Þjóðviljinn - 04.12.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.12.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 af erlendum vettvangi Sigur sósíalista í Grikklandi Leikkonan heimsfrcga, Melina Merkúri, er ein af þingmftnnum sósfalista. heimsins. Innan þeirrar heims- myndar rúmast einnig uppgjör við erfðafjandann tyrkneska — sem er að sönnu liðfleiri og her- styrkari en Grikkir. Papandreú skrifar nýlega I Le Monde Diplomatique, að timi sé til þess kominn að Grikkir losi um tengsli sin við bandariskt og vesturevrópskt, einkum þó vest- urþýskt, fjármagn. Hann litur á Grikkland sem „útibú” frá efna- hagslegum stórveldum Vestur- landa 1 ætt við t.a.m. Suður- Kóreu. Hann litur á það sem stórslys ef Grikkir gangi i Efnahagsbanda- lagið og vitnar i þvi samhengi til sænska hagfræðingsins Gunnar Myrdals, sem segir, að þegar til- tölulega vanþróað land gengur i bandalag við tiltölulega vanþróað land, þá muni innbyrðis munur ekki jafnast, heldur aukast. Gegn herstöövastefnu Hörð gagnrýni sósialistaleið- togans á Bandarikin nýtur mjög eðlilegra vinsælda i Grikklandi. Allt frá þvi um 1950 hafa Banda- rikin haft einskonar yfirstjórn á griska hernum, og enginn neitar staðhæfingum Papandreus um að Bandarikin hafi náð geysisterk- um tökum á grisku efnahagslifi. Þá er öllum Grikkjum i fersku minni hið ljósfælna hlutverk sem Bandarikin gegndu á öllum ferli herforingjastjórnarinnar. Hið sama má segja um harmleikinn á Kýpur 1974 — Bandarikin eru með góðum rökum grunuð um að hafa þar teflt djarft i þvi skyni að breyta hlutleysisstöðu Kýpur — og þau töpuðu, eins og menn vita, á kostnað griskættaðra ibúa eyj- arinnar. Þessi mál gáfu sósialistaflokk- inum byr i seglin. Einnig það, að Karamanlis gerði i júli samning við Bandarikin um herstöðvar. Þessi samningur er einhverskon- ar „aronska” — fyrir hann fá Grikkir peninga. En Grikkir eru stoltari en reykviskir ihaldskjós- endur: kröfur sósialista um taf- arlausa uppsögn þessa samnings njóta mikils fylgis. Þá hefur Karamanlis i fyrsta sinn siðan 1974 leyft Nato að athafna sig á grisku landi vegna heræfinga. Papandreu vill hinsvegar að Grikkland gangi úr Nato og engar refjar. Öflugri andstaöa Karamanlis hefur að sönnu hreinan þingmeirihluta sem fyrr segir, og getur þvi látið sam- þykkja allt sem hann hefur haft á prjónunum. En stjórnarandstað- an er nú miklu sterkari og öflugri en fyrr. Miðflokkur Mavrosar er á hraðri niðurleið einmitt vegna þess, hve mjög hann hefur neglt sig upp við Karamanlis i ýmsum greinum. Og eins og próf. Tsúka- las skrifar nýlega i Le Monde Diplomatique, þá standa efna- hagslegar framfarir i Grikklandi á mjög veikum fótum, aðlögum grlsks landbúnaðar og iðnaðar að EBE verður ekkert gamanmál: það getur komið til átaka utan þings einnig, sem yrðu Karaman- lis mjög erfið. Sósialistaflokki Papandreús er svo lýst, að hann sé að verulegu leyti flokkur vinstrisinnaðra menntamanna sem njóti alþýðu- fylgis. Hann skorti stuðning af sósialiskri hefð i verkalýðshreyf- ingu. Hinir tveir kommúnisku flokkar hafa samtals um 12% at- kvæða, en ekki höfum við i bili spurnir af sambúð þeirra við sósialistaflokkinn Pasok. Ef að Karamanlis fylgir eftir hug- myndum sinum um að sniða griskt kosningafyrirkomulag enn meir en áður eftir franskri fyrir- mynd, getur vel komið upp sú staða, aðþessir aðilar og ef til vill einhver hluti núverandi miðju- manna verði að smiða sér stóra vinstrifylkingu, hvort sem þeim likar betur eða verr. Sú fylking hefur nú þegar a.m.k. 37% at- kvæða. Árni Bergmann tók saman. Papandreú foringi Pasok; kröfur um félagsiegt réttlæti og uppsögn herstöðvasamnings við Bandarfkin. Þegar herforingjastjórnin féll áttu menn fleira sameiginlegt en fyrr. Það var ekki