Þjóðviljinn - 03.11.1977, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Mannbjörg varð er
m.b. Gullfaxi fórst
í gær fórst sildveiði-
báturinn Gullfaxi SF 11
út af Meðallandi. Um
borð voru 8 menn og
björguðust þeir allir.
Að sögn Hannesar Hafstein
framkvæmdastjóra Slysavarnar-
félags tslands tilkynnti rannsókn-
arskipið Arni Friðriksson kl. 14.20
i gær að sést hefði neyðarblys út
af Skarðsfjöruvita.
Þar kom rannsóknarskipið að
gúmbjörgunarbát sem i voru 3
menn af sildveiðibátnum Gull-
faxa frá Höfn i Hornafirði.
Gullfaxi var 88 tonna stálbátur
smiðaður i A-Þýskalandi árið
1960.
Sáu skipverjar á Arna Friðriks-
syni annan gúmbát á reki á mjög
grunnu vatni þannig að þeir náðu
ekki til hans vegna brims. Rak
bátinn hratt til lands.
Þessi mynd er tekin I Vesturhöfninni i gær. Þarna sést vel hvernig
bátarnir verða aö liggja viö tréstaurabryggju, þar sem „friholtum”
veröur ekki viökomið og byröingurinn nuggast viö bryggjuna. Til
hægri á myndinni másjá eina löndunartækiö sem til er i Reykjavik
fyrir smábáta.
Skemmdir á smá-
bátum í höfninni
vegna slæmrar bryggjuaöstöðu í Vestur
höfninni
Vegna óviöunandi bryggjuaö-
stööu fyrir báta alit frá trillum
og uppi 20 til 30 tonna báta,
veröur tjón, sem nemur
miljónum króna, i Reykja-
vikurhöfn árlega.
Eina aöstaöan sem smá
fiskibátar hafa i Reykjavikur-
höfn er i Vesturhöfninni svo
köiluöu, viö trébryggjurnar fyr-
ir framan hús Slysavarnafélags
Islands. Þarna er um aö ræöa
gamlar staurabryggjur, sem
útilokaö er aö koma „friholt-
um” viö, þannig aö bátarnir
nuggast viö bryggjurnar, ef ein-
hver hreyfing er á sjónum.
Eins gerist það oft þegar fell-
ur að eftir fjöru, að bátarnir
lenda undir bryggjubrúnunum
og skemmast. Þá er löndunar-
aðstaða þessara smá fiskibáta
mjög léleg, aðeins einn
löndunarkrani er nothæfur. Þeir
eru tveir til, en annar hefur ekki
verið nothæfur lengi. Þess
vegna verða bátarnir að biða
timunum saman eftir löndun.
Aðstaða smábáta i Reykja-
vikurhöfn er þvi eins slæm og
hún frekast getur verið. Þjóð-
viljinn hefur gert nokkra könn-
un á ástandinu og mun einhvern
næstu daga, skýra nánar frá
þessu máli.
— S.dór
Danskur fiskiðnaður;
Alvarlegar horfur
ESBJERG 2/11 Reuter — Laurits
Törnæs, formaður danska fiski-
mannasambandsins, sagði I dag
að svo gæti farið að leggja yrði
meira en helmingi þess hluta
fiskiflota Dana, sem veiðir til
iönaöarþarfa, vegna nýrra tak-
markana á fiskveiðum á norskum
og skoskum miðum. Norska
stjórnin hefur ákveðið að banna
danska iðnaðarfiskiflotanum að
veiða við Noregsstrendur sunnan
62. breiddarbaugs og Bretland
hefur fyrir sitt leyti bannað slikar
veiðar austur af Skotlandi.
Törnæs segir að þetta séu ein-
hver mikilvægustu fiskimiöin,
sem Danir hafi sótt á til þessa, og
gætu bönnin leitt til þess að leggja
yröi f jölda af stærstu fiskiskipum
Dana. Bönnin gengu i gildi 1. nóv.
og standa að minnsta kosti til
áramóta. Afli Dana á þessum
miðum hefur fariö I vinnslu á
fiskimjöli, lýsi og ýmsu öðru. Er
hér um að ræða meirihlutann af
ársafla danska fiskiflotans, sem
nemur 1.6 miljón smálesta. Er
ársafli Dana meiri en nokkurs
annars rikis i Evnahagsbanda-
lagi Evrópu.
Veður var þá á austan og 7
vindstig.
Haft var samband viö björgun-
ardeild slysavarnarfélagsins i
Meðallandi og hún beðin að fara á
fjörur til aðstoðar.
Það var siðan laust fyrir kl. 5 i
gær að formaður björgunarsveit-
arinnar Sigurgeir Jóhannsson á
Bakkakoti tilkynnti að 5 skip-
brotsmenn af Gullfaxa væru
komnir þar heim á bæ viö góða
heilsu, en blautir og kaldir.
Voru þeir komnir upp á fjöru-
kamb með gúmbátinn þegar
björgunarsveitarmenn bar þar að
og höfðust viö i honum.
Ekki var vitað i gær hvaö olli
þvi að báturinn sökk en það mun
hafa gerst mjög skyndilega.
—AI
Launsonur
Hitlers
fundinn?
