Þjóðviljinn - 24.11.1977, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. nóvember 1977
Skrifið — eða hringið í slma 81333
Umsjón: Guðjón Friðriksson
Oddur Jónsson spyr
Oddur Jónsson. vistmaöur á
Hrafnistu, haföi samband við
blaðið og taldi sig órétti beittan
hvað áhrærir greiöslu ellilauna.
— Er það þá fyrst til að taka,
sagði Oddur, að er ég var 67 ára
taldi ég mig eiga rétt á ellilaun-
um. Er ég hugðist vitja þeirra
fékk ég það svar, aö þar sem ég
stundaði ennþá vinnu yrði ég aö
biöa. Og rétt er það, aö ég var
ennþá að basla við að vinna þeg-
ar svo bar undir,þótte.t.v. væri
meira af vilja en mætti þvi ég
var þá farinn að tapa sjón. Ég
skildi nú ekki þessa sanngirni en
viö þetta sat og þessa aura hef
ég aldrei fengið og tel mig þvi
eiga þá inni. Liöu núárin og loks
fékk ég ellilaun, rúmlega sjöt-
ugur að aldri. En þá kom annað
i ljds, sem ég hef aldrei getaö
skilið. Ellilaun min reyndust
lægri en þeirra, sem yngri voru.
Mig minnir að sá munur hafi
numið á þriðja þús. kr. á mán-
uði. Ég spurði lögfræðing hvort
þetta fengi staðist. Já, sagði
hann, lögin eru svona. — Finnst
þér þetta réttlátt, spuröi ég? —
Ja, ekki hef ég búið til lögin,ann-
aö svar fékk ég ekki.
Og enn líða árin og nú er ég á
Hrafnistu. Fyrir nokkru fór ég
til forstjóra trygginganna og
sagöist vera kominn til að sækja
min ellilaun. Mér var sagt að ég
fengi ekki neitt þvi ég væri á
sjúkradeild og launin gengju
beint þangaö. Og nú spyr ég:
Hver hefur dæmt mig á sjúkra-
deild? Ekki hef ég oröið var viö
neitt læknisvottorð um það?
Ekki hef ég orðið var viö neina
læknisskoöun til aö byggja á
dóm um vist á sjúkradeild. Ég
klæði mig sjálfur, hátta sjálfur,
fer út á hverjum degi ef ekki er
vitlaust veöur. Hvað er að? Jú,
ég er blindur. Og svo lærbrotn-
Páll Hildiþórs:
Fjallkonuljód Bínu
rauðsokku
(Mannlifs
myndir VI)
Er ég
Bláskógaheiðin á bak við
vélamenninguna,
við hreina og ósnortna ljóð
heiðarinnar og öræfanna
Islands lag máttur þess og dýrð
i töfrum hinnar nóttlausu
voraldrarveraldrar?
Nei.
Er ég álfkonan i dularheimum þjóðsögunnar,
ljósið i lampa kynslóðanna
i gegnum hin löngu
vetrarmyrkur
hin fórnandi þjáning og gleði i
hinum þunga straum áranna?
Nei.
Er ég hin gifta ambátt
barnamaskina, vinnudýr i kúgunarkerfi
karldýrsins?
Nei.
Er ég hin brosmilda dúkka,
sem vill láta kjassa sig
og færa sér morgunkaffið i rúmið
á morganna.
Nei. Nei.
Hvað þá?
Ég er hvunndagurinn i brimi og
stormi strandarinnar
hin flatbrjósta kona
i bláum galla bónuskerfisins
háþrýstisvæðið i islensku efnahagslifi,
morgunsól hraðfrystihúsanna,
traktorsgleði landbúnaðarins,
sópranrödd kirkjukórsins
i hinu hnignandi karlaveldi þjóðarinnar.
(1977)
aði ég en það gréri i hvellinum
og ég geng hér um eins og ekk-
ert hafi i skorist, það vita allir
hér. Hvað á ég að gera á sjúkra-
deild? Er hægt að setja menn á
sjúkradeild og taka af þeim
ellilaunin þótt þeir hafi ekkert
þar að gera? Ég fæ ekki einu
sinni að vita hvað ellilaunin eru
há svo ég geti sett þau á skatt-
skýrslu. Ég er mjög óánægöur
með þetta og þvi til ég spyrja og
vænti svars frá þeim, sem með
þessi mál fara:
1. A maður, sem er orðinn 67
ára, ekki rétt á ellilaunum, þótt
hann sé enn eitthvað að basla
við að vinna?
2. Ef svo er, á ég þá ekki þessi
eliilaun inni hjá rikinu úr þvi ég
fékk þau ekki greidd?
3. Er þaö eölilegt og réttlátt að
eldri menn fái lægri ellilaun en
hinir yngri?
4. Er hægt að dæma menn á
sjúkradeild, sem eru jafn hress-
irog ég og hafa þannig að þeim
fé?
Þetta tel ég mig eiga rétt á að
fá upplýst, sagði Oddur Jóns-
son.
Klæöiö börnin
vel í
kuldunum
Kona hafði samband við
Þjóðviljann og kvað áberandi
hversu illa mörg böm væru
klædd þegar frost væri og vetr-
arveður. Væru þau oft á tiðum
úti á kvöldin og heföu hvorki
húfur né vettlinga. Vildi hún að-
vara mæður um að klæða þau
betur þvi aö bæði liöi þeim illa
svona köldum, kannski kulda-
bólgnum um hendur, og gætu
auk þess fengið liðagigt.
