Þjóðviljinn - 10.12.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.12.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Endurhæfingarlögin eru úrelt og voru þaö reyndar strax og þau voru samin hráþýdd úr dönsku lögunum sem Danir voru þá aö gerbreyta Arnór Pétursson Hyersvegna er alltaf veriö ad fela sannleikann? í Þjóðviljanum 13. nóv. s.l. er viðtalvið Carl Brand endurhæf- ingarfulltrúa. Greinin fjallar að mestu um hvaða hlutverki end- urhæfingarráð og skrifstofa þess á að gegna, en litið er rætt um hvað hefur verið gert á þess- um sjö árum. Hvers vegna? Að mlnum dómi og eflaust fleiri hefði Carl átt aö gera þvi skil.en ekki staglast sifellt á þvl hvað þeim bæri að gera. Eina niðurstaðan sem Carl færútersú að ekki beriað kalla fólk öryrkja og að brýn þörf sé á fjölgun verndaðra vinnustaða, eitthvað hefur hann þvi lært á þessum sjö árum. Carl vitnar i 3. gr. endurhæf- ingarlaganna, en þar segir „Hlutverk endurhæfingarráðs skal vera: a. að semja áætlun um þörf endurhæfingarstöðva og vinnustööva fyrir fólk með varanlega skerta starfshæfni”. 1 4. gr. laganna segir, „áætlun sú sem um ræðir I 3. gr. a, skal gerð fyrir árin 1972-1978.” Endurhæfingarráð hafði þvl tvö ár til að ganga frá áætlun þessari, en nú, þegar aðeins er áreftir af timabili því sem hún átti að ná yfir, er enginn áætlun til samkv. upplýsingum Hauks Þórðarsonar. Er það sökum þess að fjárveiting hefur ekki faigist frá rikisvaldinu. Þessu þegir Carl yfir-Avið hvaö er hann hræddur? Carl minnist einnig I viðtal- inu á þá grein laganna sem seg- ir: ,,Hver sá sem óskar þjálfun- ar vegna skertrar starfshæfni, skal, ef þess gerist þörf, ganga undir hæfnis- og starfspróf þar sem rannsökuð verður andíeg og likamleg hæfni hans”. Þetta segir Carlað sé aðalstarf skrif- stofunnar,og kveður hann prófin vera stöðluð eftir traustum breskum og bandariskum próf- um, en Carl sleppir alveg að geta þess hversu mikla gagn- rýni próf þessi hafa hlotið, en allir sem þekkja til vita aö slikt dálæti hefurhann á þessum próf- um að hann hefur neitað a.m.k. einum manni um fyrirgreiðslu á skrifstofunni, nema að hann gengist undir prófin; samkv. upplýsingum fulltrúa i endur- hæfingarráði hefur hann enga heimild tilþess, enda segir I lög- unum að sá sem óski þjálfunnar skuli gangast undir próf, en hvergi er minnst á að sá sem óski eftir aöstoð við atvinnuleit skuli gangast undir próf. Að flestra áliti ætti skrifstofan að einbeita sér að atvinnuútveg- un, en ekki að þvæla fólki sem kemur i atvinnuleit I gegnum fáránleg próf sem i mörgum til- fellum eiga ekkert skylt við hugs- anlega möguleika þess til at- vinnu svo sem spurningar um kynhneigð, svo að eitthvað sé nefnt. Sem dæmi um hvað þau eru talin litils virðimá geta þess aö fyrir ári siðan höfðu tveir fulltrúar sem sæti hafa átt i end- urhæfingarráði frá upphafi ekki hirt um að kynna sér þau; þó tel- ur Carl prófin aðalalstarf skrif- stofunnar. Carl telur að þurfi vinnu- stöðvar fyrir 200 manns. Ég tel aö hann renni hér algjörlega blint I sjóinn og það hrapallega og má þar eflaust um kenna aö áðurnefnd áætlun hefur ekki verið gerð. Máli minu til stuðn- ings vil ég benda á að aðeins Vinnustofa öryrkjabandalags- ins hefur verið sett upp á þess- um sjö árum; reyndar er ein á Húsavik en hún hefur ekki verið starfrækta.m.k. s.l. eittog hálft ár vegna rekstrarfjárskorts. 