Þjóðviljinn - 29.10.1977, Page 7
Laugardagur 29. október 1977 þjóÐVILJINN — SÍÐA 7
Við opinberir starfsmenn höfum margt lært í
verkfallinu, og höfum ekki sagt okkar síðasta
orð. Með reynslu þessa verkfalls í huga þurfum
við að vinna að því að við getum staðið enn
sterkar að vígi í næstu átökum
Svandis Skúla-
dóttir,
fulltrúi í
menntamála-
ráðuneytinu
Vid og Morgunblaðið
„Þaö er athyglisvert, hvernig
verkföll geta haft áhrif á fólk”,
segir i Reykjavikurbréfi
Morgunblaösins s.l. sunnudag.
Og siöan tekur hiö „óháöa”
fréttablaö, sem „rétt hefur
BSRB-mönnum hjálparhönd”
að greina þessi áhrif með ná-
kvæmni læknisins: „Fólk sem
venjulega er ókvalrátt og frem-
ur farsælt i starfi og stjórnar
geöi sinu af kurteisi og tillits-
semi viö aöra, umhverfist allt i
einu, eins og það hafi tekið ein-
hverja hatramma umferðar-
pest. Ný og áöur óþekkt skap-
gerðareinkenni koma i ljós og
það getur jafnvel oröið ósann-
gjarnt, órökvist, taugabilaö og
ofstopafullt”. Þetta er sú eink-
unn sem „nokkrir verkfalls-
nefndarmenn BSRB” fá hjá rit-
stjóra þessa útbreiddasta blaös
landsins. Þar sem ekki er sfðan
rætt um framkvæmd verkfalls-
ins almennt, þá veröur af þessu
varla dregin önnur ályktun, en
aö i þessu birtist megineinkenni
verkfallsvörslunnar.
Sleitulaust hefur svipuð lýsing
verið gefin i biaöinu af hinum
ýmsu þáttum verkfallsins.
Samtimis þessu reynir svo
blaðið allt hvaö það getur aö
etja saman ýmsum launþega-
hópum, sem allir vita aö eiga
samleiö. Mjög ákveðnar getgát-
ur eru settar fram um þaö
hvernig forustumenn ASI liti á
málin og þeir siöan nærri grát-
bændir að gefa yfirlýsingar um
þaö aö blaöiö hafi getið sér rétt
til.
Morgunblaöiö litur á þaö sem
sjálfsagöan hlut að meö þessum
fyrstu kjarasamningum, sem
BSRB gerir sem fullgildur
samningsaöili, þá sé einungis
verið aö fá fram sömu kjara-
bætur og launþegasamtök innan
ASI fengu i sumar! Og náist eitt-
hvað fram yfir þaö, þá hljóti ASI
aö taka það svo sem veriö sé aö
skeröa hlut félagsmanna ASÍ.
Auðvitað er félagsmönnum ASI
jafnt sem félagsmönnum innan
BSRB ljóst að meö þessum
samningum er forusta BSRB
ekki einungis aö semja um kjör
meölima sinna i fyrsta skipti
meö verkfallsvopniö i hönd,
heldur er þessi barátta eldskirn
félagsins ogforystuliðs þess, þar
sem árangur baráttunnar hefur
ekki einungis gildi vegna þeirra
kjarabóta, sem nást, heldur
ekki siður fyrir þá baráttu sem
samtökin eiga eftir aö heyja á
komandi árum. Þvi er samstaöa
BSRB og ASl ekki siður mikil-
væg en samstaöa félaga innan
BSRB.
Margt hefur sföustu tvær vik-
urnar birst i Morgunblaöinu
sem er i senn broslegt og lær-
dómsrikt fyrir félaga BSRB.
Hæst ber þar bréf og viötal viö
fráfarandi ráðuneytisstjóra
fjármálaráöuneytisins, hann
gerði okkur i senn heitt i hamsi
og skemmti okkur. Ég á ekki
endilega viö þaö, þegar hann
benti okkur á að viö ættum
ekki aö vera eins voðalega
ágjörn og hann, heldur ekki
þegar hann útskýröi fyrir okkur
aö við værum eins og fé, sem
rekiö væri i rétt, heldur þegar
hann tók sér fyrir hendur aö
reyna aö hræöa opinbera starfs-
menn frá þvi aö taka aö sér
verkfallsvörslu. Þegar hann
haföi útskýrt hvernig hann
komst i kaffistofuna, þ.e. mötu-
neyti stjórnarráðsins, er haft
eftir honum: „Taldi hann þá
(verkfallsverðina tvo) ekki hafa
veriö ofsæla af þvi” (stálhnef-
anum, samanber grein Jóns
Múla Arnasonar), svo kemur
rúsinan i pulsuendanum: „Þar
sem báöir mennirnir ynnu i
stjórnarráöinu, og geröu vafa-
laust áfram eftir verkfall.”
Hvernig ætli nú þessum
handaglaöa manni gangi i sam-
skiptum sinum viö verkamenn-
ina á Grundartanga, ef þeir
veröa nú ágjarnir og fara i
verkfall? Bæöi i verkfallinu og
eftir þaö?
