Þjóðviljinn - 05.11.1977, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. ndvember 1977
Rauösokkahreyfingin Iltur á
þaö sem hlutverk sitt:
— aö berjast fyrir nýju sam-
félagi jafnréttis og frelsis,
— aö berjast gegn kúgun og
hverskonar árásum á
alþýöu,
— aö starfa meö verkalýös-
hreyfingunni og öörum aö
sameiginlegum mark-
miöum,
— aö berjast gegn þvf aö
fóiki sé mismunaö vegna
kynferöis sins,
— aö efla sjálfsvitund,
félagsþroska og baráttu-
vilja kvenna,
— aö styöja baráttu kvenna
um allan heim gegn kúgun
og afturhaldi,
— aö berjast fyrir aukinni
samneyslu.
Rauösokkahreyfingin
berst fyrir full-
komnu jafnrétti
kynjanna á öllum
sviöum þjóðfélags-
ins. Hún setur fram
skýrar kröfur um
ráðstafanir sem
stuöla aö jaf nrétti og
stefnir að f jöldabar-
áttu fyrir þeim.
Baráttumál
Rauðsokkahreyf-
ingarinnar eru:
Rauðsokkahreyfingin
berst fyrir fullkomnu
jafnrétti kynjanna á
öllum sviðum
þjóðfélagsins. Hún set-
ur fram skýrar kröfur
um ráðstafanir sem
stuðla að jafnrétti og
stefnir að fjöldabar-
áttu fyrir þeim.
Baráttumál
Ra uðsokka hrey f i nga r-
innar eru:
— Lifvænleg laun fyrir
átta stunda vinnu-
dag —
— Full atvinna fyrir
alla —
— Atvinnuöryggi fyrir
alla —
— Jöfn laun fyrir sam-
bærilega vinnu —
— Sami réttur til allrar
vinnu —
— Jafnrétti til náms —
— Samfelldur vinnu-
dagur og mötuneyti I
skólum —
— Góð og ókeypis
dagvistun fyrir öll
börn —
— Sex mánaða
fæðingarorlof fyrir
alla —
— Kynferðisfræðsla í
skólum —
— ókeypis getnaðar-
varnir —
— Frjálsar
fóstureyðingar
Umsjón:
Dagný Kristjánsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir
Helga ólafsdóttir
Helga Sigurjónsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir
kkah
Út í hött að tala um
jafnrétti við óbreytt
þj óðskipulag
1 þessum mánuði eru 7 ár siöan
Rauösokkahreyfingin var form-
lega stofnuö á fjölmennum fundi I
Norræna húsinu. Kveikjan aö
stofnun hreyfingarinnar var hin
svokallaða „nýja kvennahreyf-
ing” sem á árunum fyrir 1970
skaut upp kollinum í Evrópu.
Konur i þessari hreyfingu þóttu
hafa róttækar vinstri skoöanir, en
þær voru jafnframt róttækar á
öörum sviöum, t.d. þegar þær I
tilraun sinni til að varpa af sér
hefðbundinni kvenimynd héldu
mikla brennu á brjóstahöldum á
Ráðhústorginu i Kaupmannahöfn
á þeim forsendum aö aðeins lltill
hluti kvenna hefði raunverulega
not fyrir þessa flik. Sumir þess-
ara kvenfrelsishópa hafa nú
tvistrast og margvislegar hug-
myndafræðilegar stefnur oröiö
ofan á meöal þeirra.
Rauösokkahreyfingin á Islandi
hefur starfaö óslitið á þessum sjö
árum og án efa haft mikil áhrif á
skoðanamyndun almennings i
jafnréttismálum. Árangur af
starfinu er þannig tvimælalaus þó
aö ekki sé hægt að bregöa mæli-
stiku á þann árangur og meta
hann á tölulegan mælikvaröa.
Hvað var hér á ferðinni?
A fyrstu árum hreyfingarinnar
var meira en nú rætt um hana i
fjölmiðlum. Það var eölilegt, hér
var eitthvaö nýtt á ferðinni, jafn-
vel eitthvað „sniðugt” sem gam-
an var að kynna sér. Starfshættir
hennar vöktu lika athygli, en allt
frá upphafi var félagsform hreyf-
ingarinnar nýmæli. Ekki var kos-
in formleg stjórn, heldur var
ákvörðunarvaldið i höndum
starfshópa. Þeir þurftu ekki að
leita eftir samþykki stjórnar til
að vinna ákveðin verk, heldur
einungis láta miðstöð vita við
hvað þeir væru að fást.
Hlutverk miðstöðvar var aðeins
að vera tengiliður milli hópanna
og veita upplýsingar um hreyf-
inguna út á við eftir þörfum.
Baráttan fyrir frjálsum fóstur-
eyðingum setti töluverðan svip á
starf okkar fyrstu árin og I kjölfar
hennar var samþykkt á Alþingi
ný löggjöf um þetta efni sem að
visu gekk mun skemur en Rauð-
sokkar hefðu viljað. Það má einn-
ig rifja upp aö hugmyndin um als-
herjarverkfall Islenskra kvenna á
degi SÞ 1975 kom upp innan
Rauðsokkahreyfingarinnar? og
tók hreyfingin að sjálfsögðu mik-
inn þátt i að undirbúa aðgerðir
þann dag.
I upphafi markaði hreyfingin
sér ekki stefnu í almennum þjóð-
félagsmálum, en starfið beindist
að ýmsum aðstæðum i þvi þjóð-
félagi, sem viö búum 4 svo sem
barnaheimilismálum og að vekja
athygli á stöðu kvenna svo sem
hinni rlkjandi kvenimynd.
