Þjóðviljinn - 23.11.1977, Síða 10

Þjóðviljinn - 23.11.1977, Síða 10
ltt SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. nóvember 1977 Stórgóður leikur lagði grunninn að Gísla og Björns góðum sigri Vals Valsmenn unnu mjög góðan og sannfærandi sig- ur yfir íR-ingum i Reykja- víkurmótinu í handknatt- leik í gærkvöld. Eftir að IR-ingarnir höfðu byrjað vel, sóttu Valsmenn mjög í sig veðrið og með Gísla Blöndal og Björn Björns- son sem aðalmenn tryggðu þeir sér 23-20 sigur. Leikur Vals var oft á tíðum stór- góður, og verður gaman að sjá þá leika í Evrópu- keppninni hér á föstudag, gegn ungversku meistur- unum Honved, en þá verða allir landsliðsmenn þeirra með. tr-ingar tóku strax forustuna i leiknum og komust i 4-1 og virtist stefna i burst. En Valsmenn tóku sig heldur betur á og fyrr en varði voru þeir búnir að jafna 4-4. Jafn- vægi var nú i fáeinar minútur, en á siðustu min, hálfleiksins sigu Valsararnir framúr og i hálfleik var staðan 11-7. Siðari hálfleikurinn var mun jafnari. Munurinn var þetta 4-5 mörk út nær allan leikinn, en ÍR- ingum tókst reyndar að minnka muninn i eitt mark, 19-18. Á loka- minútunum átti Björn svo stór- leik, skoraði hvert markið af öðru og tryggði Val sigurinn. Með þessum sigri bæta Vals- menn stöðu sina i mótinu mjög mikið. Þeir höfðu aðeins hlotið 5 stig, en efstu liðin voru komin með 8 stig. Ir-ingarnir eru enn i öðru sæti i mótinu með 8 stig, en einum leik fleira en Vikingur. 1 leiknum i gærkvöld voru það þeir Gisli Blöndal og Björn Björnsson sem voru mennirnir á bak við sigur Vals. Þeir skoruðu 15 af mörkum liðsins og voru ÍR- ingarnir i miklum vandræðum með þá. Framan af var það Gisli sem skoraði og tóku IR-ingarnir hann þá úr umferð, en það dugði skammt, Björn tók bara við og raðaði mörkunum. Einnig reyndu IR-ingar að taka Bjarna Jónsson úr umferð og trufla þannig spil Valsara, en allt kom fyrir ekki. 1 Valsliðinu voru ungir leikmenn sem allir komu mjög vel frá leiknum og eru þeir leikmennirn- ir sem Valur verður að treysta á i framtiðinni. Ir liðið var frekar dauft i þess- um leik. Baráttan var litil og áhuginn einnig. Sá kraftur sem var i liðinu i upphafi mótsins virð- ist horfinn með öllu og betur má ef duga skal, ef þeir ætla sér að vinna Reykjavikurmeistaratitil i ár. t liðinu eru ungir og efnilegir leikmenn en einnig gamalreyndir kappar eins og Vilhjálmur Sigur- geirsson og Sigurður Svavarsson sem reynast alltaf vel. Ásgeir Eliasson knattspyrnumaðurinn kunni, átti ágætisleik með ÍRlið- inu, en liðið saknar greinilega Brynjólfs Markússonar. Mörk Vals: Gisli 8, Björn 7, Steindór Gunnarsson og Gisli Arnar Gunnarsson 3 hvor, Karl Jónsson og Bjarni Jónsson 1 mark hvor. Mörk ÍR: Vilhjálmur og Jó- hannes Gunnarsson 4 hvor, Guð- mundur Þórðarson 3, Sigurður 3, Asgeir 2, Steinn, Olafur og Jó- hann Ingi 1 mark hver. Páll iærði Víking sigur Víkingar bættu tveimur stigum i safn sitt er þeir sigruðu KR-inga með 23 mörkum gegn 20 í Rey kja víkur mótinu í handknattleik á mánu- dagskvöldið. Leikurinn var slaklega leikinn af beggja hálfu og lítið augnayndi. Það voru KR-irigar sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var Ólafur Lárusson þar aö verki. Jón Sigurösson jafnaði leikinn fyrir Viking en siðan skoruðu KR- ingar þrjú mörk i röð og breyttu stöðunni i 4:1 sér i hag. Sami munur héist siðan til loka hálf- leiksins en i leikhléi var staðan 11:8 KR i vil. I siðarihálfleik virtust Vikingar öllu ákveðnari og þegar siðari hálfleikur var hálfnaður hafði þeim tekist að jafna metin 16:16. Siðan var nokkurt jafnræði með liðunum eða þar til á lokamin- útunum að leikur KR varð hvorki fugl né fiskur og Vikingar sigruðu örugglega með 23 mörkum gegn 20 eins og áður er getið. Það var fyrst og fremst stór- leikur þeirra Páls Björgvins- sonar og Steinars Birgissonar, sem lék áður með Fylki, sem skóp sigur Vikings. Til samans skor- uðu þeir 13 mörk eða meira en helming allra