Þjóðviljinn - 04.12.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.12.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 4. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR skrifar: tir „Sautján svipmyndir á vori” Sjónvarpsnöldur Lyfting sem hvarf Þá erum við loksins laus við krummann af skjánum — i bili, að minnsta kosti. Hann verður vist aftur kominn á kreik fyrren varir, ef að likum lætur. Þvi fremur sem menningar — og bókaþjóðin mikla liggur f löt fyr- ir flatbröndurum hans og aftur- haldsbulli. Fólk sem ég tek mark á fullyrðir, að annað eins skemmtiefni og „Undir sama þaki”hafi islenskur almenning- ur ekki barið augum, og séu nú uppi ráðagerðir um að hefja gerð myndaflokks sem endist okkur næstu áratugina, i stil við Coronation Street i Bretlandi. Undir stjórn Hrafns Gunnlaugs- sonar, náttúrulega. (Ég sel þennan þó ekki dýrar en ég keypti hann). Ég minntist á „Undir sama þaki” fyrir þremur vikum, og hef svosem engu við þau skrif a ð bæta. Þeir þættir sem þá voru ósýndir reyndust mjög svipaðir hinum fyrri. Bankaræninginn kom i leitirnar og hafði sem bet- ur fer ekki verið brenndur á báli. I lokaþættinum var m.a.s. gerð tilraun til að lengja svolitið brandarann um bankaránið, en langsóttara og aumara þvaður hef ég sjaldan komist i tæri við. Og vel á minnst, var ekki búið að lýsa þvi yfir að þættimir ættu að „lyftast á hærra plan” eftir þriðja eða fjórða þátt? Ekki varð ég vör við þá lyftingu. Utanbókar- lærdómur 1 siðasta sjónvarpspistli min- um kvartaði ég undan eldgöml- um barnatimum. Nú eru tvær eðaþrjárvikur siðan byrjað var aö flytjaStundina okkari nýjum búningi. Mér er það fjarri skapi að fella harðan dóm yfir nýlið- um sem auðsjáanlega gera sitt besta og eiga áreiðanlega eftir að standa sig ágætlega þegar fram liða stundir. En mér datt i hug, hvort það væri nauðsyn- legt, að aðstandendur barna- timans væru sifellt að þylja ut- anlærðar setningar? Sérstak- lega er þetta hvimleitt þegar börn eru að hafa yfir texta, sem greinilega er saminn af full- orðnum. Mætti ekki eyða ofur- litið meiri tima i undirbúning þáttanna og láta utanbókarlær- dóminn lönd og leið? Oft finnst mér lika gæta furðulitils hugmyndaflugs þegar framleitt erefni fyrir börn. Ballettskólar eru auðvitað allra góðra gjalda verðir, en það eru kannski tak- mörk fyrir þvi hversu oft venju- legir krakkar nenna að horfa á sömu æfingarnar, framkvæmd- ar i hinum ýmsu ballettskólum borgarinnar. Búinn Strindberg Þá er Strindberg allur. Mikið hvein i siðferðispostulum um landiðþvertog endilangt meðan á sýningum þessara fjögurra hjónabandsþátta stóð. Var helst á bréfriturum siðdegisblaðanna að skilja að Sviar hefðu nú i vonsku sinni ákveðið að gera öll islensk börn að kynvillingum. Mér finnst áberandi hve sumt fólk virðist varnarlaust gagn- vart kössunum sinum — já og gagnvart börnunum sinum lika. Af hverju skrúfar það ekki fyrir kassann og fer að spila Olsen — ólsen við börnin þegar svona stendur á? Annars held ég, að börn hafitalsvertmiklu'verra.af að horfa á þætti einsog Undir sama þaki en Varnarræðu vit- firrings. Þau hafa nefnilega a.m.k. fæst forsendur til að skilja hvað fram fer á heimili Strindbergs, og það sem maður skilur ekki hefur ekki jafnmikil innrætingaráhrif og hitt sem maður skilur, i þessu tilviki smekklaust og lágkúrulegt bull- ið i „Undir sama þaki”. Kúgari - kúgadur Þegar á heildina er litið finnst mér „Varnarræða vitfirrings” vandað og gott innlegg i jafn- réttisumræðuna. Það besta við þættina er liklega sú staðreynd, að höfundar þeirra draga ekki taum annars aðila þessa voða- lega hjónabandsá kostnað hins. Bæði hjónin eru sýnd i talsvert. miskunnarlausara ljósi en gengur og gerist i sjónvarps- þáttum. Hjónabandið sem borg- araleg stofnun stuðlar að eyði- leggingu