Þjóðviljinn - 04.12.1977, Blaðsíða 17
Sunnudagur 4. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐÁ 17
„Ljósmóburlaunin voru vikulaun
verkamanns ”
,,Svæfingar voru ékki álitnar fyrir
almenning"
„Börnin vildu safnast aö mér”
Eftir að ég hafði byggt við
heimilið norðanvert var þar
pláss fyrir 16 konur. Ég fékk
aldrei eyri frá þvi opinbera til
þess að byggja þetta. Einu sinni
fór ég fram á að bærinn borgaði
ljós og hita, en þvi var synjað.
Fæðingarhjálp, læknishjálp
og lega fyrir móður og barn i 12
daga kostaði þá 81 krónu.
Sjúkrasamlagið greiddi 6 krón-
ur á dag, svo konurnar þurftu
ekki að borga nema 9 krónur,
eða sem svaraði læknishjálp-
inni.
Siðan tók samlagið upp á þvi
að greiða ekki vist nema á rikis-
spitölunum. Það rak endahnút-
inn á þetta og ég varð að gefast
upp við reksturinn.
Þá átti ég orðið tvær dætur, en
börnin sem fæddust á heimilinu
vildu safnast að mér. Þegar þvi
var lokað 1940 voru þar 10 börn á
barnaheimili, sem lika var rek-
ið i húsinu.
Þetta voru börn munaðar-
lausra mæðra sem ekki gátu
tekið börnin með sér þegar þær
fóru að vinna eftir barnsburð-
inn. Elsta barnið sem var þarna
hjá mér var oröið þriggja ára.
Þá gifti mamman sig og tók
drenginn til sin. Hún átti aldrei
annað barn og ég er viss um að
þetta barnaheimili varð mörg-
um konum hjálp til þess að
koma undir sig fótunum og geta
tekið börnin sin til sin.
Um tima voru tvær hjúkrun-
arkonur sem gættu barnanna,en
þau urðu aldrei fleiri en 10 i
einu, mest ungabörn.
Ég byggði lika sumarbústað
uppi við Lögberg og þar var
barnaheimilið rekið eitt sumar
fyrir eldri börnin.
Margar mæðurnar giftu sig og
tóku þá börnin til sin. Aðrar fóru
út i sveitir sem ráðskonur og
gátu þá tekið börnin með sér.
Mæður sem unnu i Reykjavik,
áttu einn fridag i viku og tóku þá
börnin út með sér.
Kærö fyrir að
vilja svæfa
— Einhverntima lentirðu i
málaferlum út af svæfingum
sængurkvenna.
Já, það var árið 1936 að stjórn
Ljósmæðrafélags tslands kærði
okkur þrjár, mig, Vilborgu
Jónsdóttur og Guðrúnu Hall-
dórsdóttur fyrir að vilja láta
svæfa sængurkonur. Við höfðum
verið samskipa um tima á Rik-
isspitalanum i Kaupmannahöfn
og vorum góðar vinkonur.
Svæfingar voru þá ekki álitn-
ar vera fyrir almenning, en á
þvi höfðum við allt aðra skoðun.
Við eins og aðrar ljósmæður i
bænum náðum i lækni til þess að
svæfa konurnar, en þó kom fyrir
aö þeir segðu okkur að svæfa
þangað til þeir kæmu.
Þetta gerðu flestallar ljós-
mæöur i Reykjavik, eins og ég
sagði, og þvi endaði á þvi,að þær
sem kærðu okkur og margar
fleiri, voru lika kærðar. Sem
betur fer skeði aldrei neitt
óhapp við þessar svæfingar, og
engin sérstök ástæða var fyrir
þessum látum. Upp úr þessu
stofnuðum við Ljósmæðrafélag
Reykjavikur, en i Ljósmæðrafé-
lag tslands hef ég aldrei gengiö
vegna þessa.
Það var ansi heitt i kolunum
út af þessu. Þær kærðu til Vil-
mundar landlæknis og skoruðu
á hann að birta kæruna og það
gerði hann á heilli siðu i Morg-
unblaðinu. Það voru teknar lög-
regluskýrslur af okkur og það
endaði með þvi að við fengum á-
minningu.
Þá stóð lika til að taka af mér
leyfið með heimilið, en af þvi
varð þó ekki.
Vist lenti maður i læknum,
sem voru tregir til að gera
nokkurn skapaðan hlut fyrir
konurnar, en þeir voru fáir.
Konan skal fæöa
með þjáningum
Þá eins og nú var til fólk, sem
einblindi á bókstaf bibliunnar,
þar sem segir að kona skuli
fæða sitt barn með þjáningum.
Ég hef nú aldrei verið trúaðri en
svo, að eftir þessu hef ég ekki
farið.
