Þjóðviljinn - 20.09.1977, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.09.1977, Síða 3
Þriöjudagur 20. september X977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Belgísku konungshjónin komu við t gær geröu belgísku konungshjónin stuttan stans á íslandi á leiö sinni til Kanada. Snæddu þau hádegis- verö aö Bessastööum og er myndin tekin þar á tröppunum þegar forsetahjónin bjóöa þeim Baldvini kon- ungi og Fabfólu drottningu í bæinn (Ljósm Þjv.eik) Engin endurvakning nasisma í Þýskalandi EÞÍÓPlA: Barist er af hörku segir Walter Scheel BONN 19/9 Reuter — Walter Scheei, forseti Vestur- Þýskafands, neitaöi þvi aö um nokkra endurvakningu nasisma gæti veriö aö ræöa i landinu, og sagöi hann aö viöbrögö stjórnar- innar viö ráninu á iöjuhöldinum Hanns-Martin Schleyer sýndu aö hún beitti ekki ólýöræöislegum aöferöum tii aö berjast gegn hryöjuverkastarfsemi. Walter Scheel sagöi að fullyrðingar útlendinga um endurvakningu nasisma i Vestur- Þýskalandi væru móögun við lýðræöiö þar. „Viö höfum lært okkar lexiu og þannig innt af hendi skyldu okkar við söguna”, sagði forsetinn. ,,Þaö er ein af ástæöunum fyrir því aö menn bera virðingu fyrir okkur nú á dögum”. Hann bætti þvi við að vixlverkanir milli f'ordóma gegn vestur- þjóðverjum og viðbragöa af þeirra hálfu gætu stefnt einingu Evrópu i hættu. Vegna banns vestur-þýskra yfirvalda við fréttaflutningi um mannránið, hefur ekkert kvisast út um þaö hvernig samninga- umleitanir stjórnarinnar og mannræningjanna ganga. Þó var þaö haft eftir áreiðanlegum heimildarmönnum i gærkvöld , aö stjórnin heföi fengiö i hendur nýjar sannanir fyrir þvi að Hanns-Martin Schleyer væri á lifi. Krefjast ræningjarnir þess að ellefu „skæruliöar”, sem nú eru I fangelsi I Vestur-Þýskalandi, verði látnir lausir. NAIROBI 19/9 reuter — Sagt var aö eþlópar heföu I dag beitt öllum flugvélum sinum, sem tiltækar voru, til aö berjast gegn herafla skæruliöa I Ogaden-eyöimörk. Áreiöanlegir heimildarmenn I Addis Abeba sögöu aö stööugar loftárásir væru nú geröar á skriö- drekasveitir og fótgönguliöa af sómölsku þjóöerni sem staösettir væru I eyöimörkinni, heföu eþiópskir flugmenn skotið niöur 28 Mig-flugvélar skæruliðanna og væru þeir einráöir i loftinu yfir borginni Djidjiga, þar sem bar- dagar geisuöu nú. En skæruliöarnir, sem njóta stuönings og aöstoðar stjórnar Sómalilands, sögöust einnig hafa unnið mikla sigra I dag: sögöust þeir hafa komist aftur fyrir vig- linu eþiópa I fjöllunum og náö á sitt vald veginum milli Addis Abeba og Dire Dawa, sem er aðalbækistöð eþiópiska hersins á öllu þessu sviði og bækistöð fyrir flugvélar hans. Styr jöldin hefur nú staðið yfir i meira en átta vikur, og fer oft tvennum sögum af atburðum. Að sögn erlendra sendimanna i Addis Abeba náðu skæruliðarnir á sitt vald hinni mikilvægu miðstöð eþiópiska hersins Djid- jiga i siðustu viku, og höfðu þeir þá unnið mestan hluta Ogaden-- eyðimerkur. Ef það er rétt að her skæruliða er i Djidjiga.eru upp- reisnarmennirnir aðeins tiu km frá Marda-skarði en það er aðal- vegurinn sem liggur til h;nnar fomu borgar Harar, til Dire Dawa og inn i hjarta hinnar fornu Eþiópiu. A hinn bóginn er þetta erfið staða fyrir skæruliðana þar sem erfitt er fyrir þá að verjast lofárásum eþiópiumanna á mar- flatri eyðimörkinni. En ef það er satt að skæruliðarnir hafi lokað veginum fyrir innan Marda-skarð erhætt við þvi að eþiópiski herinn i Dire Dawa eigi brátt við erfitt birgðavandamál að striða. Leiðtogi Eþiópiu, Mengistu Haile Mariam, héit því fram að