Þjóðviljinn - 20.09.1977, Side 6

Þjóðviljinn - 20.09.1977, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. september 1977 FÁEIN KVEÐJUORÐ: Guðjón Benediktsson Fæddur 5.5. 1896 Dáinn 6.9. 1977 1 dag fer fram frá Frikirkjunni i Reykjavik útför Guöjóns Bene- diktssonar múrara, en hann lést 6. þ.m. eftir alllanga vanheilsu 81 árs ab aldri. Meö Guöjóni Benediktssyni er fallinn i valinn einn af fremstu forustumönnum i stéttarbaráttu verkalýðsins i Reykjavik á þriöja og fjóröa áratug aldarinnar. Hann haslaði sér strax ungur maöur völl i róttækari armi verkalýðshreyfingarinnar. Hann var i Alþýðuflokknum og studdi þar vinstriarminn uns hann gerö- ist einn af stofnendum Kommún- istaflokks Islands 1930 og sat í miðstjóm hans frá stofnun til 1936. Hann var einn af stofnend- um Sósialistaflokksins 1938 og studdi þannflokk allan starfstima hans. Guðjón Benediktsson var fædd- ur aö Viöboröi i Mýrahreppi, Austur-Skaftafellssýslu 5. mai 1896. Voru foreldrar hans Bene- dikt Kristjánsson bóndi þar og siöar að Einholti isömu sveit, og kona hans Álfheiöur Siguröar- dóttir. Guöjón fórtilnámsigagn- ræöaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi 1918. fiann stundáði nám 1 4. bekk menntaskóians 1 Reykjavik 1919-1920. Kennari var hann i heimasveit sinni 1918-1919 og viö Kvöldskóla verkamanna I Reykjavik 1925-27. Aöalstarf hans varö hins vegar múrverk og byggingarvinna og stundaöihann þau störf frá 1924 til 1957 er hann varð aö leggja múrverkiö á hill- una vegna heilsubrests. Haföi hann hlotiö iönbréf i múraraiön 1932 en sveinspróf tók hann 1943. Eftir aö Guöjón hætti múrara- störfum réðisthann til HUsnæðis- málastofnunar rikisins og vann þar eftirlits- og skrifstofustörf fast fram undir áttrætt. Var hann þar ákaflega vel látinn af sam- starfsfólki, aida hverjum manni léttari i' lund og skemmtilegri á vinnustað. Vissi ég að Guðjón var forráðamönnum Húsnæöismála- stofnunarinnar afar þakklátur fyriraöfáaöhaldastörfum óslitið áfram meðan kraftar entust, enda voru störfin þar og sam- gangurinn viö samstarfsfólkiö honum mikil sálubót. Guðjón Benediktsson heillaöist ungur af þeim hugsjónum jafnaö- ar og félagshyggju sem á rætur slnar I kenningum sósialismans og baráttu verkalýðshreyfingar- innar.HannstarfaðiÍDagsbrún á þriðja áratugnum og lét þar veru- lega til sin taka. Hann átti sæti i „rauöu stjórninni” sem stýröi Dagsbrún 1926-27. Samstarfs- menn hans i þeirri stjórn voru Magnús V. Jóhannesson, Arsæll Sigurðsson, Filipus Ármundason og Guöm. R. Oddsson. Eru þeir nú allir fallnir frá nema Guö- mundur einn, sem enn býr viö góöa heilsu þrátt fyrir háan ald- ur. Aðal starfsvettvangur Guöjóns á sviöi stéttarbaráttunnar varö aö vonum Múrarafélag Reykja- vikur en þar lét hann mikið til sin taka um langt skeiö og gegndi margvislegum trúnaöarstörfum fyrirfélagið. Var hann m.a. vara- formaður félagsins 1925—36, for- maður 1936—40 og 1946—49, ritari 1942—45 og gjaldkeri 1951—53. Þá var hann i stjórn Iönsambands byggingamanna 1935—37, forseti1 Sveinasambands byggingamanna 1937—38 og i stjórn til 