1 lifeyrisdeild Trygginga *- stofnunnar rikisins berast að jafnaði árlega um 90 tekju- tryggingarumsóknir á mánuöi. Reikna má með að alls ekki færri en 30 berist annarsstaðar á landinu;það eru þvi rúmlega 1400 á ári; lauslega áætlað má reikna með að 1000—1100 af þessu fólki hafi einhverja at- vinnu.sé algjörlega ófært til að stunda atvinnu eða hafi ekki á- huga. Þá verða ca. rúmlega 300 manns eftir aðeins á þessu ári, sem ég efast ekki um að hafi fullan áhuga á að fá starf sem það getur sinnt. Sé tala Carls rétt um að ekki þurfi vinnu- stöðvar fyrir nema 200 manns þá hafa hinar fjórar vinnustööv- ar sem starfræktar voru 1970 annað eftirspum og vel það. Gæta ber þess, að ekki þurfa nema ca. 20—30% þeirra sem atvinnulausir verða vegna ald- urs eða sjúkdóma starf á vernd- aðri vinnustofu. Carl minnist á að eitt af störf- um skrifstofunnar sé kynning á endurhæfingu. 1 3. gr. e. lið. endurhæfingar- laganna um hlutverk ráðsins segir, ,, að stunda upplýsinga- starfsemi og hvetja þá, sem ekki geta séð sér farborða vegna skertrar starfshæfni, til að leita þjálfunar og þeirrar meðferðar, sem við á, svo þeir geti fengið starf við sitt hæfi”. Carl segir, að 130-140 manns leiti til skrifstofunnar árlega. Ég hef leitt hér getum aö þvf að ekki færri en 300 manns (talan sennilega alltof lág) falli af hin- um almenna vinnumarkaði ár- lega, mér er spurn, hvers vegna leita ekki fleiri til skrifstofunn- ar, eðlilegt þætti að ekki færri en 90% leituðu þangað; svarið hlýtur að liggja I þvi að fólk veit ekkert um endurhæfingarlögin og upphaflegt markmið þeirra. A landssambandsþingi Sjálfs- bjargars.l. haustvar samþykkt áskorun til endurhæfingarráðs um að láta prenta upplýsingar- bæklinga I svipuðu formi og bæklinga Tryggingastofnunar rikisins, og eðlilegt væri að þeir lægju frammi á sömu stöðum, þetta virðist ekki annað en sanngjörn krafa, samt hefur þetta ekki verið gert. Carl segir að fimmti hver maður fái einhverja úrlausn; ég leyfi mér að efast stórlega um þá fullyrðingu. Deildarstjóri I Félags og upp- lýsingadeild TryggingastoTn- unar rikisins hefur hjálpað fólki um að verða sér úti um at- vinnu; m.a. veit ég dæmi þess að um hefur verið að ræða tilfelli þar sem viðkomandi hafði gefist upp á skrifstofu endurhæfingar- ráðs. Sjálfur hef ég margoft vls- að fólki til skrifstofunnar, þvert um geö mitt, þvi til dagsins i dag hefur ekki veriö um annan möguleika að ræða; ég hef tæp- lega haft geð i mér til að vlsa fólki til skrifstofu þar sem það þarf að ganga i gegnum óraun- hæf og ómannúðleg próf áður en hægt er að hefjast handa við aö veita þvi aðstoð við atvinnuleit sina, og ekki hef ég haft spurnir af að neitt af þessu fólki hafi fengið úrlausn sinna mála á einn eða annan hátt. Ég er ekki að ásaka Carl Brand fyrir að honum gengur illa að aðstoða fólk við atvinnu- leit,þvi þar er við þrihöfða þurs að eiga; ekki ásaka ég hann heldur fyrir að vinnustöðvarnar eru of litlar og fáar: ég ásaka hann fyrir, að þegar hann fær tækifæri til að upplýsa almenn- ing I landinu um hversu geig- vænleg vandamál fólks með skerta vinnugetu er, þá foröast hann einsog köttur heitan graut að benda á eftirfarandi atriði: a. Endurhæfingarlöginn eru úrelt, og voru það reyndar strax og þau voru samin hráþýdd úr dönsku lögunum sem danir voru þá að gerbreyta. b. Að aldrei hefur verið hægt að framkvæma þau (þó úrelt séu) I þeirri mynd sem ætlaö var, vegna áhugaleysis stjórn- valda; þeim var aðeins hróflað upp, og þá töldu