Þjóðviljinn - 20.09.1977, Side 9
Þriðjudagur 20. september 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
JÓN L. ÁRNASON HEIMSMEISTARI SVEINA í SKÁK
Fyrsti íslenski
heimsmeistarinn
Jón L. Arnason varð á
sunnudaginn heims-
meistari sveina í skák.
Hann er jafnframt fyrsti
islendingurinn i sögunni
sem hlýtur slikan titil .
Árangur Jóns á mótinu er
með eindæmum frábær.
Hann varifararbroddi frá
uppháf’i og gaf aldrei
þumlung eftir.
Eftir jafntefli I fyrstu skákinni
kom stórkostlegur sprettur, sex
næstu skákir vann hann og var þá
þegar búinn að tryggja sér vinn-
ings forskot. 1 8. umferð tapaði
Jón svo sinni einu skák. Það var
helsti keppinautur hans Kaspar-
ovxv sem vann Jón og komst þar
með upp við hliðina á honum
ásamt bandariska þátttak-
andanum i mótinu. Lokasprett-
urinn virtist ekki ætla að verða
sérlega léttur, mikil þreyta farin
að setjast I Jón eftir hverja
biðskákina á fætur annarri. En
með gifurlegri seiglu og keppnis-
hörku tókst honum að vinna
næstu tvær skákir þannig að fyrir
siöustu umferð munaði enn einum
vinning milli hans og næstu
manna.
Menn stóðu hreinlega á öndinni
af spenningi, þegar opnað var
fyrir útvarpstækin á sunnudags-
kvöldið. Og fögnuðurinn var
gifurlegur þegar úrslitin voru til-
kynnt. Nýr heimsmeistari sveina.
Stórkostlegt og ógleymanlegt
afrek. Þeim sem til þekkja kemur
árangur Jóns ekki mikið á óvart.
Fyrirfram var vitað að hann yrði
einn af sigurstranglegri
keppendunum og þá til grund-
vallar lagður frábær árangur sem
hann hefur náð við skákborðið á
siðustu mánuðum, fyrst fslands-
meistari 1977, siðan Norðurlanda-
meistari unglinga 1977 og nú var
möguleikinn á þriðja titlinum i
augsýn. Og Jón stóð fyrir sinu og
uppfyllti glæstustu vonir. Stór-
kostlegt afrek. Til hamingju Jón!
—hól
Friörik og Karpov ræðast við á meðan af mælismót Max Euwes stóö I Amsterdam 1976.
Friörik til móts
við heimsmeistarann
Friðrik ólafsson,stórmeistari
i skák, mun á morgun halda út
til Holiands til þátttöku i einu
sterkasta skákmóti sem um get-
ur Í skáksögunni. í þessu móti
eru saman komnir velflestir af
sterkustu skákmönnum heims
og styrkleikatalan 14 sýnir að
vart er hægt að halda sterkara
mót. Styrkleikatalan 15 er sú
hæsta og enn hefur slíkt mót
ekki verið haldið.
Mótið er haldið af Interpolis
vátryggingarfirma i Hollandi
sem hefur aðsetur i ltilum bæ,
Tilburg i Mið-Hollandi. Kepp-
endur i mótinu eru eftirtald-
ir: A. Karpov, Sovétrikjunum,
núverandi heimsmeistari I
skák, U. Anderson Sviþjóð, T.
Miles, Englandi, Balachov
Sovétrikjunum, Gligoric,
Júgóslóvakiu, V. Hort
Tékkóslóvaklu, R. Hilbner, V-
Þýskalandi, L. Kavalek Banda-
rikjunum. G. Sosonko Hollandi
og J. Timman, Holland og V.
Smyslov Sovétrikjunum.
„Þetta er ansi „þétt” mót
sagði Friörik i samtali við Þjóð-
viljann i gær, engir öruggir
punktar. Ég er þvi alls óvis um
frammistöðuna, gæti orðið hálf-
gert happa og glappa mót.
Raunar hef ég litið getaö
stúderað aö undanförnu, alls-
kyns hlutir að trufla mann eins
og þetta FIDE-vesen, nú svo
stend ég i húsbyggingu þannig
að það er margt sem glepur”.
„Svona happa
og glappa-mót
hjá mér að þessu
sinni” sagði
Friðrik
Um verðlaunin á mótinu sagði
Friðrik að þau væru á allan hátt
mun betri en t.d. á mótinu i Bad
Lauterberg I vetur. Fyrstu
verðlaun heföu upphaflega ver-
ið 9 þús. hollensk gyllini. Hins
vegar fór Sovétmaðurinn
Razuvajev út úr mótinu og inn
kemur Smyslov sem gerir það
að verkum að styrkleikatalan
hækkar úr 13 i 14 sem ætti að
þýða meiri verölaun. Aliir kepp-
endur fá»auk vasapeninga,
startgjald sem eins konar
öryggisventil ef illa fer.
