Þjóðviljinn - 24.11.1977, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. nóvember 1977
Viðtal við
Þorgrím
Starra
Alyktun um landbúnaöarmál var merkasta samþykkt nýafstaftins landsfundar AlþýOubandalagsins, segir Þorgrlmur Starri f þessu viOtali.
Offramleidslukenningin
er stórkostleg blekking
Einn af fuiltrúum á ný-
afstöðnum landsfundi
Alþýðubandalagsins var
Þorgrímur Starri/ bóndi í
Garði i Mývatnssveit.
Þegar Þorgrímur leit inn
til Þjóðviljans var kær-
komið tækifæri notað til
þess að rabba við hann um
landsfundinn, og fannst
blaðamanni liggja beint
við að spyrja fyrst:
Alþýðubandalagið eitt fær
mótað slíka stefnu
— Hvaö þótti þér merkast
þeirra mála, sem fjallaö var um á
nýafstöönum landsfundi,
Þorgrimur?
— Þaö er fljótsagt. Þaö var
ályktunin um landbúnaðarmálin.
Þaö hefur nefnilega ekki veriö til
nein stefna i landbúnaöarmálum i
íslandi. Þess geldur landbún-
aðurinn fdag. Engin starfsgrein i
landinu getur siöur staöist happa
og glappa stefnu kapitalismans,
með tilheyrandi sveiflum og
hringavitleysu. Það er undan
þessari röngu og háskalegu póli-
tik, sem landbúnaðurinn og
bændur stynja i dag, og þar eru
þeir ekki einir á báti, þótt þeir
veröi verst úti. Borgaraflokk-
arnir bera ábyrgö á þvi hvernig
komiö er. Frá þeim er þvi alls
engrar stefnu aö vænta i land-
búnaöarmálum.
Alþýöubandalagið er eini flokk-
urinn, sem eðli málsins sam-
kvæmt er fær um að móta slika
stefnu. Það þarf sósialska yfirsýn
til slikrá hluta, meta gildi land-
búnaðar i þjóöfélaginu i viðustu
merkingu, byggja upp stefnu i
landbúnaðarmálum út frá
sjónarmiðum samvirks sam-
félags en ekki sundurvirks i einu
og öilu, eins og það kapítaliska er.
Ég tel þvi hiklaust það merkasta,
sem liggur eftir nýafstaðiö
flokksþing Alþýðubandalagsins
þá ályktun, sem samþ. var á
landsfundinum um landbúnaöar-
mál, þskj. nr. 29, og einnig þaö
plagg, sem er þskj. nr. 13 og ber
yfirskriftina: Grundvöllur land-
búnaöarstefnu Alþýöubanda-
lagsins.: Undirtitill: Til úrvinnslu
fyrir landbúnaöarnefnd. Meö
samþ. landsfundar á ályktuninni
um landbúnaöarmál hefur Alþbl.
skuldbundið sig, svo sem sjálf-
sagt var, til að styöja bænda-
stéttina meö ráöum og dáö i þvi
striöi, sem hún verður nú, vegna
ráösmennsku borgaraflokkanna,
aö heyja fyrir lifi sinu.
og forystu-
mönnum
bænda
til stór-
skammar
I niðurlagi þessarar sam-
þykktar eru gefin fyrirheit um
ráðstefnu á vegum flokksins i
byrjun næsta árs, þar sem fjallaö
veröur sérstaklega um stefnu-
mörkun i landbúnaðarmálum.
Þar veröur byggt á þeirri gagn-
merku samþykkt á þskj. nr. 13.
Ég vil benda á, að stefna Alþýðu-
bandalagsins i islenskum
atvinnumálum, sem þaö skákar
fram gegn þeirri sjálfsmorös-
stefnu afturhaidsins aö láta
erlenda auöhringi yfirtaka
islenska atvinnuvegi er botnlaus,
sé ekki stefna i landbúnaöar-
málum lögö fram i nafni
flokksins, vandlega unnin og felld
inn I islenska atvinnustefnu.
Fyrir þessu eru augljós rök, sem
ekki ætti að þurfa aö tiunda hér.
— Nú er mikið rætt um land-
nýtingu og ofbeit i þvi sambandi.
Hvert er álit þitt á þvi máli?
— Það er sjálfsagt mál aö gefa
þessu gaum. Við megum aldrei
horfa fram hjá náttúruverndar-
sjónarmiðum. Landvernd og
landnýting er tvimælalaust hags-
munamál bænda. Þótt sumir áliti
bændur skemmdarvarga á þessu
sviði,þá eru bændur eina stéttin,
sem þarna hefur beinna hags-
muna að gæta. Og þvi er þeim
best trúandi fyrir þessari varð-
veislu.
Offramleiðslukenningin er
biekking
— Hvað viltu segja um offram-
leiðslukenninguna?