stjórnmála- mennirnir sig vera lausir allra mála, lögin væru til, endurhæf- ingarráð væri til; siðan væri málið úr sögunni. c. Að skrifstofan hefur aldrei getað annað þeim verkefnum sem henni voru ætluð; að fólk er löngu hætt að bera trú til henn- ar, vonir, né traust. Hún er litli ljóti andarunginn og verður ekki að svani nema stórfelldar hug- arfarsbreytingar verði hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Þessar hugarfarsbrey tingar koma ekki til, nema fólkinu sé sagður sannleikurinn; hinn al- menni borgari á heimtingu á að fá að vita sannleikann. Hinn al- menni borgari er eina aflið sem getur knúið stjórnmálamennina til að veita þeim sem búa viö skerta vinnugetu þau lágmarks mannréttindi að fá aö stunda vinnu. Borgarráð Reykjavikur hefur i 20 mánuði gengið með óska- barn fólks með skerta vinnu- getu, þ.e.aTs. atvinnumiðlun fyrir þetta fólk við ráðningar- skrifstofu borgarinnar. Mér hefur skilist að barnið muni nú örugglega lita dagsins ljós fyrir áramót. Gangi kona með barn mikið fram yfir tima er vanalega læknir kallaður til og framköll- uð fæðing, eflaust konu og barni til óblandinnar ánægju. 1 borgarstjórn Reykjavikur eru tveir læknar, báðir hinir mætustu menn; báða þekki ég nokkuð;annar bjargaöi lif i minu á sinum tima og hinn hefur gætt sjónar minnar s.l. 20 ár. Hefði Carl Brand sagt sann- leikann um ástandið i Þjóðvilj- anum 13. nóv. s.l. (þetta var ekki hans fyrsta tækifæri til að upplýsa þjóðina um ástandið) dreg ég ekki I efa að þessir á- gætu (læknar) borgarstjórnar- menn væru búnir að framkalla fæðingu fyrir löngu. Það eru stjórnmálamennirnir og rikisvaldið sem er ábyrgt fyrir hversu geigvænlegt á- standið er i atvinnumálum fólks með skerta vinnugetu: það er hlutverk endurhæfingarfulltrúa og endurhæfingarráðs að fram- fylgja endurhæfingarlögunum; sé það ekki hægt vegna tregöu rikisvaldsins,á að standa við lög þau sem sett hafa verið af hátt- virtu alþingi; ber þeim að upp- lýsa þjóðina um það, svo hægt séað veita stjórnvöldum aöhald og knýja þau til að framfylgja þeimlögumsem setthafa verið. Skoðun min er sú, að þó ein- staka starfsmaður geri sér ekki grein fyrir hvaða ábyrgð hvihr á honum, sé sökin, fyrir hversu ófremdarástand rikir I þessum málum, stjórnmálamannanna og rikisvaldsins. Þeim til gaumgæfilegrar I- hugunnar vil ég benda á 1. lið 23. greinar mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóöanna, en hún hljóðarsvona:,,Hver maður á rétt á atvinnu og frjálsu vali á réttlátum og hagkvæmum vinnuskilyrðum og á vernd gegn atvinnuleysi.'f Agætu alþingismenn, næst er þið stigið i ræðustól i einu elsta löggjafaþingi jarðarbúa, hafið þá þetta þjóðlæga vandamál i huga, i stað þess að gera ykkur að athlægi þjóðarinnar með að þrasa einsog smá strákar um hvort eigi að skrifa setu i þessu orði eða hinu. Tillaga 6 þingmanna Alþýðubandalagsins: Bændum verði tryggð viöun- andi rekstrar- og afurðarlán Eins og skýrt var frá i blaðinu i gær þá hafa 6 þingmenn Alþýðu- bandalagsins, þeir Ragnar Arn- alds, Stefán Jónsson, Kjartan Ólafsson, Helgi F. Seljan, Garðar Sigurðsson og Jónas Arnason lagt fram þingsályktunartillögu um rekstrar- og afurðalán til bænda. Tillaga þeirra er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að gera ráðstafanir til að tryggja bændum viðunandi rekstrar- og afurðalán. Rekstrarlán til sauðfjárbú- skapar verði aukin þannig, að þau verði a.m.k. 60% af skilaverði við