Þjóðviljinn - 24.11.1977, Side 12
12 SIÐA — ÞJ6ÐVILJ1NN iFimmtudagur 24. nóverober 1977
Happdrætti Þjóöviljans 1977:
Umboösmenn Umboðsmenn Happdrættis
Þjóðviljans 1977
Rey kjaneskjördæmi:
Keflavik:
Sandgerði: Karl Sigurbergsson, Hólabraut 11
Grindavfk:
Gerðar: Sigurður Hallmannsson, Heiðarbraut 1
Njarðvíkur: Sigmar Ingason, Þórustig 10.
Hafnarfjörður: Þorbjörg Samúelsdóttir, Skúlaskeiði 26,
Garðabær: Hilmar Ingólfsson, Heiðarlundi 19,
Kópavogur: Alþýðubandalagið, Björn Ólafsson
Vogatungu 10.
Seltjarnarnes: Stefán Bergmann, Tjarnarbóli 14.
Mosfellssveit: Runólfur Jónsson, Gerði.
Vesturland:
Akranes: Sigrún Gunnlaugsdóttir, Vallholti 21,
Borgarnes
og nágrenni: Flemming Jessen, Helgugötu 6.
Heilissandur-Rif: Hólmfriður Hólmgrimsdóttir, Bárðarási 1
Ólafsvik: Kristján Helgasón, Brúarholti 5
Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsdóttir, Grundargötu 26
Stykkishólmur: Birna Pétursdóttir, Silfurgötu 47.
Búðardalur-Dalir: Kristjón Sigurðsson,
Vestfirðir:
A-Barðastr.sýsla: Jón Snæbjörnsson, Mýrartungu.
V-Barðastr.sýsla: Unnar Þór Böðvarsson, Tungumúla.
Patreksfjörður: ' Boili Ólafsson, Bjarkargötu 7.
•Tálknafjörður: Höskuldur Daviðsson, Eyrarhúsum.
Bíldudalur: Jörundur Garðarsson, Grænabakka 8
Þingeyri: Guðmundur Friðgeir Magnússon
Flateyri: Guðvarður Kjartansson
Suðureyri: Þóra Þórðardóttir
Bolungarvik: Guðm. Ketill Guðfinnsson, Þjóðólfsv. 7.
tsafjörður: (Ásdis Ragnarsdóttir, Neðstakaupstað
Djúp: Astþór Agústsson, Múla.
Hólmavík, Strandir Þorkell Jóhannsson, Hólmavik.
Norðurland
vestra:
I Hvammstangi-V.Hún: Eyjólfur Eyjólfsson, Strandgötu 7
Blönduós-A-Hún: Jón Torfason, Torfalæk.
Skagaströnd: Friðjón Guðmundsson,
Sauðárkrókur,
Skagafjörður: HuldaSigurbjörnsd.,Skagfirðingabr. 37
Hofsós og nágr: GIsli Kristjánsson
Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjarnars., Hvanneyrarbr. 2
Norðurland
eystra:
Ólafsfjörður: Viglundur Pálsson, ólafsvegi 45
Dalvik: Hjörleifur Jóhannsson, Stórhólsvegi 3
Akureyri: Haraldur Bogason Norðurgötu 36
Húsavik: Snær Karlsson, Uppsalavegi 29
S.-Þing: Þorgrimur Starri Björgvinsson, Garði
Raufarhöfn, N-Þing: Angantýr Einarsson, Raufarhöfn.
Austurland:
Gisli Jónsson, Múla
Vopnafjörður: Sigriður Eyjólfsdóttir, Ásbyrgi
Borgarfjörður: Guðrún Aðalsteinsdóttir, Útgarði 6
Egilsstaðir: Jón Loftsson, Hallormsstað
Hérað: Jón Árnason, Finnsstöðum.
Agúst Þorsteinsson, Logarfelli 7
Seyöisfjörður: Inga Sveinbjarnardóttir, Gilsbakka 34.
Neskaupstaður: Alþýðubandalagið, Kristinn ívarsson
Blómsturvölium 47.
Eskifjörður: Hrafnkell Jónsson, Fossgötu 5.
Reyðarfjörður: Arni Ragnarsson, Hjallavegi 3.
Fáskrúðsfj.: Baldur Björnsson, Hafnargötu 11.
Breiðdalsv. og nágr: Guðjón Sveinsson, Mánabergi.
Djúpivogur: Már Karlsson, Dalsmynni
Höfn-A-Skaft: Benedikt Þorsteinsson, Ránarslóð 6
Suðurland:
V-Skaft: Jón Hjartarson, Kirkjubæjarklaustri.