marka Vikings. Þá má ekki gleyma markvörslu Rós- mundar Jónssonar en hann varði meðal annars tvö vitaköst. Hjá KR var það ÍR-ingurinn fyrrverandi Örn Guðmundsson sem átti bestan leik. Varði hann mark KR oft af stakri prýði, og m.a. tvö vitaköst. Einnig áttu þeir Þorvaldur Höskuldsson og Haukur Ottesen góðan leik. Mörk Víkings: Páll Björgvinsson 7 t3v), Steinar Birgisson 6, Jón Sigurðsson og Ölafur Jónsson 3 hver, Skarphéðinn óskarsson 2, og Sigurður Gunnarsson og Magnús Guðvinsson 1 mark hver. Mörk KR: Haukur Ottesen 5, Ólafur Lárusson 4. Þorvaldur Guðmundsson, Friðrik Þor- björnsson, Simon Undórsson og Björn Pétursson, allir 2 mörk og þeir Jóhannes Stefánsson, Þor- varður Höskuldsson og Sigurður Óskarsson 1 mark hver. —SK Góður sigur hjá Leikni Leiknir vann góðan sigur á Fylki i Reykjavikurmótinu i handknattleik, i gærkvöld. Loka- tölur leiksins urðu 30-26, eftir að staðan i hálfleik hafði veriö 16-16. Hafliði Pétursson var marka- hæstur hjá Leikni með 11 mörk, en hjá Fylki var Gunnar Baldurs- son með 10. Úr leik Vlkings og KR I fyrrakvöld. Jón Sigurðsson sloppinn I gegn og skorar örugglega. Stjörnuleikur Þráins dugði Armenningum ekki Eftir sigurinn gegn Ár- manni (22:21) eru Fram- arar efstir í Reykjavíkur- mótinu í Handknattleik. En það er Ijóst að mikil breyt- ing má verða á leik liðsins ef það ætlar að halda efsta sætinu til loka mótsins. Liö Fram og Armanns buðu hinum 64 áhorfendum sem lagt höfðu leið sina i Laugardalshöll- ina upp á nokkuð skemmtilegan og spennandi leik þar sem liöin skiptust á um að hafa forystu. Armenningar byrjuðu leikinn með miklum látum og eftir 24 minútur höfðu þeir náð góðri for- skoti 10:5. En Framarar voru ekki á þvi að gefast upp og tókst að minnka muninn i tvö mörk fyr- ir leikhlé 10:8 Armanni i vil. Það voru siðan Ármenningar sem skoruöu þrjú fyrstu mörk siöari hálfleiks og svo virtist sem þeir væru að ná afgerandi for- ystu. En þá hrökk allt 1 baklás og Framarar skoruðu næstu sex mörk og breyttu stööunni i 17:15 sér i hag. Ármenningum tókst siðan að jafna aftur 18:18 en Framarar voru sterkari á endasprettinum og sigruðu með einu marki, 22:21. Lið Fram er mjög breytt frá i fyrra — margir ungir og efnilegir leikmenn hafa bætst I hópinn s.s. Björn Eiriksson, Viöar Birgisson og óskar Jóhannesson. Bestan leik að þessu sinni átti Gústav Björnsson mjög snöggur og lag- inn leikmaður. Einnig áttu þeir Björn Eiriksson og Guðjón Er- lendsson, sem nú lék sinn 200. leik með m.fl. Fram, góðan dag. Hjá Ármanni var Þráinn Ás- mundsson langbestur og átti snilldarleik. Einnig er vert að geta frammistöðu þeirra Friðriks Jóhannssonar og Jóns Vignis sem báðir áttu góðan leik. Mörk Fram: Gústaf Björnsson 5, Arnar Guð- laugsson 5 (2v), Björn Eiriksson 4, Viðar Birgisson 3, Jens Jensson og Óskar Jóhannesson 2 hver, og Sigurbergur Sigsteinsson 1 mark. Mörk Ármanns: Þráinn Asmundsson 12 (4v), Friðrik Jóhannsson 3, Jón Vignir og Óskar Ásmundsson 2 hver, og þeir Björn Jóhannesson og Jón Ástvaldsson 1 mark. Leikinn dæmdu þeir Óli Ólsen og Björn Kristjánsson og skiluðu þeir hlutverkum sinum vel. SK Náby rekinn A frá Armanni? Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með hand- knattleiknum þessa dagana hvursu illa liði Ármanns hefur gengið. Liðið hefur innan sinna raða marga mjög góða leik- menn sem einhverra hluta vegna hafa ekki náð saman sem skyldi. Heyrst hefur að óánægja sé innan liðsins með þjálfarann 01- fert Náby sem áður lék með Ár- manni. Hver muni taka við stöðu hans ef af brottrekstri verður, er enn óvist, en Daviö Jónsson sem hefur verið þjálf- ari yngri flokka félagsins að undanförnu hefur verið orðaður við liðiö. Það er ljóst að ef af þessu veröur kemur það ser illa fyrir liðið þegar tekið er tillit til þess að tslandsmótið er nú i gangi og er slæmt fyrir lið að þurfa að skipta um þjálfara á miðju keppnistimabili. SK.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.