Viö, opinberir starfsmenn
höfum margt lært á verkfallinu
og höfum ekki sagt okkar siö-
asta orö. Meö reynslu þessa
verkfalls i huga þurfum viö aö
vinna aö þvi aö viö getum staöið
enn sterkar aö vigi I næstu átök-
um. Viö þurfum aö treysta sem
best við getum innri samstööu
og viö þurfum aö koma upp
verkfallssjóöi til aö geta staöiö
betur aö vigi næst. Viö þurfum
einnig aö vinna aö þvi aö lögun-
um um verkfallsréttinn veröi
breytt, þannig aö hann veröi
svipaöur og gildir fyrir önnur
launþegasamtök.
Við, opinberir starfsmenn,
þurfum væntanlega bráölega aö
gera upp fjárhagsstööu okkar.
Verkfallið hefur vissulega oröiö
okkur dýrkeypt. Viö munum
varla þurfa aö reikna þaö „tap”
sjálf, ég á ekki von á ööru en aö
Morgunblaöiö reikni þaö ná-
kvæmlega út fyrir okkur. Væri
þaö nú ekki upplagt aö vinna
upp a.m.k. hluta af þvi „tapi”,
helst allt, með þvi aö hætta aö
kaupa Morgunblaöiö þó ekki
væri nema þar til „tapiö” hefur
verið unnið upp.
Þær sem útskrifuöust: Aftari röö frá vinstri: Edda Guðmundsdóttir, Björk Dúadóttir, Haildóra G.
Arnadóttir, Axel Sigurösson skóiastjóri, Sigriöur Ó. Þ. Sigurðardóttir, Heiga K. Jónsdóttir og Guðbjörg
Hilmarsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Hólmfriður H. Ingvarsdóttir, Margrét G. Karlsdóttir, Regina
Sveinsdóttir, Fjóla Haraldsdóttir, Herdls Sæmundardóttir og Eyrún Antonsdóttir. A myndina vantar
Margréti Sigurðardóttur.
13 NÝIR LYFJATÆKNAR
Lyfjatæknaskóli Islands útskrif-
aði fyrir skömmu 13 nýja lyfja-
tækna.
Skólanum er ætlað það
hlutverk að tæknimennta aðstoð-
arfólk viö lyfjagerð og lyfjaaf-
greiðslu. Námið tekur 3 ár og er
það bæði verklegt og bókleg.
Skólastjóri er Axel Sigurðsson
lyfjafræðingur.
Lyfjatæknar hafa stofnað með
sér félag og bera nú merki við
störf sin sem er gyllt letur á blá-
um grunni.
Alyktanir frá lands-
þingi Þroskahjálpar
Svofelldar ályktanir voru gerö-
ar á landsþingi Þroskahjálpar
sem haldið var 15. og 16. okt. s.l.
og voru þær samþykktar sam-
hljóöa.
1. Landsþingiö bendir á nauðsyn
fyrstu þjónustu fyrir foreldra
þroskaheftra þ.e. upplýsinga-
starfsemi allt frá þvi aö grein-
ing barnsins fer fyrst fram.
Þessa þjónustu gætu heilsu-
gæslustöðvar veitt að nokkru
leyti.
2. Landsþingiö bendir á aö hinn
þroskahefti hafi jafnan rétt til
almennrar þjónustu, sem öör-
um borgurum er veitt t.d. i
leikskóla, á dagheimilum og
skóladagheimilum.
3. Landsþingiö vill skora á stjórn-
völd að sjá svo um, aö ekki
skorti fé til þess aö framkvæma
reglugerö um sérkennslu sem
sett var 1. júni s.l.
4. Landsþingið leggur áherslu á
nauösyn þess, aö öll sú besta
þjónusta fyrir þroskahefta,
sem hægt er aö veita i nútima
þjóðfélagi sé fyrir hendi i
hverjum landshluta. Lands-
þingiö minnir á nauðsyn skjótr-
ar uppbyggingar nauösynlegr-
ar þjónustu eins og vinnumiöl-
unar, verndaðra vinnustaöa,
fjölskylduheimila og dvalar-
heimila fyrir alla þá, sem á
slikri þjónustu þurfa aö halda.
5. Nauösynlegt er að daggjöid til
starfandi dvalarheimila séu
hækkuö til þess aö þeim sé gert
kleift aö ná markmiðum sem
unnið er að, en ekki nást meö
daggjöldum þeim, sem nú eru i
gildi.
6. Landsþingið bendir á nauðsyn
á auknu samstarfi foreldra og
starfsfólks og beinir þvi til
stofnana fyrir þroskahefta að
beita sér fyrir stórauknu sam-
starfi við foreldra.
7. Landsþingið vill beina þvi til
stjórnar Þroskahjálpar, og
allra aðildarfélaganna aö stór-
auka alla fræöslu og umræöu
um málefnið og vinna aö þvi, að
öll fræösla um þroskahefta sé
aukin i skólakerfinu, meðal al-
mennings og fyrir foreldra.
8. Stofnþing landssamtakanna
Þroskahjálpar skorar á heil-
brigðisráðherra aö beita sér
fyrir þvi að tannlæknatæki er
Lionshreyfingin gaf til þjónustu
viö þroskahefta veröi tekin 1
notkun i samræmi viö niöur-
stöðu nefndar skipaöri af heil-
brigðisráðuneyti, Styrktarfél-
agi vangefinna I Reykjavik og
Tannlæknafélagi Islands.