tveggja einstaklinga, sem skiptast á um að leika hlut- verk kúgarans og hins kúgaða. Engin mannleg samskipti eru eins niðurlægiandi og þau sem m byggjast á lög’máli einkaeignar- í innar. Til þess að sýna fram á þetta var nauðsynlegt að taka kynlifið með i spilið, annars hefði ekki verið um neitt upp- gjör við hjónabandið að ræða. Það er þvi mjög út i hött að tala um klám i sambandi við þessa þætti, einsog óspart hefur verið gert. Hitter svo annað mál, að mér fannst óþarflega mikið af svo góðu — einfaldlega vegna þess að stundum var um ástæöulausar endurtekningar að ræða. Rússneskur áróöur Þá er ótalinn sá myndaflokk- urinn sem mestum fiðringi virð- ist valda um þessar mundir, sá sovéski. Það er mjög þakkar- vertað sjónvarpið skyldi loksins þora að taka hann til sýninga, eftir nær tveggja ára umhugs- unartimabil. Þegar þetta er rit- að hafa tveir þættir verið sýnd- ir. Það fyrsta sem við tökum eftir er að rytminn i þessum þáttum er allur annar en við eigum að venjast i þeim engil- saxnesku kvikmyndum sem við erum ofmötuð á árið um kring. Atburðirnir koma ekki hlaup- andi fyrirvaralaust á móti manni, heldur eiga þeir sér að- draganda, forsendur og afleið- ingar. Við fáum tækifæri til að hugsa, melta það sem borið er á borð fyrir okkur. Sumir kunna þessu vel, aðrir hafa ekki þolin- mæðitil að hugsa.Og tileru þeir sem i vandlætingu skrúfa fyrir tækin áður en þátturinn hefst og segjast ekki horfa á „rússnesk- an áróður”. Þvifólki finnst eng- Framhald á bls. 22 . Júdas frelsaöi heiminn. Ég held að Júdas Iskariot hafi verið trúaður og góður maður og hlýðinn frelsara sinum, en Jesús dó vegna þess að hann vildi deyja fyrir okkur. Morgunblaðið. Málsvörn fyrir lítilmagnann Hvers á Stalin að gjalda? Matthias i Reykjavikurbréfi. Hiö sanna þjóöarstolt. garðinum Sælir eru útskúfaðir, þyí Magnús mun þeim fagna. Hef ekki ennþá skoðað skips- höfnina — segir Magnús Torfi (um Pétur Sigurðsson stýri- mann). Dagblaðið. Lifi Krafla/ ofveiðin og veröbólgan. „Ekkert er okkur jarðarbúum eins áriðandi, og að komast i nánari tengsl við hin miklu alheimssambönd lengra kominna mannkynja annarra lifsstjarna og njóta þaðan lifmagnandi áhrifa og leiðsagnar til batnandi lifs á jörðu okkar. Hér gætu Islendingar verið i broddi fylkingar, þvi hvergi ann- ars staðar i heimi hefur jarðveg- urinn verið undirbúinn á sama hátt og hér. Það er hinn islenski heims- skilningur sem hér gæti ráðið úrslitum.” Morgunblaðið. Lífskjarabyltingin nartar í börnin sin — Velferðarriki skammtar honum beinakex og egg i öll mál og hitaveituvatn að drekka með. Svo getur hann vel leyft sér eitt epli i eftirmat. Alþýðublaðið. Maöur er manns gaman. Ég gæti sjálfur látið mér detta ýmislegt skemmtilegra i hug en að búa til krossgátu á bakhlutann á þessari stúlku, en hvað um það — smekkur manna er svo marg- vislegur. Timinn. — Og hver stjórnar svo bylt- ingunni? — Hann heitir vist Lenin — Er hann Ungverji? — Nei. — Það var leiðinlegt. — Já vist er það. En við getum ekkert gert i þvi. Ekki geta allir verið Ungverjar. Ný smásaga eftir István Örkeny. sími VÍSIS er 86611 BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Þórsgötu Kvisthaga Laufásveg Efri - Lambastaðahverfi (Seltj.) Skúlagata Efri-Laugavegur Miðtún Okkur vantar tilfinnanlega blaðbera i þessi hverfi, þó ekki væri nema til bráða- birgða i nokkrar vikur. uúmium Vinsamlegast hafið samband viö afgreiðsluna Siöumúla 6 — sími 81333. Móðir okkar Kristin ólafia Einarsdóttir sem lést föstudaginn 25. nóvember á Elliheimilinu Grund, verður jarðsett þriðjudaginn 6. desember kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Gústaf Ófeigsson Dagbjört Guðbrandsdóttir Einar Guðbrandsson Margrét Guðbrandsdóttir Sigurður Guðbrandsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.