Þjóðviljinn - 03.11.1977, Side 10
Hin nýja og fullkomna bifreið björgunarsveitarinnar.
Fullbúin sjúkrabifreiö
afhent Borgfiröingum
Hinn 22. október sfðastliðinn
var björgungarsveitinni OK
Borgarfirði, afhent fullbúin
sjúkrabifreið, sem félagar I
Kiwanisklúbbnum Jöklum i
Borgarfirði höfðu safnað fé til.
Fjárframlögin voru frá 270
heimilum norðan Skarðsheiðar i
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, en
fjár var einnig aflaö með
dansleikjahaldi og töðugjöldum.
Klúbbfélagar hafa unnið við
innréttingu, frágang og málningu
á bílnum i sumar og er kostnaðar-
verð bifreiðarinnar tæpar 2
miijónir kröna.
Formaður Björgunarsveitar-
innar Oks, Jón Þórisson veitti bif-
reiðinni móttöku, þakkaði gjiíina
og sagði að staðsetning
fuilbúinnar sjúkrabifreiðar i
uppsveitum Borgarfjarðar
myndi lfklega draga ögn úr
áhyggjum fólks vegna brottflutn-
ings h é r a ð s 1 æ k n i s i n s
fráKleppjárnsreykjum til
Borgarness.
Einnig tóku til máls Hannes
Hafstein, framkvæmdast jóri
SVFI, Bragi Nielsson, læknir,
Haukur Júliusson og Sigriður
Jónsdóttir auk forseta Jökla,
Finnboga Arndal, en hann afhenti
bifreiðina.
Sprungur í steinsteypu
Ervin Poulsen, prófessor við
dönsku verkfræðiakademiuna i
Kaupmannahöfn flytur fyrirlest-
ur i boði verkfræði- og raunvis-
indadeildar Háskóla tslands i dag
kl. 15:00 i Tjarnarbæ (áður
Tjarnarbió). Efni fyrirlestursins
er sprungumyndun i steinsteypu.
öllum er heimill aðgangur.
Byggingarmeisturum og bygg-
ingarmönnum er sérstaklega
boðið til þess að hlýða á erindi Er-
vin Poulsens.
Minningargjöf Ásu Wright
Frú Eirika Eyjólfsson og Þor-
grimur St. Eyjólfsson, útgerðar-
maður i Keflavik hafa afhent
Slysavarnarfélagi tslands kr.
135.000 frá frú Asu Guðmunds-
dóttur Wright. Skömmu fyrir
andlát sitt ánafnaði frú Asa
ákveðinni peningaupphæð til
SVFt sem minningargjöf um for-
eldra sina læknishjónin frú Arn-
disi Jónsdóttur og Guðmund Guð-
mundsson er siöast var læknir i
Stykkishólmi.
SVFt þakkar minningargjöf
þessa er varið verður til eflingar
sjóslysavarna samkvæmt ósk
gefandans.
(Fréttatilkynning)
MINNING
Sigrún Björnsdóttir
Fædd 13.2. 1921 Dáin 25.10. 1977
Við hið sviplega fráfall Sigrún-
ar Björnsdóttur, frænku minnar,
verður huganum reikað aftur i
timann til æskuára okkar en við
vorum nær jafnaldra. Mér er
minnisstætt þegar það barst til
okkar að Björn föðurbróöir minn
hygðist flytjast suður með
fjölskyldu sina og hugði ég gott til
þvi að ég vissi aö hann átti fjórar
dætur á liku reki og ég. Að visu
komu þau ekki öll saman strax og
eftir var ein dóttir i fóstri hjá
Kristni föðurbróður á Biönduósi.
En fljótlega voru þau oröin fjögur
frændsystkinin hér, þrjár systur
og einn bróöir. Tókst strax vin-
átta með mér og systrunum enda
áttum við samleið i skólum um
hrið.
Björn frændi minn var einhver
indælasti maður, sem ég hefi
kynnst, greindur og fróður og
hafði lag á að tala við alla, bæði
okkur unglingana og þá sem eldri
voru. Þorbjörg, kona hans, var
mikilhæf kona, músiköisk og list-
feng i höndum. Það var þvi
ánægjulegt að koma á heimili
þeirra og öilum tekið vel þó aö
efnin væru ekki mikil þvi að þetta
voru tlmar atvinnuleysis og
kreppu. Frá þessum ágætu for-
eldrum hlutu þau systkin gott
vegarnesti.
