Þjóðviljinn - 20.09.1977, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 20.09.1977, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. september 1977 Eftir Elías Davlðsson kerfisf ræðinq ÍIBM Prite Control Seen as ’Absolute'j <IBMBreak-Up SeéiTas Önly Solution\ Staða, vandamál og leiðir til úrbóta Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að notkun tölva hefur aukist mjög hér á landi undanfar- in ár. Tölvur eru afar mikið notaðar við opinbera stjórnsýslu, bókhald margra fyrirtækja, launaútreikninga ríkisstarfs- manna og sveitarfélaga og i bankakerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar hafa hvorki stjórn- málamenn né almenningur gefið þvi gaum, að útbreidd tölvunotk- un, eins og hún er að verða, hafi stjórnmálalegar og efnahagsleg- ar afleiðingar. Óviða mun eitt ákveðið fyrir- tæki ráða jafnmiklu i þróun tölvu- mála og hér. Ef slikt fyrirtæki kysi að stöðva starfsemi sina hér skyndilega, gæti það sett efna- hagskerfi og stjórnsýslu landsins á annan endann. Jafnvel hótun um brottför sliks fyrirtækis getur hindrað stjórn- völd i að fylgja fram stefnu sinni. Af ofangreindum ástæðum, er brýnt að koma á umræðum um stöðu islenskra tölvumála. Eftir- farandi grein er framlag til slfkra umræðna. Núverandi staða á tölvumarkaðnum Rikisstjórnir ýmissa Vestur- landa hafa sett löggjöf gegn hringamyndun og einokun til þess að vernda frjáls markaðsöfl. I nafni slikra laga hefur t.d. rikis- stjórn Bandarikjanna staðið i margra ára málaferlum gegn IBM, sem hafa kostað ærið fé, og sem spáð er, að standa muni a.m.k. i 10-20 ár til viðbótar! Formælendum frjálsrar sam- keppni stendur stuggur af hvers kyns einokun. Kenningin um frjálsa samkeppni byggist á þvi, að hún sé i þágu neytenda. Sé samkeppni eða samkeppnisað- staða heft — vegna samþjöppun- ar á auðmagni eða vegna aðgerða (eða aðgerðarleysis) stjörnvalda — fellur botninn úr markaðskerf- inu og við tekur einokunarkerfi rikis eða auðfélaga. Meðofangreinti huga, er spurt, hvort „frjáls” markaðslögmál riki á hérlendum tölvumarkaði, og hvort neytendum sé tryggður raunverulegur valkostur milli seljenda. 1 fljótu bragði virðist svarið já- kvætt, enda keppa nú a.m.k. fimm fyrirtæki hérlendis um að selja bandariskar tölvur: 1. Heimilistæki hf., umboð fyrir Wang Co. 2. IBM á íslandi, útibú Inter- national Business Machines. 3. Kristján 0. Skagfjörð, umboð fyrir Digital Equipment Corp., o.f.l. 4. Skrifvélin hf., umboð fyrir Data General Corp. CMC, o.fl. 5. Tölvutækni hf., umboð fyrir Burroughs Corp. Engin skilyrði fyrir sambærilega samkeppnisaðstöðu Eigi samkeppnisaðstaða ofan- greindra aðila að vera sambæri- leg, verða þeir fyrst af öllu að eiga jafnan aðgang að fjár- festingar- og rekstrarfjármagni. En sliku er ekki til að dreifa. í krafti þess, að IBM á Islandi er útibú — þ.e. óaðskiljanlegur hluti — fjölþjóða auðhrings, eru fjármagnsfærslur milli útibúsins og annarra deilda þess erlendis að mestu óháðar venjulegum gjaldeyrisviðskiptum. 