Þjóðviljinn - 20.09.1977, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.09.1977, Síða 4
4 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. september 1977 Málgagn sósíalisma, xerkalýdshreyfingar og þjóöfrelsis. ’Otgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergma_nn. Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siðumúla 6. Simi 81333. Prentun: Blaðaprent hf. Þögnin um Víðishúsið Nokkuð er liðið á aðra viku siðan Þjóð- viljinn birti fyrstur blaða upplýsingar um kaup rikisins á Viðishúsinu. Þar er sem kunnugt er um það að ræða að Sjálfstæðis- flokkurinn beitti sér fyrir þvi að rikið keypti hús af einum af máttarstólpum Sjálfstæðisflokksins, einum aðalútgefenda Visis og Alþýðublaðsins, fyrir 700 miljónir króna að meðtöldum viðgerðarkostnaði. Húsið er ónýtt, og þarfnast geysilegra við- gerða, sem kosta að meðtöldu kaup- verðinu meira en nýtt hús hefði kostað. Framsóknarflokkurinn, Ingi Tryggvason, formaður fjárveitinganefndar og Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamála- ráðherra, hafa beitt sér fyrir þessum húsakaupum af hálfu Framsóknarflokks- ins. í staðinn samþykkti ihaldið að Fram- sóknarráðherrarnir fengju að kaupa hús fyrir rannsóknarlögreglu rikisins af hús- gagnasala i Kópavogi sem lika átti bágt og þurfti að gera framsóknargreiða. Eftir að Þjóðviljinn greindi frá kaupun- um á Viðishúsinu hefur ekkert blað annað en Dagblaðið fjallað um málið. Morgun- blaðið og Timinn hafa þagað þunnu' hljóði af pólitiskum ástæðum, en Reykjaprents- m blöðin, Alþýðublaðið og Visir, þegja vegna þess að útgefandi þeirra er eigandi Viðis- hússins Þannig erViðisdæmið eins sláandi heimild og verða má um það hvað það er sem ákveður hvað skrifað er i áðumefnd blöð. Þau eru beitt ritskoðun i þágu pólistiskra valdamanna og fjármála- spekúlanta forstjóraflokkanna. Það er alkunna að i ritskoðunarlöndum komast blöð upp með að þegja yfir mál- um: þetta er sem betur fer ekki hægt á íslandi. Svo er þvi fyrir að þakka að Þjóð- viljinn er ekki bundinn efnahagslegum og pólitiskum hagsmunum forstjóravaldsins. Þjóðviljinn er engum háður nema islenskri alþýðu. —s. Bein tengsl Fáir aðilar hafa blómstrað eins augljós- lega á valdatima forstjóraflokkanna og milliliðirnir. Má segja að það sé nokkuð sama hvar borið er niður, oliufélögin, tryggingafélögin, skipafélögin skila öll miljónagróða. Fjárfesting þessara aðila hefur tekið ævintýraleg stökk i stein- steypuhöllum á dýrustu stöðum höfuð- borgarsvæðisins. Þetta er það bákn sem fólkið i landinu þarf að bera á herðum sér: báknið sem þarf að losa þjóðina við. Verð- bólguf járfesting þessara aðila hefur sogað til sin fjármagn frá framleiðslugreinum og launafólki. Allir þekkja af eigin raun hvernig verðhækkanirnar stela úr kaup- mætti launanna og flestir sem fást við rekstur framleiðslufyrirtækja hafa af eigin raun kynnst útlánaþaki bankakerfis- ins sem er vissulega tilkomið meðal annars vegna þess hvernig milliliðirnir hafa sölsað undir sig fjármagnið. Fáir aðilar hafa blómstrað eins á valda- tima forstjóraflokkanna og fasteignasal- arnir. Liður ekki svo mánuður að ekki fréttist af nýrri fasteignasölu. Þessi starfsgrein greiðir miljónatugi árlega i Morgunblaðið fyrir auglýsingar: Morgun- blaðið er þvi háð fasteignasölunum. Ástæðan til þess að þessi grein bólgnar svo út sem raun ber vitni um er vitaskuld sú að hún færir mönnum álitlegar tekjur. Glöggt dæmi un það er salan á Viðishús- inu. Samkvæmt taxta á að greiða 5,6 milj. kr. i sölulaun fyrir hús þetta. Segjum að fasteignasalinn hafi verið i mánuð að vinna að hússölunni. Þá hefur hann á ein- um mánuði haft 56-föld verkamannalaun eða nærri 5 föld árslaun verkamanna á einum mánuði. Þetta dæmi er ákaflega sláandi um stjómarstefnu forstjóraflokk- anna, þvi að gróði milliliðanna hefur orðið á kostnað verkamannanna. Þegar gróði milliliðanna vex, lækka laun verkamannanna að kaupmætti. Og menn geri sér ljóst að á milli þessara þátta eru bein tengsl: þarna birtist stjórnarstefnan i sinu rétta ljósi. s balahúsið”, en það er sérskóli einn i Reykjavik, sem byggður var yfir dýr tæki. Þvi er þetta innlegg mennta- málaráðherrans i baráttunni fyrir auknum vatnshalla á þökum rakið hér að nú leggur sjálfur hinn sami ofurkapp á