Þjóðviljinn - 05.11.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.11.1977, Blaðsíða 1
UOWIUINN Laugardagur 5. nóvember 1977 —42. árg. 247. tbl. Vandi fiskvinnslunnar leystur til áramóta Nýrra ráðstafana þörf í ársbyrjun — segir í athugun Þjódhagsstofnunar á afkomu frystihúsanna Hvorki í stefnuræöu forsætis- ráðherra á Alþingi né i nýútkom- inni athugun þjóðhagsstofnunar á afkomu frystihúsanna er að finna neinar ákveðnar tillögur um frambúöarlausn á þeim vanda sem fiskvinnslan teiur sig eiga viö að etja. Þ jóðhagsstof nun telur I skyrslu sinni að vandi frystihús- anna hafi verið leystur til ára- móta, en það sé skammgóöur vermir, þvi að um áramót risi vandinn á ný i kjölfar launahækk- unar I. des. og krafa um fisk- verðshækkun fframhaldiaf þeim. Viömiöunarverð Verðjöfnunar- sjóðs fyrir freðfisk og saltfisk hef- ur veriö hækkað um 7%, en það þýðir 5% hækkun á skilaverði til vinnslustöðvanna. Þá hefur rikis- stjórnin ákveðið að afurðalán Áfram land- ris fyrir norðan í Mývatnssveit var i gær alhvit jörð og kuldalegt um aö litast, en veður var stillt og nokkuð gott, eins og stúlkan á Skjálftavaktinni orðaði þaö f gær. Annars var allt við þaö sama á skjálftavaktinni i gær, landris heldur áfram hægt og bitandi og skjálftum hefur ekki f jölgað. ___________________—AI. Bardagi Sambíumannaog Suöurafnkumanna LUSAKA, PRETÖRIU 3/11 Reuter - Til bardaga kom í gær milli sambfsks og suöurafrisks herliðsá landamærum Sambiu og Caprivi-ræmunnar, sem er hluti af Namibiu og liggur aö landa- mærum Sambiu á milli Angólu og Botsvana. Eins og gjarnan vill verða segja aöilar slna söguna hvor af viöureigninni. Samblu- menn segja suöurafriskt herliö, stutt stórskotaliði og flugvélum, hafa ráðist á sambisku borgina Sesheke, sem er skammt frá landamærunum, og hafi ein suð- urafrisk flugvél verið verið skotin niður. Talsmaður suöurafriska hersins segir hinsvegar að Sambiumenn hafi hafið bardag- ann með skothrið á suðurafriska landamæravarðstöð og neita þvi aö suðurafrikumenn hafi oröið fyrir nokkru tjóni. Suöurafrikumenn greina einnig frá árásum liösmanna SWAPO, sjálfstæðishreyfingar Namibiu, þar á landamærunum, en SWAP0 hefur griöland bæði i Sambiu og Angólu. Sambiumenn segjast einnig hafa skotið niöur flugvél úr flugher Ródesiustjórnar við Viktoriufossa, sem eru i fljdtinu Zambezi, er skiptir löndum meö Ródesiu og Sambiu. verði hækkuð til samræmis við breytinguna á skilaveröinu. Þjóöhagsstofnun telur að við þessi rekstrarskilyröi sé brúttó- tap fiskvinnslunnar I ár 0 til 2.5%. Fiskvinnslustöðvar á Vest- fjörðum og Noröurlandi-eystra eru best settar og skila flestar brúttóhagnaði, en f öðrum lands- hlutum er ástandiö verra, og þó sérstaklega á Suöurlandi og Vest- urlandi, þar sem um alvarleg staðbundin vandamál er aö etja. A næstunni verður til reiðu sér- stakt lánsfé allt að 500 miljónir króna, til þess að létta undir með rekstri fyrirtækja á þessu svæði. Þjóöhagsstofnun leggur til i at- hugun sinni aö gerðar verði ýms- ar kannanir á rekstri fiskvinnslu- stöðva með það i huga að auka hagkvæmni án þess aö stefnt sé að vaxandi afkastagetu sem við- ast sé nægileg. Hvorki frá rikis- stjórn né Þjóöhagsstcfnun eru settar fram neinar mótaðar til- lögur um hvernig þessu mark- miði skuli náð. —ekh. Forsætisráöherra í stefnuræðu: Boðaði skatta- hækkun Tekjuskattur verN þyngri á næsta ári heldur en I ár, Skattvisitalan verður sett 31% hærri en i ár, eða sem samsvarar hækkun verölags miili ára. Vegna hækkandi tekna verður því skattheimt- an mun þyngri. Þetta kom fram i stefnu- ræðu forsætisráðherra á þingi og sagði hann aö þar sem laun hækkuðu meira en verðlag og eftirspurn færi vaxandiværi nauðsynlegt að beita beinum sköttum til þess að draga úr þenslunni. Kaupmáttur tekna ykist um 8% og nauðsynlegt væri að draga úr honum meö skatt- heimtu. Frystihúsin á Suðvesturlandi og Suöurlandi Of mörg og illa nýtt Sjá baksíðu Skrifstofa Dagsbrúnar heimsótt SJA