Þjóðviljinn - 03.11.1977, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. nóvember 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýöshreyfingar
og þjódfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviijans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar
Gestsson.
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón meö sunnudagsbiaöi: Árni
Bergmann.
Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Sfðumúla 6. Simi 81333.
Prentun: Biaöaprent hf.
Blettur á
íslenska
95,0 miðað við 100 1971, en hins vegar hefur
tryggingin sjálf ekki skerst jafnmikið og
almenni elli- og örorkulifeyririnn. Þar er
skerðing kaupmáttarins samt nokkur, eða
t.d. frá 165,9 1974 niður i 161,4 að meðaltali
á sl. ári.
steypu og moka til sin verðbólgugróð-
anum. Þennan verðbólgugróða mætti
auðvitað skattleggja og nota skattinn til
þess meðal annars að bæta kjör aldraðra
og öryrkja. En það hefur ekki verið gert
og verður ekki i valdatið núverandi rikis-
þjóðfélaginu
Kjararannsóknarnefnd hefur nýlega
sent frá sér tölulegar upplýsingar um
þróun kaupmáttar lifeyristryggingabóta á
undanförnum árum. Er þar um að ræða
bætur til aldraðra og öryrkja, auk barna-
lifeyris og mæðralauna. Kaupmáttur elli-
og örorkulifeyris var 80,8 1964 miðað við
100 árið 1971. Hæst komst lifeyristegund
þessi i 89,5 á viðreisnarárum Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins, miðað
við 100 fyrir allt árið 1970. Þegar Magnús
Kjartansson varð tryggingaráðherra
beitti hann sér fyrir stórfelldum hækk-
unum á elli- og örorkulifeyri og hélst sú
hækkun i raun allt til ársins 1974 er
vinstristjórnin fór frá völdum. Kaup-
máttur elli- og örorkulifeyris var frá
115,5-117,1 á vinstristjórnarárunum miðað
við 100 að meðaltali árið 1971. Strax og
hægri stjórnin tók við var skertur kaup-
máttur elli- og örorkulifeyris. Á 2. fjórð-
ungi þessa árs, 1977, var kaupmátturinn
Kaupmáttur barnalifeyris og mæðra-
launa hefur einnig verið skertur tilfinnan-
lega á valdaárum hægristjórnarinnar.
Nú kemur þessi talnaruna sjálfsagt
engum á óvart og sist þeim sem búa við
svo þröngt hlutskipti að þurfa að lifa af
þessum bótum. En tölurnar sýna ekki
aðeins öfugþróun i tilteknum málaflokki
þjóðfélagsins; þessar tölur eru til marks
um pólitiska stefnu. Það er vissulega ekki
visvitandi fjandskapur einstakra ráð-
herra eða einstakra stjórnarþingmanna
við gamalt fólk, einstæðar mæður eða
öryrkja, sem ræður úrslitum i þessum
efnum. Hér er einfaldlega um það að ræða
að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið
andvigur félagslegri þjónustu og Fram-
sóknarflokkurinn berst núorðið einnig
gegn samneyslu. Með þeim hætti verður
sifellt minna til ráðstöfunar á vegum
rikisbúsins, einnig til aldraðra og öryrkja.
Hin andfélagslega stefna forstumanna
stjórnarflokkanna kemur þess vegna
niður á þeim sem minnst mega sin og enga
aðstöðu hafa til þess að mynda svonefnda
þrýstihópa i þjóðfélaginu. Hins vegar
þýðir minni samneysla aukinn gróða
ákveðinna einstaklinga, skjólstæðinga
stjórnarflokkanna, þeirra sem vaða lánsfé
úr bankakerfinu i axlir, fjárfesta i stein-
stjórnar Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins. í staðinn verða aldraðir
og öryrkjar að búa við stöðnun og afturför
i kjörum sinum, bákn verðbólgugróðans
leggur æ þyngri byrðar á herðar þeirra.
1 öllum grannlöndum okkar er lögð
megináhersla á að framfarir séu ein-
kennið að þvi er varðar eftirlaun og lif-
eyri, að félagsleg þjónusta batni ár frá ári.
Islenska rikisstjórnin telur sér skylt að
tryggja aukinn gróða ákveðinna skjól-
stæðinga sinna, og i besta falli skammast
hún til þess vegna þrýstings frá verka-
lýðshreyfingunni og Alþýðubandalaginu,
að reyna að tryggja að einstakir þættir
almannatrygginganna standi þó i stað.
Yfirleitt er afturförin einkennið. Þannig
skerlsland sig úr: félagslegur aðbúnaður
fer vernandi ár frá ári, kaupmætti elli- og
örorkulifeyris hrakar.