upphaf sláturtiðar og séu veitt jöfnum höndum eftir þvi sem rekstrarkostnaður fellur til. Afurðalán miðist við að sölufé- lögum sé kleift að greiða minnst 90% af grundvallarverði við mót- töku afurðanna. Lánin skulu breytast i samræmi við heildsölu- verð, eins og það er ákveðið á hverjum tima. Uppgjörslán skulu nægja til að greiða bændum grundvallar- verðað fullu, eins og það er i mai- mánuði á ári hverju. Fóðurbirgðaján (hafislán) mið- ist við, að nægar birgðir fóður- vara séu tryggðar á hafissvæðinu til sex mánaða frá áramótum. í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn: Þingmenn Alþýðubandalagsins hafa i mörg undanfarin ár flutt þingsályktunartillögu um rekstr- arlán til sauðfjárbænda, þar sem gert hefur verið ráð fyrir, að bændum yrði tryggð viðunandi lánafyrirgreiðsla, og miðað við, að lánin yrðu veitt frá ársbyrjun til ágústloka ár hvqrt og yrðu þá orðin 75% af væntanlegum af- urðalánum. Tillagan hefur ekki náð fram að ganga. Hins vegar hafa kröfur bænda um aukna lánafyrirgreiðslu orðið háværari með hverju árinu sem liðið hefur og m.a. komið fram á fjölmenn- um bændafundum viða um land. Ályktun Stéttasambands bænda A aöalfundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var að Eið- um 29.-31. ágúst 1977, var m.a. fjallað um lánamál bænda. Fund- urinn taldi „það ástand, sem nú rikir i lánamálum landbúnaðar- ins, óviðunandi og gerir kröfur til þess, að úrbætur verði gerðar i þeim efnum. Vegna verðbólgu og einnig vegna stóraukinnar tækni- væðingar i landbúnaði.hefur þörf- in fyrir lánsfjármagn vaxiö hröð- um skrefum og þær lagfæringar, sem gerðar hafa verið, hvergi nærri fullnægjandi, og bendir fundurinn þá sérstaklega á rekstrar- og afurðalán og lán til þeirra, sem eru að hefja búskap, i þvi sambandi”. Efni þessarar tillögu er i fullu samræmi við 1. lið ályktunar að- alfundar Stéttarsambandsins. Þegar liggur fyrir þinginu tillaga um breytingu á lausaskuldum bænda i föst lán til langs tima, en það er einnig mjög brýnt mál. Fjármögnun rekstrarlaus Samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans námu rekstrar- og af- urðalán til atvinnuveganna,-sem fjármögnuð voru með endur- kaupum Seðlabankans, i sept. s.l. samtals 22 682 000 kr. og skiptust þannig: Landbúnaður ... 5 604milj.kr. Sjávarútvegur . 14 562 milj. kr. Iðnaður ........ 2 394milj.kr. Samtals 22 682 milj. kr. Bundnar innistæður viðskipta- banka hjá Seðlabanka tslands, sem einkum hafa verið hugsaðar til að standa undir rekstrar- og afurðalánum til atvinnuveganna, námu á sama tima 20 290 milj. kr. og höfðu aukist um 11 696 milj. kr. siðan á árinu 1974. Eftirtektarvert er, að skuldir rikissjóðs og rikisstofnana við Seðlabankann hafa aukist mjög verulega á seinustu þremur ár- um, eða úr 4 638 milj. kr. i sept. 1974 i 14 493 milj. kr. i sept. 1977. Aukningin nemur 9 855 milj. kr. Skuld þessi hefur staðið litt breýtt um langt skeið og var t.d. i sept. 1976 13 337 milj. kr. Aður en núverandi rikisstjórn kom til valda þótti sjálfsagt að rikissjóður og rikisstofnanir greiddu skuldir sinar við Seðla- bankann nokkurn veginn i árslok, enda er ráð fyrir þvi gert i 14. gr. 2. mgr. l.'nr. 10 1961, um Seðla- bankann. Sem dæmi má nefna, að skuldastaða rikis og rikisstofnana við bankann var: i árslok 1971 512milj.kr - i árslok 1972 ...... 234milj.kr i árslok 1973 1440milj.kr. Framhald á bls. 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.