Þjóðviljinn - 05.11.1977, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 05.11.1977, Qupperneq 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. nóvember 1977 AF MÁLÓTTA Þegar Halldór Laxness var inntur eftir því í sjónvarpsviðtali í fyrrahaust, hvaða skoðun hann hefði á bókstafnum setu, svaraði hann því til.að á meðan alþingismenn notuðu tím- ann til að þref a um þennan bókstaf, væri ef til vill hægt að vona að þeir gerðu ekkert annað verra af sér á meðan. Þessi ummæli koma ósjálfrátt uppí hugann, þegar löggjafarsamkundan er farin að „drepa tímann" meðþví að hræra í íslenskri stafsetn- ingu rétt einu sinni. Það fer ekki hjá þvL að þessi ummæli Halldórs hafi vakið menn til umhugsunar um það hvort ekki væri rétt að nýta kenningu hans og f á Alþingi það verðuga viðf angsef ni að f ást aðeins við stafsetningu,og er þá visast að þing- inu yrðu ekki á nein teljandi mistök og afglöp, að ekki sé nú talað um svik og pretti, enda yrðu f járlögin og annað dægurþras að víkja fyrir setunni. Tillaga mín er í stuttu máli sú að taka ekki aðeins inní málið setuna, heldur og ýmis önnur fyrirbrigði sem eru til þess fallin að sýna það svart á hvítu, að sá sem skrifar kann sitt móðurmál svo til hlýtar að hann verður að teljast sendibréfsfær og sumir jafnvel rúm- lega það. Ef einhver hefur til dæmis einhverntímann haldið að Sverrir Hermannsson sæti á þingi til að þjóna einhverjum hagsmunum einhverra, þá hefur þingmaðurinn nú rækilega afsannað þá kenningu, því ekki fer lengur milli mála hvert erindi hann átti á þing, sem sagt að varðveita setuna. Svo hann haf i nú erindi sem erfiði langar mig að vekja athygli hans og þeirra ellefu þingmanna úr f jórum þingflokk- um, sem um þessar mundir leggja fram þingsályktunartillögu um nýja stafsetningu, á eftirfarandi: Það er ekki aðeins setan, sem þarf að taka uppí ritmálið, heldur og f jölmörg önnur fyrir- brigði sem notuð hafa verið í skrif uðum texta. Nægir í því sambandi að benda á einn fremsta íslenskufræðing allra tíma, Rasmus Kristján Rask, en hann notaði í skrifuðu ís- lensku máli allar frönsku kommurnar l'accent circonflexe, l'accent aigu og l'accent grave („svá fásjen kénning"). Þá er vert að benda ellefumenningunum á, að í sjö aldir höf um við orðið að skrifa íslenskt mál án þess að bera gæf u til að hafa afnot af tilbrigðum af bókstaf num O, nef nilega O með króki neðanúr „0", og 0 með striki í gegnum // 0" að ekki sé nutalað um tvennskonar„Æ"„AE" og „OE". Raunar eru til bækur f rá 19. öld þar sem þessir bókstafir eru aðgreindir og nægir í því sam- bandi að benda á Jón Þorkelsson rektor Latínuskólans. Gylfi Þ. Gíslason sagði í umræðum um set- una á Alþingi eitthvað í þá átt að til þess að geta orðið góður rithöfundur þyrfti maður að vita uppruna þeirra orða, sem skrifuð væru, kunna reglur um setu