andspyrnu- hreyfingin sjálf sem gat fellt her- foringjana, þeir féllu fremur á eigin aumingjaskap i efnahags- málum og misheppnuðum ævin- týrum á Kýpur. I kosningunum 1974 lék Karamanlis óspart á þá strengi að eina ráðið til að koma i veg fyrir nýtt fasistabrölt væri aö kjósa flokk hans, Nýja lýðræðið. Þessu trúðu griskir kjósendur: stuðningsmenn herforingjanna mundu ekki þora til við þann gamla foringja borgaralegs i- halds, Karamanlis. Stjórn Karamanlisar hefur með ýmsum hætti bætt efnahagslegt ástand i landinu — enda var ekki af miklu að státa þegar hún tók við. En um leið hefur hægristjórn hans gefið litinn gaum að félags- legu misrétti: stéttaandstæður eru hinar sömu og fyrr. Þvi var ekki nema eðlilegt að i nýlegum kosningum efldust vinstrisinnar, og þá einkum sósialistaflokkurinn Pasok, flokkur sem um leið er þjóðlegur i viðhorfum og mjög andvigur Nato sem fyrr segir. Stefna Karamanlisar Karamanlis boðaði nú til kosn- inga ári fyrr en ætlað var til að tryggja sér umboð til eftirfarandi málalausna: Hann vill breyta stjórnar-' skránni, efla forsetavald að franskri fyrirmynd — og sjálfur mun hann hafa fullan hug á að sjá Það hefur ekki farið mikið fyrir því i fréttum, að í nýafstöðnum kosning- um í Grikklandi varð mikil vinstrisveif la. Sósíalista- flokkur Papandreús, Pas- ok, tvöfaldaði fylgi sitt, fékk 25.2% atkvæða, hafði 13.5% — og sexfaldaði þingmannatölu sína. Pasok berst gegn aðild að Efna- hagsbandalagi og Nato. Aðrir vinstrif lokkar fengu 12% atkvæða, en örfáa þingmenn, vegna óhag- stæðra kosningalaga. Fylgi flokkanna Pasok hefur nú 91 þingsæti en hafði 15. Hinn stóri hægriflokkur Karamanlisar forsætisráðherra fékk 42.2% atkvæða og 174 þing- sæti af 300 — og heldur þar með meirihluta á þingi. Flokkurinn hafði hinsvegar áður 54% at- kvæða og 220 þingmenn. Miðju- samband Georgios Mavros beið mikið afhroð fékk 15 þingsæti en hafði 57. Þessar stóru sveiflur á fylgi eru m.a. tengdar þvi, að grisk kosningalöggjöf er mjög sniðin eftir þeirri frönsku: hún refsar smáflokkum en ýtir undir stærri flokka. Kommúnistar fengu t.d. niu prósent atkvæða en fá aðeins 11 þingsæti. Nýfasistar, sem vilja konung heim og náða forsprakka herforingjastjórnar- innar sem steypt var 1974, fengu 7% atkvæða og fimm þingsæti. Evrópukommúnistar fengu tæp 3% og tvö þingsæti. Af hverju vinstrisveifla? Það voru vinstrisinnar sem stjórnuðu andspyrnu gegn herfor- ingjaeinræðinu griska, en það voru hægrimenn sem unnu fyrstu kosningarnar eftir að sú fasista- stjórn hrökklaðist frá völdum 1974. Það eru hægrisinnar sem hafa stjórnað endurreisn 'borgaralegs lýðræðis siðan, 'en vinstrimenn sem unnu stóra sigra i kosningunum. Þetta er ekki eins undarlegt og virðast kann. Eftir strið hófst heiftarleg borgarastyrjöld i Grikklandi sem skildi eftir sig djúp sár og aíar stirða sambúð vinstriafla og hægraliðs. Þær and stæður komu m.a. fram í þvi að það þingræði sem steypt var með valdaráni herforingja 1967 var mjög gallað — og spillt. En her- foringjaárin, hin sjö mögru ár Grikklands, 1967-74, drógu að ýmsu leyti úr andstæðum milli fylkinga. Það voru fyrst og fremst vinstrisinnar, sósialistar og kommúnistar, sem sátu I fang- elsum og pyntingaklefum herfor- ingjanna, en þar voru einnig frjálslyndir andfasiskir borgarar af ýmsu tagi. Hefðbundnir and- stæðingar eignuðust nú sameigin- legan óvin. sig i hlutverki einskonar de Gaulles Grikklands. Sterkur for- ingi mun eitt einkenni þess sem hann telur vera lýðræði; á hinn bóginn hefur hann farið niðrandi orðum um „kjaftæði á kosninga- fundum”. Karamanlis vill koma Grikk- landi i Efnahagsbandalagið, hann vill að griski herinn gangi aftur undir yfirherstjórn Nato, hann hefur lofað Bandarikjunum her- stöðvum i Grikklandi. Og