Þjóðviljinn - 04.12.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.12.1977, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. desember 1977 KJARTAN ÓLAFSSON: Vegabréf frá Washington Fyrir hálfum mánuði fór fram prófkjör um skipan framboðslista i komandi alþingiskosningum hjá Sjálfstæðisflokknum i Reykjavik. f tengslum við prófkjörið var framkvæmd könnun á viöhorfum liðsmanna Sjálfstæðisflokksins til ýmissa málefna. Menn voru spurðir hvort þeir vildu leyfa bruggun áfengs öls, hvort þeir vildu hafa stjórnarráðið i gamla miðbænum eða ekki, — og fleira i svipuöum dúr. 7.254 gegn 1.510 Ein var sú spurning, sem þarna var lögð fyrir kjósendur Alberts Guðmundssonar og Geirs Hall- grimssonar, sem skipti meira máli en hinar. Þaö var spurt hvort menn vildu láta bandariska herinn kosta þjóðvegagerð á Islandi eöa ekki.bessari spurningu svöruðu 8.764 kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins. Já sögðu 7.254, en nei sögðu 1510. Það voru milli 80 og 90%, sem töldu að Bandarikjamenn ættu að kosta gerð þjóðveganna á Islandi, aðeins milli 10 og 20% að- spurðra reyndust þessu andvigir. Aöeins einn frambjóöendanna i pfórkjöri Sjálfstæðisflokksins fékk stuðning'fleiri manna heldur en hugmyndin um það, að banda- riska hermálaráðuneytið sæi um kostnað af byggingu þjóðvega á tslandi. Þessi einasti eini var Al- bert Guðmundsson, sem skipa mun efsta sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik i komandi alþingiskosningum, sjálfkjörinn fánaberi flokksins. Forsætisráðherra tslands heitir Geir Hallgrimsson. Hann er jafn- framt formaður i Sjálfstæðis- flokknum. Af nær 10.000 þátttak- endum i prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins reyndust tæp 3000 ekki hafa neinn áhuga fyrir þvi að Geir Hallgrimsson yrði i hópi hinna 12 efstu á framboöslista Sjálfstæöis- flokksins i þingkosningunum. t prófkjöri Sjálfstæðisflokksins voru það sem sagt um hclmingi fleiri sem afþökkuðu Geir Hall- grimsson, heldur en hinir 1510, sem afþökkuðu bandariskar hernaðarmútur til þjóðvegalagn- ingar á tslandi. Nú þykir sómi að skömmunum Þegar Keflavikursamningurinn var gerður árið 1946, þegar við gengum i NATO árið 1949 og þeg- ar „varnarsamningurinn” svo- kallaði var gerður árið 1951, þá var sagt við islensku þjóðina, að allt væri þetta gert af illri nauö- syn og aðeins til skamms tima. Það var sagt að auðvitað mætti hersetan engin áhrif hafa á gang- verkið i okkar eigin þjóðlifi, hér væri aðeins komið elskulegt varn- arlið til að bjarga okkur undan yf- irvofandi árás austan úr heimi. Einhverjir leyfðu sér að nefna landsölu, en þeir voru hrópaðir niður af varðhundum islenskrar borgarastéttar og stimplaðir, sem handbendi heimskommún- ismans. Þá var landsala enn skammar- orð. Nú þykir mönnum sómi að skömmunum og fáir tala um illa nauðsyn. Þannig breytast við- horfin, — ekki á einni nóttu, en smátt og smátt, oft án þess að menn viti af. Það er nú orðið augljóst, að engin viðvörunarorð voru of sterk, þau sem sett voru fram er veriö var að flækja okkur i hernaðarnet Bandarikjanna. Þeir gullnu fjötrar, sem siðan hafa verið ofnir eru orönir býsna þétt riðnir. Það sýnir m.a. sú skoðanakönnun Sjálfstæðis- flokksins sem hér var minnst á. Sjálfstæðir menn í Sjálfstæðum flokki í Sjálfstæðu landi Auðvitað hefur islensk