Þegar Sigrún óx upp varð hún
myndarlegasta stúlka, há og
grönn og vakti athygli fyrir hið
fagra dökka hár, sem var þykkt
og liöað. Hún var hinn mesti fjör-
kálfur og man ég að móður minni
fannst gaman að fá hana I heim-
sókn. Kom hún stundum og hjálp-
aði henni við húsverk og hafði
móöir min orð á hve rösk hún
væri og húsleg en það fannst
henni helst á skorta um sina eigin
dóttur.
Sigrún hafði glöggt auga fyrir
kimni og sagði vel frá. Hún lagði
alltaf gott til málanna og var
mjög góð öllum sem lltils máttu
sin.
Ung að árum kynntist hún eftir-
lifandi manni sinum, Þorsteini
Einarssyni, húsgagnabólstrara.
Þau gengu i hjónaband 17. júll ár-
ið 1942. Þegar ég kom fyrst á
heimili þeirra vakti það eftirtekt
mina hve allir hlutir virtust vald-
ir af fáguöum smekk þó að efni
væru ekki mikil fremur en hjá
öðru ungu fólki um þær mundir.
Þegar þau eignuöust húsið að
Sörlaskjóli 10, þar sem þau hafa
nú búið i nær þrjátiu ár, naut
þessi góöi smekkur þeirra sin enn
betur og hygg ég að þar hafi þau
verið mjög samvalin. Þau voru
ákaflega samrýnd og þeir eru
ekki margir dagarnir, sem þau
hafa ekki dvaliö saman, enda var
Sigrún Þorsteini einnig til aðstoð-
ar um skeið á verkstæði hans.
Eina dóttur eignuðust þau, Ingi-
björgu hjúkrunarfræðing.
Um nokkurt skeið átti Sigrún
við vanheilsu að búa en tók þvi
með æðruleysi og oft gamansemi.
En nú i seinni tið virtist heilsan
fara batnandi.
Siðasti fundur okkar Sigrúnar
var á ánægjulegum hljómleikum
Elisabetar Erlingsdóttur, frænku
Þorsteins, og áttum þar góða
stund saman. Þannig er gott aö
minnast hennar.
Megi ánægjustundirnar sem
þau Þorsteinn, Sigrún og
Ingibjörg áttu saman verða þeim
huggun I harmi.
Geröur Magnúsdóttir
Mig langar til að minnast minn-
ar góðu vinkonu, með örfáum
orðum, sem kvaddi þennan heim
allt of fljótt og snögglega.
Vinkona mln um langt árabil,
Sigrún Björnsdóttir, Sörlaskjóli
10, Reykjavik, er jarðsett i dag.
Mig setti hljóða er ég frétti lát
hennar. Sigrún var sérstakur per-
sónuleiki og stafaði frá henni
mikil heiðrikja.var hún næm fyrir
öllu mannlegu og vildi alltaf láta
gott af sér leiða. Mikið hefur hún
reynst minni fjölskyldu traust og
trygg, alltaf komin til aö gera lifið
bjartara með nærveru sinni og
góðvild. Hun var sannarlega sól-
armegin i lifinu og þarf ekki að
kviða heimkomunni til æöri
heima.
Ung giftist hún Þorsteini Ein-
arssyni, húsgagnabólstrara, og
áttu þau einadóttur barna Ingi-
björgu hjúkrunarfræðing. Var
Sigrún mikil hamingjukona I slnu
hjónabandi og átti gott og traust
heimili, sem hún mat mikils. Við
finnum hvað fátækleg orð gera
litiö, þegar dauðinn er annars-
vegar, maður er til litils máttug-
ur.
Megi góður Guö styrkja Þor-
stein og Ingibjörgu I þeirra miklu
sorg.
Far þú i friði,
friöur Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt
ERNA,
Þegar kær systir er kvödd,
streyma ljúfsárar minningar
fram I hugann.
Sigrún fæddist 13. febrúar árið
1921 á Rútsstöðum I Svinadal, i
Austur-Húnavatnssýslu. Var hún
hið fjórða af sex börnum hjón-
anna Þorbjargar Kristjánsdóttur
frá Reykjum á Reykjabraut i
Húnavatnssýslu og Björns
Magnússonar frá Ægissiðu á
Vatnsnesi.
Sigrún var falleg telpa, létt og
kvik á fæti, dökkhærö og hrokkin-
hærð með blá, geislandi augu,
sem oft leiftruðu af gáska. Þegar
Sigrún var niu ára, fluttu for-
eldrarnir til Reykjavfkur með
fjögur af börnum sinum. Ingi-
björg, elsta dóttirin var látin, en
yngsta dóttirin Jónina var i fóstri
hjá fööurbróður slnum, Kristni
Magnússyni á Blönduósi og konu
hans Ingileifi Sæmundsdóttur.