Vík-Mýrdal: Magnús Þórðarson, Vik
Hella: Guðrún Haraldsdóttir
Hvolsvöllur: Birna Þorsteinsdóttir,
Selfoss: Gyða Sveinbjörnsdóttir, Vallholti 23
Stokkseyri: Einar Páll Bjarnason
Laugarvatn: Guðmundur Birkir Þorkelsson
Hrunamannahr: Jóhannes Helgason, Hvammi.
Gnúpverjahreppur: Halla Guðmundsdóttir, Ásum.
Skeið-ölfus: Ólafur Auðunsson, Fossheiði 26
Selfossi.
Flói: Bjarni Þórarinsson, Þingborg.
Hveragerði: Sigmundur Guðmundsson, Heiðmörk 58,
Þorlákshöfn: Þorsteinn Sigvaldason, Reykjabraut 5
Vestmannaeyjar: Jón Traustason, Hásteinsvegi 9.
— Þeir sem hafa fengið senda giróseðla eru
beðnir að greiða þá sem fyrst.
— Giróreikningur Happdrættisins er hlaupa-
reikningur 3093 i Alþýðubankanum i Reykja-
vik.
— Skilum er veitt móttaka á skrifst. Alþýðu-
bandalagsins að Grettisgötu 3, Reykjavik —
I simí 17-500, og i afgreiðslu Þjóðviljans að
Siðumúla 6, Reykjavik.
Ný
höfn á
Akur-
eyri
Fyrsta áfanga lokið
Akureyri. Séö út á Pollinn og til Oddeyrar. Vaðlaheiði Ibaksýn.
Unnið er að þvi að koma upp
nýrri vöruhöfn á Akureyri. A
hún að koma sunnan Oddeyrar
og ná norður fyrir Oddeyrar-
tangann út að frystihúsi KEA.
Lokið hefur nú verið við nýja
bryggju sunnan Oddeyrar. Er
það 140 m. langur viðlegukantur
og hluti af fyrirhugaðri höfn og
fyrsti áfangi hennar. Við kant-
inn er 8 m. dýpi. Næsta skrefið
verður 100 m. langur kantur við
Oddeyrina austanverða. Er
hann á fjögurra ára fram-
kvæmdaáætlun.
Atta ár eru nú liðin sið-
an byrjar var á hafnargerðinni.
A öðru ári kom babb i bátinn þar
sem hönnun hafnarinnar þótti
áfátt og varö nú hlé á fram-
kvæmdum fram á árið 1975. En
nú er þessum fyrsta áfanga sem
sagt lokið.
Akureyrarhöfn er stærsta
vöruflutningahöfn utan Reykja-
vikur. Námu flutningar um
höfnina á sl. ári 125 þús. lestum
og er það helmigsaukning frá
1973. Um 700 skip komu i höfn-
ina á árinu 1976. -mhg
Þáttur bóndakonunnar í bú-
skapnum gleymist allt of oft
1 nýútkomnum Frey birtist
bréf frá Dagnýju Guðmunds-
dóttur á Eyri I Flókadal, þar
sem hún ræðir um hlut bónda-
konunnar I búskapnum. Land-
póstur telur að þarna sé fjallað
um efni, sem erindi eigi til fleiri
en lesenda Freys og jafnvel ekki
hvað sist til ýmissa þeirra, sem
ætia má að sjái Frey ekki, — og
tekur sér þvi bessaleyfi til að
birta það:
„Mig langar til að skrifa örfá-
ar linur um bændafólk og
bændakonur yfirleitt. Set ég hér
fram minar skoðanir, og e.t.v.
eru það skoðanir fleiri kvenna,
alla vega vona ég að svo sé.
A þessum jafnréttistimum
hefur mikið verið rætt og ritað
um konur og stöðu þeirra i þjóð-
félaginu, samkvæmt þvi ætti ég
e.t.v. að segja, að troðið hafi
verið á bændakonum i gegnum
árin og þær látnar hafa það erf-
iðara en þörf krafði. Þó ætla ég
ekki að halda sliku fram. Engu
að síður munu orð min fjalla
mest um sveitakonur.
Ég er viss um, að það fyrir-
finnst margt fólk, sem veit og
viðurkennir, að bóndi, og þá
meina ég bóndi i þess orös
fyllstu merkingu, hefur aldrei
staðið algerlega einn að búi
sinu, þvi sem unnið hefur verið
og breytt til batnaðar á misjafn-
lega löngum tima.
Bóndinn er að sjálfsögðu
sterkasti þátturinn i búskapn-
um, en bóndakonan er hinn
sterki þátturinn, sem alltof oft
gleymist, þegar rætt er um
bændur og búskap.
