Þjóðviljinn - 03.11.1977, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. nóvember 1977
Sveinn a. sæmundsson ræöir viö fréttamenn og aöra. —Mynd:_eik
Samstarf um
brunavarnir
Eins og á var drepiö hér i
blaöinu i gær boöuöu Félag
blikksmiöa og Félag blikk-
smiöjueigenda fréttamenn aö
blikksmiöjunni Vogi i Kópavogi
i fyrradag i tilefni af þvi, aö
þessi félög hafa komiö sér sam-
an um aö efla og auka bruna-
varnir I blikksmiöjum.
Telja félögin, aö brunavörn-
um i blikksmiðjunum sé i ýmsu
áfátt og vilja i sameiningu leit-
ast viö aö bæta úr þvi, meö þvi
m.a., aö æfa starfsmenn fyrir-
tækjanna I meöferö slökkvi-
tækja. Myndi þá jafnframt
koma i ljós, hvort slökkvitæki
væru I lagi og hver þörf væri úr-
bóta. Þá var vakin athygli á
nauösyn nánari samvinnu þess-
ara aöila aö öryggismálum,
sem væri sameiginlegt hags-
munamál þeirra beggja.
Er þeir Sveinn A. Sæmunds-
son, formaöur Félags blikk-
smiðjueigenda og Kristján
Ottósson, formaöur Félags
blikksmiöa höföu kynnt frétta-
mönnum þessi áform hófst eld-
varnaæfing og tóku þátt I henni
allir starfsmenn Vogs, en
Brynjólfur Karlsson, starfs-
maöur eldvarnaeftirlitsins leiö-
beindi mönnum um notkun
slökkvitækjanna, þvi fyrir litiö
getur komiö aö hafa viö hendina
tæki, sem menn kunna ekki aö
nota, en þvi fer fjarri, aö sama
sé hvernig þeim er beitt.
Eldvarnareftirlitiö leggur til
vinnukraft, akstur, bensin til
brennslu og hleðslu slökkvitækj-
anna.
Hér er þarft framtak á ferö og
mætti veröa öörum til eftir-
breyttni.
—mhg
Helgarferðlr
tð Akur-
eyrar með
FÍ á skíði
og leikhús
Nú gefst Reykvikingum kost-
ur á ódýrum helgarferöum
noröur til Akureyrar.
Velja má milli gistingar i 2
eöa 3 nætur á Hótel KEA eöa
Hótel Akureyri og er veröiö fyr-
ir 2 nætur meö morgunveröi kr.
13.400 og 13.600 og fyrir 3 nætur
14.800 og 15.300. Flugferö meö
Flugfélaginu er innifalin.
A Akureyri gefst mönnum siö-
an kostur á aö fara upp I Hliöar-
fjall á skiöi, en einnig gefst kost-
ur á aö fara i leikhús hjá Leikfé-
lagi Akureyrar.
Vetrarstarf leikfélagsins er
nú aö byrja og er fyrsta frum-
tJr Hliöarf jalli
sýning vetrarins á morgun,
föstudag, á söngleiknum Lofti.
Leikstjórar eru Brynja Bene-
diktsdóttir
son.
og Erlingur Glsla-
-AI.
Framboðslisti Fram-
sóknar á Suðurlandi
I Þá hefur nú meiri hluti fram-
, boöslista Framsóknarflokksins
■ á Suöurlandi viö næstu Al-
I þingiskosningar litiö dagsins
I ljós. Mun fæöing hans ekki hafa
■ meö öllu gengiö hljóðalaust fyr-
■ ir sig. Rangæskum framsóknar-
I mönnum mun, sumum hverj-
| um, hafa þótt listinn I rýrara
■ lagi viö siöustu kosningar, enda
I áttu þeir ekki mann I vonarsæti
I hvaö þá meira, en fyrrum vanir
| aö senda skörunga á þing.
■ Rangæingar höföu þvl hug á
I_______________________________
aö fá Einar Agústsson, utan-
rikisráöherra, I framboö, sem
þýddi i reynd, aö annar hvor
þeirra Þórarinn i Laugardælum
eöa Jón i Seglbúöum varö aö
þoka um set. Endir þessara inn-
byröisátaka varö svo sá, aö þvi
er fréttir herma, aö fyrirliöum
rangæskra framsóknarmanna
var steypt af stóli, — og er þvi
helst aö sjá, aö rangæingar hafi
veriö sjálfum sér sundurþykkir.
En reykvikingar fá áfram aö
kjósa, — eöa kjósa ekki, — utan-
rikisráöherrann, en rangæingar
fá 4. og 6. sæti á framboðslistan-
um.
Sex efstu sæti listans eru
þannig skipuö: Þórarinn Sigur-
jónsson, alþingismaöur,
Laugardælum, Jón Helgason,
alþingismaöur, Seglbúöum,
Sváfnir Sveinbjarnarson, prest-
ur, Breiöabólstaö, Garöar
Hannesson, simstjóri, Hvera-
geröi og Agúst Ingi ólafsson,
fuiltrúi, Hvolsvelli.
