Þjóðviljinn - 29.10.1977, Page 8

Þjóðviljinn - 29.10.1977, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. október 1977 Laugardagur 29. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Öskjuhlíðarskólinn i Reykjavík hefur nú um eins árs skeið gert athyglisverða tilraun með svonefnda starfsdeild. Þeir unglingar í skólanum sem hafa náð 16 ára aldri fara út á hinn almenna vinnumarkað/ í hálfsdags- vinnu/ og eru jafnframt a.m.k. fyrsta árið í skólan- um hálfan daginn. Okkur langaði til að forvitnast svolítið um þennan þátt í starfi öskjuhlíðarskólans og héldum því þangað einn morguninn að afloknu verkfalli opinberra starfs- manna. Þar var spjallað við skólastjórann, Jóhönnu Kristjánsdóttur og tvo kennara, Fjölni Ásbjörns- son og Hörn Harðardóttur. 140 nemendur í 80 manna skóla Viö byrjum á þvi aö forvitnast um skólann og nemendurna. — Oskjuhliðarskóli þjónar öllu landinu, og þetta er þriöja starfs- ár hans. Skólinn varð til við samruna tveggja skóla sem áður störfuðu, Höfðaskóla, sem Reykjavikurborg rak, og skóla fjölfatlaöra. Hér i skólanum eru tvær aðaldeildir, fyrir þroskaheft en kennsluhæf börn og fyrir fjöl- fötluð börn. Nemendur eru nú 140, en skólinn er aðeins gerður fyrir 80 nemendur. A næsta ári er reyndar fyrirhugað að byggja við skólann 1500 fermetra hús, þar sem verður iþróttaaðstaða, þ.e. leikfimisalur, sundlaug, sjúkra- þjálfun og heilsugæsla og nokkrar kennslustofur. Um 10% fara í aöra skóla á hverju ári — Hvaö eru mörg þroskaheft og fjölfötluö börn á öllu landinu? — Það er ekki vitaö nákvæm- lega, en talið er aö slik börn séu 2—3% af hverjum árgangi. Meginstefnan er sú, að sem flest þeirra geti stundaö sitt nám i grunnskóla og að þeim fari fækk- andi, sem þurfa aö sækja sér- skóla. Hér á landi eru færri i sérskólum en annars staöar i Evrópu. Við stefnum að þvi að hver krakki geti fariö i almennan skóla um leið og hann hefur náð ákveðinni undirstöðu hér hjá okk- ur. Um 10 af hundraöi nemenda fara að jafnaöi héöan á hverju ári i aöra skóla, en eftir verða þá þeir sem erfiðast eiga með að tileinka sér bóklegt nám og þau fara siðan i starfsdeildina þegar þau hafa aldur til. Tengslin við for- eldrana eru mikilvœg — Eru tengsl nemendanna viö skólann nánari hér en í öörum skólum? — Þau sækja mikið hingað, og lika þau sem eru hætt i skólanum, — þau koma t.d. oft á skóla- skemmtanir. Þessi skóli er meiri uppeldisstofnun en venjulegir skólar og krakkarnir hafa meiri Marta Guðjónsdóttir hefur starfaö i Vörumarkaöinum siöan i fyrra og er duglegur og góöur starfskraft- ur aö sögn Danieis verkstjóra sins. „Meö starfsdeildinni er ísinn brotinn” Rætt við skólastjóra og kennara í Öskju- hlíðarskólanum um nýjung í starfi skólans tengsl við skólann en almennt gerist. Hér starfar lika foreldra- og kennarafélag og er talsvert fjör i starfsemi þess. Félagið vinnur að sameiginlegum hags- munamálum foreldra og kennara með hag nemenda fyrir augum fyrst og fVemst. Foreldratengslin eru skólanum mjög mikilvæg. — Starfar einhver forskóli, sem börn sækja, áöur en þau koma hingaö? — Já, það er forskóli starfandi aö Sæbraut 1, Seltjarnarnesi (Kjarvalshúsinu). Þar er leik- tækjaþjónusta og foreldrar geta komið með börn sín, allt frá nokkurra vikna gömlum, og feng- ið ráöleggingar. 1 skólanum er pláss fyrir 12 börn. Sérfræðingar leggja svo á ráðin um það, hvert börnin fara þaðan. Sum fara i al- menna skóla, sum hingað eða i Lyngás. Starfsdeildin — Svo viö sndum okkur nú aö starfsdeildinni. Hvaö olli þvi aö . ákveöiö var aö koma henni á fót? — Voriö 1976 vorum viö með svo mörg börn hér sem höföu lok- ið skólaskyldu, að við sáum að eitthvað þyrfti að gera til að hjálpa þeim að komast i vinnu. Starfsdeildin byrjaöi svo I fyrra- haust, og þetta er þvi annað árið sem hún starfar. — Hvernig er þetta skipulagt og hvaö eru margir unglingar I starfsdeildinni? — Nú eru 14 nemendur i starfs- deildinni, þar af 8 sem þegar eru komin i vinnu, en i fyrra voru alls 16 I deildinni. Þau eru I allskonar hálfsdags vinnu og vinna ýmist fyrir eða eftir hádegi og eru svo hér i skólanum hinn helming dagsins. Þau sækja 17 kennslu- stundir á viku. Námiö miðast mjög við hagnýta hluti. 