1 slíkum viðskiptum innan fyrirtækis gilda aðrar reglur um verðlagningu tækja, þjónustu og tækniaðstoðar en þær, sem gilda milli sjálf- stæðra fyrirtækja. Eins og hjá hverjum öðrum fjölþjóða auðhring, eru milli- færslur IBM miðaðar við, að sem best heildarútkoma verði á starf- seminni í heiminum. Afkoma hvers einstaks útibús skiptir minna máli, ef nokkru. I slfku millifærslu-bókhaldi er miðað við að hámarka („maximize”) heildarhagnað auðhringsins, með tilliti til skattstiga einstakra landa, tollalöggjafa þeirra, „good-will” á einstökum stöðum og hagnaður látinn koma fram i skattlitlum rikjum. bað er þvi ekki að ástæðulausu, að IBM fyrirtækið er skráð i Delaware riki i Bandarikjunum, enda þótt höfuðstöðvar séu i Armonk, New York. Enginn innlendur aðili hefur i rauninni aðstöðu til að meta og endurskoða að gagni gjaldeyris- viðskipti IBM á Isiandi. Þetta er öllum ljóst, sem hafa eitthvað kynnt sér stprfsaðferðir fjölþjóða fyrirtækja. Eg mun þvi ekki fara nánar út i þessa sálma hér — sem eru frekar hagfræðilegs eðlis — en benda áhugasömum lesendum á skrif um milli-færslur fjölþjóða fyrirtækja, sem birtast við og við i almennum hagfræðitimaritum, a.s. Harvard Business Review o.þ.h. Orðið „fjölþjóðlegt” er reyndar viliandi. Réttara væri að nefna slik fyrirtæki óþjóðleg eða yfirþjóðleg en venjunnar vegna mun ég halda mig við fyrra heit- ið. Sérstaða IBM hér, hvað varðar gjaldeyrisviðskipti — sem er svipuð þeirri aðstöðu, sem hið' „islenska álfélag” nýtur gagn- vart móðurfyrirtækinu erlendis — hefur úrslitaþýðingu fyrir markaðsyfirráð fyrirtækisins hér. Þetta þarf nánari skýringa við. Rekur IBM bankavið- skipti á íslandi? Tölvubúnaður IBM er oftast nær leigður. Fer þá hluti leigu- verðsins til að greiða afskriftir og vexti af þessum búnaði, en IBM hefur fjármagnað framleiðslu hans. Ekki er vitað við hvaða vaxtatölu fjármögnun IBM er miðuð, né er vitað við hve mörg ár afskriftarhluti leigugjaldsins er miðaður, né heldur hversu margar einingar í framleiðslu leiguverðið miðast við. Allt þetta er á huldu, enda falið I heildar- leiguverðinu. Það má td. búast við að vaxta greiðsla til IBM (hluti af leigu- verðinu) sé hærri en hún yrði á frjálsum fjármagnsmarkaði. Það má einnig búast við, að af- skriftartimi, sem afborganir iniðast við, sé nokkuð styttri en meðalleigutimi tækja. I öllu falli gefur IBM sifellt af sér einna hæstan og stöðugastan arð meðal alstærstu bandariskra auðhringa, og er þá nokkuð sagt (sjá meðf. töflu). Eins má benda á, að öflugir fjármögnunaraðilar („leasing companies”) sjá sér hag f þvi, að kaupa tölvur af IBM og bjóða þær siðan til leigu talsvert undir þvi verð, sem IBM setur upp. Hér á landi er IBM eini tölvu- innflytjandi — og liklega eina fyrirtækið — sem hefur skapað sér lagalega aðstöðu til að bjóða leigukjör i erlendum gjaldeyri. Ljóst er að með þvi rekur fyrir- tækið lánastarfsemi, sem skv. lögum er óheimil erlendum fyrir- tækjum á Islandi. Undirskrift samnings við IBM — en samningarnir eru i bandariskum dollurum! — felur i sér erlenda lántöku, sem fæst án sérstakrar heimildar hjá gjaldeyrisyfirvöld- um. IBM virðist — eitt fyrirtækja hérlendis — geta gengið óhindrað að dýrmætum gjaldeyrisforða landsmanna. Þegar litið er til innlendra aðila (þ.e. annarra aðila en IBM), er bjóða