— Ég er fyrir löngu oröinn upp-
gefinn á þessu eilifa kjaftæöi um
offramleiöslu. Hér er ekki um
neina offramleiöslu aö ræða, i
réttum skilningi þess orö. Hér er
hinsvegar sölutregða, sem búin
er til af stjórnvöldum. Verölag á
búvörum var hækkað óeölilega
meö lækkuöum niðurgreiöslum,
samtimis þvi sem mögnuð var
veröbólga, sem þessi rlkisstjórn
hefur gert og haft að aöalmark-
miöi og sem hefur leitt af sér si-
hækkandi rekstrarkostnað bú-
anna og hinsvegar stórminnkandi
kaupmátt launafólks i landinu,
sem er meginhluti þeirra neyt-
enda, sem kaupa okkar fram-
leiöslu. Ef samræmi væri milli
framleiðslukostnaðar á landbún-
aðarvörum og kaupgetu þá væri
núverandi smjörfjall löngu bráðn-
að i mögum almennings á Islandi.
Og kjötútflutningur fallinn niöur
undir núll. Þessi framleiðsla hef-
ur ekki aukist undanfarin ár svo
neinu nemi, enda hefur það sýnt
sig, að þegar veriö hefur heil-
brigðari stjórn i landinu, meö
þátttöku Alþýöubandal. að þá
hafa horfið smjörfjöll og kjöt-
haugar, sem fyrir voru frá tið
fyrrverandi afturhaldsstjórna. Á
þaö má benda, að ekki skeikar
miklu að dilkakjötsframleiðslan
sé nálægt þvi að vera 60 kg. á
mann I landinu, ef frá eru dregnir
20 þús. manns, sem annaðhvort
fyrir bernskusakir hafa ekki tekið
tennur til að tyggja kjöt, eða eru
búnir að missa þær fyrir elli sak-
ir. Ég held, að þessi afturhalds-
pólitik hafi ekki enn breytt svo
neysluvenjum þjóðarinnar að
landsmenn yfirleitt myndu kjósa
sér þrjár máltiðir á viku af svo á-
gætum mat, ef að verð hans væri i
samræmi við kaupgetu, miðað við
annað, sem á boðstólum er.
Þetta er hið sanna. Offram-
leiðslulygin er undirstaðan at
ráðstöfunum Stéttarsamb. bænda
og annara slikra aðila og þess-
vegna eru ráðstafanir þeirra
rangar og fjandsamlegar bænd-
um. I samþykktum Alþýðubanda-
lagsins kemur einmitt fram það
sjónarmiö, sem ég er hér að
túlka.
Vísitölubúið algjört há-
mark
— Hver er skoðun þin á áróðr-
inum fyrir sifellt stækkandi bú-
um?
— Hann hefur nú ætið verið á-
byrgðarlaust blaður, og gleggsta
dæmið um stefnuleysið i landbún-
aðarmálum. Þetta sifellda kapp-
hlaup um stækkun búa i höndum
einyrkjans er sömu ættar og si-
aukin eftirsókn launamanna og
verkafólks um lengingu vinnu-
tima og eftirvinnu. Bæði frá hag-
kvæmnis- og félagslegum sjónar-.
miðum er visitölubúið algjört há-
mark á bústærð einyrkjans og I
flestum tilvikum of stórt. Vitan-
lega geta verið stærri bú i félags-
rekstri,en bústærðin á hvern ein-
stakling yrði ekki meiri fyrir það.
Það örlaði á skilningi á þessu á
Stéttarsambandsfundinum, og
það má virða það, sem vel er
gert, þvi það er ekki svo margt I
þá átt.
Beinir samningar við rík-
isvaldið
— Nú er rætt um það að leggja
niður sex-mannanefndina og taka
i þess stað upp beina samninga
við rikisvaldið um afurðaverðið.
Hver er afstaða þin til þess?
— Ég tel tvimælalaust rétt að
taka upp beina samninga. Full-
trúar neytenda I sex-manna-
nefndinni eru umboðslausir, eins
og allir vita. Samningar beint við
rikisvaldið er það eina, sem vit
er i, enda er rikisvaldið sá aðili
sem mestu ræður um verðlags-
þróunina I landinu og efnahags-
mál og getur þvi, að þvi er virðist,
riftað öllum ákvörðunum, sem
aðrir taka, á sama hátt og sifellt
er verið að eyðileggja þá samn-
inga, sem gerðir eru við launa-
fólk. Takist ekki samningar við
rikisvaldið verða bændur að nota
þann rétt sem þeir hafa eins og
aðrir til að beita samtakamætti
sinum.
Niðurgreiðslur og útflutn-
ingsuppbætur
— Hvað viltu segja um hinar
umdeildu niðurgreiðslur?