1940. Enn- fremur var hann forseti Lands- sambands isl. stéttarfélaga 1939—40. Guðjón tók mikinn og góöan þátt i þeirri höröu stéttarbaráttu sem verkalýðurinn varö að heyja á atvinnuleysisárunum eftir 1930. Hann var tiðum ræöumaöur á fundum verkamanna og þaö brást ekki aö Guöjón var jafnan þar til staðar sem baráttan var hörðust. Hann var einn af þeim sem hlaut þyngstan dóm eftir átökin 9. nóv. 1932 þegar verkalýðurinn hratt kauplækkunarárás ihaldsins i bæjarstjórn. Hann var djarfur og hugrakkur baráttumaöur sem lét sig hvergi vanta þar sem góöur málstaöur þurfti á liöstyrk aö halda. Guöjón var mjög lengi virkur og ötull þátttakandi i stjómmála- baráttu verkalýösins. I fyrsta skipti sem Kommúnistaflokkur- inn bauð fram viö Alþingiskosn- ingar i Reykjavik skipaöi Guöjón efsta sætilistans. Þetta var 1931. Viö kosningarnar 1934 var hann i kjöri fyrir Kommúnistaflokkinn i Mýrasýslu og við báöar kosn- ingarnar 1942varhann frambjóð- andi Sósialistaflokksins I Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Þar kynntisti hann Ólafi Hiors fyrst persónulega og hafði mikla ánægju af fundahöldunum og pólitisku viðureigninni. Haföi hann margar skemmtilegar sög- ur á takteinum af fundunum i Gullbringu- og Kjósarsýslu og þá ekki sist af viðbragðsflýti og létt- leika ólafs ioröraaðum of svörum. Guöjón var ákaflega skemmti- legur félagi og afar vinsæll á vinnustaö. Hann var jafnan léttur ilund og lét óspart fjúka gaman- yröi þegar viö átti. Hann var sjór af fróöleik og vel lesinn i bók- menntum okkar og kunni ógrynni af kvæöum og lausavisum. Hann var sjálfur ágætlega hagmæltur og liggur áreiöanlega eftir hann mikið af slikum kveðskap. Hann haföi ánægju af aö hafa yfir visur ogkviölinga bæöi eftir sjálfan sig og aöra. Eftir að halla tók undan fæti með heilsu hans fyrir 2-3 ár- um og hann fann að hverju fór kastaöi hann fram þessari stöku oger hún súsiöasta sem ég heyrði frá hans hendi: Er mig tekin elli aö hrjá engin von að linni. Sér nú fyrir endann á ævisögu minni. Guðjón kvæntist 3. nóv. 1923 Kristínu Guðmundsdóttur frá Tungu i Gaulverjabæjarhreppi, greindri og myndarlegri mann- kostakonu, en hún var ekkja eftir Daviö Jónsson, lögregluþjón. Gekk Guöjón bömum hennar i föður staö, þeim Kristinu, Hann- esi Kr. arkitekt og Daviö prófess- or. Var mikiöástriki með þeim og Guöjóni. Þau Kristin og Guöjón eignuöust einn son, Kjartan, mik- inn efnismann, sem lokið haföi stúdentsprófi en lést litlu siöar. Var hann mikiö eftirlæti foreldra ■ sinna og miklar vonir viö hann tengdar. Má nærri geta hvflikur harmur hefur verið aö foreldrun- um kveðinn viö fráfall hans og hygg ég aö þaö sár hafi aldrei gróiö. Kristin lést 24. febrúar s.l. eftir langa sjUkrahúslegu. Haföi sam- búð þeirra Guöjóns þá varaö i rúm 53 ár. En þótt Guöjón væri orðinn aldraður maöur er fráfall hans bar aö höndum, er hann kvaddur með eftirsjá af félögum og vinum og fjölda samstarfsmanna sem með honum áttu samleiö. Við- kynning og vinátta er þökkuö og geymd og ástvinum hans öllum sendar samUðarkveðjur. Guömundur Vigfússon. Við, sem