—mhg .
I
Endurskins-
merkjadagur
A vegum menntamálaráöu-
neytisins og i samráöi viö Um-
ferðarráð verða send tilmæli til
allra skólastjóra grunnskóla,
(barnaskólastigsins), um aö
koma á sérstökum endurskins-
merkjadegi.
Skýrslur sýna, aö hættan á um-
ferðaróhöppum er þrefalt meiri I
myrkri en dagsbirtu. Þeir mörgu
sem aka bifreiö, hafa vafalaust
orðiö fyrir þvi, aö sjá ekki gang-
andi vegfaranda i myrkri fyrr en
um leiö og komiö er aö honum.
Þegar ekiö er meö lágum ljdsum,
sést gangandi vegfarandi, án
endurskinsmerkis, aöeins i 20-30
m fjarlægð. Hinsvegar sést hann i
allt aö 125 m fjarlægð beri hann
endurskinsmerki. Minnt skal á,
að stöövunarvegalengd, miöaö
viö 40 km hraða, er hér um bil 26
m, viö bestu aðstæður.
Tilgangur endurskinsmerkja-
dagsins er:
Fræösla um gildi og notkun
merkjanna.
Að gera könnun á notkun end-
urskinsmerkja. Umferðarráð hef
ur séð um dreifingu á endurskins-
merkjum. Orval af þeim hefur
aldrei verið meira en nú. Er aðal-
lega um þrennskonar merki að
ræða: Limd merki, saumuð
merki og næld merki. Umferðar-
ráð mælir einkum með limdum
eða saumuðum merkjum fyrir
yngri vegfarendur. Merkjunum
er dreift um allt land.
Umferðarráð vill benda á að nú
hefur viöa i kauptúnum og kaup-
stööum úti á landi veriö lagt var-
anlegt slitlag á götur. Viöa hefur
ekki enn unnist til þess txrni eða
enst til þess fé, aö leggja jafn-
framt gangstéttir. Umferöin er
þvi öll á götunni, jafnt akandi
vegfarenda sem gangandi. Þar er
þvl ennþá meiri þörf fullrar aö-
Gáöu aö bílnum
gæslu og notkun merkjanna enn-
þá brýnni, þótt allsstaðar séu þau
nauðsynleg.
Foreldrar ættu aö aöstoöa
börnin viö útvegun á merkjunum,
festa þau á flikurnar, nota þau
sjálfir og veröa meö þvi þeim
yngri til fyrirmyndar.
Hver vill ekki leggja sitt aö
mörkum tilaö auka öryggi i um-
feröinni? Verum minnug þess, aö
eitt litiö endurskinsmerki getur
bjargaö mannslifi.
—mhg
Hrollvekjur
Hitchcocks
í Háskólabiói næstu 10 daga
Háskólabió sýnir næstu 10 dag-
ana 5 gamlar og góöar hrollvekj-
ur. Fjórum myndanna stjórnar-
meistarinn Hitchcock og þeirri
fimmtu Walter Forde.
Myndirnar eru: „39 steps”,
„The Lady Vanishes”
„Sabotage” og „Yong and Innoc-
ent” eftir Hitchcock og „Rome
Express” eftir Walter Forde.
„39 steps” var gerö áriö 1935
eftir sögu John Buchan. Myndin
fjallar um baráttu ensks háskóla-
kennara við njósnara.
„Sabotage” er gerð áriö 1936
eftir sögu Joseph Conrad. Þar er
fjallað um spellvirkjann Verlock
sem verður ungum mági sínum
að bana meö timasprengju.
„Yong and Innocent” 1937 er
gerð eftir samnefndri sögu Josep-
hine Tey. Þar segir frá ungri
stúlku sem hjálpar manni sem
sakaður er um morð, sem hann
hefur ekki drýgt.
„The Lady Vanishes” var gerö
áriö 1938 eftir sögu Ethel Line
White. Ung kona kynnist roskinni
konu I L.*-. en þegar gamla konan
hverfur viija samferöamennirnir
ekki kannast við aö hún hafi verið
i lestinni. Reyna þeir aö telja
ungu stúlkunni trú um aö hún geti
ekki verið með öllum mjalla.
„Rome Express” eftir Walter
Forde er byggð að nokkru á
sögu Agötu Christie, Austur-
landahraðlestinni, og samnefndri
kvikmynd.
i hraðlestinni frá Paris til Róm-
ar er misjafn sauöur i mörgu fé
þvi bæöi morð og rán er framið i
lestinni og viö þaö bætast refjar
af margvislegu tagi.
Alfred Hitchcock
Myndirnar verða sýndar 3 á
dag kl. 5, 7 og 9 og eru nánar aug-
lýstar i dagbók Þjóðviljans.