Af einhverjum ástæðum, sem
fróðlegt væri að fá að vita,
hverjar eru, vill þetta oft
gleymast.
Er fólk virkilega svona sorg-
lega fákunnandi, að það haldi,
að eiginkona og húsmóðir I sveit
hafi engum öðrum skyldum að
gegna en innanhússstörfum, svo
sem barnauppeldi, matseld og
sliku? Hvernig ættu þeir bænd-
ur, sem nú i dag eru vel stæöir,
og hafa unnið sig upp, hægt og
sigandi, að hafa getað það nema
vegna þess, að þeir áttu góða
konu, sem var fús til að bera
sinn hlut af erfiðinu?
Það segir sig sjálft, aö stðr-
framkvæmdir krefjast mikilla
átaka, vinnuafls og fjármagns.
Vinnuafl er oft af skornum
skammti I sveitunum, og
bændafjölskylda leggst á eitt til
að afkasta sem mestu.
Ég hygg, að fremur fáir
bændur fari út i miklar fram-
kvæmdir, án þess að hafa ein-
hvern skuldabagga á herðum
sér, þegar framkvæmdinni er
lokið, eins og dýrtiðin er i dag.
Bændur finna fyrir dýrtiðinni
engu siður en menn, sem aðrar
atvinnugreinar stunda.
Samt er bóndinn við það starf,
sem gefur hvað mest tengsl og
mesta snertingu við lifriki nátt-
úrunnar.
Anægjan samfara hversdags-
legum störfum er mikil. Það er
sifellt eitthvað nýtt að veita at-
hygli og svo sannarlega hægt að
finna fleira út úr starfi bónda en
strit og basl. Alla vega vona ég
að bændur mættu finna sig vel
heima I starfi sinu, og ég hef svo
ekki fleiri orð um þetta”.
Dagný Guðmundsdóttir
Frá Raufarhöfn:
Sum arloðnusild veiðin á
Raufarhöfn gekk ágætlega að
þessu sinni, enda hafa hvorki
meira né minna en 20 bátar
landað þar 13.400 lestum af
loðnu. Til samanburðar má' geta
þess, að á sumarvertiðinni sl. ár
lönduðu á Raufarhöfn 7 loðnu-
bátar 2.660 tonnum.
Um miðjan okt. landaði
togarinn Rauðinúpur um 50
tonnum. Um það leyti varð hann
Raufarhöfn
F ramleidsluver dmæti
1,2 milj. á íbúa
fyrir þvi óhappi, að spilið bilaði
og varö hann þvi að fara i slipp.
Var það bagalegt vegna atvinn-
unnar þvi þá var aöeins báta-
fiskinn við að vera.
Framkvæmdir standa yfir við
bátahöfnina. Ganga þær prýði-
lega og verður fyrsta áfanga
verksins lokið nú. Að sumri er
áformað að byggja timbur-
bryggju við hafnargarðinn.
Gangi allt aö óskum verður
hafnargerðinni lokið að hausti.
Verður þá kominn 200 m langur
viðlegukantur fyrir litlu bátána.
Þá hefur sundlaugarbygging-
unni þokað áfram, þótt fram-
kvæmdir tefðust að visu vegna
þess að þörf var talin á aö gera.
breytingar á teikningu.
Aformað er að halda þessu
verki áfram að vori.
Tónlistarskólinn byrjaði 1.
okt. I honum eru 35 nemendur
en fjölgar trúiega töluvert eftir
áramótin. Skólastjóri er Karl
Jónatansson en auk hans kennir
Jóhann Jónasson frá Ormars-
lóni. Von er svo á öðrum kenn-
ara um áramót. Er það Eng-
lendingur og mun hann kenna á
pianó eða fiðlu.
Til vegarins yfir Melrakka-
sléttuna voru veittar I ár 18 milj.
kr. Frá þeirri upphæð dróst svo
kostnaður eins og t.d. við að
koma vinnuvélum á staðinn.
Það er þvi naumast hægt aö
segja að þessi vegagerð gangi i
neinum loftköstum og ekki hófst
verkið fyrr en i okt. i haust, og
fannst mörgum að fyrr hefði
mátt vera. Vel mætti gefa þvi
auga i sambandi við þessa
vegagerö og aðrar nauðsyn-
legar framkvæmdir þar á
norðurslóðum, að ibúar Raufar-
hafnar framleiddu á s.l. ári
verðmæti fyrirum 600 milj. kr.,
eða sem svarar 1,2 milj. á hvern
ibúa I þorpinu, og mundi ein-
hversstaðar þykja þokkaleg
frammistaða.
—mhg
VQF.
f
Umsjón: Magnús H. Glsflason