Auðvitað fæða konurnar með
þjáningum, þótt þær fái að sofa
og hvilast meöan barnið fæðist,
þvi hriðarnar eru það sem sár-
ast er. Ef konurnar eru svæfðar
rembast þær ekki á móti þegar
barnið kemur. Fæðingin gengur
sársaukaminna og fljótar fyrir
sig.
Nú er farið að gefa konum
kæruleysislyf, sem auðvelda
þetta allt; en eitt skil ég ekki, og
það eru allar þessar klippingar
á konunum. Aðeins 3-5%, af
minum konum hafa verið
klipptar og saumaðar, en ég
gæti trúað að á fæðingarstofn-
unum nú til dags sé meira en
helmingur kvennanna klipptar.
Vist hefur maður lent i
mörgu, bæði sorglegu og gleði-
legu i þessu starfi.
Það er alltaf gleðilegt að vera
viö barnsfæðingu þegar fólk vill
eiga barnið. Sú gleði fer ekki
eftir efnahag manna, og oft hef
ég verið á heimilum þar sem
hvorki var til matur né föt,en þó
var glaðst innilega yfir nýjum
munni til að fæða og nýjum
kroppi til að klæða.
í bröggum og
kjöllurum
Meðan ekkert fæðingarheim-
ili var komið hér I Reykjavik
var oft erfitt að taka á móti
börnum iheimahúsum. Ég man
að éinu sinni var eina ljósmetið
eldspýta, sem faðirinn hélt á
lofti, meðan ég tók á móti barn-
inu. Þá komu læknarnir þó strax
ef i þá náðist, en ekki eins og nú
þegar oft þarf að biða timunum
saman eftir þeim.
— Siturðu enn yfir?
Já, það kemur fyrir. Ég tók á
móti öllum barnabörnunum
minum og þegar ömmudæturn-
ar eru að fæða þá sit ég hjá þeim
á Fæðingardeildinni eða Fæð-
ingarheimilinu.
Einu barna-barna-barni hef
ég þó tekið á mót hér heima nú á
siðustu árum og þaö var fyrsta
barn Auðar, dóttur hennar
Huldu minnar. Þetta var barn
nr. 3.482, og fyrir tveimur vikur
tók ég á móti dreng heima hjá
konu sem alls ekki vildi fara á
fæðingarstofnun.
Hún hafði átt þrjú börn heima
og þó ég byðist til þess að sitja
hjá henni uppi á Fæðingarheim-
ili mátti hún ekki heyra á þaö
minnst.
Talið barst nú að þvi hvort
betra væri að eiga börnin heima
eða á fæðingarstofnunum, en
þar sýnist vist sitt hverri.
Þeim sem vildu kynnast
starfsferli Helgu M. Nielsdóttur
betur en mögulegt er af stuttu
viðtali sem þessu, má benda á
að fyrir jólin kemur út ævisaga
hennar, „Þegar barn fæöist”,
sem Gylfi Gröndal hefur skráð.
Ég hef aldrei séð neina ástæðu
til þess að fegra hlutina, sagði
Helga að lokum, og það er ekki
vist aö öllutti liki það sem fram
kemur i bókinni. Ég hef mörgu
kynnst um ævina, bæði góðu og
slæmu, og vist hugsaði maður
sitt þegar setið var yfir fátæk-
um sængurkonum i bröggum og
kjöllurum hér áður fyrr.
Það var oft erfitt,og þeir sem
gátu og raunverulega vildu
hjálpa verkafólki á þeim timum
voru ekki fleiri en svo.að ég get
talið þá á fingrum annarrar
handar.
— A1
Fundir
gröf
Filippusar
Make-
dóníu-
konungs
ÞESSALÓNtKU, Grikklandi —
Manóiis Andrónikos, griskur
prófessor, hefur sagt i dag aö
fundin væri gröf Filippusar
Makedóniukonungs annars, föður
Alexanders mikla. Stjórnaði pró
fessorinn sjálfur hópi fornleifa-
fræðinga, sem grófu upp gröfina,
sem er á Vergina-svæðinu, nálægt
Verria.
Prófessorinn segir fund þennan
hinn mesta feng, þar eð grafar-
ræningjar ha'fi til þessa séð gröf-
ina i friði og sé þvi i henni mikið
haugfé. Prófessor Andrónikos
telur að gröfinni hafi veriö lokað
einhverntima á árabilinu 359-323
fyrir Krist. 1 gröfinni fundust
margar smálikneskjur úr fila-
beini, og eru þær að sögn prófess-
orsins af Filippusi konungi sjálf-
um, Alexander syni hans og
Ólympias frá Epriros, móður
Alexanders, sem var heldur stór-
ráður kvenskörungur. Bein kon-
ungs voru i likkistu úr skira gulli
og á kistulokinu var skjaldar-
merki Makedóniukonunga.
