Þjóðviljinn - 04.12.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Karlar mega
ekki gráta
Það er œtlast til að þeir séu
sallarólegir á hverju sem gengur
Það er ekki ætlast til að
karlmenn gráti. Það er
ein sú nauðung sem
karlmanneskuhlutverkið
leggur á þá. Það má ekki
einu sinni taka svo til
orða að karlmaður gráti.
Hann ,,brotnar saman"
ef svo ber undir...
Sænska blaðið Dagens
nyheter gripur þennan inngang
úr umræðum sem blaðið efnir til
milli átta karlmanna á aldrin-
um 19 til 57 ára. Þeir velta vöng-
um yfir þeim erfiðleikum sem
fylgja þvi að vera karlmaður.
Ofuga hliðin á misrétti kynja
er nefnilega sú að karlar eru oft
neyddir til að haga sér öðruvisi
en þeir helst vildu.
Ég leyf i mér það ekki
Carl Magnus starfsmaður
verklýðsfélags (34 ára, skilinn)
segir: Þegar ég nýlega grét i
návist stúlku sem ég var með
.varð hún sem steini lostin. Hún
hélt ég hefði „brotnað saman”.
En það gerði ég ekki. Ég var
blátt áfram dálitið hnugginn.
Björn (29 ára, giftur): Ég vil
Er
sjonvarpió
bilað?
Skjárinn
Sjdnvarpsverkstói
Bengstaðastrati 38
simi
2-1940
oft gráta.en ég hefi lært það að
umhverfið vill það ekki. Ég
leyfi mér það þvi ekki. Mér
finnst ég sé þá að gera eitthvað
rangt.
Bo (38 ára, kvæntur,
blaðamaður): Ég græt nokkr-
um sinnum á ári, einn eða með
konu minni. Af mörgum ástæð-
um — ég er hrærður, örvænt-
ingarfullur, eða þá ég finn til
einhvers léttis. En ég grét
sjaldan þegar ég var ungur.
Þetta vilja þær*
Thomas (21 árs, býr einn með
ungri dóttur sinni): Mér veitist
mjög erfitt að gráta. Það er
eiginlega mjög slæmt. Manni
liður svo fjandi vel þegar maður
hefur grátið.
Ake (57 ára, kvæntur,
prentari); Fullorðinn maður
grætur ekki. Þess i stað veltir
hann fyrir sér leiðum út úr þeim
aðstæðum sem valda honum
áhyggjum...
1 samtalinu kemur i ljós að
flestir kannast við það sem Carl
Magnus sagði um stúlkúna sem
hélt að hann hefði „brotnað
saman”. Það er svona, sögðu
þeir, sem karlahlutverkið er
byggt upp og þvi haldið við. Það
eru stelpurnar sem ætlast til
þess að við högum okkur á
ákveðinn hátt, að við leikum
ákveðið hlutverk, séum sterkir
og þögulir.
— En það er ljóst, að það er
hægt að gera eitthvað i málinu.
Ná sambandi við stúlku sem
hugsar lengra, segir einn
áttmenninganna.
óréttlæti.
Þeimi karlahópi DN finnst
þetta ástand óréttlátt.
Þegar karlmaður grætur þá
er það stórslys; þegar konur
gráta þá hlaupa allir til að
hugga hana.
— Og maður fær svo vonda
samvisku þegar stelpa grætur.
Maður segist gera hvað sem er
til að hún hætti.
—• Þetta nota þær sér, segir
einhver, en hann fær ekki undir-
tektir.
En allt getur breyst. Sumir i
«hópnum eiga syni. Þeir hafa
reynt að ala þá upp öðruvisi en
þeir voru sjálfir uppaldir.
Rétturinn til aö vera eðli-
legur
Menn eiga að hafa rétt til að
vera daprir, til að þurfa ekki
alltaf að vera „voða svalir”, eða
hvað það nú er sem umhverfið
vill klistra á mann.
Og annar bætir við: Menn
eiga yfirleitt að hafa rétt til
að láta tilfinningar sinar i ljós.
Hvort sem maður er hnugginn
eða firnakátur. Það fá menn
nefnilega ekki heldur.
Áke, hinn elsti, á samt erfitt
með að vera á sama máli og
hinir. Hann var 45 ára þegar
faðir hans dó. Hann ætlaði að
bera sig vel. En svo „brotnaði
ég niður við jarðarförina”.
Hinir mótmæla ákaft. Af
hverju segirðu þetta? Ekkert er
eðlilegra og mannlegra!
En Ake var á þvi, að honum
hefði mistekist; hann ætlaði að
standa sig, en gat það ekki.
— En það er augljóst, að slik-
ur grátur er eins og lausn, bætir
hann við....
Bóklegt nám til
atvinnuflugmannspróf
og blindflugsréttinda
Flugmálastjóm og
F j ölbrau tarskóli
Suðurnesja auglýsa:
Bóklegt nám til atvinnuflugmannsprófs og
blindflugsréttinda fer fram i Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja á vorönn og haustönn
1978, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður
samkvæmt námsskrá viðurkenndri af
Flugmálastjórn.' Kennslustundir verða
rösklega 800.
Inntökuskilyrði eru 17 ára aldur og gagn-
fræðapróf eða samsvarandi menntun.
Upplýsingar um námið eru veittar hjá
loftferðaeftirliti flugmálastjórnar á
Reykjavikurflugvelli og i skrifstofu Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja i Keflavik.
Kennsla hefst væntanlega 16. janúar 1978.
Umsóknir um skólavist skulu sendar fyrir
20. desember n.k. til Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, próshólf 100, Keflavik, eða til
loftferðaeftirlitsins, flugmálastjórn,
Reykjavíkurflugvelli.
Agnar Kofoed-Hansen
flugmálastjóri
Jón Böðvarsson
skólameistari
J"”1.1111,1111....................
Starfsmenn í
heimilishjálp
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar
óskar að ráða starfsfólk til heimilishjálp-
ar 1 sinni til 3svar i viku, 4 tima á dag.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
heimilishjálpar, Tjarnargötu 11, simi
18800.
Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Vonarstræti 4 sími 25500
Rlil
»«N
l|l
í desember þjóöum viö sérstök
fDlafargjöld frá Norðurlöndum til íslands.
Þessi jólafargjöld sem eru um 30% lægri en venju-
lega, gera fleirum kleift að komast heim til íslands
um jólin.
Ef þú átt ættingja eða vini erlendis, sem vilja halda
jólin heima, þá bendum við þér á að farseðill heim til
íslands er kærkomin gjöf.
Slíkur farseðill vekur sannarlega fögnuð erlendis.
lOFTlílDIR
/SLAJVÐS