Þjóðviljinn - 29.10.1977, Síða 4

Þjóðviljinn - 29.10.1977, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. október 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjori: Clfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 6. Simi 81333. Prentun: Biaðaprent hf. Samneysla — einkaneysla Að undanförnu hefur mátt lita i stjórn- arblöðunum Morgunblaðinu, Visi, Timan- um og Dagblaðinu, árásir á samneysluna og kröfur um að úr henni verði dregið verulega. Þessar kröfur heyrast núorðið sjaldan i nálægum löndum nema i aftur- haldssömustu stjórnmálaöflunum. Hér á landi virðist allt stjórnarliðið lagst i eins- konar allsherjar „Glistrupisma”, þar sem máigögn þess ráðast að hvers konar samneyslu með kröfum um að dregið verði úr félagslegri þjónustu. Staðreyndin er þó sú að i félagslegri þjónustu eru íslendingar eftirbátar allra næstu ná- granna okkar. Þannig er heilsugæsla hér lakari en erlendis að ýmsu leyti, einkum að þvi er tekur til skipulags almenna heilsugæslukerfisins og til tannlæknaþjón- ustu,svo tvö dæmi séu nefnd. Þá liggur það fyrir að skólakerfið hér á landi er á marg- an hátt afar vanbúið að tækjum og húsa- kosti. Réttur til aðgangs að dagheimilum hér á landi er afar takmarkaður og bund- inn við forgangsflokka, þó að það þyki hins vegar sjálfsagt i þessu þjóðfélagi að gera ráð fyrir að báðir foreldrar vinni minnst fullan vinnudag til þess að dugi til fram- færslu miðlungsfjölskyldu. Húsnæðismál eru hér á landi einnig i ólestri. Þar hefur einkagróðakerfið ráðið lögum og lofum og fólk þarf að taka á sig óheyrilegar fjár- hagsbyrðar og vinnuþrældóm til þess að tryggja sér þak yfir höfuðið. Og þannig mætti enn lengi telja upp þau atriði sem sýna og sanna að samneyslan hér á landi er langt á eftir þvi sem tiðkast i þeim rikj- um sem íslendingar hljóta að miða sig við. Á það skal ennfremur lögð áhersla að það er brýn nauðsyn að treysta þessa þætti samneyslunnar hér á landi með skapleg- um hætti,vegna þess að ella er hætta á þvi að fólk hreinlega flýji land. Það eru ekki launakjörin ein, einkaneyslan, sem þar ráða úrslitum. Árásir afturhaldsblaða á samneysluna hafa haft veruleg áhrif i tið núverandi rikisstjórnar þvi að rikisstjórnin hefur samviskusamlega framfylgt þeim kröfum blaðanna að draga úr samneyslunni, hinni félagslegu þjónustu. I þeim efnum hefur i tið núverandi rikisstjórnar rikt i besta falli stöðnun, en annars staðar afturför. Hvergi örlar á framfaraviðleitni. Mörg dæmi mætti nefna þessu til sönnunar. Eitt skýrasta dæmið er sú ákvörðun hægri- stjórnarinnar að fella niður stofnkostn- aðarframlög til dagvistunarstofnana hér á landi. Annað dæmið er sá stórfelldi drátt- ur sem orðið hefur á byggingu geðdeildar við Landspitalann, enda þótt hreint neyð- arástand sé rikjandi i meðferð geðsjúk- dóma hér á landi. Og þannig mætti lengi telja dæmin um beina afturför. Það litla sem rikisstjórnin neyðist til að aðhafast i fræðslu-, heilbrigðis- og félagsmálum ger- ir hún með hangandi hendi, illa og seint, þegar hún verður að láta undan þrýstingi almennings. Vissulega má sjálfsagt margt lagfæra i rikiskerfinu. En ómagarnir eru ekki þeir sem stjórnarblöðin vilja vera láta. ómag- arnir eru þær þúsundir smákónga sem vaða inn á gafl hvarvetna i „kerfinu” til þess að tryggja sér aukinn verðbólgu- gróða. Þar er vandamálið, þar er ,,bákn- ið” sem er að sliga islenska þjóðfélagið. Dagblaðið Timinn hefur að undanförnu meðal annars heimtað uppsagnir rikis- starfsmanna. Þeir séu allt of margir. En hverjum á að segja upp? Starfsfólki heil- brigðiskerfisins, menntamálakerfisins — hverjum? Hvar eru þeir hópar i rikis- bákninu sem einfaldlega má reka úr störf- um, en samt tryggja jafngóða þjónustu? Vissulega má vafalaust finna einn og einn einstakling — en hópar, fjöldi, finnst hvergi i þessum efnum. Árásir Timans á samneysluna eru eitt dæmið af mörgum um það hvernig Fram- sóknarflokkurinn hefur smitast af ihald- inu i stjórnarsamstarfinu. í árásum sinum á samneysíuna spilar ihaldið á auvirðileg- ustu hvatir; þar er reynt að hefja einka- neyslufiknina til vegs á kostnað félags- legra viðhorfa og samstöðu. Þessi áróður hefur þvi miður haft áhrif allt inn i