Slik pólitisk stefna ber vott um alvar-
legan siðferðilegan sljóleika, hún ber vott
um virðingarleysi fyrir öldruðum og ævi-
starfi þeirra, tillitsleysi við öryrkja,
blindu á mannleg gildi. Slik pólitisk stefna
i verki er ekki aðeins pólitiskt átakamál,
karp milli dagblaða eða stjórnmála-
manna, hún er blettur á islenska þjóð-
félaginu.
—s
Hœgri menn
Þau tiðindi hafa gerst i
islenskum stjórnmálum aö
nokkrir talsmenn Sjálfstæöis-
flokksins þora aö kannast við
sitt rétta eöli, þora aö vera
hægri menn opinberlega. Sliku
hafa þeir ekki fiikaö fyrr en nú
aö undanförnu. Þetta eru vissu-
lega ánægjuleg tiöindi.
Hugmyndafræöingur hægri-
manna, Asgeir Hannes Eirlks-
son, ritar grein i Dagblaöiö i
gær, þar sem hann segir frá þvi
aö hann eigi sér þá Glistrup og
Albert aö leiötogum lifsins og
stjórnmálabaráttunnar. Hefur
þaö heldur ekki gerst fyrr opin-
berlega aö talsmenn Sjálfstæö-
isfldcksins játi þessum tveimur
stjórnmálaleiötogum ást sina i
sömu andránni. Asgeir Hannes
hefur þá ætlan aö efna til virkr-
ar starfsemi meöal hægri-
manna: segir hann mikla ólgu
og óánægju i Sjálfstæðisflokkn-
um meö núverandi forystu
Geirs Hallgrimssonar, þe. hina
pólitisku stefnu forystunnar.
Dekurbarn
Um leiö og hægri menn skriöa
úr felum er safnaö undirskrift-
um innan Sjálfstæðisflokksins
og skoraö á Albert Guðmundss.
aö gefa kost á sér á ný jan leik til
þings og borgarstjórnar. Birtast
um þessi efni auglýsingar I
blaöakosti Sjálfstæöisflokksins,
einkum siödegisblööunum. Vit-
aö er aö Albert hugsar
sér aö fara i framboö á
nýjan leik fái hann nægi-
lega marga til þess aö
skora á sig. Þá ætlar hann aö
hætta viö aö hætta. Þennan leik
lék Albert aftur og aftur sem
formaður Knattspyrnusam-
bands íslands, hætti, hætti við
aöhætta o.s.frv. Þessi stjórnlist
Alberts Guömundssonar minnir
á óþekkan krakka meöóeölilega
dekurþörf: nú er aö sjá hvort
nógu margir skora á hann til
Glistrup: Hinn mikli leiötogi og sameiningatákn.
Fjórar hetjur geysast um stjórnmálavöilinn og sækja fast til frelsis.
framboös. Og þvi skal spáö hér
aö þá fer hann aftur fram fyrir
Sjálfstæöisflokkinn.
Stjórnunar-
félagið af stað
Fleiri safna aö sér fylgi en
Asgeir Hannes Eiriksson og
Albert Guömundsson. Stjórn-
málakappinn Friörik Sófusson
leitar nú hófanna hjá stuðnings-
mönnum Sjálfstæöisflokksins.
Friörik er framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélagsins: veröur ár-
angur hans i prófkjörinu til
marks um árangur eöa árang-
ursleysi starfs Stjórnunarfél-
agsins undanfarin ár.
Lúðraþytur
frelsis
Ekki fara þessar hetjur einar
um héröö: úr Kópavogi berst
lúðraþytur frelsis um lands-
byggöina alla: Hannes Gissur-
arson, formaöur félags ungra
ihaldsmanna stofnar samtök
sem munu heita Sókn til frelsis.
Þaö er einkum frelsiö i Banda-
rikjunum og i Vestur-Þýska-
landi sem Hannes þessi vill inn-
leiða á Islandi. Hannes Gissur-
arson er aö mati undirritaös
langmannvænlegastur þeirra
leiötoga Sjálfstæöisflokksins
sem hér hafa veriö taldir upp:
vonandi fær hann frelsi til þess
aö halda áfram aö gera asna-
spörk i rikisútvarpinu - þá verö-
ur fylgi Sjálfstæöisflokksins
loksins þaö sem kalla mætti
„eðlilegt”.
Þrátt fyrirfund
með Kosygin
Meöan hirömennirnir i Sjálf-
stæöisflokknum fara þannig
hver gegn öörum af offorsi, sit-
ur Geir Hallgrimsson á sinum
staö og skilur ekkert hvaö er aö
gerast. Hann skilur ekki einu
sinni, aö Sameiningartákn
Sjálfstæöisflokksins er ekki
Geir Hallgrimsson heldur
Mogens Glistrup. —s.