brask- arastétt frá þvi fyrsta sótt ómældan gróða á vit hernáms- liðsins, og vel má minnast þess, aö núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn gerðu strax i byrjun með sér helmingaskipta- félag um margvislega þjónustu viö hernámsliðið á Keflavikur- flugvelli. Sjálfstæðisflokkurinn stóð að Sameinuöum verktökum, þar sem Geir Hallgrimsson, nú- verandi forsætisráðherra var fyrsti framkvæmdastjórinn fyrir aldarfjórðungi siöan. Framsókn- arflokkurinn stóð aö hlutafélag- inu Reginn. Nú hafa bæði þessi fyrirtæki fyrir löngu veriö sam- einuð i Islenskum aðalverktökum hf., en gróðinn heldur áfram að streyma frá herstöðinni, svo sem sjá má á þeirri stórbyggingu, sem Islenskir aðalverktakar eru nú að reisa i Reykjavik. Og nú finnst yfirgnæfandi' meirihluta baráttumanna Sjálf- stæðisflokksins timabært, aö is- lenska rikið leggist einnig á spen- ann frá Keflavikurflugvelli og afli þaðan fjár til opinberra fram- kvæmda i stað þess að vera að plaga góðborgara með skatt- heimtu! Á Almannagjárbarmi hangir verömidinn frá Jósep Lúns Þó er eins og einhvern ugg hafi sett að Geir Hallgrimssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins. Hann segist ekki vilja setja verðmiða á tsland, og mæli hann þar manna heilastur. En þessum verðmiða hefur sem kunnugt er nú þegar verið klint á land okkar. Það gerði ekki minni maður en sjálfur aðalframkvæmdastjóri NATO, Jósep Lúns. Verðmiðinn hljóðaði upp á 4600 miljarða króna, en það var sú upphæð, sem Lúns taldi að NATO og Bandarikin þyrftu aö kosta til i nýjum hernaðarumsvif- um, ef íslendingar sendu Banda- rikjaher burt af Miönesheiði. Upphæðin er 50 sinnum hærri en fjárlög isl. rikisins i ár. Það er þessi verömiði, sem 7.254 flokksmenn Geirs Hall- grimssonar hafa komiö auga á. Þeir einblina nú á þennan undar- lega miöa sem hangir yfir Þing- völlum á barmi Almannagjár og geta reyndar ekki haft af honum augun. Þeir hiröa fátt um þaö, hvort forsætisráðherra íslands lætur sér slikt lika betur eða verr. Við erum nefnilega undir þvi lögmáli, aö svo sem maðurinn sá- ir, svo og hann uppsker. Þeir sem mótast hafa af siða- skoðun og áróðri forkólfa Sjálf- stæðisflokksins á undanförnum árum og áratugum horfa að sjálf- sögöu nær allir fyrst og fremst á peningagildið i hvaða tilviki sem er. Þetta hefur þeim verið kennt af sinum leiðtogum. Þennan boð- skap hafa þeir meötekið að morgni, kveldi og um miöjan dag alla daga ársins. Þvi skyldu dyggir lærisveinar, mótaðir af sinum meisturum svo ekki vilja taka við ágætum dollur- um frá góðum vinum, fremur en borga skattana sina? Þarf Geir Hallgrimsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins að vera hissa á þvi? — Eftir höfðinu dansa limirnir. Sjálfstæðisflokkurinn og for- kólfar hans hafa hingaö til aldrei hikað við að setja verömiða á allt milli himins og jarðar. Þeir hafa verið i takt við doktor Jósep Lúns sem setti verðmiða á Island og hans nóta. Er ekki boöskapurinn um óheft frelsi fjármagnsins, það guð- spjall, sem sérhver sannur Sjálf- stæðismaður trúir á? Þeir trúa ekki á skrýtluna um „varnir landsins” Og fyrst sjálfur Jósep Lúns hef- ur sett verðmiða á fsland, hvi skyldi þá ekki einn venjulegur Varðarfélagi eða vesæll Heim- dellingur vflja fá ókeypis vegi og ókeypis brýr vestan frá hinni frjálsu Ameriku? Og þvi skyldi ein forsjál