þrátt fyrir fullyrðingar skærulið- anna um það þeir heföu Djidjiga á sinu valdi væri enn barist á þeim slóðum. Aætlanir hafa verið gerðarum að kalla i herinn hvern einasta uppgjafarhermann undir sextugsaldri i Eþlópiu og hafa tugir þúsunda uppgjaf arher- manna látið skrásetja sig og gengist undir læknisskoðun. Polanski dæmdur í geðrannsókn SANTA MONICA Kaliforniu, 19/9 Reuter — Hinn heimsfrægi kvikmyndahöfundur Roman Pol- anski var i dag dæmdur til aö sitja i fangelsi i 90 daga og gang- ast undir geörannsókn vegna ólöglegra maka viö 13 ára skóla- stúlku. Sagöi dómarinn aö hann myndi ekki kveöa upp endanleg- an dóm yfir Polanski fyrr en hann fengi i hendur niöurstööur geö- rannsóknarinnar. En um leiö og úrskurðurinn var kveðinn upp gaf dómarinn kvik- myndahöfundinum þriggja mán- aða frest svo að hann gæti lokið við undirbúning kvikmyndar, sem hann ætlar að gera, og á að heita „Fellibylur”. Fær starfsfólk Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fulltrúa í útgerðarráði? Eiga heimtingu á upplýsingum segir bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins Eins og 'nýlega var sagt frá i Þjóöviljanum var nær öllu starfs- fólki Fiskiöjuvers Bæjardtgeröar Hafnarfjaröar sagt upp störfum fyrirvaralaust. Ástæöan til upp- sagnarinnar var sú aö þaö hafði dregist úr hömlu aö vinna aö ýmsum þeim breytingum og iag- færingum á húsnæði Fiskiöju- versins, sem löngu voru orðnar timabærar. I rauninni er ekkert nema gott um það að segja að ráðast i um- ræddar endurbætur, en það sem er verulega ámælisvert I þessu sambandi er það að verkafólkið fékk ekkert að vita hvað til stæði fyrr en til uppsagnar kom. Nú hefur það gerst aö bæjar- fulltrúi Alþýöubandalagsins,Ægir Sigurgeirsson, hefur lagt fram eftirfarandi tillögu I bæjarstjórn- og miðar hún að auknum áhrifum starfsfólks á rekstur BÚH og aúö- veldar þvi að fylgjast með hvað er að gerast i fyrirtækinu: „Bæjarstjórn samþykkir að starfsfólk BOH skuli hafa rétt til að tilnefna fulltrúa úr sinum hópi til setu á fundum útgerðarráðs með málfrelsi og tillögurétti. Til- nefning fari fram samkvæmt reglum, sem starfsfólk BÚH set- ur og útgerðarráð samþykkir.” A fundi bæjarstjórnar 13. þ.m. var samþykkt að visa tillögunni til útgerðarráös til umsagnar áð- ur en hún kæmi til endanlegrar afgreiðslu i bæjarstjórn. Fróðlegt verður að fylgjast með þvi hvort verkafólk fær þann sjálfsagða rétt sem felst i tillögunni. —ekh Jardskjálftar á Ítalíu UDINE Italiu, 18/9 Reuter — Talsvert var um jaröskjálftakippi i héraöinu Friuli yfir helgina, en á þvi svæöi varö I fyrra mikill jarö- skjálfti sem olli mjög viötækum skemmdum. A laugardagsmorguninn varð allsnarpur jarðskjálfti, sem mældist 5,1 á Richters-kvarða, og flýðu þá um 100.000 manns heimili sin og dvöldust undir berum himni þann dag og yfir nóttina. I dag fundu menn svo tvo aöra væga jaröskjálftakippi. Mikill fjöldi manna i þessu héraði býr enn i verksmiðjubyggðum bráða- birgðahúsum siðan jarðskjálftinn varð I fyrra, en þá biðu þúsund menn bana og mikill fjöldi húsa eyðilagðist. I jarðskjálftarann- sóknarstofunni i Trieste hafa mælst 400 jarðskjálftakippir sið- an þá. ATT ÞU GAMLA MYNDAVÉL? Við söfnum gömlum myndavélum í því skyni að koma upp safni sem segir sögu myndavélarinnar á lslandi Við bjóðum þér nýja AGFA Autostar instamatic myndávél og filmu að auki fyrir aðeinskr.4000,— ef þú leggur inn gömlu mynda vélina. Hún má vera skemmd og/eða biluð. Hver vill ekki nýjamyndavél?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.