Prófkjör
Xlndirritaður hefir að undan-
förnu verið að reyna að koma
mótmælagrein inn I blöð Sjálf-
stæðisflokksins, en ekki tekist
það. Hverju hefi ég viljað mót-
mæla? Einfaldlega þvi, að
aldrei hafa sést á framboðslista
flokksins jafn margir fulltrúar
peningavaldsins á þeim bæ, og
nú sjást á svokölluðum próf-
kjörslista.
Nefnum nokkur nöfn: Þar er
auðvitað Geir sjálfur (Shell, H.
Ben., Nói, etc.). Guðlaugur
nokkur Bergmann (heildsali,
kaupm., Karnabær, Bona-
parte). Albert Guömundsson
(málsvari British Petroleum
Company, i borgarstjórn, er
umboðsmenn B.P. hugðust
koma upp oliustöö rétt hjá
vatnsbólum Reykvikinga,
Gvendarbrunnum). Erna Ragn-
arsdóttir, (kona Gests Olafsson-
ararkitekts, sem undanfarin ár
hefir mokaö upp milljónatugum
hjá Reykjavikurborg). Hilmar
Fenger (Nathan & Olsen).
EllertSchram (úr þekktriheild-
salafjölskyldu). Jón Ingvarsson
(tsbjörninn hf., fulltrúi útgerð-
arauðvaldsins).
Nei. Það er ekki von að mót-
mæli gegn sliku mannvali fáist
birt. En, verði Sjálfstæðisfl.
þessir fulltrúar aö góöu.
Fyrrverandi Sjálfstæöismaöur.
Þrjár Oddu-
bækur
Bókaforlag Odds Björnssonar
hefur nýlega sent frá sér þrjár
bækur um öddu, eftir Jennu og
Hreiðar Stefánsson, I 4. útgáfu.
Bækur þessar komu fyrst út á ár-
unum kringum 1950 og uröu þær
strax vinsælar hjá börnum og
unglingum, og hafa notið siauk-
inna vinsælda, enda eru bækurn-
ar skemmtilegar aflestrar og
prentaðar með greinilegu letri
sem börnum veitist auðvelt að
lesa.
Þessar þrjár bækur nefnast:
Adda, Adda i menntaskóla, Adda
trúlofast. öddu-bækurnar eru alls
sjö talsins og allar prýddar teikn-
ingum eftir Halldór Pétursson
listmálara. Prentverk Odds
Björnssonar prentaði.
Lífshættuleg eftirför
Hörpuútgáfan hefur sent frá sér
nýja bók eftir enska spennu-
sagnahöfundinn Gavin Lyall.
Bókin er 188 bls. Skúli Jensson
þýddi. Hún er prentuð og bundin i
Prentverki Akranes hf. Hilmar Þ.
Helgason geröi káputeikningu.
Gavin Lyall starfaði um skeið
sem flugstjóri i breska flughern-
um og var lengi flugmálafrétta-
ritari við Sunday Times og fleiri
blöð. Fyrsta skáldsaga hans kom
út 1961. Hann hefur hlotið „silfur-
rý.tinginnsem eru verðlaun sam-
bands breskra spennusagnahöf-
unda.
1 fyrra kom út á fslensku Teflt á
tæpasta vað en þessi bók Llfs-
hættuleg eftirför gerist I Noregi.
Ný íslensk skáldsaga:
Jakob og ég
Iðunn hefur sent á markað nýja
skáldsögu eftir Gunnar Gunnars-
son, sem nefnist Jakob og ég.
Aðalsögupersónan er miöaldra
bankaútibússtjóri. 1 lífi hans
veröa skyndilega mikil straum-
hvörf. Hann spyr sjálfan sig áleit-
inna spurninga: Hvers vegna vil
égrugla lifmitt? Hvars vegna iöa
ég I skinninu að sleppa frá eðli-
legriog vissriframabraut I stofn-
un? Hvers vegna langar mig að
spilla öllum minum venjum?
Hvers vegna vil ég hlaupa frá
tryggri tilveru til þess aö ramba
meöal ókunnugra og glotta fram-
an I gamla vini? Hvers konar flfl
er ég?
Upp frá þessu tekur llf hans
gerbreytta stefnu. Nýttumhverfi,
ný viðhorf og nýir vinir koma til
sögunnar. Margþætt og hröð
framvinda atburða tekur við.
Flosi ólafsson leikari og rithöf-
undur fylgir bókinni úr hlaði á
bókarkápu og farast honum m.a.
orð á þessa leið:
„....áriö 1973 kom út fyrsta
skáldsaga hans (þ.e. Gunnars),
Beta gengur laus. Sagt hefur ver-
ið um þá bók, „að allt hafi verið i
botni” og eru það vist orð að
sönnu.
Um skáldsöguna Jakob og ég
má vissulega segja eitthvað svip-
að... vonlaust er að leggja hana
frá sér fyrr en að lestri loknum,
þvi nú beitir höfundur fyrir sig
alls kyns stilbellibrögöum og þar
aö auki er bókin gædd hraða I frá-
sögn og er óvenjulega spenn-
andi.... Bókin Jakob og ég er
bráðskemmtileg aflestrar.”
Setberg annaðist prentun bók-
arinnar, en bundin er hún I bók-
bandi Prentsmiðjunnar Eddu.
Káputeikningu gerði Brian Pilk-
ington.
Bókin er gefin út bæði sem kilja
og i' bandi.