Hvatarkona ekki vilja láta Amerikanann borga allar okkar almannavarnir, eins og Gunnar Thoroddsen hefur stungið upp á? Þeir sem ekki þekkja annað gildismat en það, sem talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa prédik- að af ofurkappi i áratugi, þeir lenda nær óhjákvæmilega i hópi hinna 7.254 alberta. Þeir trúa ekki á skrýtluna um „varnir landins” og er það út af fyrir sig skiljaniegt, en þeir vilja fá peninga, peninga fyrir Reykja- nes, svo fyrir Langanes. Þeir vilja aö visu ekki gefa kónginum Grimsey, en þeir vilja selja hæst- bjóðenda. Þaö er þarna sem viö erum á vegi stödd. Þaö er hingað sem prangarasiðferöiö hefur leitt, þá þjóð sem fagnaði fyrir bráðum 60 árum. Er ekki mál að linni, eða ætla menn lengra á sömu braut? Geir talar um herflugvöll á Austurlandi Þaö er vissulega ástæða til að fagna ummælum Geirs Hall- grimssonar, þegar hann bauð hinum 7.254 að strika sig út. Það var eins og maðurinn heföi vakn- að eitt augnablik af vondum en tælandi draumi. En þessi fögnuður verður þvi miður blendinn. 1 ræðu sinni á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins þann 25. nóv. s.l. fór Geir Hallgrimsson allt i einu að tala um nýjan herflugvöll á Aust- urlandi. Forsætisráðherranum fórust þar orö á þessa leið: „Verði nið- urstaðan sú eftir slikt mat, að byggja þurfi nýjan flugvöll, t.d. á Austurlandi eða annars staðar og leggja vegisem tengi fiugvellina, verðum við að gera okkur grein fyrir þvi, að við verðum að sætta okkur við aukin umsvif varnar- liðsins. Slikur nýr flugvöilur, reistur i varnanna þágu, kallar á liö og herbúnað til þess að hann komi að gagni.” Þetta eru merkileg orð og sann- arlega umhugsunarverð. Hvað meinar maðurinn? Hvað er hann að boða? Geir Hallgrimsson hefur haldið þvi fram siðar i umræðum á Alþingi, að þetta tal um nýjan herflugvöll á Austurlandi „i varn- anna þágu” hafi bara verið svona hugdetta, eða dæmi um það sem gæti gerst! Má vera að svo sé. En á fulltrú- arráðsfundinum er Geir Hall- grimsson að tala við fólk, sem flest vill láta Bandarikjaher taka aö sér þjóðvegagerð hér á tslandi. Forsætisráðherrann er að segja við þetta fólk: Vist gæti komið til mála að láta þá borga fyrir okkur vegina, en þá verður lika að heita svo að vegirnir séu lagðir „i varn- anna þágu”! Hér þarf sem sagt bara að búa til forsenduna, og þá geta hinir 7.254 góðborgarar feng- ið sina ókeypis vegi frá Washing- ton. Og forsendan, hver er hún? Fleiri „varnarstöðvar” á þessu eða hinu landshorni, — t.d. flug- völlur á Austurlandi, og svo frjálsir og vestrænir vegir á milli flugvallanna eöa „varnarstöðv- anna”. Þannig er e.t.v. hægt að sam- eina sjónarmið þeirra sem um- fram allt vilja hafa varnir og meiri varnir og svo hinna sem meira eru gefnir fyrir dollarann, en láta sér fátt finnast um ógnir rauða hersins. Auknar „varnir” • aukinn gróði Formaður Sjálfstæðisflokksins leitar leiða til að sætta sjónarmið- in i Sjálfstæðisflokknum, sjónar- miö varna á varnir ofan og sjón- armiö gróða á gróða ofan. Þess vegna hagaöi hann orðum sinum svo sem hér hefur verið vitnaö til á fulltrúaráðsfundinum. Auknar varnir þýða aukinn gróða, segir Geir, og það skilja sannir Sjálfstæðismenn. En stendur þá eitthvaö til með herflugvöll á Austurlandi? — Vit- aö er að vestur i Bandarikjunum eru uppi háværar kröfur hjá her- foringjum um aukin hernaðar- umsvif á Islandi. 