Þjóðviljinn - 29.10.1977, Síða 16

Þjóðviljinn - 29.10.1977, Síða 16
MOBVIUINN Laugardagur 29. október 1977 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Merkilegt framtak á Kleppi: Fyrirtæki er framleiöir byggingahluta A fimmtudag var blaðamönn- um boðið að lita á fyrirtækið Bergiðjuna við Kleppsspitalann sem framleiðir byggingahluta. Tiiefnið var að Kiwanisklúbbarn- ir hafa safnað miklu fé til kaupa á tækjum i fyrirtækið og voru nú að fara á stað með nýja söfnun. 1 Bergiðjunni vinna að staðaldri um 12 sjúklingar af Kleppi við framleiðslu veggeininga sem eru þannig úr garði gerðar að utan á er marmaralag en plasteinangr- un að innanverðu og festingar fyrir veggklæðningu. Þessar eitv ingar eru uppfinning Baldurs Skarphéðinssonar umsjónar- manns á Kleppi en Jóhannes Sig- urðsson forstjóri fyrirtækisins hefur útfært hugmyndina nánar. Þessar veggeiningar hafa nú ver- ið notaðar i 12 hús hérlendis og eru flest þeirra einbýlishús. Tómas Helgason héit ræðu og talaði um þörfina á svokölluðum vernduðum vinnustöðum eins og Bergiðjan er. Slikir yinnustaðir væru nauðsynlegir fyrir sjúkl- inga, fyrrverandi sjúklinga og ör- yrkja. Væri nú mikill hugur i mönnum að koma upp fleiri vernduðum vinnustöðum úti i bæ. Flestir sjúklingar sem vinna i Bergiðjunni eru á leið af spitalan- um. Bergiðjan hóf framleiðslu i mai 1976 og er i örri framþróun, en starfsemin er miðuð við það að hún geti borið sig. — GFr Einbýlishús sem er byggt aðhluta úr veggeiningum frá Bergiðjunni á Kleppi. una (Ljósm.: — eik). Tveir starfsmenn Bergiðjunnar við marmarasteypu (Ljósm.: — eik). H eilbrigðismálaráð Vítir frágang klóaksins og krefst úrbóta Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í gær tillögu öddu Báru Sigfúsdóttur um að //víta þann framgangs- máta sem orðið hefur á klóaklögn í Seljahverfi" og krefst heilbrigðisráð þess að „þegar i stað verði haf- in framkvæmd samkvæmt kröfu borgarlæknis um viðhlitandi lausn á mál- inu". Adda Bára sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að kröfur borg- arlæknis sem vitnað er i sam- þykktinni væru um að bætt yrði inn fleiri brunnum og að byggt yrði yfir frárennslið. Adda Bára Sigfúsdóttir. Heilbrigöisráð samþykkti að sá frágangur sem látinn hefur verið viðgangast á klóaki i Seljahverfi að undanförnu væri brot á 67. gr. heilbrigðisreglugerðar og hefði greinin verið þverbrotin, með þvi að ekki hafi verið leitað leyfis ráðsins áður en gengið var frá frárennslinu og þar sem frágang- urinn væri með öllu óviðunandi. — AI. 67. gr. heilbrigðisreglugerðar frá 1972: Þar scm frárennsli frá salernum og öftru skólpi verftur ekki veitt i göturæsi efta aftra almenna skólpveitu skal veita þvl eftir vatns- heldum holræsum I rotþrær og skal leita um þaft fyrirmæla heil- brigftisnefndar hvcrju sinni. BORGARSTJÓRI: Eg ber ábyrgðina Blaðamaður Þjóðvilj- ans fór i viðtal til borg- arstjóra i gær, en hann hefur móttöku fyrir borgarbúa á þriðjudags- og föstudagsmorgnum frá kl. 10.30. . Umræðuefnið var opið klóak i Seljahverfi i Breiðholti sem Þjóð- viljinn hefur vakið athygli á. Borgarstjóri vildi ekki láta hafa mikið eftir sér um það mál, enda biði hann og borgarráð nú eftir kostnaðaráætlún og tillögum um úrbætur frá borgarverkfræðingi. Bjóst borgarstjóri við að fá þær i hendur i næstu viku. Aðspurður sagði borgarstjóri að ekki væri hægt að skella ábyrgð þessa ástands á neinn em- bættismann borgarinnar. Borg- arstjóri sjálfur hlyti að bera ábyrgðina. — AI.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.