hann er alveg að
sof na.
Gagalia: Allt í lagi.
Góða nótt. (Nú er Gaga-
lía loksins sofnuð og allt
er hljótt). Endir.
Agnes Ýr Þorláksdóttir,
12 ára,og Guðrún Jóhanna
Jónsdóttir, 11 ára,báðar á
Flókagötu 56.