að flytjast með sig og sitt hafur- task i eitúaf þessum „ellefu- balahúsum”. Vill hann þar kosta til nokkru af almannafé. Þetta hús er nokkuð komið til ára sinna. en samt hefur vatns- hallans ekki verið gætt sem skyldi. Það er þó meðal þess sem taliö er húsinu tilágætis aö á efstu hæðinni eru ioftlampar vatnsþéttir ,, og markast það af þaklekanum Undir tágarhripi andskotans Nú sæmir ekki annað yf- ir höfði menntamálaráðu- neytisins en aö það hreyki sér hæst i nýjum húsakynnum og hlýtur þvi efsta hæð Viðis- hússins að falla Vilhjálmi i skaut. Leggst það nú fyrir riddara þakhallans að taka sér ráðherrasæti undir þvi „tágar- hripi andskotans”, sem Viðisþakið er. Ekki er annað sýnna en að hann verði að taka upp úr pússi sinu vinnugallann og stigvélin frá Brekkubúskapnum til þess að Iklæðast i vinnunni, þvi ágjafasamt getur oröið að hlaupa með balana ellefu um móttökusalinn. Vafalitið mun ráðherrann halda vatni þótt erfiðisvinna verði hans hlut- skipti I Viðisráöuneytinu. Enúr þvi aö nú hallast svo til með bú- hyggindin hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni, að hann ætlar að kaupa hriplekt ellefubalahús verður ekki annað sagt en að það fari fyrir honum eins og mörgum manninum „Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann” 1984 i New York Mörg er martröðin. 1 lýðræðisrikjunum lika. I grein frá New York, sem Anna S Atladóttir ritar i Dagblaðið sl. laugardag segir hún frá sjón- varpsþáttum sem verið er að sýna þar vestra eftir bókinni „The Company”. Þetta eru 6 tveggja klukkustunda þættir um starfsemi bandarisku leyni- þjónustunnar CIA. Hver þáttur er ofsaspennandi aö sögn önnu og „hér situr fólk limt við sjónvarpstækin sin til þess að missa ekki af þessum þáttum”. Þættirnir verða önnu tilefni til eftirfarandi hugleiðinga: Það fær mann til þess að leiða hugann að þeim stjórnmála- mönnum, sem verið hafa i sviðsljósinu á undanförnum árum eins og t.d. Nixon forseta. Hann og hans menn koma mikið við sögu. Eins og málið er sett fram bæði i bókinni og sjónvarpsmyndinni eiga þeir að hafa sett allt á svið eins og það gerðist hér. Manni finnst þetta hálf- skuggalegt allt saman og virðist eins og þeir geti eyöilagt hvern sem þeir vilja, ef þeim sýnist. Johnson forseti reyndi slika aðferð við Earthu Kitt sællar minningar, en mistókst. Þessir menn geta greinilega gert það sem þeim sýnist og maður er varnarlaus gagnvart þeim. Þeir opna bréf, hlera sima og elta fólk um allar trissur og athuga allt um persónulega hagi fólks. Þetta minnir einna helzt á bókina 1984, en það ereina bókin sem ég hef verið hrædd við að lesa og gat reyndar aldrei klárað hana” ' Víöishúsið er aö minnsta kosti „ellefubalahús” og ekki dugar annað en að vera í vinnugallanum við balatiifærslur. Vilhjálmur í ellefubalahúsi Það er kunnara en frá frá þurfi aö segja, að „eiginlega er ekkert bratt, aðeins mismunandi flatt” Sérstaklega flatt hefur byggingarlag á hús- þökum orðið efir að menn fóru að læra húsagerðarlist i skólum eins og Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamála- ráðherra benti á i vatnshalla - grein sinni I Timanum 23, janúar sl. Aö inngangsorðum hefur sú grein spakmæli Bjarts i Sumar- húsum: Sá leki er holiur, sem Ur lofti kemur. Ráðherra er ekki eins hress með þann þakleka sem er fylgi- fiskur flestra nýlegra bygginga, og telur nær að íariö sé að dæmi forfeðranna t þúsund ár byggðu islendingar hús með þökum, sem voru hæst I miðjunni. Jafnlengi fannst enginn bóndi svoblárá görn, að hann viljandi gerði hey sin flöt að ofan og þvi siöur meö lægð i miðjunni. Jafnvel Bakkabræður, sem þó reyndu nýjungar í húsagerð, breyttu ekki lögun þaksins, svo vitað sé. Og eftir að tslendingar fengu vatnshelt efni á hús sin bárujárnið, notuðu þeir það um skeiö með ágætum árangri.” Ráðherrann fellst á það að með tilkomu hverskyns fræöinga i húsbyggingum hafi húsakost’.r farið batnandi.en þó. sé einn galli á „gjöf Njaröar” „Ótrúlega mörg hinna nýrri húsa halda ekki vatni — mig- leka eins og tágarhripið and- skotans, svo sleppt sé öllu rósa- máli”. Rekur Brekkubóndinn síðan persónulega reynslu sina af þakleka og er það ófögur upptalning. Meðal annars kemur þar við sögu „ellefu-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.