OPNU Úrbœtur í almanna- tryggingamál- um allar að frum- kvœði verkalýðs- hreyfingarinnar. Rœða Svövu Jakobsdóttur síðu 10 Handprjónasamband íslands: STOFNFUNDUR I DAG í GLÆSIBÆ r Björn Jónsson, forseti ASI, ávarpar fundinn 1 dag kl. 14 hefst i Glæsibæ stofnfundur Handpr jónasam - bands islands. Verk Salóme Fannberg bera þess sterk einkenni að hún hefur verið búsett i Breiöafjaröareyjum Ofið í þang í Flatey 1 dag verður opnuð sýning þriggja myndlistarmanna i kjallara Norræna hússins. Rich- ard Valtingojer sem er fæddur 1935 i Austurriki en hefur verið búsettur hér siðan 1960 sýnir þar 37 teikningar og 12 grafikmynd- ir. Myndirnar eru allar gerðar sl. 6 ár. Magnús Páisson (f. 1929) sýnir 5 objekta sem allir eru gerðir á þessu ári. Myndir hans eru symbóliskar með miklu skopi. Bæði Richard og Magnús hafa sýnt oft áður en þriðji sýnandinn Salóme Fann- berg sýnir nú i fyrsta sinn. Hún er fædd 1951 og lærði I Lista- skóla Barcelona. A sýningunni eru 17 ofin verk sem bera þess sterk einkenni að hún var búsett i Flatey á Breiöafirði i meira en hálft ár. Ull og þang koma t.d. fyrir I mörgum myndum henn- ar. Sýningin er opin daglega frá kl. 2-10 og stendur til 20. nóvem- ber. —GFi Þegar hafa á fimmta hundrað manna viðsvegar aö af landinu tilkynnt þátttöku i samtökunum. A fundinum i Glæsibæ I dag veröa þrir gestir frá verkalýös- félögunum, og munu þeir flytja ávarp. Þeireru: Björn Jónsson, forseti ASl, Aðalheiöur Bjarnfreösdóttir, formaður Sóknar, Sigurður Magnússon, stjórnarformaöur Rafafls. Fundarstjóri verður Arn- mundur Backmann, lög- fræðingur. Fyrir fundinum liggja tillögur um stjórnarkjör og formannskjör i samtökunum og einnig tillögur að lögum þeirra. Tiliaga verður lögð fram um aö hækka söluverð lopapeysanna til endurseljenda og útflytjenda, en takist samningar ekki við endur- seljendur er tillaga um að sam- tökin snúi sér beint aö útflutningi milliliðalaust, en hefur þegar verið gerð könnun á þeim mögu- leika. Tillaga veröur einnig gerö um að minnst 250 kr. fáist á timann fyrir prjónaskapinn, frágang og þvott. Hulda Gisladóttir sem er for- maður undirbúningsnefndar fundarins sagði I samtali viö Þjóðviljann I gær að greinilegt væri að allflestir væru sammála um nauðsyn þessa félagsskapar. Við erum stærsti hópur framleiöenda i landinu, ef undan er skilin bændastéttin, sagði Hulda, og ekki óeðlilegt að við bundumst samtökum um að bæta kjör okkar og breyta verslunar- háttunum. Undirtektir hafa lika verið mjög góðar. Við höfum hvarvetna fengið mikinn stuðning og skilning ekki hvaö sist hjá forystumönnum I Alþýöu- sambandi Islands. —AI Happdrætti Herstöðvaandstœðinga: Dregiö 15. nóv. Senn líður að því að dregið verði i Happdrætti Samtaka herstöðvaand- stæðinga. 15. nóvember n.k. Fjöldi útgefinna miða er 15.000 og verð hvers miða er 250 krónur. Vinningar i happdrættinu eru 250 talsins samtals að andvirði kr. 853.000. Þeir eru: Myndlistaverk: 1. Asgerður Búadóttir: Vefnaður. Verð 80000 kr. 2. Sigurður Thoroddsen: Mynd Verð 50000 kr. 3. Messiana Tómasdóttir: Mynd- verk. Verð 40000 kr. 4. Guðrún Svava Svavarsdóttir: Teikning. Verö 40000 kr. 5. Jón Reykdal: Dúkrista. Verö 19000 kr. Til góðra nota: 6-25. Keflavikurgönguskór, sterkir og endingargóðir. Verð 4500 kr. samtals 90000 kr. Ritverk: 27-50. Málverkabækur Máls og Menningar, 6 bindi. Verð hvers flokks 3600 kr. samt. 90000 kr. 51-75. Þórbergur Þóröarson: Ólikar persónur. Verö 3600 kr. samtals 90000 kr. Hljómplötur: 76-100. Jóhannes úr Kötlum. Sóleyjarkvæöi. Verð 2400 kr. samtals 60000 kr. 101-150. Þokkabót: Fráfærur. Verö 2290 kr. samtals 114500 kr. 151-200. Olga Guörún: Kvöld- fréttir. Verð 2790 kr. samtals 139500 kr. 210-250. Böðvar Guðmundsson: Þjóöhátiðarljóð 1974 + plakat um Variö land, verð 800 kr. samtals 40000 kr. Enn eru til óseldir miöar á skrifstofu samtakanna i Tryggvagötu 10 og upplýsinga má leita i sima 17966

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.