— Niðurgreiðslur landbúnað-
arvara eru mál stjórnvalda,
hvort þau vilja heldur fara þá leið
eða að halda uppi forsvaranleg-
um kaupmætti meðal almennings
og haga efnahagsmálum á þá
lund að á jafn ágætu landbúnað-
arlandi og Islandi sé hægt að reka
búin þannig, að bændur hafi ekki
lægri tekjur en aðrir, miðað við
sitt vinnuframlag, án þess að
neinar niðurgreiðslur þurfi að
koma til i viðskiptum við velmeg-
andi neytendahóp.
Útflutningsuppbæturnar marg-
umtöluðu eru auðvitað ein ofboðs-
leg hringavitleysa, enda fyllilega
samboðnar aðferðir núverandi
stjórnvöldum, sem með skipuleg-
um hætti, eins og áður er lýst,
hafa skapað sölutregðu á iand-
búnaðarvörum á innlendum
markaði. Þeir, sem óskapast
mest yfir útflutningsuppbótum og
þeim háu fjárhæðum, sem i þær
fara, hafa ekki, mér vitanlega,
getið um aðrar útflutningsupp-
bætur, sem nú er verið að inn-
heimta hjá landsfólkinu og sem
efalaust velta á svimháum upp-
hæðum, en þar á ég við sihækk-
andi raforkuverð, sem að stórum
hluta gengur til aö gefa hálft afl
Búrfellsvirkjunar úr landi. Og
bráðlega bætist Grundartangi við
með álika hluta af Sigölduvirkj-
un.
Bóndastaðan krefst fjöl-
þættrar menntunar
— Hver er afstaða þin til
stjórnar á fjárfestingu i landbún-
aði?
— Hún er tvimælalaus nauð-
syn, enda bent á það i ályktun-
inni. Þvi er vitaskuld ekki að
leyna, að kjör bænda eru ákaflega
misjöfn. Þar ber mjög margt til
svo sem misjöfn landgæði bú-
jarða og heilla héraða, svo og
hvernig hverjum einstökum
bónda tekst að inna sitt starf af
hendi. Það er misjafn sauður i
mörgu fé, og sumir bændur eru
ekki starfi sinu vaxnir og reka bú
sin illa. Það er hinsvegar rétt að
taka það fram, sem sjaldan eða
aldrei er gert, aö bóndastaðan
krefst fjölþættari menntunar og
kunnáttu heldur en nokkurt annað
starf i þjóðfélaginu, eins og bú-
skapur þarf að vera rekinn i dag.
Það eru þvi margir kallaðir en fá-
ir útvaldir, eins og viðar. Þar fyr-
ir er það auðvitað einn liðurinn i
nauðsynlegri og nýtilegrí land-
búnaðarstefnu, að halda landinu I
byggð og aðstoða þá bændur, sem
lakar eru settir af ýmsum ástæð-
um.
Ber þú sjálfur f janda þinn
—- Telur þú að bændur sinni
stéttarmálefnum sinum eins og
vert væri?
— Nei, alls ekki. Þeir eru ekki
nándar nærri nógu stéttvisir. Og
þó að til séu voldugar félagsstofn-
anir eins og Stéttarsamband
bænda og Búnaðarfélag Islands,
já.og kaupfélögin, þá er hinn al-
menni bóndi ekki nándar nærri
nógu virkur þátttakandi I stjórn-
un þessara samtaka. Þess vegna
geta þau ódæmi gerst, að félags-
samtökum bænda er iðulega
skákað i fylkingarbrjóst með at-
vinnurekendum I kjarabaráttu
launþega. Þar með eru þeir að
berjast beint gegn hagsmunum
sjálfra sin, þvi það er auöskiliö
mál, að þvi meiri kaupgeta sem
er hjá launþegum, þeim mun
betra verð 'óg þvi ’méíri salá’ á
framleiðslu bænda. Á þessu verða
bændur sjálfir vitaskuld að ráða
bót hið bráðasta.
Hinsvegar tel ég það hörmuleg
tiðindi þegar stjórn Alþýðusam-
bands íslands tekur þátt i þeim
kór, sem jarmar hæst um offram-
leiðslu-lýgina I dag. Það tel ég að
stjórn ASl hafi gert með þvi að
setja frám þá kröfu, i sambandi
við hækkun á verði landbúnaðar-
afurða, að bændur taki á sinar
herðar sölutregðusyndabagga is-
lenskra stjórnvalda.
Leigupenninn
— Hvað viltu segja um áróður
Dagblaðsins og Alþýðublaösins
gegn islenskum landbúnaði?
— Um kratana hef ég nú lítið aö
segja, þeir verða vonandi að núlli
I næstu kosningum, svo að það er
stutt i að þeirra fleipur sé ekki
þess virði að svara þvi, og væri
best að þeirra mas væri gleymt,
nema þá sem víti til varnaöar.
Um Jónas greyið á Dagblaðinu vil
ég segja þér, Magnús minn, aö út
Framhald á 14. siðu