ekki trúum á ofur- mennin eigum sennilega oft betra meö aö gera okkur grein fyrir af- rekum fólks á liðandi stund en hinir. Þess vegna fer ekki hjá þvi aö sá hópur veröi stór i hugum okkar, sem unniö hefur mikil af- rek i baráttu Islensku verkalýös- hreyfingarinnar. Það fólk, sem slik afrek vann fyrir miöja öldina og slðar, er margtað hverfa af sjónarsviðinu og fellur nú i valinn næstum á hverjum degi. Einn þeirra sem fyrrum lyfti þungu taki i haröri baráttu fyrir frumstæöustu réttindum verka- fólks, vinnu og brauöi, var Guöjón Benediktsson múrari. Þótt viö færum aldrei saman langan spöl i einu, heyrði ég jafn- an til hans ööru hvoru, i riti, ræöu eöa afspurn. Og löngu áöur en ég kynntistGuöjóniminnist ég frétta af honum i hópi þeirra voöalegu manna, sem fóru um landiö til aö fylkja fátæku fólki til liös viö verkalýöshreyfingu og sósial- isma. Hann var þá jafnan einn þeirra ódeigustu til erfiöra verka, en lika sá, sem átti hvaö auöveldast meö aö ná eyrum fólks. Glaöværö hans, þróttur og hnitmiðuð fyndni hreif margan mann sem basliö var að yfirbuga og gaf honum nýja von og bros á vör. En glóandi háðið, sem Guöjón varpaði oft • fram i ræöu stöku eöa blaöagrein varö siöur en svo öllum sami gleöigjafinn. Andstæöingum verkafólks sveið oft svo undan oröum hans, aö kvöl þeirra logaöi ihatri. En engum geöheilum and- stæöingi entist langur timi til þess aö hata Guöjón Benediktsson, til þess var hann alltof laus við hatur sjálfur og æðrulaus þegar á hann var ráðist, — og til þess var hann alltof skemmtilega sannorður i sókn og svörum. GuöjónBenediktsson á mörg og merkileg spor i verkalýöshreyf- ingunni, sem ekki verða rakin hér. Þessi orö eru fyrst og fremst ' kveöja til félaga, sem sannaöi það I starfi hversu mikils verði þaö er fyrir félagsskap alþýöunnar aö eiga á að skipa mönnum, sem geta yljað baráttu hennar æðrú- leysi og gleöi. Stefán ögmundsson. Guðjón Benediktsson var einn úr stórum hópi systkina, alinn upp á þeim árum þegar hver varö að vinna fyrir sér jafn vel á barnsaldri. Þessar alkunnu þjóö- félagsaöstæöur þeirra tima hafa eflaust ráöiö miklu, e.t.v. öllu um þaö, að Guöjón nam handverk en fór ekki svokallaðan menntaveg. Nægar voru námsgáfurnar. Þar meö var tólfunum kastaö, Guöjón hlaut aö veröa liösmaöur hinnar ungu upprennandi verka- lýöshreyfingar. Aldrei gat komiö til aö slikur hæfileikamaður stæöi utan við baráttuna sjálfa. Áður en varöi var hann kominn i fylkingarbrjóst, þar sem hann hjó á báðar hendur, jafnt af fun- andi mælsku skaphitans, sem hnittinyröum hins fædda humor- ista. Honum var I blóö borið aö vera kristinn maöur i raun láta sérekki nægja aö játa trú, heldur „gri'pa geirinn i hönd” og ganga þar i bardagann, sem þörfin var mest. Hann gat ekki horft á það aögerðarlaus aö þeir sem skapa verðmætin og standa aö þvi leyti undir öllum framförum væru manna lengst frá þvi aö njóta þessara hluta. Þar með kastaði hann sér úti strenginn og skipti fá um togum að honum var falin hver trúnaöarstaöan af annarri: Forseti Sveinasambands byggingamanna, forseti Land- sambands