Þjóðviljinn - 29.10.1977, Side 5

Þjóðviljinn - 29.10.1977, Side 5
Laugardagur 29. október 1977 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5 Aöalheiöur Bjarnfreösd. formaöur Sóknar: Áhuginn er líka hjá stjórnendum stofnana Ahuginn er einnig hjá stjórn- endum stofnana og þess vegna var engin fyrirstaöa aö trúnaöarmenn fengju sig lausa til aö sækja námskeiöiö. Þaö þykir mjög gott ef hægt er aö jafna ágreining á vinnustaönum sjálfum og þaö er einmitt eitt af hlutverkum trúnaöarmanna. Þetta voru orö Aöalheiöar Bjarnfreösdóttur formanns Sóknar þegar Þjóöviljinn ræddi viö hana. Svona námskeiö hafa ákaf- lega mikiö gildi, sagöi hún 1 fyrsta lagi kynnist fólk viö aö vinna saman aö verkefnum og hver kemur aö sinum sjónar- miöum ef málin eru skoöuö i sameiningu. Þetta hefur þvi af- ar mikið félagslegt gildi. Svo nýtist timinn miklu betur þegar unniö er á degi til heldur en á kvöldnámskeiðum. Trúnaöarmenn eiga rétt á einni viku en þar sem þetta námskeiö tók aöeins 3 daga völdum viö þann kost aö fá fleiri en einn trúnaöarmann af stærri vinnustööum. Ég held aö félagsstarfsemi starfmanna i Sókn sé aö aukast, fundarsókn er góö og hefur myndast i félaginu góbur kjarni. Ég er mjög ánægð með alla fyrirgreiðslu hjá MFA, sagöi Aðalheiður aö lokum. Nám- skeiöið gekk afskaplega vel og þaö er almenn ánægja meö þaö. —GFr Trúnaðarmanna- námskeið á Námskeiöiöstóö i 3daga og mæting var 100 prósent. Hluti þátttakenda (Ljóm.:-eik) grundvelli nýrra samninga Markar viss tímamót, segir Tryggvi Þór Aðalsteinsson Sl. mánudag, þriöjudag og miövikudag var haldiö nám- skeiö fyrir trúnaöarmenn i Starfsmannafélaginu Sókn og var þaö undirbúiö i samvinnu Menningar- og fræösiusam- bands alþýðu og Sóknar. Sá sem undirbjó þaö af hálfu MFA var Tryggvi Þór Aöaisteinsson og ræddi Þjóöviljinn viö hann. — Hvernig var dagskráin Tryggvi? — A mánudaginn var rætt um réttarstöðu trúnabarmanna skv. lögum og samningum. Frummælendur voru þeir Arn- mundur Bachmann lögfræö- ingur og Björn Bjarnason vara- formaður Landsambands iðnaðarmanna. A þriðjudaginn kynnti ég það sem lýtur aö dag- legum verkefnum trúnaöar- mannsins og tengslum hans viö verkalýðsfélagið og Hannes Þ. Sigurðsson varaformaöur Landsambands islenskra versl- unarmanna um rétt launafólks i veikinda og slysatilfellum. Sið- asta deginum var variö til ab lesa yfir kjarasamninginn grein fyrir grein þannig aö trúnaöar- mönnum bæri saman um túlkun hans. — Hefur MFA ekki gengist fyrir svona námskeibum áöur. — Jú, þaö hafa farið fjölmörg slik fram en þetta markar tima- mót aö þvi leyti aö þaö er haldib á vinnutimanum sjálfum á grundvelli siöasta kjarasamn- ings en i honum er kveðið á um að trúnaðarmenn eigi rétt á að sækja slik námskeið i allt aö viku og halda dagvinnukaupi sinu. Aöur hafa slik námskeiö veriö á kvöldin og um helgar og þá hefur fólk gjarnan misst úr af þvi að það er svo margt ann- aö sem kallar að, heimilisstörf ofl. Nú var hins vegar 100% mæting alla dagana og bendir það til aö rétt stefna hafi verið mörkuö. — Eru fleiri slik námskeið á döfinni? — Já, ég á von á að i vetur veröi haldin nokkur námskeið meö svipuöu eöa sama sniði. 