Sósialisk stefna
Rauðsokkahreyfingin hefur
haldið tvö þing, hið fyrra á Skóg-
um 1974 en hið siðara I Reykjavik
I fyrra. Á ráðstefnunni 1974 mark-
aði hreyfingin sér sósialiska
stefnu og eftir það hefur meira en
áður verið leitað eftir samstarfi
við konur úr verkalýðshreyfing-
unni og mest áhersla lögð á stöðu
kvenna sem láglaunafólks þrátt
fyrir lagaákvæði um launajafn-
rétti. Á þinginu i fyrra voru gerð-
ar nokkrar breytingar á skipulagi
hreyfingarinnar vegna aukinna
umsvifa hennar. Grundvallar-
hugmyndinni um frjálst starf
vinnuhópa var þó ekki I neinu
raskað. Fjölgað hefur verið i mið-
stöð og nú er skylda að fjórir hóp-
ar starfi að staðaldri,en þeir eru:
Húshópur, sem sér um rekstur
húsnæðis hreyfingarinnar að
Skólavörðustig 12. Vilborg Dag-
bjartsdóttir gaf þvi nafnið Sokk-
holt^og er það vel til fundið,enda
venjulega nefnt þvi nafni núorðið.
Þá skipuleggur húshópur einnig
vaktii; en daglega er opiö i Sokk-
holti frá kl. 5 til 6.30. Auk þess er
opið hús fyrsta laugardagsmorg-
un i hverjum mánuði frá kl.
10.30-12.
Verkalýðsmálahópur er einnig
fastur starfshópur og heldur fundi
á hverju miðvikudagskvöldi. Sá
hópur er sá fjölmennasti nú og
einnig starfaði hann af miklum
krafti I fyrra. Þriðji fasti starfs-
hópurinn er dreifbýlishópur, en
hlutverk hans er að hafa sam-
band við jafnréttisfólk úti á landi.
Að lokum starfar blaðhópur að
staðaldri en hann sér um útgáfu
málgagns hreyfingarinnar, „For-
vitin rauð”, en 6. hefti blaðsins
kom út 1. des. s.l. Veigamesta
breytingin sem orðið hefur á
stafsháttum hreyfingarinnar eru
svokallaðir ársfjórðungsfundir
sem haldnir eru f jórum sinnum á
ári. Á þeim fundum ber að taka
ákvarðanir um öll stærri málefni
hreyfingarinnar og verði ágrein-
ingur ræður einfaldur meirihluti
úrslitum I atkvæöagreiðslu A
ársfjórðungsfundunum er alltaf
Framhald á 14. siðu
Frá Tónlistarfélagi Akureyrar:
Philip Jenkins
heldur tónleika í dag
Starfsár Tónlistarfélags
Akureyrar hófst að þessu
sinni með tónleikum
Sigríðar E. Magnúsdóttur,
söngkonu, og ólafs Vignis
Albertssonar píanóleikara
i Borgarbíói miðvikudag-
inn 26. okt. Húsfyllir var á
þeim tónleikum og undir-
tektir áheyrenda mjög
góðar.
A öðrum tónleikum Tónlistar-
félagsins leikur hinn vel þekkti
pianóleikari Philip Jenkins I dag,
5. nóv. kl. 17. Hann leikur einnig i
Norræna húsinu 6. nóv. kl. 20.30.
PhiJip Jenkins kemur nú frá
London þar sem hann er búsettur
og starfandi sem prófessor i
pianóleik við Konunglega
tónlistarskólann. Við lokapróf frá
sama skóla hlaut Philip Jenkins
Dove-verðlaunin, sem eingöngu
eru veitt fyrir frábæra frammi-
stöðu i hljóðfæraleik. Ariö 1958
sigraöi hann i alþjóölegri pianó-
samkeppni, sem stórblaðið The
Daily Mirror efndi til, og 6 árum
siðar vann hann aftur alþjóðlega
samkeppni pianóleikara um
Harriet Cohen verðlaunin. Hann
var einn meðlimur Trio of Lond-
on, sem hlaut mikla viðurkenn-
ingu fyrir tónlistarflutning sinn
viða um lönd. A sfðasta ári stofn-
aði hann, ásamt Guönýju
Guömundsdóttur fiðluleikara og
Hafliða Hallgrimssyni selloleik-
ara trfd, sem leikiö hefur á nokkr-
um stöðum hér á landi, I London
og á listahátiðinni i Bergen, við
frábærar undirtektir áheyrenda
og gagnrýnenda. Þetta sama trió
lék Trimple-konsertinn eftir
Beethoven ásamt Sinfóniuhljóm-
sveitinni i opnunartónleikum
hliómsveitarinnar i haust.
Philip Jenkins hefur haldið
tónleika viða um Evrópu, leikið I
útvarp og sjónvarp, einnig inn á
hljómplötur verk eftir ýmsa
heimsfræga snillinga.
Hann var um árabil kennari viö
Tónlistarskólann á Akureyri og
átti miklum vinsældum að fagna
á mörgum tónleikum, sem hann
hélt þar, m.a. flutti hann og
kynnti allar pianósónötur
Mozarts.
A efnisskránni að þessu sinni
er: Sónata og fantasia eftir
Mozart, stef og tilbrigöi eftir
Fauré, marzurkarog impromp.tu
eftir Chcpin og sónata. eftir
pólska tónskáldið Szymanovski,
en siðasttalda tónverkið er eitt
hið vandasamasta, sem skrifað
hefur verið fyrir pianó.
Aðgöngumiöar á Akureyri eru
seldir i bókabúðinni Huld og við
innganginn 2 klst. fyrir tónleika.
sþ/mhg