Þjóðviljinn - 05.11.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.11.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. nóvember 1977 Texti: Al Ljósm: EIK Skrifstofa Dagsbrúnar heimsótt i þættinum ,,Vinna og verkafólk" hefur að und- anförnu verið fjallað um einstaka vinnustaði og þá hefur starf verkalýðsfé- laganna oft borið á góma. I þetta sinn lögðum við leið okkar á skrifstofu Dagsbrúnar að Lindargötu 9 en það hús eiga Verka- mannafélagið Dagsbrún og Sjómannafélag Reykja- víkur í sameiningu. Á skrifstofu Dagsbrúnar starfa 6 menn en einn þeirra Halldór Björnsson hafði verið kallaöur út á vinnustað þegar okkur bar að, en viðtöl viö hina 5 fara hér á eftir Lesstofa og hluti af bókasafninu Einn af hyrningarsteinum yerkalýdshreyfingarinnar Eðvarð Sigurðsson hefur veriö formaður Dagsbrúnar frá árinu 1961, en starfsmenn Dagsbrúnar eru 6 talsins. Það hefur orðið geysileg breyt- ing á allri aðstöðu félagsins þann tima sem ég hef setið i stjórn þess, sagði Eðvarð, þegar við inntum hann eftir stöðu félagsins. Þau réttindi og hlunnindi sem menn hafa nú af þvi aö vera félagsbundnir i verkalýðsfélagi eru orðin miklu meiri og fjölþætt- ari en áður. Verkalýðsfélögin hafa sifellt farið inn á ný sviö og eru nú orðin mun meirí tryggingaraöili fyrir verkafólk en áður. Eðvarð Sigurösson Mestu valda þar sjóðir félag- anna, lifeyrissjóðir, orlofssjóðir og styrktarsjóðir. Hlutfallsleg stærð Dagsbrúnar hefur aö visu minnkað jafnhliða þeirri breýtingu sem orðið hefur i þjóöfélaginu með hraðri at- Þjónustu- og tæknigreinar hafa vaxið mikið og eru orðnar stór hluti af verkalýðshreyfingunni. Dagt brún er þvi ekki lengur sú yfirgnæfandi stærð sem hún áður var, en áhrifin hafa ekki dvinað að sama skapi, Dagsbún er og verður einn af hyrningasteinum verkalýðshreyfingarinnar á Islandi. Hér á skrifstofunni rikir ekki ströng verkaskipting og flest mál berum við hver undir annan. Þó kemur fyrir aö menn vilji hitta formanninn og engan annan eins og gengur. Þann tima sem alþingi situr er ég hér á skrifstofunni að morgni dags og á föstudögum, annars á hverjum degi Ég hef á undanförnum árum dregið mig æ meir út úr samn- ingamálunum, sem lengi voru mitt sérsvið Þau störf hafa þvi i vaxandi mæli lagst yfir á sam- starfsmenn mina hér. Guðmundur J. Guðmundsson Oftast hægt ad leysa málin hér á skrifstofunni Það má segja að skrifstofan hér sé eins konar leiðbeininga- og upplýsingamiðstöö fyrir félags- menn og raunar marga fleiri, sagði Guðmundur J. Guðmunds- son varaformaður Dagsbrúnar. Þaö er margt i þjóðfélaginu sem miðast við Dagsbrúnarkaup- ið og algengt að bæjarbúar og menn úr óliklegustu áttum hringi hingaö til að fá upplýsingar um það. Dagsbrúnarmenn vinna mjög fjölbreytt og oft sérhæfð störf og þá koma til greina alls kyns sér- samningar sem kannski er ekki auðvelt aö túlka, þegar út I deilu á vinnustaðnum er komiö. Félagsmenn vinna við fisk- vinnu, hafnarvinnu, byggingar- vinnu, eru aðstoðarmenn ýmissa iðnaðarmanna, vinna við bensin- afgreiðslu, i rikisverksmiðjunum og svo mætti lengi telja. Við þetta bætist siðan vaktaálag eða annað álag og ef menn fá ekki greitt samkvæmt samningum eða fá alls ekki greitt leita þeir hingað. Oftast er hægt að leysa málið i gegnum sima eða með viðtali hér á skrifstofunni, en auðvitað verð- ur oft aö fara út á vinnustaðinn eða þá til einhvers þriðja aðila til að fá úrlausn mála. Þá leita menn hingaö ef slys hefur orðið á vinnustaðnum, þá þarf kannski að óska rannsóknar og leita skaðabóta, allavega að fá greidda veikindadaga sem af þvi hljótast og siðan tekur styrktar- sjóöur félagsins við. Félagsmenn leita lika aðstoöar varðandi persónulega hagi sina, skattframtöl og þess háttar, þá kemur fyrir að mæöuf félags- manna, ef þeir eru ungir heim- sækja okkur hér eða þá eiginkon- urnar. Þannig fáumst viö hér bæði við félagsleg og persónuleg vanda- mál af ýmsu tagi, og liklega eru tengslin við einstaka félagsmenn óviða meiri en hér i verkalýðs- félögum. Það sem verður aö bæta veru- lega er aðstaðan úti á vinnustöð- unum, og þvi verkefni verðum viö starfsmenn Dagsbrúnar aö ein- beita okkur að. Meö nýrri tækni og stórvirkum vinnuvélum verð- ur að herða mjög eftirlit meö öryggisráðstöfunum sem viða eru ekki beysnar. Hjá Eimskip sem er næst stærsti vinnuveitandi Dags- brúnarmanna er komið gott mötuneyti og aðbúnaöur allur til sérStakrar fyrirmyndar og hjá þeim stærsta^Reykjavikurborg^er ástandið nokkuö gott. Þvi miöur er þetta mjög á hinn veginn á ýmsum smærri vinnu- stöðunum og eftirlit með úrbótum þar verður að herða, jafnframt þvi sem við veröum að efla fræðslustarf og þjálfun innan félagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.