Þjóðviljinn - 24.11.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.11.1977, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. nóvember 1977 Starfsmaður Þjóðviljans þjálfar hol- lenska landsliðið í nútímafim- leikum Dana Jónsson, fimleikaþjálfari og starfsmaöur Þjóöviljans, er á leiö til Hollands, þar sem hún er landsliösþjálfari i nútimafimleik- um. Dana, sem þjálfar hjá Gerplu nokkra tima i viku, fékk boö frá hollenska íþróttasambandinu, þegar hún var stödd i Sviss, aö fylgjast meö heimsmeistaramót- inu i nútimafimleikum, um aö koma til Hollands og þjálfa lands- liöiö i hálfan mánuö. Dana, sem getur ekki unniö fyrir sér hér meö þjálfun, er sum sé aö þjálfa eitt af sterkari landsliöum heims um þessar mundir. Einkennilegt. — G.Jóh. Reykjavíkurmótið í körfubolta: KR-ingar sigursælir Aöeins einum leik er nú ólokið I Reykjavikurmótinu i körfu- knattleik og er það úrslitaleik- urinn i 2. fl. karla þar sem eigast við lið 1R og Fram. KR-ingar hafa sigrað i þrem- ur flokkum af sex sem er mjög góður árangur. Sigruðu þeir i Mfl. karla, 1. fl. karla og 4. fl. karla. Erkifjendurnir ÍR-ingar hafa góða möguleika á að vinna tvo flokka. Þeir hafa nú þegar sigrað i þriöja flokkgog vflt-ður að segjast eins og er að þriöji flokkur 1R er einn sá sterkasti sem undirritaður hefur séð. 1 2. fl. karla hefur ÍR mjög góða möguleika á að sigra. Það er samdóma álit manna sem fylgst hafa með Reykja- vikurmótinu i ár að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafn vel ieikið. Má eflaust rekja það til erlendu þjálfarana sem þjálf- uðu flokkana en með misjöfnum árangri þó. En tökum þá fyrir einstaka fiokka. Mfl. karla: Þar báru KR-ingar sigur úr býtum eins og flestum er eflaust kunnugt. Sigruöu þeir i öllum sinum leikjum og unni þvi flokkinn meö fullu húsi stiga. 1. fl. karla: Þar var sama sagan og i mfl. karla. KR-ingar örugg- ir sigurvegarar. Margir gamlir og góðir kappar léku meö, s.s. Gunnar Gunnarsson, Hjörtur Hansson og Jón Otti ólafsson. 2. fl. karla: Þar er um hörku- baráttu að ræöa milli IR og Fram. Bæöi liöin töpuöu einum leik i mótinu sjálfu, 1R fyrir Fram meö einu stigi og Fram fyrir Val. Það verður þvi aö leika hreinan úrslitaleik milli tR og Fram og fer hann fram i Hagaskóla á laugardag. Þar veröur örugglega hart barist og erfitt að segja til um úrslit. Margir snjallir leikmenn leika meö liðunum. Af IR-ingum má nefna Kristján Sigurösson sem i dag er fyrirliði unglingalands- iiösins og hefur leikiö marga m.fl.-leiki fyrir IR. Ákaflega „tekniiskur” leikmaður meö gott auga fyrir spili. Framarar tefla m.a. fram stærsta miðherja i islenskum körfu- knattleik i dag, Flosa Sigurös- syni, sem i dag er 2.09 m á hæð. Verður hann örugglega IR-ing- um erfiöur, þvi Flosi er i mikilli framför og með meiri hörku og ákveðni á hann örugglega eftir aö verða einn besti miðherji i körfuknattleiknum hér er fram liða stundir. En eitt er vist aö það verður enginn svikinn af þvi að leggja leið sina i Hagaskól- ann á laugardaginn. Leikurinn hefst kl. 14.00. 3. fl. karla: Þar báru IR-ingar sigur úr býtum og þurftu ekki að hafa mikið fyrir þeim sigri. Sigruöu þeir alla sina mótherja meö miklum yfirburöum. Samanlögð stigatala var 222:88 sem er glæsilegur árangur. IR^ ingar hafa á sinum snærum marga mjög efnilega leikmenn i 3. fl. s.s. Sigurjón Sigurðsson (bróöur Kristjáns sem áður er getiö), Guðmund Guðmundsson og Guðjón Þorsteinsson, en allt eru þetta núverandi unglinga- landsliðsmenn sem eiga örugg- lega eftir að spjara sig vel i framtiðinni. Einnig má nefna leikmenn eins og Björn Jónsson og Kristján Oddsson.en allt eru þetta gífurlega efnilegir leik- menn. 4. fl. karla: I 4. fl. var um hörku- keppni að ræða og fór svo að lokum aö KR-ingar stóöu uppi sem sigurvegarar eftir hörku- keppni við IR. Leik þeirra innbyrðis lauk með aðeins eins stigs sigri KR sem skoruðu 19 stig gegn 18 stigum IR-inga. Og þar með var þriðji