Sagöur ástandsbarn
úr fyrri
heimsstyrjöld
SPEYER, Vestur-Þýskalandi
2/11 — Sagnfræöingur nokkur,
Werner Maser aö nafni, segist
hafa haft upp á launsyni Adolfs
Hitlers, er hann hafi getið við
franski konu er hann var I þýska
hernum i Frakklandi I fyrri
heimsstyrjöld. Þessi meinti sonur
Hitlers ber nafnið Jean Loret, er
nú 59 ára og niu barna faðir.
Þessari frétt mun tekið með
nokkurri tortryggni, enda hefur
Hitler orðiö fyrir annaö frægari
en aö hokra aö konum, en Maser
sagnfræðingur segir að þetta
sanni að þýski nasistaforinginn
hafi verið i eðli sinu rétt sem aörir
menn.
Loret er sagður hafa vitaö aö
faðir hans var þýskur, en til þessa
hafi honum veriö ókunnugt um að
faöirinn var enginn annar en Hitl-
er. Varð honum aö sögn ekki um
sel við þessa uppgötvun, sem von
er til. Fréttamenn segja honum
ekki kippa i fööurkynið hvaö útlit
snerti, en hinsvegar lagði Maser
fram teikningu af móður Lorets,
sem Hitler kvað hafa gert og er
merkt honum.
Það fylgir með sögunni aö Hitl-
er hafi, eftir að Þjóðverjar her-
námu Frakkland i siöari heims-
styrjöld, látiö leita uppi barns-
móður sina og son, en samt ekki
viljað láta þau koma fyrir augu
sin. Hinsvegar hafi hann séö til
þess aö móðirin, sem orðin var
drykkjusjúklingur, hafi verið sett
á heilsuhæli.
istuttu
máfí
Bresjnef býður upp á stöðvun
tilraunasprenginga
MOSKVU 2/11 Reuter — I ræðu
þeirri, sem Bresjnef Sovétrikja-
forseti flutti i dag af tilefni
upphafs hátiöahalda vegna 60
ára áfmælis byltingar Bolsé-
vika, lýsti hann þvi yfir að
Sovétrikin væru reiðubúin að
hætta i bráðina við allar kjarn-
orkusprengingar i friösam-
legum tilgangi, i þvi skyni aö
greiða fyrir samningi um algert
bann við kjarnorkuspreng-
ingum I tilraunaskyni. Jafn-
framt stakk Bresjnef upp á
alþjóðlegum samningi um
stöðvun á framleiöslu kjarn-
orkuvopna. Segja vestrænir
sendiráðsmenn I Moskvu að
þetta tilboö geti rutt úr vegi
einni meginhindruninni á veg-
inum til algers banns á kjarn-
orkusprengingumi tilrauna-
skyni.
Hér er um að ræða verulega
breytingu á afstöðu sovésku
stjórnarinnar, sem til þessa
hefur haldið þvi fram að Sovét-
menn þurfi að beita kjarnorku-
sprengingum i sambandi við
stórframkvæmdir á óbyggðum
og viðáttumiklum landssvæðum
i Rússlandi og Siberiu. — Cyrus
Vance, utanrikisráöherra
Bandaríkjanna, fagnaði i dag
þessum ummælum Bresjnefs og
kvaö þau lofa góðu um árangur i
þeirri viðleitni að stöðva vig-
búnaöarkapphlaupið um siðir.
1 ræðu sinni gagnrýndi Bres-
jnef stefnu Evrópukommúnista
með mörgum orðum og undir
þaö tóku kröftuglega leiðtogar
ýmissa sovétsinnaðra
kommúnistaflokks, svo sem
Alvaro Cunhal frá Portúgal og
Todór Sjívkov frá Búlgariu.
Enrico Berlinguer, leiötogi
italskra kommúnista, varði
hinsvegar stefnu Evrópu-
kommúnista kappsamlega og
lagði áherslu á að lýöræöi hefði
alheimslegt og sögulegt gildi.
Undir það tók franski
kommúnistinn Paul Laurent.
Waldheim gagnrýnir Bandaríkin
fyrir úrsögnina úr ILO
SAMEINUÐU ÞJÖÐUNUM
1/11 Reuter — Kurt Waldheim,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóöanna, gagnrýndi Banda-
rikin i dag harðlega fyrir
ákvöröun þeirra um að segja sig
úr Alþjóðlegu vinnumálastofn-
uninni (ILO). Sagði Waldheim
að úrsögnin ylli sérstaklega
miklum vonbrigðum með tilliti
tii þess, að Carter Bandarikja
forseti heföi heitiö Sameinuðu
þjóðunum öflugum stuðningi og
mælt eindregi með aukinni
alþjóðlegri samvinnu. Margar
rikisstjórnir hafa gagnrýnt
Bandarikin fyrir úrsögnina og
látið i ljós vonbrigði út af
henni.
Caransa frjáls aftur
AMSTERDAM 2/11 Reuter —
Maurits Caransa, einn af auð-
ugustu mönnum Hollands, var
látinn laus i dag eftir að menn
þeir, er námu hann á brott,
höfðu fengið greiddar 10 milj-
ónir gyllina. Var hann við góða
heilsu Grunur lék á aö fólk i
sambandi við Baader-Meinhof-
liða hefði rænt auökýfingnum,
en svo virðist ekki hafa veriö og
er svo að sjá að Caransa hafi
veriö rænt i fjáröflunarskyni
eingöngu.
Nýkomið
mikið úrval
af austurrískum kvenkápum
Opið á laugardögum
kapun
Laugaveg66 llhœð