Bernsku- og æskuár okkar
systkinanna I Reykjavik voru
timi kreppu og atvinnuleysis, en
áhyggjur af basli og erfiðleikum
hurfu eins og dögg fyrir sól i ná-
vist Sigrúnar. Hún söng og hló og
dansaöi og fyllti húsið af kátfnu.
Þegar hún var sjö ára, kenndi
ég henni undirstöðuatriði i lestri,
enda var ég fjórum árum eldri.
Skólaganga barna I sveitum
landsins hófst þá um tiu ára ald-
ur, svo að lestrarkennsla hvildi á
heimilunum. En ekki var það slð-
ur dýrmætt, sem Sigrún miðlaði
mér, þvl að hún kenndi mér að
dansa og gerði mig þar með hlut-
genga i félagsllfi skólafélaga
minna. A ég alla þá ánægju, sem
dans veitir ungu fólki Sigrúnu að
þakka þvl að ég hafði ekki efni á
Út er komin barnabókin Elsku
Mió minn eftir Astrid Lindgren,
þann núlifandi barnabókahöfund
sem nú nýtur einna mestrar
frægðar; hún er höfundur Linu
langsokks, Emils i Kattholti og
fleiri merkra persóna. Þýðandi er
Heimir Pálsson.
Elsku MIó minn er ævintýra-
saga og svipar á ýmsan hátt til
sögunnar Bróðir minn Ljóns-
að fara i dansskóla og þorði ekki
út á gólfiö með félögum mlnum
vegna vankunnáttu minnar, en
Sigrún þurfti ekki að fara I dans-
skóla, þvi að það var eins og hún
heföi þessa hrynjandi meöfædda.
Arið 1942 giftist Sigrún eftirlif-
andi manni sinum, Þorsteini
Einarssyni húsgagnabólstrara.
Nokkrum árum siðar byggðu þau
sér hús i Sörlaskjóli 10 I Reykja-
vlk og bjuggu þar slðan. Þau
eignuðust eina dóttur, Ingibjörgu,
sem nú er hjúkrunarkona. Sam-
vistir Sigrúnar og dóttur hennar
voru hiö fegursta á æviskeiði
Sigrúnar. Ég held, aö aldrei hafi
borið skugga á þá gleði, sem Sig-
rún hafði af dóttur sinni, sem hún
unni heitt.
Aldrei minntist Sigrún á vanda-
mál I sambandi við börn og ung-
linga, hefur ef til vill bægt slíkum
erfiðleikum frá með natni sinni
viö fjölskyldu sina og heimili
ásamt kærleika sinum til allra
barna og næmum skilningi á eðli
þeirra og þörfum.
Sigrún hafði mikið yndi af
heimili sinu og var manni sfnum
samhent I að fegra það með
fallegum, handunnum munum.
Mikil gestrisni rlkti á heimili
þeirra hjóna og var öllum jafnvel
fagnað, ungum og öldnum, skyld-
um og óskyldum. Slðasta sunnu-
daginn, sem hún liföi vorum við
systurnar gestir á heimili hennar.
Voru þau hjónin búin að gera
nokkrar breytingar á heimilinu
og var Sigrún mjög glöö.
Þennan dag sá ég hana i siöasta
sinn. Jarpa liðaða hárið var orðið
hvitt og myndaði umgjörð um
fritt andlitið, en bláu augun voru
jafnskær og þegar hún var barn
og ljómuöu af þeirri heiðrikju
hugans, sem einkenndi hana alla
ævi.
Ég kveð Sigrúnu systur mlna
meö kærri þökk og votta eigin-
manni hennar og dóttur hluttekn-
ingu I söknuði þeirra.
Sigurlaug Björnsdóttir.
hjarta sem út kom I fyrra; hér er
skapaöur ævintýraheimur sem er
skyldari stórtiöindum okkar ald-
ar en það sögusvið sem menn
þekkja af skyldum bókum.
Þessi saga var lesin i morgun-
stund barnanna i útvarpi fyrir
nokkrum árum. Bókin er prýdd
mörgum myndum eftir sænsku
listakonuna Ilon Wikland. tltgef-
andi er Mál og menning.
Blaöberar
Vinsamlegast komið á afgreiðslu blaðsins
og sækið rukkunarheftin.
Afgreiðslan opin: mánud. —föstud. frá kl.
9-17.
Þjóðviljinn Síðumúla 6 sími 81333
Ný bók frá Máli og menningu
Elsku Mió minn