9 stundir eru i bóklegum greinum, en 8 i handavinnu, vélritun og mat- reiöslu. Allir þessir unglingar eru 16 ára og eldri. — Hvar starfa þau? — Þau vinna ýmiskonar störf, t.d. hjá ölgerðinni Agli Skalla- grimssyni, Hagkaup, Strætis- vögnum Reykjavikur, Vöru- markaðinum, Vélamiðstöð borgarinnar, Lesprjóni og á Landspitalanum. Gott samband milli skóla og vinnustaðar — Hvernig er sambandiö milii skóla og vinnustaöar? — Það er yfirleitt mjög gott og náið. Þeim er vel tekið á vinnu- staö, enda er ráðningin vel undir- búin fyrirfram. Ef erfiðleikar koma upp á vinnustað er reynt aö grafast fyrir rætur þess sem úr- skeiðis hefur farið. Krakkarnir leita hingaö með vandamál sem upp koma og reynt er að leysa þau i samráði viö atvinnurekand- ann. Kennararnir hér þekkja nemendurna og allar þeirra hlið- ar. Þegar þeim er útveguð vinna, er reynt aö nýta þeirra áhugamál og sjá svo um, að þeir komist i starf sem þeir ráða viö. — Hvernig eru viöhorf krakk- anna tii starfsins? — Þau eru mjög ánægö meö vinnuna. Aöeins örfáir þeirra sem byrjuðu i fyrrahaust hafa helst úr lestinni. Mörg vinna enn á sömu stööum og i fyrra og sum þeirra el-u komin i heilsdagsstarf. Þau ganga inn á venjulega kauptaxta og eru mjög samviskusöm i starfi. Þau vinna verk sitt vel ef þau ráða við þaö og eru mjög áhugasöm að standa sig vel. Þessir krakkar eru yfirleitt góðir i umgengni og fyrtast ekki við verkstjórn eða leiðbeiningar. Margir hafa óskað eftir að fá að vera áfram i starfsdeildinni eftir fyrsta árið. Við höfum litið pláss fyrir þau, en þó eru hér þrir áfram frá i fyrra að hluta til, þ.e. i bóklegu námi. Annars er ætlunin, að eitt ár eigi að nægja i starfs- deild, en siðan geti þau haldið áfram i vinnu upp á eigin spýtur. Þarf aukinn skilning á þessum málum — Eru til nokkur lög eöa reglu- geröir um siika starfsþjáifun þroskaheftra og fjölfatiaðra? — Nei, þaö eru engin lög til um þetta. Hinsvegar eiga allir aðrir unglingar kost á einhverju fram- haldsnámi. Þótt krakkarnir hér hafi ekki staðist hin tilskyldu próf, finnst okkur að þau eigi lika rétt á starfsþjálfun eöa einhvers- konar framhaldsnámi til þess aö þau komist út i lifiö. Við hljótum að stefna að þvl, að sem allra flestir verði sjálfbjarga, geti lifaö eölilegu lifi og séu sem allra minnst upp á aðra komnir. Frum- varp um framhaldsnám liggur nú fyrir til umsagnar hjá ýmsum aöilum. Félag Islenskra sérkenn- ara fjallaði um það á slðasta fundi sinum og benti á, að i frum- varpinu kæmi ekki nægilega vel fram að gert væri ráð fyrir fram- haldsnámi og starfsþjálfun fyrir þau börn sem ekki ljúka grunn- skólanámi. Það er vonandi að skýr ákvæöi þar um komist inn I þessi lög. Það þarf lika aukinn skilning á þessum málum I þjóð- félaginu. — Fara margir af nemendun- um hér beint út á vinnumarkaö- inn? — Já, stór hluti þeirra fer út á vinnumarkaðinn og er gjaldgeng- ur þar. En við vitum ekki hve margir okkar fyrri nemenda hafa fasta vinnu. Þaö hefur engin könnun verið gerð á þvi, en slik könnun mun nú vera i bigerð. — Eruö þiö vongóö um aö starfsdeildin beri góöan ávöxt? — Unglingarnir hér eru þroskaheftir á fleiri en einu sviöi og sumir þeirra eru likamlega fatlaðir. Við trúum þvi, að með þvi að styöja svona við bakið á þeim meðan þau eru aö byrja I vinnu, séu möguleikar þeirra meiri en ella. Megnið af þeim hef- ur aldrei unniö áður og meö starfsdeildinni er Isinn brotinn. Það eru svo margir góöir kostir i hverjum einstaklingi fyrir utan námsgetuna. Viö reynum að rækta þá kosti og þeir eiga að koma nemendum okkar vel þegar út I lifiö kemur. —eös Jóhanna skólastjóri er hér aö bera fram morgunmatinn I einum bekknum i