raðir verkalýðshreyfingarinnar. Er það mjög miður. Bætt félagsleg þjónusta ætti að verða keppikefli verkalýðshreyfingarinn- ar — enda væri það best i samræmi við upphaflegar pólitiskar hugsjónir hennar. Á næstu mánuðum munu eiga sér stað- afdrifarik átök i islenska þjóðfélaginu; þar verður meðal annars tekist á um við- horfin til einkaneyslu og samneyslu. í þeim efnum liggur ljóst fyrir að Alþýðu- bandalagið er eini stjórnmálaflokkurinn sem þorir að hefja merki samstöðunnar á loft á kostnað einkagróðasjónarmiða. — s. Hver er ekki hvað? Samskipti rithöfunda viö valdsmenn i þjóöfélaginu hafa aldrei veriö auöveld viöur- eignar. Og ekkibatnar ástandiö, ef viö skoöum sérkennilegt samspil Matthiasar Johannes- sens, skálds, ágæts skrásetjara og áhrifamikils ritstjóra, viö þjáningarbræöur hans í bóka- smiö. Veit nú enginn lengur hvort Bjarni Benediktsson var fyrirmynd i þekktum lykil - skáldsögum Jóhannesar Helga og Ingimars Erlends eöa ekki — kannski voru hinir hugvitssömu höfundar aðeins að viöra Daviö konung, Mústafa Kemal og Stalín i samantekt sinni og ætluðu aldrei út á hálan fs. Enn flóknara viöfangsefni er túlkun áþvi, hvort Matthias kemur viö sögu i þessum fabúlum tveim eður ei — og er þá látið aö þvi liggja I Reykjavikurbréfum, að afleitir menn hafi viljað inn- ræta höfundum hatur á Matthiasi, en þeir hafi fyrir smn hatt séö i gegnum þá ill- mennsku og vilji nú endurskoöa skáldsögurnar. Dyggð óhlýðninnar En meö þvi aö þessi mál halda áfram aö valda einkennilegum truflunum á sálarlifi islenskra bókasmiöa, þá leyfum viö okkur aö mæla I eitt skipti fyrir öll meö ágætri formúlu um vald og rithöfund, sem sá bráösnjalli villumaöur i vinstrimennsku og kaþólsku, Graham Greene, hefur látiö frá sér fara. Hann segir fyrir skömmu i viðtali viö Herald Tribune: „Rithöfundar ættu aö gera óhlýöni að dyggö og styöja ávallt þann sem illa er haldinn. Sjálfur vildi ég á hverjum degi fylgja þessari hugsun eftir. Ef menn til dæmis taka þaö upp aö hamast gegn léttúð i siöferöis- málum, þá er eins vist að ég, kaþólikinn, mæli léttúöinni bót. Graham Greene: Óhlýðnin er dyggö 1 kommúnistasamfélagi mundi ég vera andvigur kommúnisma. t kapitalisku samfélagi verö ég kallaöur kommúnistavinur. En —ef ég þarf að lýsa mér sjálfum þá mundi ég svo aö oröi komast aö ég væri húmanisti og sósfal- isti.” Gott fréttablað Agavandamál Morgun- blaösins taka á sig margvis- legar myndir. Eitt vandamáliö er Albert Guömundsson. Hann hefur ekki viljaö hlýða rit- stjórum Morgunblaðsins I einu og öllu I flokksmálum. Hann er þvi andófsmáöur. Eins og kunnugterhafa sum erlend blöö þær aöferöir aö láta sem and- öfsmenn séu ekki til. Sömu aðferðum reynir Morgunblaöið aö beita óþekka stráka eins og Albert Guðmundsson. Þess vegna segir blaöið aö sjálfsögðu ekki fréttir af þvi aö Albert þessi hafi sagt að hann muni ekki gefa kost á sér til þing- framboös. Vitanlega er Albert Guömundsson bara aö sprella. Hann ætlar sér framhaldsframa I borgarstjórn aö minnsta kosti og þá helst borgarstjórastólinn sjálfan. Gæti hann vel hugsað sér að sleppa þingsætinu en fá i staöinn efsta sætiö á borgar- stjórnarlistanum. Það þættu honum sanngjörn og „slétt” skipti. Morgunblaöiö er ann- arrar skoðunar: 1 gær og i fyrradag hafa öll dagblöö sagt fréttir a f þvi a ö Albert lýs j þessu og hinu yfir um framboösmál sin — Morgunblaðinu þykir þaö engin frétt. „Blaö allra lands- manna” er aöeins blaö hina útvöldu. ígruggugu vatni Astæðan til yfirlýsinga Alberts Guömundssonar er að sjálf- sögöu engin önnur en sú aö hann vill hækka i sér verölagið á framboösmarkaöi ihaldsins. Auðvitaö veit hann aö meö yfir- lýsingum slnum getur hann spilað á óánægjuna i Sjálf- stæðisflokknum, sem hef- ur aldrei verið meiri en að undanförnu. Geir Hall- grimsson hefur enga burði til að halda flokknum sam- an. Menn segja sig úr flokkn- um hver af öðrum. Dæmi um þaö er formaöur Fulltrúa- ráös Ihaldsfélaganna i Garðabæ og Sigurður Helgason i Kópa- vogi. Um þessa óánægju er Albert mæta vel kunnugt — hann vill fiska i þvi grugguga vatni eftir auknu fylgi. Og þaö fengi hann vafalaust — þó Mogginn þegi. —áb/s

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.