Af öðrum dýrgripum i gröfinni
má nefna brjóstplötu, skreytta
átta gullnum ljónshöfðum, skjöld
úr gulli og filabeini, sem liklega
hefur fremur verið notaður við
hátiðahöld en i hernaði, silfur-
vasa gerða af mikilli list, veldis-
sprota og aöra likkistu úr gulli,
sem ekki er getið i fréttinni hvort
eitthvað hafi verið i. Fornleifa-
fræðingar segjast sjá þess merki
að gröfin hafi verið gerð og búið
um konung i henni i nokkru óba-
goti. Telja þeir það standa i sam-
bandi við það, að Filippus var
myrtur og gruna ýmsir ólympias
um að hafa staðið þar á bak við,
en aðrir Persakonung.
Sérstæd
síma-
þjónusta
Tileru þeir menn sem finna hjá
sér mikla þörf tii að hringja i karl
eða konu og demba yfir þann sem
tólið upp tekur hinu svivirðileg-
asta klámi. Skapast af þessu
ýmislegur vandi eins og hver
maður getur skilið.
Þeir i Sviss hafa fundið ráð viö
þessu. Fyrir tvo svissneska
franka á minútu (innan við 200
krónur) geta menn hringt i
ákveðið númer og ausið úr sér
yfir fjóra karla og fjórar konur
sem taka að sér að hlusta á klám.
Þeir sem vilja nota sér þessa
þjónustu þurfa að greiða fyrir-
fram fyrir ákveðið lykilorð sem
gefur þeim aðgang að klámsvar-
anum.
Þetta kerfi gengur vel, númerið
er alltaf á tali. Væntanlega fækk-
ar klámhringingunum til óviö-
búinna að sama skapi.
Examination Rannveigar
Egilsdóttur 9. maí 1768
t bókinni Ljósmæðrafræðsla og ljósmæörastétt á tslandi, eftir
Sigurjón Jónsson lækni, er skráð fyrsta ljósmóðurpróf á tslandi
sem enn er til. Það er próf sem Rannveig Egilsdóttir gekkst und-
ir 9. mai 1768, en prófið samdi Bjarni Palsson fyrsti landlæknir á
tslandi. Prófið er alls 30 spurningar, og fór fram á Staðarfelli á
Fellsströnd. Fara hér nokkru dmi á eftir:
Spurningar:
1. Hver eru teikn til, að kona
hafi tekið upp undir eöa sé
ólétt?
a) Eftir konunnar eigin
sögn?
b) Eftir rannsókninni?
4. Hvað skal ein ólétt kona
helst taka sér vara fyrir i
tilliti til likamans hrær-
inga?
12. Hverninn kann maður hag-
legast að búa um eina fæð-
andi konu, so bæði fæðingin
gangi sem hægast og nær-
konan geti aðstaðiö sitt
verk?
13. Hvað skal maður gjöra, ef
önnur hönd eða annar fótur
vill koma i ljós?
14. Hvað skal yfirsetu konan
gjöra, ef sitjandinn býður
sig fram?
18. Hvað er það fyrsta yfirsetu
konan hefur að gjöra við
barnið, þá það er komið á
klæðin?
25. Hver eru teikn til á barninu
sjálfu, hvert það er full-
aldra boriö eður ei?
29. Þegar mjólk er hlaupin i
konu brjósti, so bólgna(r
og) stofnar til brjósta
meins, hverninn skal þvi
hjálpa?
Svör:
1. a) útvortis signa, scilicet
(nefnilega) velgja, höfuð-
pina og nárapina, kviðar-
ins vöxtur og mánaða tepp-
ur etc.
b) Innvortis signa (merki)
fyrir rannsóknina: Móður-
munnans tillokan og um-
breyting etc.
4. Útvortis fyrir byltum,
stökkum og of frekri þunga
lyftingu etc. Innvortis fyrir
of hastarlegri reiöi, sorg, ,
hræðslu ctc.
12. Að brúka stutta sæng, so-
leiðis iagaða, að dausbein-
ið sé fritt og báðum konun-
um þéni til góörar hægöar.
13. Ef höndin kemur i ljós,
leitast hún við að venda
barninu og koma hand-
leggnum upp i mæðrið.
Fæðist annar fóturinn, þá
frá hans stóru tá hins að
leita og færa að fæðingar-
staðnum.
14 Að venda barninu, ef tíma
er til komið og það sama er
ei komið i of fasta klemmu.
18. Að hreinsa með lini og vini
skilningar vitin og binda
fyrir naflann etc.
25. Hárs, húðar og nagla fulln-
an.
29. Leggja viö brjósta gras,
kálfs sugu, lyf, item bera
eld undir þau, jafnvel hvað
fyrst.