Þjóðviljinn - 20.09.1977, Side 11

Þjóðviljinn - 20.09.1977, Side 11
Meistarakeppni HSÍ: Valur-FH 21:17 Valsmenn sterkari og stæltari Valur sigraði FH með 21 marki gegn 17 i fyrri leik liðanna i meistara- keppni HSl sem hófst i iþróttahúsinu i Hafnar- firði i fyrrakvöld. Is- landsmeistararnir voru greinilega ofjarlar bik- armeistaranna i þessum fyrsta leik vetrarins. Bæði liðin hafa æft vel að und- anförnu enda er Evrópukeppnin i handknattleik framundan. FH- ingar eru þegar komnir I 16-liða úrslit þar sem finnska liðið hefur gefið báða leikina sem fram áttu að fara iHafnarfirði. Og telja má vist að Valúr komist einnig áfram i keppninni og færeyska liðið Kyndill verði þeim ekki þrándur i götu. Tveir gamalkunnir lands- liðsmenn eru þjálfarar liðanna, Gunnsteinn Skúlason þjálfar Valsmenn og öm Hallsteinsson FH. Nokkrar breytingar hafa orðið hjá báðum liðum frá þvi í fyrra. Ólafur Benediktsson markvörður verður ekki með Val i vetur, en hann leikur nú með sænsku liði. Hinsvegar hafa tveir þekktir kappar bæst i lið Valsmanna, Bjarni Jónsson leikur nú aftur með sinum gömlu félögum og vafalaust verður reynsla hans lið- inu að miklum notum. Þorbjörn Jensson markakóngur frá Akur- eyri hefur einnig gengið i raðir Valsmanna, stór og stæðilegur leikmaðir sem liklegur er til stór- ræða i 1. deildinni. Hjá FH er sú helsta breyting að Viðar Simonarson verður ekki með liðinu i vetur, en hann leikur númeð sænsku 3. deildarliði. Þór- arinn Ragnarsson var ekki með i þessum leik en hann mun hafa æft með liðinu að undanrörnu og verður væntanlega með i vetur. Tveir nýliðar vöktu helst athygli, Sverrir Kristjánsson markvörður kom tvivegis inná i leiknum fyrir Birgi Finnbogason og stóð sig með mikilli prýði. Hinn er Vignir Þorláksson vinstri handarskytta, hörku skotmaður, og þótt hann væri óheppinn I þessum leik þá spáiég að hann eigieftirað skora mörg mörk fyrir FH i ' vetur. FH-ingar byrjuðu vel Ileiknum, skoruðu tvö fyrstu mörkin og höfðu forystu mestallan fyrri hálfleik, en Valsmenn jöfnuðu þó undir lokin og var staðan 9:9 i leikhléi. Valsmenn tóku slðan for- ystuna strax i byrjun siðari hálf- leiks og héldu henni örugglega út leikinn, svo að sigur þeirra var aldrei f hættu. Lokatölurnar urðu 21 mark gegn 17. Meginmunur á liðunum liggur i þvi að leikmenn Vals eru miklu stæltari og sterkari og liðið hefur miklu fleiri og harðari skotmönn- um á að skipa en FH. Flestmörk- in skoruðu Valsmenn með þvi að brjótast igegn á miðjunni, en FH- ingar reyndu meira að skjóta úr hornum.oft i vonlausri stöðu. GisliBlöndalskoraði fiest mörk Vals, 7 mörk, og þar af 1 úr vita- kasti. Jón Pétur skoraði fjögur mörk og Jón Karlsson einnig fjög- ur, þar af 2 úr vítakasti, og Þor- björn skoraði þrjú mörk. Þessir leikmenn eru máttarstólpar liðs- ins. Geir Hallsteinsson var marka- hæstur FH-inga, skoraði 7 mörk, þar af f jögur úr viti. FH-liðið er tæpast nógu heilsteypt og vantar illilega fleiri leikmenn sem geta skorað mörk. Með meirireynslu á Vignir þó örugglega eftir að láta að sér kveða i þvi efni. Tveir bestu og reyndustu dóm- arar okkar,Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson, dæmdu þennan leik með miklum ágæt- um. Ahorfendur voru fáir á þess- um fyrsta leik handknattleiks- timabilsins sem nú er að hefjast. -Hj.G. Enski boltinn: Man. City, Liverpool og Nottingham efst Engar verulegar breytingar urðu á l.-deildarkeppninni ensku um helgina. Nottingham Forest, Liverpool og Manchester City tróna enn á toppi deildarinnar þótt enn sé engan veginn hægt að ráða nokkuð i stöðuna i svo langri og lýjandi keppni þegar allt getur breyst á svipsundu. Þannig hefur Manchester United misst niður um sig brækurnar i siðustu tveim leikjum þótt fáir séu á þvi að svo verði áframhaldið. ÍJrslitin urðu sem hér segir: 1. deild Arsenal-Leicester 2-1 Birmingham-Newcastle 3-0 Bristol C.