og þá væntanlega brúka bókstaf þennan. Rétt er að benda Gylfa á það að faðir hans Þorsteinn Gíslason var á langri ævi mikilvirkur rithöfundur og verður honum sjálfsagt aldrei brugðið um það að hafa ekki getað komið hugsun á blað, þótt hann aldrei notaði bókstaf inn setu. Sama má raunar segja um H.K.L. og fleiri af okkar fremstu rithöf- undum. Allt það málþóf sem að undanförnu hefur verið viðhaft útaf íslenskri stafsetningu er sjálfsagt gott og blessað, en þó ber að hafa það hugfast að lögboðin stafsetning er ekki nema tæplega fimmtíu ára gamalt fyrirbæri. Allt það sem íslendingar hafa ritað í hartnær ell- efu aldir, hafa þeir orðið að setja saman án þess að geta stuðst við lagakróka um ýmsa bókstafi og aðrar reglur og formúlur um skrifaðan texta. Sannleikurinn er sá að í síð- astliðin fimmtíu ár hefur sú tilhneiging verið rikjandi meðal þeirra sem þóst hafa til þess kjörnir að segja landslýð hvernig skrifa beri móðurmálið, að lögbjóða svoflóknar reglurum hið skrifaða orð, að almenningur í landinu er hættur að þora að drepa niður penna. Við ligg- ur að f ólk sé hætt að þora að skrif a niður skila- . boð á blað, hvað þá að setja saman sendibréf, af ótta við að blotta sig. Hér er komin orsökin fyrir hinni margumtöluðu pennaleti íslend- inga. Stefán Karlsson handritasérfræðingur hafði raunar betra orð yfir þetta fyrirbæri, þegar hann f jallaði um íslenskt mál í útvarp- inu, en hann kallaði það „málótta". Ég vil að lokum skora á íslenskunemendur að fara varlega í það að læra lögboðna ís- lenska stafsetningu, hún er að miklum hluta rugl, einkum setningafræðin, en leggja sig f ram við að skrif a á skil janlegu máli, það sem hugurinn býður, setja kommur bara þar sem mönnum finnst þær eiga að vera, stóra stafi aðeins þar sem mönnum finnst þeir tilheyra, en setur og upsilon þar sem okkur f innst gam- an að hafa slíka stafi. Þá fyrst kemur að því að málótti og pennaleti landsmanna hverfur eins og dögg fyrir sólu. Sagt er að Konráð haf i ort þessa vísu, þeg- ar Rask vildi festa notkun á l'accent circonflexe í skrifað íslenskt mál: Aldrei fékk ég fyr komplex af fákunnáttu minni, en lögboðinn laxansirkonflex leggst mér þungt á sinni. Flosi. 1. deild sovéska meistaramótsins: 21 árs skákmaður kveður sér hljóðs Undankeppni sovéska meistaramótsins er nú langt á veg komin. Þessi keppni, eöa réttara sagt mót, er skipaó mörg- um af fremstu skákmönnum So- vétrikjanna og 6 efstu sætin gefa sæti I alsovéska meistaramótinu sem fer fram i lok ársins. Af 18 keppendum á mótinu eru 10 þátt- takenda alþjóölegir stórmeistar- ar sem segir betur en nokkur orö hversu langfremstir Sovéskir skákmenn eru. Aö loknum 14. umferöum af 17 var Gennadi Kuz- min efstur haföi hlotiö 9,5 v. I 2. sæti var Grigorjan meö 9 c. og I 3- 4. sæti komu þeir V. Tukmakov sem tvlvegis hefur teflt hér á landi og Alexander Kotsjev. Kot- sjev er langyngsti þátttakandinn á mótinu aöeins 21 árs og árang- ur hans þvl mjög glæsilegur. Hann hefur ekki tapaö einni ein- ustu skák sem lýsir vel öryggi þessa unga skákmanns. Athygli vekur mjög slægleg frammistaöa stórmeistaranna Vaganinas og Taimanovs en þeir skipa nú eitt af botnsætunum. Hvltt: A. Beljavskl Svart: R. Vaganian Benkö-bragö 1. d4 Rf6 3. d5 b5!? 