1 þeim efnum má m.a. vitna i mjög útbreitt bandariskt timarit um flughern- aö, sem heitir Aviation Week & Space Technology. Þar birtist þann 22. ágúst i sumar grein á blaðsiöu 39 — 51, þar sem nokkuð er komiö inn á þessi efni. Greinin er skrifuð frá aðalstöðvum NATO i Brussel af manni aö nafni Robinson. NATO-kröfur um aukin hernaöarumsvif Þarna er þvi haldið fram, að Is- landi verði að halda innan NATO „hvaö sem það kosti”. 1 greininni er talað um, að Bandarikjamenn ættu endilega að reyna að ná samkomulagi um frekari umsvif á tslandi, einkum um byggingu nýrra radarstööva. („U.S. shouid be trying to get cooperation to build more facilities in Ice- land, particularly early warning radar sites”). t greininni er tal- að um að nýjar radarstöövar mætti byggja á norðanverðu ts- landi, en til þess að þetta megi takast þurfi að bæta sambúöina við Islendinga, þar sem afstaða tslendinga til dvalar Bandarikja- hers hér á landi sé enn neikvæð. („Additional radars could be placed in Northern Ice- laiid..Relations with the Ice- landers however need to be im- proved. The attitude toward U.S. presence on the island is still negative.”) Siöan er talað um að bygging nýrra radarstöðva og mönnun þeirra gæti e.t.v. egnt tslendinga til enn frekari and- stöðu, og þess vegna sé vert að fara með gát. Þarna er fluttur sá boðskapur frá höfuðstöðvum NATO að hér á Islandi þurfi aukin hernaðarum- svif, og það er alveg sérstaklega talað um nýjar radarstöðvar á Norðurlandi. Geir Hallgrimsson talar um herflugvöll á Austur- landi, segir að visu engin tilmæli hafa borist, en það þurfi stöðugt að endurmeta hver „varnarþörf- in” sé, og forsætisráðherrann tók sérstaklega fram á Alþingi, að þetta endurmat geti leitt i ljós þörf á auknum „vörnum”. Og hverjir halda menn að framkvæmi þetta endurmat? Halda menn að það verði Einar Agústsson eða Vilhjálmur á Brekku? Nei, það veröa herfor- ingjar NATO sem að óbreyttu svara þvi, hvort henta þyki að byggja herflugvöll I Eiöaþinghá, eöa efna til kafbátalægis i Mjóa- firöi. Þegar Geir Hallgrimsson talar um herflugvöll á Austurlandi, þá veit hann fullvel um áhuga hern- aöaraðila i Bandarikjunum fyrir auknum hernaðarumsvifum hér á landi. Sá áhugi hefur komið fram opinberlega, svo sem tilvitnanir hér að ofan sýna. Með tali sinu er Geir að gefa Bandarikjamönnum undir fótinn, en lætur þá vita af þvi i leiðinni, að þeir megi þá lika búast viö að þurfa að kosta vegalagningu milli bækistöðvanna, —allt i varnanna þágu! Herinn verdur að fara Beiðni hinna 7.254 sönnu Sjálf- stæöismanna um vegafé frá Washington er smánarblettur á fullvalda þjóð. Það skilur jafnvel Geir Hallgrimsson. Beiðnin sýnir hversu brýnt það er, aö menn staldri við, liti bæði aftur og fram og skipi sér til varðstööu. Engin lausn er til önnur en brottför hersins. Ef þjóðleg öfl ná ekki að sameinast til skeleggrar og um- fram allt markvissrar baráttu á allra næstu árum, þá munu sölu- mennirnir fyrr en varir selja gamla Island meö bros á vör eins og hvern annan konfektmola. I staöinn munu þeir ekki aðeins fá steinsteypta vegi um hvern hól og dal, heldur hlutabréf i ameriska draumnum þar sem örbirgöin og allsnægtirnar kallast á yfir óbrú- anlegt djúp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.