-West Ham Country-Middlesbro Derby-Leeds Everton-Norwich Ipswich-Liverpool Man.Utd.-Chelsea Nott.For.-A. Villa QPR-Manch.City WBA-Wolves Man. City Liverpool Nott. For. WBA Everton 1. deild 6 4 2 6 4 2 6 5 0 6 3 2 6 3 1 3-2 Arsenal 6 3 1 2 7-4 7 2-1 Man.Útd. 6 3 1 2 8-6 7 2-2 Leeds 6 2 3 1 11-10 7 3-0 Wolves 6 2 3 1 9-8 7 1-1 Ipswich 6 2 3 1 4-3 7 0-1 2-0 Coventry 6 3 1 2 10-9 7 1-1 Norwich 6 2 2 2 6-10 6 2-2 Aston V. 6 2 1 3 6-10 5 Chelsea 6 2 1 3 5-7 5 QPR 6 1 3 2 8-7 5 Middlesbro 6 1 2 3 7-8 4 Birmingham 6 2 0 4 6-9 4 0 13-2 10 Bristol C. 6 1 2 3 6-8 4 0 10-2 10 Leicester 6 1 2 3 3-10 4 1 12-6 10 West Ham 6 1 1 4 7-12 3 1 12-8 8 Derby 6 0 3 3 4-10 3 2 11-6 7 Newcastle 6 1 0 5 5-15 2 .Verðlaunahafar ásamt Helga Jakobssyni, sem gaf öll verðlaun: Frá vinstri: Júiius, Helgi, Óskar, Jón Þ. og lengst til hægri er Jóhann O. Guðmundsson sem fór 4. braut i einu höggi. Hörkukeppni á Nesinu Það var heldur betur hörkukeppni i Jack Nicklaus-golfmótinu sem haldið var um siðustu helgi á Nesvell- inum. Bráðabana þurfti um bæði fyrsta og annað sæti og einnig um þriðja og f jórða. Til marks um hve jöfn keppnin var er það að fyrsti maður var með 72 punkta en tiundi maður65 punkta, þannig að aðeins 7 punktar skilja að. Það voru þeir Óskar Sæmundsson GR og Július R. Júliusson, sem voru efstir og jafnir eftir 36 holurnar, með 72 punkta hver. Og það var ekki fyrr en á 4. holu sem úrslit fengust i bráðabananum, sem endaði þannig að óskar hafði eitt högg á Július og varð þvi sigurvegari. Um þriðja og f jórða sæti léku þeir Jón Þ. Hall- grimsson NK og Gunn- laugur Jóhannsson NK og þar hlaut Jón Þ. þriðja sætið. Óskar Sæmundsson vinnur um borð i rann- sóknarskipinu Árna Friðrikssyni og þegar hann sendi þátttökutil- kynningu i mótið til for- ráðamanna Nes- klúbbsins var hann staddur 60 milur suður af Vestmannaeyjum! Og það var til mikils að vinna, þvi fyrstu verð- laun voru golfsettið sem Jack Nicklaus skildi hér eftir af gerðinni McGregor VIP. Slikt sett myndi kosta út úr búð hér u.þ.b. 250.000,- kr.. Jóhann Ó. Guðmundsson vann það afrek á laugardaginn að fara holu i höggi á 4. braut sem er par 4. Það hefur ekki gerst áður, á Nesvellinum, segja fróðir menn. Elías sigraði Elias Sveinsson sigraöi i tugþrautarkeppninni i London um helgina. Þessi tugþrautarkeppni var eins- konar þriggja landa keppni milli B-liða Frakklands og Englands annars vegar og A- liðs Islendinga. Elias hafði mikla yfirburöi i keppninni og hlaut 7363 stig. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur Eliasar kom hann ekki i veg fyrir að Islendingar rækju lestina á mótinu. Þeir hlutu samtals 19985 stig. Eng- lendingar sigruðu með 20577 stig og England varð i 2. sæti með 20068 stig. Þróttur vann! Þróttur tryggði sér sigur i 2. deild með sigri yfir KA á Akureyri um helgina, 1:1. Þetta var hreinn úrslita leikur um sigur i mótinu en áður höfðu bæði liðin tryggt sér sæti i 1. deild. Sigur Þróttar kemur fáum á óvart. Liðið hafði tvimælalaust á að skipa best leikandi liðinu I 2. deild i sumar. Meistarar Þróttar í 2. deild. Fremri röd -frá vinstri Rúnar Sverrisson, Halldór Arason, Þorgeir Sigurðsson, Sigurður Pétursson, Þorvaldur Þorvalds- - son, Sverrir Einarsson, Páll öiafsson, og Asgeir Arnason. Aftari röð: Sverrir Brynjólfs- son, Ottó Hreinsson, Daði Harðarson, Agúst Hauksson, Arsæli Kristjánsson, Guð- mundur Gíslason, fyrirliði, Haukur Andrésson, Aðalsteinn örnólfsson, og Theódór Guð- mundsson, þjálfari.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.