„Þaö kom upp ansi hjákát-
leg staða i Bad Leuterberg-
mótinu” sagði Friðrik. „Þar
voru aðeins 8 verðlaun en auk
þess borgað fyrir hvern vinning
en ekki fyrir jafnteflin. Fjöl-
margir keppenda, þ.e. atvinnu-
skákmenn sem engar aörar
tekjur hafa nema verðlaun af
mótunum,gerðu sér enga grein
fyrir þessu atriöi fyrr en mót-
inu var annaö hvort alveg að
ljúka eða var lokið. Þegar ég
sagði sænska stórmeistaranum
Ulf Anderson frá þessu þá
hreinlega fölnaði hann upp enda
hafði hann ekki unnið eina ein-
ustu skák, gerði 14 jafntefli og
tapaði einni. Gligoric, „vinur
minn”,vissi ekkert um þetta
atriði fyrr en á sjálfri verð-
launaafhendingunni. Hann ætl-
aði eins og sannur heiðursmað-
ur að halda ræðu. Þegar uppi
ræðupúltiö kom, hafði honum
oröið svo mikið um að ræðan
var ekki nema ein eða tvær
setningar.
Sjónvarpsskákmót á
vegum BBC og V-Þýska
sjónvarpsins.
Friðrik sagði að islenska sjón-
varpinu hefðu veriö boðin kaup
á þætti sem breska sjónvarpið
BBC hefði gert i samráði við V-
þýska sjónvarpið. Þetta var
skákmót sem engu minni menn
en Karpov, Larsen o.fl. hefðu
tekið þátt I og BBC mun sýna
breskum sjónvarpsáhorfendum
i vetur. Til þess að gera þennan
þátt enn athyglisverðari fyrir
vikið kom til tals að Friörik færi
utan og tæki þátt i keppninni,
sem myndi þýða aukinn kostnað
við þáttinn. Islenska sjónvarpiö
hafi hins vegar takmarkaðan
áhuga á þessu efni þannig að við
Islendingar getum ekki vænst
þess að fylgjast með sliku móti i
vetur. -hól.
Jón L. Arnason, heimsmeistari sveina I skák. Þessi mynd var tekin af
honum þegar Þjóðv. átti við hann viötal áöur en lagt var uppf hina
fræknu sigurför.
Einar S. Einarsson, forseti
Skáksambands íslands:
Aldrei ádur átt heims-
meistara nema þegar
við urdum heims-
meistarar í
„Það verður ekki annað sagt en
að hér hafi farið eins og að var
stefnt. Þetta frábæra afrek Jóns
kemur mér engan veginn á óvart,
hann einfaldlega uppfyllir glæst-
ustu vonir. Eg þori að spá að hér
sé um að ræða upphafið af mjög
glæsilegum afreksferli. A 6
siðustu mánuðum hefur hann
unnið þjrá eftirsótta tiltla,
Islandsmeistaratitilinn, Norður-
landameistaratitil unglinga og nú
heimsmeistaratitil sveina. Alveg
stórglæsilegt enda himinlifandi
með árangurinn.”
Skáksambandið mun taka dug-
lega á móti Jóni þegar hann
kemur heim kl. 5.30 i dag. Hvetur
það skákmenn til að f jölmenna út
á völl enda ekki á hverjum degi
sem Islendingar fagna nýjum
heimsmeistara. Reyndar höfum
við aldrei unnið heimsmeistara-
titil áður nema þegar undan er
skilið þegar öll þjóðin varð
heimsmeistari i verðbólgu.
Þegar Einar var inntur eftir þvi
hvort Skáksambandið myndi
bjóða i einvigið, milli Spasskis og
Portisch um réttinn til að skora á
heimsmeistarann i skák Anatoly
Karpov, sagði hann að á þvi væru
hverfandi likur. Til þess þyrfti að
koma meira til en sá grundvöllur
sem skákhreyfingin væri rekin á
þegar um slika viðburði er að
ræða. Sjálfboðavinna sú sem
þar um ræðir væri nokkuð sem
ekki væri endalaust hægt að
leggja á fólk. Skáksambandið
myndi að sjálfsögöu ihuga gaum-
gæfilega aliar hugmyndir sem
fram kæmu varðandi þetta ein-
Fridrik Ólafsson:
verðbólgu
vigi, en eins og staðan er i dag eru
likurnar litlar að á þvi geti orðið.
Holland hefur lagt fram tilboð i
einvigið og Júgóslavar og Puerto
Rico menn hafa lagt fram lausleg
tilboð. Vitað er að Spasski sóttist
eftir myndarlegri verölauna-
upphæð en var til skiptanna þegar
einvigið stóið milli hans og
tékkans Horts.
Árni Björnsson,
faðir Jóns L.
r
Arnasonar:
Ekkert
kúluvarp
núna
„Þetta var skratti gott hjá piiti,
já raunveruiega alveg stór-
kostlegt. Það er svo sannarlega
ekkert kúluvarp núna. Að sjálf-
sögðu erum við alveg i sjöunda
himni hér heima. Ég fyrir mitt
leyti styð eindregið við bakið á
stráknum á skákbraut hans.
Hvort hann verður einhvern-
timann stórmeistari skal ósagt
látið, það verður timinn aö leiða i
ljós.
Frábær frammistaða
, „Það verður ekki annað sagt heimsmeistaratitlum. Þessi sigur
en að þetta sé hreinlega frábær hjá Jóni er að minu mati aöeins
frammistaða hjá Jóni. Vonandi einn áfangi á leið til enn glæsi-
verður það þó venjulegra fyrir legri sigurs. Eg óska honum
okkur Isléndinga að taka við innilega til hamingju”.