öskjuhliöarskólanum. Þeir sem rétta upp hönd vilja fá jógúrt! Jóhanna Kristjánsdóttir skóla- Hörn Haröardóttir kennari. Fjölnir Asbjörnsson kennari. stjóri. Ingólfur Eliesarson starfar I vélamiöstöö Reykjavikurborgar. Hér er hann t.h. ásamt Oddgeiri verk- stjóra að gera við foriáta dælu. Frædslufundir á vegum Sveinafél. húsgagnasm. A komandi vetri mun Fræöslu- nefnd Sveinafélags húsgagna- smiða efna til sérstakra fræðslu- funda. Fundirnir verða einu sinni imánuði, á timabilinu frá nóvem- ber og fram i mars. Þeir veröa ýmist haldnir I húsakynnum félagsinsað Hallveigarstig 1 eöa i Iönskólanum. Viðfangsefni fundanna og málshefjendur verða: Þriðjudaginn 8. nóvember: Yfir- borösmeöferð viöar. Aðalsteinn Throarensen iðnskóla- kennari. Þriðjudaginn 6. desember: ls- lenska valdakerfiö. Ólafur Ragnar Grimsson prófess- or. Þriðjudaginn 10. janúar: Fram- leiöslusamvinnufélög iönaöar- manna. Siguröur Magnússon raf- vélavirki. Þriðjudaginn 14. febrúar: Oryggismál húsgagnaverkstæða. Þröstur Helgason iönskólakenn- ari. Þriðjudaginn 14. mars: Dagblöö- in og flokkarnir. Vilmundur Gylfason menntaskólakennari. Þessir fræðslufundir eru liöur I þvi að auka félagsstarfið meöal húsgagnasmiöa i Reykjavik, en auk þeirra er allt starfsfólk hús- gagnaverkstæða hvatt til að sækja fundina. Þaö er von Fræöslunefndarinnar að sem flestir húsgagnasmiöir sjái sér fært að taka þátt i þessu starfi með þvi aö sækja fundina og taka þannig virkan þátt i þeirri um- ræðu sem þar fer fram. Óhætt er aö fullyrða að viöfangsefni þess- ara fræöslufunda er fjölbreytt og athyglisvert og eigi erindi til mjög margra. Játvarður Jökull Júlíusson: Afrek Heima- manna s.f. 722 tonn af þangm jöli eru farin til útlanda með Urriöafossi. 70 tonn eru eftir til sölu innanlands. Verðá tonni: 64 þús. kr.,söluverö alls kr. 50.688.000,00 — fimmtiu miljónir sexhundruö áttatlu og átta þúsund krónur. Rekstrar- hagnaöur um 10 milj. kr. Þetta er útkoman af rekstri Heimamanna s.f. á Þörunga- vinnslunni á Reykhólum i 3 mán- uöi, júli-sept. Þegar sá rekstur var leyfður og Heimamönnum s.f. voru lánuö öll tæki og aðstaða Þörungavinnsl- unnar hf. voru þeir skilmálar, að Heimamenn s.f. skiluðu helmingi rekstrarhagnaðar, (ileigu). Hlut- verki Heimamanna s.f. er lokiö i bili, samkvæmt hlutarins eöli. Þau samtök eiga lof skilið fyrir margt. Þau eru vel að þvi komin að úthluta um þaö bil 5 milj. kr. milli 30 manna við þangöflun og verksmiðurekstur i uppbót á fullt kaup. Hér á viö með sanni, að þess skal getið, sem gert er. AfrekHeimamanna s.f. er fjór- þætt: I fyrsta lagi að sigrast á vantrú rikisstjórnarinnar s.l. vor og knýja fram þennan rekstur I sum- ar. I öðru lagi að ómerkja álit og tillögur „úttektarnefndar” rlkis- stjórnarinnar, sérfræðinga, sem veltu máli Þörungavinnslunnar fyrir sér i 4 eða 5 mánuöi og fundu enginráötil neins nema að leggja niður,loka, rifa eða selja. Þvilikir vitringar. 1 þriöja lagi að gerbreyta formi og skipulagi þangvinnslunnar, færa ábyrgð og hagnaöarvon yfir á þangskurðarmennina og leggja tveim af hverjum þremur þang- skuröarprömmum, — og sanna ágæti þeirra samtimis. í fjórða lagi að einfalda rekst- urinn, sanna, aö nóg er að hafa Játvaröur Jökull Jiillusson einn yfirmann, auk skipstjórans á Karlsey, I stað yfirmanna yfir botnlausum tapreksti siöustu tveggja ára. Þetta er afrek, sem vert er að halda á lofti og ærin ástæða til að þakka eins og hvaöeina, sem vel er gert. Segi einhver sem svo, að þarna sé jafnframt kveðinn upp áfellis- dómur yfir stjórn Þörungavinnsl- unnar, þáerþað rétt,en aöeins að vissu marki. Sú stjórn var búin að gera tillögur um flest, sem Heimamenn s.f. framkvæmdu, búin að sjá villu sins vegar og tók virðingarveröa afstöðu og var og er fundvis á nýmæli. En á ,,út- tektarnefnd” iönaðarráöherra veröur ekki lof boriö. Þaö veit sá, sem allt veit. Játvarður Jökull Júliusson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.