islenskra stéttarfélaga formennska, ritara- og gjald- kerastörf ásamt setu i fulltrúa- ráðum og fjölda nefnda; er hér aðeins fátt taliö. A timabili átti ég þvl láni að fagna aö kynnast félagslegum vinnubrögðum þessa reynda manns og var þaö i senn mennt- andi og skemmtilegt. A ég siðan mikiö honum að þakka i þeim efnum. A seinni árum þegar Guö- jón haföi aö mestu dregið sig út úr almennri verkalýðsbaráttu kom það i hans hlut að halda uppi stjórnarandstöðu I sinu félagi. Mátti þá oft finna aö stutt var niö- ur i gamla glóö og eldur oft fljótur aö gerast bjartur. Þessi afskipti hans leiddu oftar en ekki til þess að ýmis mál breyttu um stefnu og sýndu fleiri hliðar en annars hefði veriö. Það ereinkenni bestu manna að nýtist þeirra framlag hvort heldur þeir halda um stjórnvöl eöa sitja i andófi. Ég veit fullvel aö ekki er þaö Guöjóni aö skapi að mælt sé eftir hann án þess aö nokkur hvatn- ingarorö falli meö. Nú, þegar óð- um fækkar brautryðjendum verkalýöshreyfingarinnar, biö ég verkalýðinn sem nýtur starfa þeirra aö missa ekki tengsl viö sjálfa söguna og leita fyrirmynda hjá eldhugunum, sem i árdögum leiddu baráttuna gegn ofurefli og gerðu með þvi þriöja og fjóröa áratuginn öörum merkari i fyrri- hluta þessarar aldar. Einn þeirra var félagi Guðjón Benediktsson, sem nU er kvaddur meö viröingu og þökk. Aöstandendum sendi ég hug- heilar kveðjur. Bergsteinn Jónsson. Hinn 6. september sl. lést á hjúkrunardeild Landsspitalans gamall samstarfsmaöur minn og góövinur, Guöjón Benediktsson, mUrari. Haföi hann einn um átt- rætterhann lést, var fæddur hinn 5. mai 1896 að Viöborði, Mýra- hreppi i Austur-Skaftafellssýslu. Hann haföi búiö viö vanheilsu siö- ustu árin og kom þvi fráfall hans ekki með ölluá óvart,þótthans sé hins vegar sárt saknaö nú. Þegar viö Guöjón heitinn kynntumst I september 1965 átti hann oröið ianga ævi aö baki. Hann haföi þá starfaö sem eftir- lits- og skrifstofumaöur hjá Hús- næðismálastofnun rikisins allt frá 1959, er hann réöst til þess starfa. Þótt hann væri kominn fast aö sjötugu er viö kynntumst var hann ungur I anda og afar hress og vel á sig kominn i hvivetna, enda átti hann þá enn eftir ab starfa meö okkur um margra ára skeiö aö húsnæöismálum. Þegar i upphafi fór vel á meö okkur og er það ekki I frásögur færandi þvi aö hann var hvers manns hugljúfi á okkar vinnustaö. Sem starfsmaö- ur var hann afburða samvisku- samur og nákvæmur, góö undir- stööumenntun, prýöilegar gáfur og mikil reynsla i lifi og starfi geröu honum fært að skila með prýöi starfi, sem gerði og gerir miklar kröfur. 1 lána-deild stofnunarinnar kynnti hann sér ýtarlega allar Ibúðateikn- ingar, sem bárust meö lánsum- sóknum, mældi nákvæmlega stærðir þeirra og haföi auk þess, einkum framan af, eftirlit meö byggingaframkvæmdum, sem stofnunin veitti lánsfé til. Þetta er bæði nákvæmt og mikil- vægt starf, sem hann sinnti af mestu alúð og vandvirkni, svo að ekki varö á betra kosið. I daglegu samstarfivar hann ætið ljúfur og kátur, haföi gjaman spaugsyröi á vör og visur á hraðbergi. Hann var prýðilega