2. c4 c5 JBenkö-bragöiö svokallaöa. Þaö nýtur mikilla vinsælda vegna hinnar snörpu stööubaráttu sem venjulega fer i hönd. Fyrir peöiö fær svartur opnar línur á drottn- ingarvængnum sem mótvægi.) 4. cxb5 Alexander Kotsjev (Besta ráöiö viö fórn er aö taka henni) 4. ... a6 5. bxa6 (Ein fjölmargra leiöa sem hvltur á kost á I þessu afbrigöi er fram- haldiö 5. Rc3 axb5 6. e4 b4 7. Rb5 sem á tímabili var nánast óbrigö- ult vopn gegn Denkö-bragöinu. Eins og alltaf hafa menn fundiö fullnægjandi varnir gegn þessu framhaldi) 5. .. Bxa6 10. 0-0 Rbd7 6. Rc3 g6 11. Hel Dc7 7. Rf3 d6 12. Bf4 Hfb8 8. g3 Bg7 13. Dd2 Hb4 9. Bh3 0-0 (Sjá skýringar viö 3. leik svarts.) 14. Hacl h5 16. Dxh6 Hxb2 15. Bh6 bxh6 17. e4 Bc8 X Jl (P <m. í íí tðr Iff 4 'Wá vWx'/ 1 ■ wm m H i W jjj i W WM i WA (JJ ( U i 'WA, wk ■mm rnk A & n |p 4m. m Wm. m .m 1 18. Be6!! (Skemmtileg mannsfórn sem svartur getur þegiö meö góöu móti, t.d. 18. — fxe6 19. Dxg6-Kf8 (eöa 19. — Kh8 20. Rg5 Re5 21. f4 o.s.frv.) 20. dxe6 og vinnur.) 18. .. Rf8 (Hvítur hótaöt 19. Dxg6+) 19. e5 Rg4 21. Re4! 20. Bxg4 hxg4 (Beljavski fer á kostum i þessari skák. Hér fórnar hann manni enn á ný Mannsfórnin stenst fullkom- lega eins og sést á eftirfarandi af- brigði 21. — gxf3 22. Rf6+! exf6 23. exf6 Re6 24. dxe6 fxe6 25. Dxg6+ Kf8 26. Dh6 Kg8 27. He4! og svartur er varnarlaus.) 21. .. I)d8 22. e6! (Hvergi látiö staöar numiö. Meö þessari perösfórn fær hvitur einn meira ráörúm til frekari að- geröa.) 22. .. fxe6 23. Rh4 De8 26. Hf3 Dg7 , 24. dxe6 Bxe6 27. Dg5 Hb6 25. Hc3 Df7 28. Rc3! (Feiknarlega kraftmikill leikur sem vinnur liö. Hvitur hótar 29. Hxf8 og viö þvi er ekki mikiö aö gera.) 28. .. Kh7 30. Hxe6 Hf6 29. Hxf8 Hxf8 31. He3 31. .. Df7 33. Re4 Hfxf2 32. Hel Hb2 34. De3! (Meö tvöfaldri hótun, 35. Rxfx2 og 35. Rg5-. Svartur kemst ekki hjá skiptamunstapi I 34. .. Hf5 35. Rxf5 Dxf5 36. Hfl De5 (Eftirleikurinn Framhaldiö v: 39. .. dxe5 40. Hxe7 c4 41. Hc7 Hxa2 42. Hxc4 Hal 43. Kg2 Ha2+ voöbótar.) 37. Rg5+ Kg7 38. Hf7+ Kg8 39. Dxe5 er auöveldur :) 44. Kgl Hal 45. Kg2 Ha2 46. Kh3 Kg7 47. Hc6 He2 48. He6 (Þaö væri aö sjálfsögöu fásinna aö fara I hrókakaup I þessari Svartur gafst upp. Skemmtileg stööu.) baráttuskák. BLAÐBERAR Eftirtalin hverfi eru laus til umsóknar: Neðri-Hverfisgata Kaplaskjól Meistaravellir Laufásvegur Ytra-Seltjarnarnes UÚÐVIUINN 8 13 33

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.