tölvubúnað til sölu, er sag- an ailt önnur. Sem innlend fyrir- tæki hafa þau ekki aðgang að er- lendu fjármagni og verða að sækja um það i hverju tilviki til stjómskipaðrar nefndar, ef þau hyggjast aðstoða kaupendur við útvegun erlends láns til fjár- mögnunar á tölvukaupum. Slikt fyrirkomulag er eðlilegt og gildir fyrir allar atvinnugreinar á Is- landi. Þar er IBM eina undan- tekningin. Þótt fulltrúar fjármálaráðu- neytisins segi að öllum erlendum fyrirtækjum yrði heimilað að bjóða hér leigusamninga i erlend- um gjaldeyri (eins og IBM), get- ur slikt varla samræmst eðlilegri stjórnun gjaldeyrismála. Ég væri ekki undrandi ef slikt bryti jafn- vel I bága við landslög. IBM á góða vini á íslandi Eins og sést að ofan, er það ekki eingöngu forskot IBM á Islandi og stærð þess, sem valdið hafa markaðsyfirráðum fyrirtækisins (um 95% isl. markaðsins — að verðmætum til — er i höndum IBM). Opinberir aðilar, með fjár- málaráðuneytið i broddi fylking- ar, hafa átt forgöngu um að veita þessu fyrirtæki sérstöðu til að beita að vild hinum gifurlega fjárstyrk sinum hérlendis og tryggja áframhaldandi itök þess. Þetta hefur valdið Islendingum verulegu tjóni, eins og vikið verð- ur að siðar I greininni. Meðal annarra áhrifamikilla aðstoðaraðila IBM má nefna Hjört Torfason, ráðunaut rlkis- stjórnarinnar I samskiptum við erlenda auðhringi, og Halldór S. Sigurðsson, rikisendurskoðanda. Sá fyrrnefndi er lögfræðingur IBM á íslandi og sá siðarnefndi hefur verið cndurskoðandi fyrir- tækisins. Hagnaður 10 Bandarikjanna stærstu iðnaí >ar-hrin ga 1976 . 1973 A B A B IBM 14.7 2.39« 14.3 1.575 Genrai Motors . . . , 6.2 2.903 6.7 2.398 Generai Eiectric ,, ,, 5.9 930 5.1 585 Exxon llllil 5.4 2.641 9.5 2,443 GulfOil , , , , 5.0 816 9.5 800 Std. Oii of Caiifornia . . .. ' 4.5 880 10.9 844 MobilOil . . 3-6 943 7.5 849 Ford .... 3.4 983 3.9 907 Texaco .. . . 3.3 870 11.3 1,292 Chrysler .... 2.7 423 22 255 A = Nettó hagnaður, sem B = Nettó hagnaöur i mil % af ónuu veitunni dollara >/- I I Jf „í öllu íalli gefur IBM sífellt af sér einna hæsta og stöðugasta arð meðal alstærstu bandarískra auðhringa og er þá nokkuð sagt”. „Ljóst er, að með því rekur fyrirtækið hér lánastarfsemi, sem skv. Iögum er óheimii erlendum fyrirtækjum á ístandi”. fyrirtækja hér- lendis virðist geta óhindrað gengið að dýrmætum gjjaldeyrisforða landsmanna”. markaðarins — verðmætum er i höndum ii islendingar dollara en aðrar þjóðir til IBM...” íslendingar borga brús- ann Sérstaba IBM á Islandi hefur ekki aðeins heft valfrelsi tölvu- notenda, heldur gefið IBM að- stöðu til að beita dæmigerðum einokunaraðferðum: — Arið 1974 hækkaði IBM á ts- landi leiguverð á skýrsluvélum sinum (sem þá voru i notkun) um 10% umfram það sem alþjóða gjaldskrá auðhringsins mælir fyrir. Þá vitnaöi IBM á Islandi til óhagstæðs gengis bandariska dollarans til að réttlæta hækkun- ina. Enn greiða Islendingar 10% fleiri dollara en aðrar þjóðir til IBM fyrir vélarnar og biða þolin- móðir eftir þvi að IBM þóknist að lýsa dollaragengið sér hagstætt! Aðferðirnar eru Islendingum kunnar frá fornu fari. Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.