Reykja- vikurmeistaratitillinn kominn i höfn. Greinilegt að KR-ingar hafa ekki tapað á þvi að fá til sin bandariskan þjálfara. Áhuginn hefur aukist og árangurinn lætur ekki á sér standa. Ætlunin með þessum linum um Reykjavikurmótið var aðal- lega sú að vekja áhuga fólks á leikjum yngri flokkanna sem i flestum tilfellum gefa leikjum hinna eldri ekkert eftir. Einnig að auka áhuga strákanna sjálfra, sem er engu minna atriði. SK. Nábye hættir í mesta bróðerni „Það er algjör firra, að við sé- um að reka Olfert Nábye sem þjálfara liðsins. Hið rétta er, aö Olfert hefur ekki getað sinnt þjálfarastöðunni sem skyldi vegna vinnu sinnar og þvi fór hann fram á að fá -að hætta. Hann taldi ekki rétt aö hann væri þjálfari liðsins vegna hins litla tima sem hann hefur aflögu frá vinnu. Olfert hefur þjálfað liöið allt aö þvi i sjálfboðavinnu og erum við honum mjög þakk- látir fyrir. Það er hins vegar rétt, að Davið Jónsson hefur verið spurður að þvi hvort hann geti tekið við liðinu, en þaö er enn óráðið.” Það var Bergur Jónsson, formaöur handknatt- leiksdeildar Armanns, sem hafði samband við blaðiö og bað um að leiðrétting kæmi fram, vegna fréttar sem birtist I gær. Hlutaðeigandi eru beðnir vel- virðingar á þvi, aö rangt hefur verið farið með málið, og von- umst við til að þjálfaramál þeirra Armenninga leysist á farsælan hátt. — G.Jóh. V alsmenn ætla sér að vlnna upp 12 marka forskot Honved-liðslns Síðari leikurinn verður á morg- un í Laugardalshöll kl. 20.30 Valsmenn leika slðari leik sinn gegn ungversku meistur- unum Honved I Evrópukeppni meistaraliöa I Laugardalshöll á föstudagskvöld. Valsmenn eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna umm 35-23 tapið og það að Honved-liðiö er afar slakt á úti- velli styrkir þá skoöun þeirra. Leikurinn I Ungverjalandi var illa leikinn af Vals hállu. Þeir voru fljótfærir og varnarleikur- inn var I molum. Oft á tiðum stóðu þeir hreinlega og horfðu á leikmenn Honved leika listir sinar og „litiö vantaði uppá að þeir færu að klappa, svo mikil var snilli þeirra,” sagði einn af forráðamönnum Vais eftir fyrri leikinn. En annaðkvöld ætla Valsararnir aö sýna klærnar og sigra meistarana Honved og gera leikinn einn af eftirminni- legri leikjum ársins. t liði Honved eru 7 landsliös- menn og hafa allir leikmenn liðsins leikiö með ungverska landsliðinu, að einum undan- skildum. Leikmenn Honved eru allir mjög góðir,en nokkrir bera þó af. Ber það fyrst aö nefna Peter Kovach, tveggja metra risa, sem er glfurlega skotharð- ur og leikinn. Kovach sem er að- eins 22 ára hefur Ieikið 86 iands- leiki. Fyrirliði liðsins, er Joszef Kenyeres og hefur hann geysi- legan stökkkraft og er mjög sterkur leikmaður. Hann er tal- inn jafn góður og Pólverjinn Klempel, sem er talinn einn af bestu hándboltamönnum heims. Markvöröur liðsins er Gabor Veroczi einn af bestu markvörð- um I heiminum. Honved-liöið er mjög vel und- irbúiö liö. Þeir þjálfa tvisvar á dag, alla vikuna, og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vinnu, þvi þeir eru allir I hernum og gera ekkert annað en að leika hand- knattleik. En á föstudagskvöld kl. 20.30 4 fáum viö að sjá þessa snillinga og hvort þeir eru eins mistækir á útivelli og sagt er. Valsmenn voru svo óheppnir að Stefán Gunnarsson, fyrirliöi liðsins,slasaðist við vinnu og er óvíst hvort hann getur leiki með. Bjarni Jónsson má ekki leika með liöinu i Evrópukeppn- inni, vegna félagaskipta, en að öðru leyti verða þeir með sitt sterkasta lið. Lið Hoved er þannig skipað: Markmenn: 12. Veroczi Gabor 16. Bakos Istuan Aðrir leikmenn: 2. Zuber Titusz. 3. Kovacs Peter. 4. Fuzes Gyula. 5. Tuffinger Alajos. 6. Kenyeres Jozsef. 7. Szabó Laszló. 8. Kovacs Mihaly. 9. Kocsis Pál. 10. Urszuly Janos. 11. Kakkay Zsigmond. 12. Veroczi Gabor G.Jóh. Peter Kovács, ein mesta skytta ungverska . Valsmönnum aö stöðva hann annað kvöld?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.