lesinn I bókmennt- um okkar, einkum hygg ég þó aö hann hafi veriö ljóöelskur. Raun- ar var hann sjálfur vel hagmælt- ur, þótt hann flikaöi þvi ekki, orti m.a. ljóöið viö Fánasöng múrara. A samkomum okkar starfsmann- anna var hann gjaman hrókur alls fagnaðar, einkum þóttu þeir góöir saman hann og Eggert G. Þorsteinsson, múrari, skrifstofu- stjóri stofnunarinnar og siðar félagsmálaráöherra. Báöir voru þeir heiöursfélagar Múrarafélags Reykjavikur og bræður I anda góösemi og velvildar, þótt þeir hafi margsinnis áöur fyrr gengið hart fram i keppni um fylgi múr- ara I stéttarfélagi sinu. A sam- fundum okkar gengu spaugsyröin milli þeirra tveggja, svo aö litið lát varð á, öllum til óblandinnar ánægju. Guöjón heitinn var mikill félagshyggjumaöur, allt frá ung- um aldri. Hann var einlægur verkalýössinni og sósialisti og var trúr æskuhugsjónum sinum I þvi efni alla ævi. Upphaflega mun hann hafa verið stuöningsmaöur Alþýöuflokksins en leiöir skildu og hann geröist einn af stofnend um Kommúnistaflokks íslands. Sat hann i' miöstjóm flokksins ár- in 1930-1936. Siðar geröist hann flokksmaður Sameiningarflokks alþýöu — Sósialistaflokksins og var þaö allt til loka þess flokks. Afram var hann slðan féiagsmað- ur I Sósfalistafélagi Reykjavikur, eftir þvi sem ég best veit, allt tii endadægurs. Hann hafði mikinn áhuga fyrir stjórnmálum en haföi sig þó litt i frammi á þvl sviöi sið- ustu árin. Áhugi hans og störf voru einkum á sviöi verkalýðs- málanna, þar sem hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa. Hann sat i hinni „rauðu stjórn” Dagsbrúnar 1926-1927, var varaformaöur MUrarafélags Reykjavikur 1935- 1936 og formaður þess 1936-1940 og 1946-1949, svo að nokkuð sé tal- ið. Þá var hann forseti Sveina- sambands byggingamanna 1937- 1938 og forseti Landssambands islenskra stéttarfélaga 1939-1940.- Eru þá ótalin mörg önnur trUnaöarstörf hans i þágu verka- lýössamtakanna, einkum i sam- tökum múrara. Var þvi sannar- lega vel til fundið af Múrarafélagi Reykjavikur aö gera hann aö heiðursfélaga sinum. 1 einkalifi sinu var Guöjón gæfumaöur. Hann var kvæntur hinni ágætustu konu, Kristinu Guömundsdóttur frá Tungu i Gaulverjabæjarhreppi, er lést fyrr á þessu ári. Þau áttu saman einn son, er lést i blóma aldurs sins og varð þeim mikill harm- dauði. Guðjón gekk i fööur stað börnum Kristinar af fyrra hjóna- bandi, þeim Kristinu, Daviö og Hannesi Kr„ er ung misstu Davlð föður sinn I sjóslysi. Þegar leiöir skilja nú er mér efst i huga góðsemi sú og velvild, sem mér þótti ætiö einkenna Guö- jón heitinn I svo rikum mæli. Allt- af lagöi hann gott eitt til mála og gerði ætiö gott úr öllu. Slikir menn eru ómetanlegir á hverjum vinnustaö. Hann verður okkur samstarfsmönnum sinum ógleymanlegur og minninguna um hann munum viö ætið geyma i huga okkar og sál. Ættingjum hans og skyldmennum vottum viö einlæga samúö okkar og biðjum sál hans blessunar á ómælisleið- um. Siguröur E. Guðmundsson. empa INNRÖMMUN Hamraborg 12 Sími 43330 Alhliða innrömmunarþjónusta

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.