hann vill semja við erkióvininn Tyrk: land um landamæri á Eyjahafi, þar sem von er á oliu, og um Kýp- ur — og er þá talinn lfklegri til málamiðlana en hörku. Hart á móti höröu Andreas Papandreú, leiðtogi helleniska sósialistaflokksins Pasok, hefur allt aðrar skoðanir á þessum málum öllum en Kara- manlis. Hann er andvigur þvi að Grikk- land gangi i Efnahagsbandalagið. Og að þvi er Tyrkland varðar þá erhann fylgjandi þvi, að láta hart mæta hörðu og vikja hvergi frá hans skilningi á griskum rétti. Eins og að likum lætur er sú þjóð- ernisafstaða mörgum að skapi i landi mikillar sögu. Karamanlis vill binda Grikk- land sem fastast við Vestur- Evrópu. Papandreú vill hinsveg- ar sjá land sitt sem einskonar miðstöð i nýju bandalagi milli Balkanrikja og landa þriðja erlendar bækur The New France. A Society in Transition 1945-1977. John Ardagh. Penguin Books 1977. Höfundurinn stundaði nám i Oxford og hefur siðan fengist við blaðamennsku og greina- og bók- askrif. Hann var lengi fréttamað- ur i Frakklandi og Alsir og frá þeim tima er áhugi hans á Frökk- um og franskri menningu, sem er i rauninni sérgrein hans auk kvik- mynda og matargeröar. Hann gaf út þessa bók i fyrstu 1968 en hefur oft endurskoðað hana og skrifað upp ýmsa kafla. Þessi þriðja útgáfa i Penguin er i rauninni ný bók. Höfundurinn hefur ferðast vitt um Frakkland og haft tal af fjölda manna og segja má að annað föðurland hans sé nú Frakkland. Athuganir hans á breyttum háttum og mati á Frakklandi á þessu timabili eru skýrt fram settar og lýsingar hans á stúdentaóeirðunum og að- draganda þeirra og afleiðingum eru með þvi besta sem fram hefur komið um þau efni i stuttu máli. Þeir sem áhuga hafa á franskri menningu og Frakklandi ættu að lesa þessa skemmtilega skrifuðu bók. Introducing Sociology Peter Worsley... Penguin Books 1976. Nokkrir félagsfræðingar hafa sett saman bókina, vegna þarfar fyrir slikt rit, eins og þeir segja i formála. Bókin er ætluð byrjend- um i faginu. Höfundarnir rekja hér söfnun heimilda og úrvinnslu- aðferðir félagsfræðinga, fjalla nokkuð um þróun þessarar fræði- greinar sem sjálfstæðs fags og rekja siðan þýðingarmestu þætt- ina, sem eru höfuðefni félags- fræðilegra rannsókna, svo sem fjölskyldugerð, fræðslu, starf og samfélag. Þessi upptalning er mjög við og greinist auðvitað i margvislega þætti. Höfundarnir skýra helstu hugtök félagsfræð- innar og kenningar ýmissa fé- lagsfræðinga og stefna. Þetta er handhægt rit og hentugt sem inn- gangur að frekari lesningu i greininni. Agætar bókaskrár fyigja. The Story of the Stone Cao Xueqin. 2. Volume. Translat- cd by David Hawkes. Penguin Books 1977. Skáldsaga þessi verður i fimm bindum og eru nú tvö komin út. Þetta bindi er framhald fjöl- skyldusögunnar og nær yfir 257 daga. Höfundurinn lifði á 18. öld og lýsir i þessari löngu skáldsögu örlögum eigin ættar. Sagan er fremur langdregin, höfundurinn er humoristi og lýsingarnar eru nokkuð svo annariegar i augum Vesturevrópubúa, en forvitnileg- ar. Skýringar þýðandans fylgja og i bókarlok er skrá yfir þær per- sónur sem koma fyrir i sögunni, og eru þær fjölmargar. The Penguin Dorothy Parker With an introduction by Brendan Gill. Penguin Books 1977. Dorothý Parker var alþekkt sem einhver hittnasta og fyndn- asta manneskja, sem setti saman kvæði og sögur, en hún var jafn- framt daprasta kona heimsins, eins og útgefandinn segir i inn- gangi að þessu safnriti hennar.. Hún fæddist 1893 og dó ein og yfir- gefin á hótelherbergi i New York 1967. Hún hafði flutt frá Holly- wood til New York 1963 og lagðist þar i drykkjuskap, aðrir úrkostir voru ekki fyrir hendi eins og kom- ið var. útgefandinn skrifar ágæt- an inngang.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.