1 desemberbyrjun veröur td. námskeiö fyrir trúnaöarmenn i Félagi starfsfólks i veitingahús- um en ég efast um ab i þvi félagi hafi nokkurn tima veriö áður slikt námskeið. Þab er þá mjög langt siöan. —GFr Þátttakendur i þessu vel heppnaöa hluti þeirra (Ljósm.-eik) Hallbjörg Þórhallsdóttir er nýlega oröin trúnaöarmaöur starfsmanna Sóknar á Reykja- lundi. Hún sagöi i stuttu samtali viö Þjóöviljann aö sér likaöi mjög vel á námskeiöinu og þess heföi veriö virkileg þörf. Hér er mikil fræösla, sagöi hún. Maöur er svo illa upplýstur um verka- lýösmál i heild og þess vegna gerir þetta geysilegt gagn og mætti vera meira um slikt i ein- hverju formi. Hér var td. verið að kynna okkur starfsemi MFA i dag og satt að segja vissi ég litið um þá ágætu stofnun áður nema nafn- ið. Ég haföi óljósar hugmyndir námskeiöi voru yfir 30. Hér sést Hallbjörg Þórhallsdóttir : Skemmtilegt aö kynnast fólki hér og bera saman bækur sinar viö þaö Eg hélt ad ég vissi meira — segir Hallbjörg Þórhallsdóttir trúnaðarmaður á Reykjalundi um margt og hélt að ég vissi meira. Svo er mjög skemmti- iegt að kynnast fólki hér og bera saman bækur sinar við það. Mér skilst aö hér eftir eigi aö halda svona námskeið annaö hvert ár og það er gott. —GFr Mikilvægt að kynnast trúnaðarmönnum af öðrum vinnustööum Stutt spjall viö Þórunni Ernu Þórðardóttur, Hér hafa veriö mjög fjörugar umræöur. Þaö gerir hónstarfiö. Þó aö fólk eigi misjafnlega gott meö aö tjá sig sleppur enginn. Stjórnendur námskeiösins: Stefán ögmundsson, Halldóra Sveinsdóttir, Aöalheiður Bjarnfreösdóttir og Tryggvi Þór Aöalsteinsson. (Ljósm.:-eik) Við höfum kynnst vel og notiö nauðsynlegrar fræðslu. Þetta mælir Erna Þórðardóttir en hún er trúnaðarmaöur fyrir starfs- fólk Kópavogshælis. Ég er búin að vera um 11 ár i Sókn en er nýskipuð sem trúnaðarmaður þar. Þaö er miklu frekar ab fólk sé skipaö i trúnaðarmannastöðu en aö þaö sækist eftir þvi sjálft, segir Þór- unn.Ogþáer nauösynlegt aö fá fræðslu um starf hans. Þaö koma alltaf upp einhver mál og þá erum við tengiliöur milli at- vinnurekandans og félagsins. Það er þó talið æskilegra að viö reynum fyrst aö leysa málin sjálf. Mjög mikilvægt hefur verið aö kynnast hér trúnaöarmönnum af öörum vinnustöðum þó að aö- stæöur séu ekki alltaf eins. Það hefur komiö til tals aö viö hefð- um fund með okkur nokkrum sinnum á ári. Það hefur veriö rætt um þaö að þessi hópur legöi fram breytingatillögur á samningum sem næsta samninganefnd heföi til hliösjónar. Mjög mikið er aö aukast aö Sóknarkonur taki þátt i félagsmálum, einkum yngri stúlkur. Þetta hefur veriö áber- andi 2 siðustu ár. Þær hafa lika verið hvattar til þess einkum i sambandi við kjaramálin þvi-að þar þýðir ekki aö fá allt rétt upp i hendurnar á sér, segir Þórunn að lokum. —GFr Þórunn Erna Þórðardóttir: Komið hefur til tals að viö héld- um fund með okkur nokkrum sinnum á ári. (Ljósm.:-eik)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.